Morgunblaðið - 19.02.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR19. FEBRÚAR1999 45 ^ \
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GRÍSKI dansinn „Param para“ stiginn á fjölum íþróttasalarins í Austurbergi. Sýnendur voru liópar frá 4 félagsmiðstöðvum; í Garðabæ, Gjá-
bakka og Gullsmára í Kópavogi og hópur frá Furugerði 1 í Reykjavík. Allir hóparnir eru undir stjórn Margrétar Bjamadóttur.
Íþróttahátíð á
ári aldraðra
FELAG áhugamanna um íþróttir
aldraðra, sem stofnað var 1985,
stóð fyrir árlegum íþróttadegi í
fyrradag. Hefð hefur komist á að
halda hátíðina á öskudag en að
þessu sinni nefndist hún „fþrótta-
hátíð á degi aldraðra". Að sögn
Guðrúnar Nielsen, formanns fé-
lagsins, tóku að þessu sinni 12
hópar frá félagsmiðstöðvum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu þátt í
hátíðahöldunum, eða um 300
manns. Guðrún telur að annað
eins hafi verið af áhorfenduin
sem skemmt hafi sér prýðilega.
„Þetta var stórkostlegur dagur,“
segir Guðrún.
Tilfærslur ákveðnar í
utanríkisþj ónustunni
UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur
ákveðið að gera nokkrar breytingar
á skipan sendiherra í utanríkisþjón-
ustunni.
Helgi Ágústsson ráðuneytisstjóri
tekur við embætti sendiherra ís-
lands í Kaupmannahöfn 15. apríl
nk. Hann verður jafnframt sendi-
herra gagnvart Litháen, Tyi-klandi
og Bosníu og Hersegóvínu. Helgi
var skipaður sendiherra í utanríkis-
þjónustunni árið 1987. Hann var
sendiherra í London árin 1989 til
1995 og ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins frá árinu 1995.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
sendiherra Islands í París, tekur
við embætti ráðuneytisstjóra utan-
ríkisráðuneytisins 8. mars nk.
Sverrir var skipaðm- sendiherra ár-
ið 1985 þegar hann tók við embætti
skrifstofustj óra varnai-málaskrif-
stofu. Hann var skipaður fastafull-
trúi íslands hjá EFTA í Genf árið
1987, skrifstofustjóri viðskipta-
skrifstofu árið 1989, fastafulltrúi ís-
lands hjá NATO í Brussel árið
1990, fastafulltrúi íslands hjá Vest-
ur-Evrópusambandinu árið 1993 og
hefur verið sendiherra í París frá
árinu 1994.
Róbert Trausti Ái-nason, sendi-
herra íslands í Kaupmannahöfn,
tekur við starfi forsetaritara.
Kornelíus Sigmundsson forseta-
ritari tekur við embætti sendiherra
íslands í Helsinki 1. apríl nk. Hann
verður jafnframt sendiherra gagn-
vart Eistlandi, Lettlandi og Ukra-
ínu. Kornelíus var skipaður sendi-
herra árið 1996 eftir að hann tók
við embætti forsetaritara.
Sigi’íður Ásdís SnævaiT
prótókollstjóri tekur við embætti
sendiherra Islands í París 1. apríl
nk. Hún verður jafnframt fastafull-
trúi íslands hjá OECD, FAO og
UNESCO og sendiherra gagnvart
Spáni, Portúgal, Ítalíu og Andorra.
Sigríður var skipuð sendiheri’a árið
1991. Hún var sendiherra í Svíþjóð
árin 1991 til 1996, en þá tók hún við
embætti prótókollstjóra.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra tekur við embætti sendi-
herra íslands í London 15. júní
nk. Hann verður jafnframt sendi-
herra gagnvart Irlandi, Hollandi,
Indlandi og Grikklandi. Þorsteinn
var kosinn alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins fyrir Suðurlands-
kjördæmi 1983 og varð fjármála-
ráðherra ásamt ráðherra Hag-
stofu íslands 1985. Því starfi
gegndi hann til 1987 er hann varð
forsætisráðherra og gegndi þeim
störfum til 1988. Árið 1991 varð
Þorsteinn sjávarútvegsráðherra
og dóms- og kirkjumálaráðherra
og hefur gegnt þeim störfum síð-
an.
