Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 38
HESTAR J58 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hestaskatti hafnað Nefnd landbúnaðarráðherra sem fjallaði um að^erðir til að takmarka fjölda hrossa og hrossabeit skilaði af sér nýlega. Af lestri skýrslunnar sá Valdimar Kristinsson að vandinn vegna of mikils fjölda hrossa í landinu er ekki auðleystur og bera þær tvær tillögur, sem nefndin lagði fram, þess glögg merki. SKATTLAGNING á hesteigendur hefur margsinnis komið upp í um- ræðunni um offjölgun hrossa og of- beit af þeim vöidum. Hefur þá verið talað um ákveðinn skatt af hverju - • hrossi sem eiganda þess bæri að greiða og fjallaði nefndin um þessa hugmynd og segir meðal annars í nefndarálitinu: „Fram komu ýmis rök með og á móti þessari lausn. Hóflegt nýtingargjald stuðlar að því að hrosseigendur haldi fjölda hrossa í lágmarki og í samræmi við þann arð sem þeir hafa af hrossun- um. Gjaldi af hrossum má verja til eftirlits með hrossaeign vegna framtals og gjaldtöku, hrossarækt- ar, þ.m.t. leiðbeiningarstarfs, land- nýtingar og rannsókna á sviði land- , kosta og hrossaræktar.“ Petta telur nefndin til kosta þessarar hug- myndar. Ókostina telur nefndin hins vegar þá helsta að erfítt geti reynst að hafa eftirlit með fjölda hrossa og fylgja eftir gjaldtöku enda þótt vel sé mögulegt að merkja og skrá öll hross landsins. Ef til gjaldtöku kæmi, segir í nefnd- arálitinu, þarf hún að byggjast á lögum og leiddar að því líkur að slíkt kynni ef til vill að brjóta í bága við stjórnarskrána. Þá er það skoðun nefndarmanna að skattlagning sem þessi gæti orð- ið mjög ósanngjörn gagnvart þeim mikla fjölda manna sem halda hross og nýta land sitt með óaðfínnanleg- um hætti. Þeir væru að greiða gjald fyrir vanrækslu annari-a og í ljósi þessara annmarka leggur nefndin ekki til að skattleggja beri hesteig- endur með álagningu nýtingar- gjalds. Það sem nefndin hins vegar legg- ur til að gert verði til úrbóta er meðal annars gagnger endurskoðun á lögum um gróðurvernd þar sem meðal annars verði tekið tillit til of- beitar af völdum hrossa. Þar leggur nefndin til að Landgræðslu ríkisins verði heimilt að koma í veg íyrir eða stöðva ofnýtingu lands með því að veita landnotendum eða landeigend- um áminningu, setja þeim frest til úrbóta og með banni eða takmörk- un beitar. Þá leggur nefndin til að ferli ásetningar ítölu á heimaland verði gert einfaldara og skipaðar verði ítölunefndir. Þá telur nefndin að setja beri skýr ákvæði um að- gerðir ef landeigandi/notandi hlítir ekki úrskurði Landgræðslunnar og síðar ítölunefnd um hvernig standa skuli að fækkun í haga. Nefndin telur að efla þurfí leið- beiningarþjónustu á sviði landnýt- ingar. Fjölga þurfi þeim sem sinni slíkri þjónustu og þeir séu í fullu starfi sem slíkir. I álitinu er bent á að þörfin sé varanleg, þ.e. að ekki væri um að ræða tímabundið átak. Þá leggur nefndin til að vægi gróð- ureftirlits í búfjáreftirlitskerfinu verði aukið og að efla beri rann- sóknir á sviði landnýtingar og sömuleiðis að gróðurvernd verði hluti af umhverfisfræðslu