Morgunblaðið - 10.03.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
26% þeirra sem leita fyrir tvítugt á Vog eiga aðeins við áfengisvandamál að stríða
Meira en tvö-
földun á fjölda
ungra sjúklinga
Aldursdreifing einstaklinga
á sjúkrahúsinu Vogi 1998
69 ára og eldri []
60-69 ára [ ' [
50-59 ára |
Hlutfall 19 ára og yngri af einstak-
lingum á sjúkrahúsinu Vogi 1988-98
30-39 ára
20-29 ára
19 ára og yngri
50 100 150 200 250 300 350 400 450
0.J
88 '89 '90 '91 '92
'93
'94 '95 '96 '97 '98
Fjöldi pilta og stúlkna úr hverjum árgangi sem
komið hefur á sjúkrahúsið Vog fyrir 20 ára aldur
Fæðingar- Fjöldi Fjöldi pilta Fjöldi Fjöldi stúlkna Hlutfall
ár pilta í árgangi Hlutfall stúlkna í árgangi
1971 50 2.131 2,35% 29 2.042 1,42%
1972 59 2.269 2,60% 23 2.253 1,02%
1973 64 2.300 2,78% 22 2.163 1,02%
1974 59 2.077 2,84% 31 2.006 1,55%
1975 58 2.103 2,76% 24 2.080 1,15%
1976 66 2.151 3,07% 46 2.033 2,26%
1977 65 1.980 3,35% 35 1.970 1,78%
1978 91 2.072 4,39% 47 2.030 2,31%
Vímuefnagreining á
sjúkrahúsinu Vogi 1998
Allir sjúklingar Unglingar, 19 ára og yngri
Einungis áfengi
Áfengi
með öðru
Önnur
aðalgreining
Ólögleg vímuefnaneysla
hjá unglingum á Vogi 1998
Notað nokkrum sinnum Fjöldi stúlkna Hlutfall Fjöldi pilta Hlutfall Samtals Hlutfall
Ólögleg vímuefni 64 90% 146 90% 210 93%
Kannabisefni 58 82% 142 82% 200 88%
Amfetamín 52 73% 115 73% 167 74%
Helsæla 17 23% 42 23% 59 26%
Sveppir 16 23% 39 23% 55 24%
LSD 16 23% 31 23% 47 21%
Kókín 14 20% 48 20% 62 27%
Heróín 4 6% 3 6% 7 3%
45 ára +
40-44 ára
35-39 ára
30-34 ára
25-29 ára
20-24 ára
19 ára -
Aldursdreifing
daglegra
kannabis-
neytenda á
sjúkrahúsinu
Vogi1998
; n -kar lar : lur
j
]-
i———: -kor
i
i ] | !
0 10 20 30 40 50 60 70 80 90
Vinna hafin við grein-
ingu á stöðu öryrkja
860 sprautufíklar
hafa greinst á
Vogi síðastliðin
átta ár
FJÖLDI þeirra unglinga sem leit-
ar sér áfengis- og vímuefnameð-
ferðar á Sjúkrahúsinu Vogi hefur
meira en tvöfaldast á síðustu átta
árum. 227 einstaklingar 19 ára og
yngri leituðu meðferðar í fyrra en í
sama aldurshópi voru 100 árið
1991. Fleiri í þessum aldurshópi
leita sér meðferðar vegna fíknar í
ólögleg vímuefni en áfengi; aðeins
26% hópsins leitaði meðferðar
vegna áfengisneyslu eingöngu.
Hlutfall pilta úr hverjum fæðingar-
árgangi, sem koma á Vog fyrir tví-
tugsaldur, hefur hækkað úr 2,4%
úr árganginum 1971 í 4,3% úr ár-
ganginum 1978.
Þessar upplýsingar komu fram ó
blaðamannafundi sem SAA hélt í
gær. Þórarinn Tyrfíngsson, yfir-
læknir SÁÁ, sagði að frekar væri
hægt að kenna ólöglegri vímuefna-
neyslu en áfengi um þá miklu
aukningu sem orðið hefur á fjölda
ungs fólks í meðferð. 74% unglinga
sem leituðu í meðferð í fyrra
greindust stórneytendur kannabis-
efna eða amfetamíns og 47% hóps-
ins notuðu kannabisefni daglega.
