Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 1
57. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Holbrooke ræðir Kosovo-deiluna við Milosevic
Serbar varaðir
við hættu á stríði
Reuters
Niðurstaða í „Blóð-
hneykslinu“ vekur reiði
Belgrad. Reuters.
RICHARD Holbrooke, sendimaður
Bandaríkjastjómar, fór til Belgrad í
gær til að freista þess að knýja
Slobodan Milosevic, forseta Júgó-
slavíu, til að fallast á samkomulag
um frið í Kosovo. Holbrooke varaði
Serba við því að þeir stæðu frammi
fyrir hættu á stríði við Vesturiönd ef
þeir gæfu ekki eftir í deilunni um
Kosovo á næstu dögum.
„Hættan á stríði er alltaf til stað-
ar,“ sagði Holbrooke við fréttamenn
við komuna til Belgrad og bætti við
að Serbar hefðu aðeins nokkra daga
til að afstýra átökum við Vesturlönd
og fallast á samkomulag um að
Kosovo fái aukna sjálfstjórn og að
hersveitir Atlantshafsbandalagsins
(NATO) fái að vera í héraðinu til að
tryggja að serbneskar öi-yggissveitir
verði fluttar þaðan.
Holbrooke ræðir við Milosevic í dag
og búist er við að hann ítreki hótun
NATO um loftárásir á skotmörk í
Júgóslavíu, sambandsrfld Serbíu og
Svartíjaflalands, ef
Serbar hindra sam-
komulag um frið í
Kosovo. Stjómvöld
í Belgrad hafa fall-
ist á að veita
Kosovo sjálfstjóm
en ekki léð máls á
því að hleypa her-
sveitum NATO inn
í héraðið.
Sáttasemjarar
Tengslahópsins svokallaða vilja að
Serbar og Kosovo-AIbanar undirriti
samkomulagið áður en þeir hefja
friðarviðræður í París. Ráðgert hef-
ur verið að viðræðurnar hefjist á
mánudag en háttsettur embættis-
maður hjá NATO sagði í gær að
þeim kynni að verða frestað um
nokkra daga. Wolfgang Petritsch,
sendimaður Evrópusambandsins,
kvaðst telja að Milosevic væri að
íhuga tilslakanir sem gætu leitt til
friðarsamkomulags.
Bandarískir embættismenn sögðu
í fyrradag að leiðtogar Frelsishers
Kosovo (UCK) hefðu fallist á sam-
komulagið um sjálfstjórn héraðsins
eftir viðræður við Chris Hill, sátta-
semjara Bandaríkjastjórnar, og
Bob Dole, fyrrverandi öldunga-
deildarþingmann. Frelsisherinn
hefur þó ekki enn undirritað sam-
komulagið.
Albanar handteknir
Serbneskar her- og lögreglusveitir
gerðu í gær sprengjuárásir á þorp
norðan við Pristina, höfuðstað
Kosovo, og hröktu skæruliða UCK
og íbúa þorpanna á flótta. Serbnesk-
ir Iögreglumenn umkringdu um 400
flóttamenn og handtóku karlmenn-
ina í hópnum. „Þetta er mikið
áhyggjuefni,“ sagði Beatrice
Lacoste, talsmaður eftirlitsmanna
Oryggis- og samvinnustofnunar Evr-
ópu. „Við höfum áhyggjur af því
hvað gert verður við mennina."
„MORÐINGJAR, morðingjar,"
hrópuðu margir þegar Lýðveldis-
dómstóllinn í Frakklandi sýknaði f
gær tvo fyrrverandi ráðherra,
Laurent Fabius og Georginu Du-
foix, af allri sök í „Blóðhneyksl-
inu“ svokaliaða. Edmond Herve,
undirmaður þeirra á sínum tíma,
var hins vegar sakfelidur fyrir
manndráp af gáleysi en fékk skil-
orðsbundinn dóm. Málið snerist
um 3.600 manns, sem sýktust af
alnæmi eftir að hafa fengið smitað
blóð, sem ekki hafði verið skimað,
á árunum 1984-’85. A.m.k. 1.000
þeirra eru nú látnir. Hér er einn
sjúklinganna, Sylvie Rouy, að yfir-
gefa réttarsalinn í hjólastól.
■ Sýknudómur/21
Richard
Holbrooke
Forseti
S
Irans til
Rómar
Rdm. Reuters.
MOHAMMAD Khatami, forseti
Irans, hóf opinbera heimsókn
sína til ítali'u í gær. Hún er talin
marka tímamót í samskiptum
Irans og Vesturveldanna, en
þetta er í fyrsta skipti frá því að
íslamska byltingin var gerð árið
1979 að leiðtoga klerkaveldisins
er boðið til Vesturlanda.