í grunn- og framhaldsskólum í landinu. Afsetningu hrossa bar á góma hjá nefndinni og lagt til að leitað verði eftir stuðningi ríkisins við afsetn- ingu eins og nú þegar hefur verið gert þegar selja átti hrossakjöt til Rússlands fyrir skömmu. Ekkert varð af því þar sem kaupendur út- veguðu ekki bankatryggingar fyrir greiðslum. I álitinu segir að vonir séu bundnar við að hægt verði að afsetja allt að 100 hross á viku ef fleiri sláturhús fá leyfisveitingu hjá Evrópubandalaginu. Með þessari afsetningu telja nefndarmenn að fjöldi hrossa verði orðinn viðunandi eftir tvö ár. Nefndin leggur áherslu á að hagsmunaaðilar í hrossarækt ljúki þróun á gæðastjórnunarkerfi sem kynnt hefur verið hér í hestaþættin- um. Einnig er lagt til að sett verði afdráttarlaus skilyrði í leigusamn- inga á ríkisjörðum að um sjálfbæra- nýtingu verði að ræða en fram kem- ur að nokkuð sé um óviðunandi landnýtingu á ríkisjörðum. Urslit móta í hesta- þættinum NÚ ÞEGAR hestamótin eru hafin er sjálfsagt að rifja upp þær vinnureglur sem viðhafð- ar hafa verið undanfarin ár við umfjöllun um þau hér í hesta- þættinum. Fyrst ber að nefna þær upplýsingar sem þurfa að fylgja. Þar er það nafn knapa og nafn og fæðingarstaður hests og einkunnir, sé um ein- kunnagjöf að ræða. Þá er sjálfsagt að láta fylgja með einkunnir bæði úr forkeppni og úrslitum, séu gefnar ein- kunnir í úrslitum. Nöfn eig- enda hrossa þurfa einnig að fylgja með þegar um kapp- reiðaúrslit er að ræða eða gæðingakeppni. Hvað fæðingarstað hross- anna varðar má geta þess að um tíma leit út fyrir að hætt yrði að geta um hann í móts- ski’ám. Til varnar því að sú hefði orðið raunin hefur sá háttur verið hafður á að ein- ungis hafa verið birt úrsht frá þeim mótum þar sem fæðing- arstaður hrossanna fylgir með öði-um upplýsingum og verður svo áfram. I úrslitum sem borist hafa frá tveimur félög- um það sem af er ári hefur verið skilmerkilega getið um fæðingarstað hrossanna. Til að auðvelda og flýta fyr- ir vinnslu er hagstæðast að fá úrslit send í tölvupósti og er heimilisfangið vakr@vor- tex.is. Einnig er hægt að senda úrslitin á faxi í 566 6753. Æskilegt er að fá ýmsar aðrar upplýsingar með eins og til dæmis um þátttökuna, hvar mótið var haldið og annað sem á mótinu kann að þykja áhugavert. Reynt verður að birta öll úrslit sem berast fyrir klukkan 18 á sunnudögum í hestaþætti í þriðjudagsblaði. Ekki hafa verið birt úrslit í firmakeppnum í hestaþætti Morgunblaðsins og verður svo áfram. Valdimar Kristinsson RSTUflD SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 .Austurver Sími 568 4240 -, Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson NEFND landbúnaðarráðherra sem Ijallar um offjölgun og ofbeit hrossa hafnar skattlagningarleiðinni og bendir á að hún sé óréttlát gagnvart þeim mikla fjölda liesteigenda sem séu með sín mál í góðu lagi hvað varðar landnýtingu. Hestamótin hafín HESTAMÓTIN hafa nú hafið innreið sína og riðu Sörli í Hafnarfírði og Geysir í Rangár- vallasýslu á vaðið. Sörli með hinu árlega , Grímutölti sem fram fór í reiðhöllinni sem kall- ast Sörlastaðh’. Þátttaka var allþokkaleg á mótinu sem var opið og marvísleg verðlaun veitt. Ágæt þátttaka var á Gaddstaðaflötum hjá Geysi og vakti góð þátttaka í barnaflokki at- hygli en þau voru sautján talsins. Úrslit hafa ekki borist þaðan. En úrslit hjá Sörla urðu annars sem hér segir: Opinn flokkur 1. „Víkingastelpa" Sigríður Pjetursdóttir á Blóma frá Dalsmynni. 