Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 27 ERLENT Dularfullt njósnamál setur rfkisstjórn Tékklands í vanda Ásakanir um bellibrögð gegn leyniþjónustunni Prag. The Daily Telegraph. TVEIR fyrrverandi yfirmenn tékknesku leyniþónustunnar gagnrýndu í fyrradag stjórn jafn- aðarmanna í Tékklandi fyrir þátt hennar í dularfullu máli sem snertir bresku leyniþjónustuna MI6, umdæmisstjóra hennar í Tékklandi, meinta samkynhneigð hans og „upplýsingaleka" innan leyniþjónustu Tékklands. Oldrich Cherny, fyrrum yflr- maður tékknesku leyniþjónust- unnar (UZSI), lýsti framgangi málsins sem algeru klúðri og St- anislav Devaty fyrrum starfsbróð- ir hans hjá gagnnjósnastofnun Tékklands (BIS) hefur ásakað stjórnvöld um pólitísk bellibrögð gegn leyniþjónustunni. Forsaga málsins er sú að upplýst var í tékkneskum sjónvarpsþætti í byi'jun mánaðarins að Christopher Hun'an, íyrrum liðsforingi í breska hemum, væri umdæmisstjóri MI6 í Tékklandi undir því yfirskyni að vera pólitískur ráðgjafi við sendi- ráð Breta í Prag. Ennfremur var gi-eint frá heimilisfangi HmTans, að hann væri samkynhneigður og að hann byggi með suður-amerísk- um kai’lmanni í Prag. Tildrög uppljóstrananna eru þau að Hurran sendi Jaroslav Basta, ráðherra leyniþjónustu- mála í tékknesku ríkisstjórninni, bréf í desember þar sem hann kvartaði yfir upplýsingalekum innan tékknesku leyniþjónustunn- ar varðandi mál Jabir Salims, írasks leyniþjónustumanns í Aust- ur-Evrópu sem hljópst undan irierkjum og leitaði ásjár austur- rískra stjórnvalda í desember sl. Opinberlega sagt til samkynhneigðs MI6-manns Talið er að Salim hafi verið gagnnjósnari fyrir MI6. I kjölfar bréfsins var Karel Vulterin, yfinnanni BIS, sagt upp en tékkneskir ráðamenn létu hafa eftir sér að breska leyniþjónustan væri óánægð með störf hans. St- arfsmönnum BIS sem voru hlið- hollir Vulterin hefur verið kennt um að leka persónulegum upplýs- ingum um umdæmisstjórann breska, til fjölmiðla og valda því íraþári sem á eftir hefur fylgt. í viðtali við The Daily Telegraph í gær sagði Oldrich Cemy, sem er náinn samstarfsmaður Vaclav Ha- vels, forseta Tékklands, að málið væri hið vandræðalegasta fyrir stjómvöld. Sagðist hann halda að ákveðin öfl innan ríkisstjómarinn- ar, sem vildu sundra leyniþjónust- unni, bæm ábyrgð á því að nafn Hurrans hafi komist í hámæli. Inn- an BIS væri enginn sem gæti hagnast á því að ljóstra upp nafni Hurrans. Jafnframt sagðist hann harma það að fjölmiðlaumræðan í Tékklandi hefði beinst fyrst og fremst að samkynhneigð Hurrans; „ég veit ekki hvers vegna nokkur myndi vilja upplýsa það að Hurran sé samkynhneigður. Jafnvel undir stjóm kommúnista áttu samkyn- hneigðir ekki í nokkmm vandræð- um,“ sagði Cemy. Tékklandi verður boðið form- lega til aðildar að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) í næsta mán- uði og hefur landið treyst mjög tengsl sín við Vestur-Evrópu og Bandaríkin síðan stjórn kommún- ista féll í „flauelsbyltingunni" 1989. Telja stjórnvöld því að málið sé tilkomið að undirlagi Rússa, sem þau segja að reyni allt til að spilla hagsmunum Tékklands í vestrænu samstarfi. „Óvirkir" njósnarar Rússa Jaroslav Basta hefur lýst því yfir að forsenda Rússa væri að „nýta síðustu tækifærin til að koma í veg fyrir aðild Tékklands að NATO“ og hefur hann farið fram á