„Þeir unglingar sem fara verst
út úr vímuefnaneyslu og eiga erfíð-
ast með að ná bata og tileinka sér
þá áfengis- og vímuefnameðferð
sem í boði er, eru þeir unglingar
sem eiga við veruleg vandamál að
stríða áður en vímuefnaneysla
þeirra hófst. Unglingar með hegð-
unarvanda sem stafar ýmist af
óleystum vandamálum vegna
námsörðugleika, ofvirkni og at-
hyglisbrests, öðrum geðsjúkdóm-
um og almennri vanrækslu," segir í
upplýsingum frá SÁÁ.
Þórarinn Tyrfingsson sagði að
um það bil 30-40% þeirra ung-
menna sem leituðu til SÁA væru í
þessum fyrrgreinda hópi en
60-70% byggju við það góðar að-
stæður að meðferð nýttist þeim
vel.
Þórarinn sagði að ekki væri vafi
á því að aukin framlög t.d. til
Barna- og unglingageðdeildar og
sálfræðiþjónustu í skólum mundi
vera skref í þá átt að koma til móts
við þann hóp sem á í mestum
vanda og væru slík framlög því
mikilvægt forvamarskref í vímu-
efnavörnum.
Þórarinn sagði að á þeim tíma
sem sífellt stækkandi hlutfall úr
hverjum árgangi leitaði til SÁÁ
fyrir tvítugt hefðu meðferðarúr-
ræði fyrir þennan hóp aukist ef
eitthvað væri. Álag hefði aukist á
sama hátt á aðrar meðferðarstöðv-
ar fyrir unglinga, hverju nafni sem
þær nefnast. Aukningin verði því
ekki skýrð með því að færri úrræði
séu í boði.
279 greindir með
lifrarbólgu C
Þá sagði Þórarinn Tyrfingsson,
yfirlæknh- SÁÁ, að sprautufíklum
færi fjölgandi og þegar sjúklingur
innritist á Vog séu 21% líkur á að
hann hafi sprautað sig í æð með
vímuefnum en líkumar vom 3% ár-
ið 1983. Af 860 sprautufíklum, sem
greinst hafa á Vogi síðastliðin átta
ár, höfðu 520 sprautað sig reglu-
lega og alls greindust 279 úr þess-
um hópi með lifrarbólgu C. 45 til-
felli fundust á síðasta ári.
SÁÁ segir að þótt hlutfall þein-a
sem deyja úr lifrarbólgu C sé ekki
hátt sé fjöldi þeirra sem hafa sjúk-
dóminn það mikill að í óefni stefni
hér á landi. Nær eina smitleiðin er
að sprauta sig í æð með áhöldum
sem sprautufíklar með langvinna
lifrarbólgu C hafa notað.
Framkvæmdir við nýja álmu við
sjúkrahúsið Vog fyrir unga vímu-
efnaneytendur era vel á veg komn-
ar að því er Theódór Halldórsson,
framkvæmdastjóri SÁA, upplýsti á
blaðamannafundinum, og er stefnt
að því að hún verði tilbúin um ára-
mót. Þar bætist við 1.400 fermetra
rými fyrir meðferðardeild og
göngudeild fyrir unga vímuefna-
neytendur. Þórarinn sagði að með
nýju deildinni ykist ekki framboð á
meðferðarplássum heldur væri
ætlunin að skapa betri aðstöðu til
þess að vinna sérstaklega að mál-
um yngsta hópsins og rýmka al-
mennt aðstöðu sjúklinga og starfs-
fólks. Fram kom að samningavið-
ræður við stjómvöld um fjármagn
til rekstrar nýrrar deildar væra vel
á veg komnar.
Jafnframt kom fram að SÁÁ
gerði ráð fyrir að framlag samtak-
anna sjálfra til meðferðarstarfs
samtakanna í heild yrði um 60
m.kr. í ár en kostnaður við meðferð
unglinga yngri en 20 ára var um 43
milljónir króna á síðasta ári.