2. „Konungur ljónanna“ Jón Þorberg á Vektor frá Sandhólafeiju. 3. „Púki“ Inga C. Campos á Kóp frá Hafnar- firði. . 4. ,Arabi“ Logi Laxdal á LUla. 5. „Víkingur“ Þorsteinn Einarsson á Þætti frá Stafholtsveggj um. Besti búningur: „Slaufa“ Halldóra Hinriks- dóttir á Hug frá Skarði. Ungmennaflokkur 1. „Maðurinn með ljáinn“ Hinrik Sigurðsson á Skolla frá Skollagróf. 2. „Benni þreytti“ Daníel I. Smárason á Mola Tfrá Miðfelli. 3. „Mæja býfluga" Elísabet E. Garðarsdóttir á Hrafnhildi frá Glæsibæ. 4. „Köttur“ Gyða Kristjánsdótth- á Gyðju frá Syðri-Gegnishólum. Besti búningur: Benni þreytti. Unglingaflokkur 1. „Zorro“ Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Garpi frá Krossi. 2. „Mexíkani" Bryndís K. Sigurðardóttir á Skruggu frá Hala. 3. „Bóndi“ Eyjólfur Þorsteinsson á Óttari frá Þingnesi. 4. „Mulan“ Margrét Guðrúnardóttir á Blossa frá Árgerði. 5. „Mávur“ Ingibjörg Sævarsdóttir á Töggi frá Akranesi. Besti búningur: Mávur. Barnaflokkur 1. „Ronja ræningjadóttir“ Birna Þorvaldsdótt- ir á Arvakri frá Sandhól. 2. „Litla Krullubandið" Margrét F. Sigurðar- dóttir á Skildi frá Hrólfsstöðum. 3. „Ópið“ Sandra L. Þórðardóttir á Spaða frá Breiðabólstað. Besti búningur: Ronja ræningjadóttir. Pollaflokkur 1. „Beinagrind" Birgir R. Þoi-valdsson á Dím- oni frá Brúsholti, sem einnig var valinn fyrir besta búning. Úrslit hjá Gusti m’ðu sem hér segir: Karlar 1. Bjarni Sigurðsson á Jarli frá Svignaskarði. 2. Páll B. Hólmarsson á Pílu frá Oddhóli. 3. Sigurður Leifsson á Blesa frá Kálfhóli. 4. Kristinn Valdimarsson á Ósk frá Refsstöð- um. 5. Haukur Guðmundsson á Fífli frá Vallamesi. Konur 1. Maríanna S. Bjarnleifsdótth’ á Ljúf frá Hafnarfirði. 2. Linda Reynisdóttir á Galsa frá Hnausum. 3. Sirrý Halla á Kötlu frá Þverá. 4. Björg M. Þórsdóttir á Hörku frá Lundum. 5. María Gunnarsdóttir á Blika frá Bakka. Oldungar 1. Hilmar Jónsson á Toppi frá Skýbakka. 2. Victor Ágústsson á Funa frá Stærribæ. 3. Ásgeir Guðmundsson á Mósa frá Búðarhóli. 4. Leifur Ehíksson á Degi frá Búðarhóli. Ungmenni 1. Birgitta Kristinsdóttir á Lauk frá Feti. 2. Sveinbjörn Sveinbjörnsson á Sveiflu frá Strönd. 3. Jón Angantýsson á Garfield úr Kópavogi. Unglingar 1. Sigvaldi L. Guðmundsson á Höllu frá Skógskoti. 2. Erla B. Tryggvadóttir á Hlekki frá Reykja- vík. 3. Sigríður Þorsteinsdóttir á Árdísi úr Eyjafirði. Börn 1. Alfa Einarsdóttir á Mozart frá Einholti. 2. Freyja Þorvaldsdóttir á Hæringi frá Gerð- um. 3. Tryggvi Þ. Tryggvason á Brennu frá Lund- um. 4. Ólafur A. Guðmundsson á Bifröst frá Skógskoti. 5. Þórhildur E. Gunnarsdóttir á Kolskeggi úr Reykjavík. Pollar 1. Guðlaug Rut Þórsdóttir á Sælu úr Reykja- vík. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.