viðamikla rannsókn á því hvaðan málið sé sprottið. Er talið að Basta vilji gera sem mest úr því að Rússar hafi skilið eftir tugi „óvirkra“ njósnara er þeir fóru frá Tékklandi 1991. Jan Kavan, utanríkisráðherra Tékklands, hef- ur sagt að grunsemdirnar um þátt Rússa í málinu séu á tilgátustigi. ,ýtugljóslega er það mjög vand- ræðalegt að upp skuli komast um upplýsingaleka af þessari stærð- argráðu, aðeins nokkrum dögum áður en Tékklandi er formlega boðin aðild að NATO. Einu aðil- arnir sem gætu hugsanlega hagn- ast á málinu eru þeir sem eru and- vígir stækkun NATO,“ sagði Ka- van. Þrátt fyrir að hafa verið nefnd- ur opinberlega er talið líklegt að Hurran haldi kyrru fyrir í Prag. MI6 telur að starfi hans hafi ekki verið stefnt í voða og vill ekki færa hann til fjarlægari staðar að svo stöddu. Skýrsla nýs yfírmanns leyniþjónustu Slóvakíu Flett ofan af undirróðri og persónunjósnum Reuters EFTIR því sem lengra líður frá stjórnartíð Vladimirs Meciars, sem hér ráðfærir sig við Gustav Krajci, innanríkisráðherra í hinni föllnu stjórn hans, kemur betur í ljós hve ólýðræðislegir stjórnarhættir hans voru. Bratislava. Reuters. NÝR yfirmaður leyniþjónustu Slóvakíu - eða „ríkisöryggisþjón- ustunnar" sem almennt er þekkt undir skammstöfuninni SIS - greindi frá því á lokuðum þingfundi að í stjórnartíð Vladimirs Meciars hefði henni verið óspart beitt á vafa- saman hátt gegn þegnum landsins og til undirróðurs gegn grannríkj- um. Frá þessu var greint í slóvakíska dagblaðinu SME í gær. Undirróðursáform leyniþjónust- unnar fólust meðal annars í því að styðja nýfasískar hreyfingar í Tékk- landi, að því er segir í frásögn blaðsins af ræðu sem Vladimir Mitro, núverandi yfirmaður SIS, flutti á lokuðum fundi slóvakíska þingsins í síðustu viku. Opinber út- gáfa ræðunnar hefur ekki verið gef- in út og enginn innanbúðarmaður SIS var tilbúinn til að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. Ríkisstjórn Meciars, sem féll í kosningum í september sl., sætti harðri gagnrýni bæði heima fyrir og erlendis fyrir að standa sig ekki í að koma á lýðræðisumbótum í landinu eftir að það losnaði úr viðjum kommúnismans. Samkvæmt frásögn SME sagði Mitro að SIS hefði í stjórnartíð Meciars reynt að sverta nafn Ung- verjalands í augum grannþjóðanna á svæðinu og að sá fræjum tor- tryggni milli Austurríkis og Þýzka- lands. Víðtækar persónunjósnir Mitro er sagður hafa nafngreint marga menn, sem SIS hefði njósnað um heima hjá þeim. Þar á meðal væru yfirmaður hersins, einn fyrr- verandi varnarmálaráðhen’a, hátt- settir menn innan kirkjunnar, sam- starfsmenn Meciars í ríkisstjórninni og stjórnmálamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar. Síðast en ekki sízt mun hafa verið fylgzt með hverju fótmáli og reynt að hlera hvert orð sem féll af vörum Michals Kovac, forseta lýðveldisins og áhrifamesta pólitíska andstæðings Meciars. Mitro leiddi einnig að því líkum að SIS hafi framið mannránið á Michal Kovac yngi-i, syni forsetans, árið 1995 og áformað áróðursher- ferð sem miðaði að því að telja Slóvaka á að affarasælast fyrir þá væri að leita aftur undir stórveldis- verndarvæng Rússa. Af því sem Mitro upplýsti vakti þó einna mesta athygli frásögn hans af því að leyniþjónustan hefði lagt drög að þvi að kynda undir sígauna- hatri í Tékklandi, með