„Islamska lýðveldið hefur náð
þroska og er reiðubúið til þess að
efla tengsl við aðrar þjóðir,"
sagði Khatami áður en hann hélt
í heimsóknina til Itahu.
Heimsókn Khatamis til Rómar
stendur í þijá daga. í gær átti
hann fund með Oscar Luigi
Scalfaro, forseta Ítalíu. Gert er
ráð fyrir að samvinna á sviði ol-
íu- og gasvinnslu verði ofarlega á
baugi í viðræðum Khatamis við
ítalska ráðamenn.
■ Tímamót/22
, _ Reuters
MOHAMMAD Khatami, forseti Irans, og Oscar Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, kanna heiðursvörð
við upphaf opinberrar heimsóknar Khatamis til Ítalíu í gær.
Ennþá stál 1 stál í bananadeilu Bandarrkjanna og Evrópusambandsins
ESB vill hindra
að deilan harðni
Brussel. Reuters.
SIR Leon Brittan, sem fer með við-
skiptamál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, sagði í gær að
ekki mætti láta það viðgangast að
deilan við Bandaríkjamenn um við-
skipti með banana harðnaði enn
frekar, úr því sem komið er. Sagði
hann Evrópusambandið (ESB) leita
lausnar af öllum mætti.
Aðstoðarviðskiptamálaráðherra
Bandaríkjanna, Robert Mallett,
sagðist í gær sjá glitta í möguleika á
að finna lausn á deilunni en hann
sagði Evrópusambandið eiga næsta
leik. Mallett ítrekaði þá skoðun
bandaríski-a stjórnvalda að ESB
hefði enn ekki hlítt úrskurðum
Heimsviðskiptastofnunarinnar
(WTO) um bananainnflutningsregl-
ur sínar. Sagði hann tíma til kominn
að ESB færi að settum reglum.
í ávarpi sem Brittan flutti Evr-
ópuþinginu fordæmdi hann banda-
rísk stjórnvöld fyrir að ákveða að
leggja refsitolla á ýmsar evrópskar
vörur og hvatti þau til að hætta við
að grípa til þess sem hann kallaði
einhliða aðgerðir. „Þessi deila má
ekki magnast og við höldum áfram
að beita okkur af öllum mætti fyrir
lausn hennar, en Evrópa mun ekki
standa aðgerðalaus hjá þegar regl-
ur um alþjóðaviðskipti eru brotnar,"
sagði hann.
A fundi allsherjarráðs WTO í Genf
í fyrradag voru stjórnvöld Banda-
ríkjanna og ESB sökuð um að lama
stofnunina með aðgerðum sínum í
deilunni. Er fulltrúai- þessara
tveggja stærstu viðskiptavelda
heimsins munnhjuggust á allsherjar-
ráðsfundinum um vantraust og vilj-
andi brot á reglum, hvatti Renato
Ruggiero, framkvæmdastjóri WTO,
deilendur til að vinna saman af heil-
um hug að lausn vandans.
IMF veitir
Brasilíu nýtt lán
Realinn
styrkist
Sao Paulo. Reuters.
GENGI realsins, gjaldmiðils Bras-
ilíu, hækkaði í gær um 3,7% gagn-
vart dollarnum eftir að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn (IMF) hafði
samþykkt að veita landinu nýtt
lán.
I vikunni sem leið var gengi
realsins gagnvart dollarnum 2,22
og lægra en nokkru sinni fyrr en
var komið í 1,91 í gær. „Það er
erfitt að trúa því að gengi realsins
lækki jafnmikið aftur,“ sagði
Francisco Carlos Lace, gjaldeyris-
sali hjá Banco Real. „Það ríkir
bjartsýni á markaðnum núna.“
Nokkrir hagfræðingar hafa þó
spáð því að gengi realsins verði
undir 2 gagnvart dollarnum í lok
ársins, einkum ef brasih'skum
stjórnvöldum tekst ekki að ná þeim
efnahagslegu markmiðum sem
samið var um við Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn.
Stefnt að skattahækkun
IMF samþykkti í fyrradag að
veita Brasilíu lán að andvirði 4,9
mifljarða dala, 353 milljarða króna;
eftir sex vikna samningaviðræður. I
samkomulaginu er gert ráð fyrir því
að landsframleiðslan minnki um 4%
í ár en að hagvöxtur heíjist á næsta
ári.
Brasilíska stjómin leggur nú mik-
ið kapp á að minnka fjárlagahallann
og búist er við að þingið samþykki á
næstu dögum nýtt frumvarp um
breytingar á skattalöggjöfinni sem
eiga að auka tekjur rfldsins um 580
milljarða ki-óna á árinu.