Benedikt Ásgeirsson, sendiheiTa
íslands í London, tekur við emb-
ætti skrifstofustjóra varnarmála-
skrifstofu 15. api-íl nk. Benedikt var
skipaður sendiheira árið 1994.
Hann tók við embætti sendiherra
íslands í London árið 1995.
Þórður Ægir Óskarsson, skrif-
stofustj óri varnai-málaskrifstofu,
tekur við embætti fastafulltrúa ís-
lands hjá ÖSE í Vín 1. mars nk.
Hann var skipaður sendiherra um
síðustu áramót.
Kristinn F. Árnason, ski’ifstofu-
stjóri viðskiptaskrifstofu, tók við
embætti sendihen-a Islands í Ósló
15. janúar sl. Hann er jafnframt
sendiherra gangvart Slóvakíu,
Tékklandi, Póllandi, Fyrrverandi
sambandslýðveldi Júgóslavíu, Ma-
kedóníu og Kýpur. Ki’istinn var
skipaður sendiherra árið 1998.
Stefán Haukur Jóhannesson,
skrifstofustjóri almennrar skrif-
stofu, var skipaður sendiherra í
janúar 1999 og tók þá við embætti
skrifstofustjóra viðskiptaskrif-
stofu.
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
í FRÉTT af nýrri miðborgarstjóm
í Reykjavík sem birtist í blaðinu í
gær misritaðist eftirnafn BoOa
Kristinssonar og hann sagður Kri-
stjánsson. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Fyrsti í N-Evrópu
í GREIN í blaðinu í gær er sagt
að Little Caesar’s pítsustaðurinn,
sem áætlað er að opna hér á landi
næsta sumar, muni verða sá fyrsti
er opni í Evrópu. Hið rétta er að
staðurinn verður sá fyrsti í N-Evr-
ópu. Beðist er velvirðingar á þess-
um mistökum.
Útboð flugleiða
í MORGUNBLAÐINU í gær var
orðið flugleiðir af misgáningi skrif-
að með stórum staf í fyrirsögninni
Útboð flugleiða á EES-svæðinu
gæti tekið 7-8 mánuði. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Fréttir á Netinu
mbl.is
_/\LLTAf= 6/7T//l^£7 A/ÝTT
SKB afhentur
styrkur
JÓLATRÉSSALAN Landakot
seldi jólatré fyrir síðustu jól m.a.
til styrktar börnum með krabba-
mein. Eftir uppgjör sem nýlega
átti sér stað mætti framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, Sæmundur
Norðfjörð, á skrifstofu SKB til að
afhenda hlut félagsins og var
myndin tekin við það tækifæri.
Frá vinstri: Sæmundur Norðfjörð,
framkvæmdastjóri Jólatréssölunn-
ar Landakots, ásamt Þorsteini
Ólafssyni, framkvæmdastjóra
SKB.
Kosið um tón-
listarmenn
á Netinu
KOSNING vegna íslensku tónlist-
arverðlaunanna 1999 hefst í dag,
fóstudaginn 19. febrúar.
Þá verður í fyrsta skipti hægt að
kjósa á Netinu um þá tónlistar-
menn sem eru tilnefndir þetta árið.
Einnig verður hægt að kjósa í
gegnum DV á hefðbundinn hátt.
Slóðin er http://www.eentr-
um.is/itv/ eða í gegnum visir.is
íslensku tónlistarverðlaunin
verða afhent 11. mars nk. á Grand
Hóteli, Reykjavík.