Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra
Námslán hækkuð og dreg-
ið verður úr tekj utengingu
RIKISSTJORNIN samþykkti tillögu Björns
Bjamasonar menntamálai-áðhei-ra um hækkun
grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra náms-
manna á fundi í gær. Þá samþykkti hún að
draga úr tekjutengingu námslána vegna næsta
skólaárs og að hækka frítekjumark um 65.000
krónur.
Björn Bjamason menntamálaráðherra sagði
á blaðamannafundi í gær að ákvörðunin hefði
verið tekin í ljósi góðrar fjárhagsstöðu LÍN. Þá
hefði náðst sátt um lagaumhverfi sjóðsins og að
það ýtti undir bjartsýni varðandi rekstur hans.
Samkvæmt breytingunum mun grannfram-
færsla LÍN hækka um 5% í mars auk þess sem
stefnt verður að 3% hækkun í samræmi við
verðlags- og gengisþróun í júni. Grannfram-
færslan hækkar því úr 57.600 kr. í 60.500 kr. í
mars og ætti að verða sambærileg við atvinnu-
Morgunblaðið/Kristinn
BJORN Bjamason, menntamálaráðherra, og
Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
leysisbætur eða 62.300 kr. næsta haust. Frí-
tekjumark hækkar hins vegar úr 185.000 krón-
um í 250.000 kr. vegna næsta skólaárs.
Góð fjárhagsstaða sjóðsins er m.a. rakin til
þess að heildarfjöldi lánþega hefur staðið í stað
frá árinu 1995. í forsendum fjárlaga var hins
vegar gert ráð fyrir 2% fjölgun lánþega milli ára
og að tekjur námsmanna hækkuðu í samræmi
við verðlag. Samkvæmt því sem fram kemur í
fréttatilkynningu menntamálaráðuneytisins
hækkuðu tekjur námsmanna hins vegar um
7,5% í stað 2,5% á milli ára vegna launahækkana
og aukinnar vinnu. Þá hefur sjóðurinn notið
góðs af lækkun vaxta á lánamarkaði.
Gert er ráð fyrir að fjármögnun framfærslu-
hækkunarinnar rýmist innan fjárhagsramma
sjóðsins en að ríkissjóður leggi til 85 milljónir til
að standa straum af hækkun frítekjumarks.
Bandaríska fjölskyldan sem býr í skútu sinni í Akureyrarhöfn
Hefur
liðið vel
í vetur
BANDARÍSKU hjónunum Jaja
og Dave Martin, sem hafa haft
vetursetu i skútu sinni á Akur-
eyri ásamt þremur börnum sín-
um, hefur liðið vel og þau segj-
ast ekki hafa yfir neinu að
kvarta. Fjölskyldan er þó farin
að hlakka til vorsins eftir nokk-
uð kaldan vetur. Jaja sagði að
sér fyndist heldur kalt þegar
frostið færi niður fyrir 10 gráð-
ur.
Ferðalangarnir komu til dval-
ar á Akureyri í lok síðastliðins
sumars en tvö eldri börnin,
Chris átta ára og Holly sex ára,
stunda nám í Brekkuskóla í vet-
ur en Telga systir þeirra er að-
eins á þriðja ári. Dave sagði að
börnunum hefði gengið vel í
skólanum og þau eignast vini.
Hann treysti sér hins vegar ekki
til að meta hversu góð þau væru
orðin í íslensku.
Skúta fjölskyldunnar er 33
feta löng og sérstaklega vel bú-
in. Skútan er þeirra heimili og
þar er hlýtt og notalegt þótt
kalt sé í veðri. Jaja og Dave
hafa síðustu tíu ár verið á sigl-
ingu um öll heimsins höf og
komið víða við. Sonurinn Chris
fæddist í Astralíu, Holly á Nýja-
Sjálandi en Telga í Bandaríkj-
unum.
Fjölskyldan er með dvalar-
leyfí á íslandi fram í júlí nk.
Jaja og Dave reikna með að
halda á vit nýrra ævintýra eftir
að skólavist barnanna lýkur í
vor og líklegast að Danmörk
verði næsti viðkomustaður.
Morgunblaðið/Kristj án
BANDARÍSKU börnin Chris, Holly og Telga, sem búa ásamt foreldrum sínum í skútu við flotbryggjuna norð-
an Torfunefsbryggju, hafa átt ánægjulega dvöl á Akureyri í vetur. í gær voru þau að leika sér á ísilögðum
sjónum við heimili sitt, undir eftirliti foreldra sinna.
Bifreiðarugl-
ingur hugs-
anlegur hjá
lögreglu
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
telur ekki útilokað að tveir lögreglu-
þjónar hafí farið bifreiðavillt er þeir
stöðvuðu 49 ára gamlan ökumann
sem var að aka móður sinni í júlí í
fyrra og kærðu hann íyrir að hafa
ekki ljósin kveikt og að nota ekki
bílbelti.
Dómurinn sýknaði manninn af
ákæru lögreglustjórans í Reykjavík
þessa efnis í gær.