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hef-
ur þegar látið hefja vinnu til að
greina stöðu öryi-kja svo beina megi
aðstoðinni til þeiira sem verst eru
settir. Heilbrigðisráðherra sagði á
fundi Sjálfsbjargar um öryrkja fyrir
skömmu að brýnast væri að bæta
hag þeirra öryrkja sem verst væru
settir og þeir betur settu yrðu að
bíða.
Að sögn Þóris Haraldssonar, að-
stoðarmanns heilbrigðisráðherra,
er vinna við mat á stöðu öryrkja
þegar hafin og hefur staðið yfir í
talsverðan tíma. Þórir segir að
unnt sé með ýmsum hætti að að-
greina stöðu öryrkja, bæði á
grundvelli talna og mats. Tölur um
tekjudreifingu innan hóps öryrkja
og tölur um fjölskyldutekjur þar
sem öryrkjar eru til staðar innan
fjölskyldu þurfí að skoða. Segir
hann að af þeim upplýsingum sem
þegar liggja fyrir megi ráða að
staða öryrkja í því tilliti sé mjög
misjöfn.
Þórir segir að misjafna stöðu ör-
yrkja megi skýra út frá ýmsum
þáttum: tekjum maka, hvenær við-
komandi varð öryrki og aðstæður
hans fyrir þann tíma; og búsetuskil-
yrðum, þ.e. hvort viðkomandi búi í
leigu- eða eigin húsnæði, einn eða
með börnum.
„Það eru býsna margir þættir
sem eru til athugunar svo að unnt
sé að beina aðstoðinni til þeirra sem
virkilega þurfa á henni að halda,“
segir Þórir en bendir jafnframt á að
heildarmat liggi ekki fyrir þrátt fyr-
ir að ýmislegt hafi þegar komið í
ljós við þessar athuganir.
Handbók, fræðirit og
skemmtilestur um
hátíðahald íslendinga
fyrr og síðar.
..aðgengileg sem handbók
og uppflettirit en það rýrir ekki
gildi hennar sem fræðirits.
Bókin er í senn fræðandi og
bráðskemmtileg lesning."
Morgunblaðið
Mál og menning
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 •^íðilmúí^^^ím^í^sÖT
Utanríkisráðherra um endurskoðun varnarsamningsins
Unnið að skilgreiningu
varnarþarfa landsins
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að undirbúningur að
endurskoðun samnings um fram-
kvæmd vamarsamningsins við
Bandaríkjamenn sé hafin. Undirbún-
ingurinn hafi einkum falist í að skil-
greina varnarþarfir landsins á breytt>
um tímum. Hann segir að engir form-
legir fundh- séu ákveðnir um þetta
mál og reiknar ekki með að slíkir
fundir verði haldnir fyiT en á næsta
ári.
„Það hefur verið unnið að undir-
búningi þessa máls í ráðuneytinu,
m.a. með því að skilgreina stöðu Is-
lands á breyttum tímum. Við höfum
verið að endurmeta varnarþarfir
landsins til þess að undirbúa okkur
undir komandi viðræður. Við höfum
rætt við Bandaríkjamenn og munum
halda viðræðum áfram.
Ég tel að það hafi tekist vel til
með framkvæmd samningsins, sem
við gerðum 1996. Ef framkvæmdin
verður áfram með sama hætti tel
ég að það muni greiða fyrir fram-
haldinu. Þessi nýi samningur á
ekki að taka gildi fyrr en árið 2001
og þess vegna er undirbúningur
ekki mjög langt kominn að öðru
leyti en því að við höfum verið að
skýra okkar afstöðu í eigin varnar-
og öryggismálum. Þessu starfi
verður haldið áfram með nánari út-
færslum á einstökum atriðum,"
sagði Halldór.
Góð líðan
refaskyttu
LÍÐAN refaskyttunnar, sem varð
fyrir skoti úr hlaupi eigin haglabyssu
í Balafjöllum í Bjarnarfirði á mánu-
dag, er góð, að sögn læknis á gjör-
gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Hinn slasaði fór í aðgerð við komu
á sjúkrahúsið og var útskrifaður af
gjörgæsludeildinni í gær og liggur nú
á bæklunardeild.