það fyrir augum að spilla fyrir möguleikum Tékka á að fá inngöngu í vestrænar stofnanir, þeirra helztar NATO og ESB. Ný ríkisstjórn Slóvakíu, sem nú hefur setið við völd í fjóra mánuði, sækir það nú fast að koma sam- skiptunum við Vesturlönd og grann- ríkin í lag og að koma lýðræðisum- bótum í landinu í réttan farveg. LISTIR Morgunblaðið/Kristinn „SITKOVETSKIJ er „virtúós" og lék konsertinn af glæsibrag, nokkuð með rómantískri tilfinningatúlkun og töluverðum átökum,“ segir í dómnum. I drauma- veröld skáld- verkanna TÓJVLIST II á s k ó 1 a h í» SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Tsjakovskíj Mozart og Prokofiev. Stjórnandi og einleikari var Dmitri Sitkovetskíj. Fimmtudaginn 18. febrúar. SAGT er að maðurinn leiti upp- runa síns í sköpun listaverka sinna og hinar mögnuðu ástarsögur bók- menntanna séu tilraun til að finna aftur frumkraft ástarinnar, sem sé orðinn andstæður fáguðum tilfinn- ingum siðmenningarinnar, sem svo á seinni tímum hefur brenglast í dýrkun á kynhvötinni. í listinni er draumurinn veruleikinn og fyrir mikilleik og undur draumsins lifir maðurinn sínar stóru stundir, langt handan napurleika þess sem vakan getur verið honum. Sagan af Rómeó og Júlíu fæst við tilfinningar sem fáum eru gefn- ar en snertir við öllum og því yrkja menn um þessi gæfulausu ung- menni og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, svo að í hnúkana tekur. Forleikurinn að Rómeó og Júlíu, eftir Tsjakovskíj er glæsi- legt verk og þar er ástinni sungið lof með hástemmdum hætti, er Dmitri Sitkovetskíj túlkaði af sterkri innlifun, svo að hljómsveit- in hefur ekki oft leikið betur. Fiðlukonsertinn í G-dúr, eftir meistara Mozart, var næst á dag- skrá en þessi konsert er af þremur vinsælustu, ásamt þeim í D-dúr og A-dúr, veikastur að byggingu og endar t.d. á frekar ósannfærandi máta. Hvað um það. Þá getur þar að heyra margt af ekta Mozart, eins og t.d. í hæga þættinum, sem er yndislegt „sönglag". Sitkovet- skíj er „virtúós“ og lék konsertinn af glæsibrag, nokkuð með róman- tískri tilfinningatúlkun og tölu- verðum átökum, sem mætti segja að væri fjarri klassískri gerð verksins en þó með þeim hætti að túlkun hans var sannfærandi og glæsilega mótuð. Rómantíkin var í fyrirrúmi á þessum tónleikum og lauk með þáttum úr báðum ballettsvítunum sem Prokofiev gerði upp úr hinum fræga balletti sínum um elskend- urna Rómeo og Júlíu. í þessu glæsilega verki áttu nokkrir hljóð- færaleikarar vel leiknar smástróf- ur, t.d. Bernharður Wilkinson á flautu, Einar Jóhannesson á klar- inett, Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu og Richard Talkowsky á selló, svo nokkrir séu nefndir. Sitkovetskíj er ekki aðeins frá- bær fiðluleikari heldur og magnað- ur hljómsveitarstjóri, því bæði Tsjakovskíj og Prokofiev voru glæsilega mótaðir, t.d hinn glæsi- legi upphafskafli úr svítu nr. 2 og lokaþáttur ballettsins, harmljóðið, þar sem strengjasveitin og hornin eiga að túlka sorgarsársauka Ró- meó er hann kemur að gröf Júlíu, en kaflinn allur er gæddur þeim harmi sem menningin hefur fægt af mannfólkinu og er aðeins að finna í draumaveröld skáldverk- anna. Þessum tilfinningum náði hljómsveitin, undir stjórn Sit- kovetskíj, að túlka með eftirminni- legum hætti. Jón Asgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.