Annar lögregluþjónanna sem
stöðvuðu manninn kom fyrir dóm-
inn og bar vitni þar sem fram kom
að hann og annar lögregluþjónn
hefðu veitt ákærða eftirför vegna
þess að þeir hefðu séð hann aka
Bragagötu án þess að hafa ökuljósin
kveikt. Hefðu þeir ætlað að stöðva
bifreið hans og veitt honum eftirför
þar til auðveldara yrði að stöðva bif-
reiðina. Þegar þeir hefðu ekið á eft-
ir ákærða hefðu þeir tekið eftir því
að hann var ekki í öryggisbelti.
Lögreglumaðurinn taldi að bif-
reið ákærða hefði verið hvít Lada
Samara, en ákærði ók hins vegar
ljósbrúnni Suzuki Swift bifreið.
Akærði mótmælti ávallt sakar-
giftum og sagðist ekki hafa ekið
Bragagötuna enda hefði það verið
úr leið miðað við þá leið sem hann
var að fara í umrætt skipti þar sem
hann ók móður sinni frá heimili
hennar við Miðstræti.
Dóminum þótti fullyrðing ákærða
um akstursleiðina trúverðug og
taldi ekki sannað að maðurinn hefði
framið þá háttsemi sem honum var
gefín að sök.
--------------—
Hass fannst
í lögreglubíl
HASS fannst í lögreglubíl í gær
þegar unnið var að því að setja
þjófnaðarvörn í bílinn hjá Nesradíó.
Til þess að tengja búnaðinn þurfti
að losa aftursætið og þar undir
fannst umslag með lítilræði af hassi.
Að sögn lögreglu kemur það íyrir
að fíkniefni finnist í bílum lögregl-
unnar. Oft losa menn sig við þau
með því að troða þeim milli sætis-
baks og setunnar áður en gerð er
leit á þeim.
Fundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík við alþingiskosningamar í
vor samkvæmt ákvörðun fundar full-
trúai'áðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík í gærkvöldi, en þar var
framboðslisti uppstillingarnefndar
vegna kosninganna í vor samþykktur
samhljóða.
Annað sæti á listanum skipar
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra, Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra er í 3. sætinu og Sólveig Guð-
rún Pétursdóttir alþingismaður er í
4. sætinu.
Framboðslistinn er að öðru leyti
skipaður þannig að í 5. sæti er Lára
M. Ragnarsdóttir alþingismaður, 6.
Listinn samþykkt-
ur samhljóða
Guðmundur Hallvarðsson alþingis-
maður, 7. Pétur Blöndal alþingis-
maður, 8. Katrín Fjeldsted alþingis-
maður, 9. Ásta Möller formaður Fé-
lags íslenskra hjúki'unarfræðinga,
10. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arfulltrúi, 11. Stefanía Óskarsdóttir
stjómmálafræðingur, 12. Arna
Hauksdóttir deildarsérfræðingur,
13. Helgi Steinar Karlsson formaður
Múrarafélags Reykjavíkur, 14.
Soffía Ki'istín Þórðardóttir lækna-
nemi, 15. Hólmfríður K. Agnarsdótt-
ir vagnstjóri hjá SVR, 16. Margeir
Pétursson framkvæmdastjóri, 17.
Guðmundur Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri, 18. Ásta Þórarins-
dótth' hagfræðingur, 19. Pétur Gaut-
ur Svavarsson myndlistarmaður, 20.
Björg Einarsdóttir rithöfundur, 21.
Margeir Ingólfsson veffomtari, 22.
Lárus Sigurðsson knattspymumað-
ur, 23. Halldór Guðmundsson arki-
tekt, 24. Bjarni Haukur Þórsson
leikari, 25. Halldóra Vífilsdóttir arki-
tekt, 26. Ivar Andersen afgreiðslu-
maður, 27. Þorvaldur Þorvaldsson
bifreiðarstjóri, 28. Már Jóhannsson
skrifstofustjóri, 29. Þuríður Páls-
dóttir söngkennari, 30. Guðmundur
H. Garðarsson fyrrverandi alþingis-
maður, 31. Indriði Pálsson lögfræð-
ingur, 32. Vala Á. Thoroddsen hús-
móðir, 33. Páll Gíslason læknh', 34.
Erna Finnsdóttir húsmóðir, 35.
Magnús L. Sveinsson formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur,
36. Friðrik Sophusson forstjóri.
í dag
► VERIÐ Ijallar meðal annars í dag um markaði af .
ýmsu tagi, lækkun á verði aflahlutdeildar í Ioðnu og J
góða rækjuveiði. Jafnframt er í blaðinu yfirlit yfir afla •
fiskiskipanna og staðsetningu flotans að vanda. I
t/
Urslit í fyrsta
Kellogg's litaleiknum
Eiður Smári
jafnaði
aftur
Ólafur Þór : Chmara
tilSkaga- jkeppir fyrír
manna : norðan
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is