Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 7
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun
Kosningar á sunnudag
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis-
flokksins hefst á morgun í Laugar-
dalshöll með ræðu Davíðs Oddsson-
ar, forsætisráðherra og formanns
Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn
verður settur kl. 17:30, en íyrir
setninguna leikm- Lúðrasveit
Reykjavíkur létt lög.
Annað kvöld verða haldnir fjórir
opnir fundir á Hótel Sögu um Sjálf-
stæðisflokkinn og sjálfstæðisstefn-
una í 70 ár. Á föstudag hefst fund-
urinn í Laugardalshöll kl. 9 með
fyrirspurnum til ráðherra flokksins.
Eftir hádegið verður fjallað um
starfsemi Sjálfstæðisflokksins og
Kjartan Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri flokksins, flytur skýrslu um
flokksstarfíð. Fjallað verður um
skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins
og gerð grein fyrir drögum að
stjórnmálaályktun fundarins. Síð-
degis starfa málefnanefndir og um
kvöldið efnir Samband ungra sjálf-
stæðismanna til fundar með ungu
fólki.
Málefnanefndir funda fyrir há-
degi á laugardag, en eftir hádegi
hefst afgreiðsla ályktana og umræð-
ur um þær. Umræður um ályktanir
fundarins halda áfram á sunnudag,
en þá fer jafnframt fram kosning
manna í miðstjóm flokksins. Fund-
inum lýkur um kl. 16 með kosningu
formanns og varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins.
Morgunblaðið/Þorkell
GUÐMUNDUR Arnarsson,
varaformaður Manchester
United klúbbsins, afhenti Hirti
Snæ Friðrikssyni, félagsskír-
teini í klúbbinn ásamt treyju og
fleiri hlutum.
Fékk glaðn-
ing fyrir
aðgerðina
MANCHESTER United-klúbb-
urinn á Islandi færði í gær Hirti
Snæ Friðrikssyni, níu ára göml-
um dreng sem gengst undir
mikla aðgerð á sjúkrahúsi í
Lundi í Svíþjóð, skírteini í
Manchester United-klúbbinn
ásamt treyju félagsins og ýms-
um öðrum hlutum.
Hjörtur Snær hélt í morgun
til Svíþjóðar ásamt móður sinni,
Guðlaugu Magnúsdóttur, og
systur hennar. Guðlaug sagði í
samtali við Morgunblaðið að
Hjörtur Snær væri með bein-
krabbamein í lærleggnum og
færi í aðgerð í Lundi. Hann
væri mikill áhugamaður um
knattspyrnu og framtak
Manchester United-klúbbsins
hefði því komið honum
skemmtilega á óvart.
„Það er alveg óráðið hve
lengi við verðum í Lundi því
þetta er mjög stór aðgerð sem
hann fer í. Lærleggur hans er
sýktur og það þarf að fjarlægja
hann,“ sagði Guðlaug.
-----------------
Fékk járnvír í
gegnum fótinn
Batahorfur
mannsins
eru góðar
AÐGERÐ á starfsmanni Járn-
bendingar, sem fékk 12 millimetra
sveran vír í gegnum fótinn á mánu-
dag, lauk samdægurs á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og var hinn slasaði
lagður inn á bæklunardeild og er
líðan hans ágæt að sögn læknis og
batahorfur góðar.
Vinnueftirlit ríkisins rannsakar
vinnuslysið. Beinist rannsóknin að
vinnubrögðum og hvort notkun
tjakksins sem notaður var til að
strekkja vírinn hafi verið rétt. Hjá
Vinnueftirlitinu fengust þær upp-
lýsingar að notkun tjakks sem
þessa sé ekki algeng hérlendis og
verið er að afla gagna um með-
höndlun og framleiðslu hans frá
umboðsmanni framleiðanda.
Umboðsmaður framleiðanda
hérlendis segir að þar sem unnið
hafí verið við að losa upp spennu á
vír, sem hafi verið strekktur áður,
hafi sérstakrar aðgæslu verið þörf
þar eð meiri hætta felist í því að
losa upp spennu á vír en þegar vír-
inn er strekktur. Vitað sé að vírinn
skjótist.í gegnum tjakkinn við los-
un spennu, en starfsmenn hafi hins
vegar ekki áttað sig á úr hvorum
enda vírinn skytist.
Pjórir liryggisjHÍOar: ökumanns- og farþegamegin
auk hliðarpúða í framsætum.
> 6 rása rafeiudíistýrð hemlalæsivörn (ABS) með
þrýstingsdreifingu(EBD) og diskabremsum að
framan ogaftan.
^ Fimm stillanlegir höfuðpúðar í fullri stærð.
Þrjú þriggja punkta belti í aftursæti.
► Forstrekkjarar á beltum við framsæti.
Iireyfiltengd þjófnaðarvörn.
: Þ Styrktarbitar í hurðum.
7: ► Hástætt hemlaljós í afturrúðu.
‘ > ► Þokuljós í aðalljóskerjum.
► Rafstýrð hæðarstilling á aðalljóskerjum.
► Útstigsiýsing í framhurðum.
ró1 ► Varahjól í fullri stærð.
. i ►Aflögunarsvið að framan og aftan.
■ij ►Hæðarstiilanlcgöryggisbelti.
► Þriðja sólskyggnið.
: JpÞLasersuðutækni notuð við samsetningu á
yfirbyggingu bílsins.
' Velour innrétting.
> Rafstýrðir og upphitaðir útispeglar.
* Itafdrifnar rúðuvindur með slysavörn í fram- og
afturhurðum.
> Hæðarstilling á bílstjóra- og farþegasæti frammí.
> Armpúði með geymsluhólfi miili framsæta.
> Glasahaldarar frammí og afturí.
> 12V rafmagnsinnstunga í farangursrými.
> Geymsluvasar á baki framsæta.
> Fjarstýrðar samlæsingar.
> Dagljósabúnaður.
• Blá neon lýsing í mælaborði.
> Snúningshraðamælir.
‘ Vökvastýri með velti- og aðdráttarstillingu.
> Útvarp/segulband með 4 hátölurum (frammí).
> Fjögurra hraða miöstöð með hringrásastillingu
og frjókorna- og ryksíu.
> Tvískipt niðurfellanlegt aftursæti (60/40).
> Spegialjós í sólskyggnum.
> Lesljós fyrir farþega í fram- og aftursætum.
SamliHr stuðarar og útispeglar.
GTI-loftnet á þaki.
Aurhlífar að framan.
Grænlitaö, hitaeinangrandi gler.
14" stálfelgur með heilum hjólkoppum.
Stærð hjólbarða: 175/80R14.
t
Alsínkhúöuð yfirbygging.
12 ára ryðvarnarábyrgð gegn gegnumtæringu.
íframljósi á Galferti: Stöðuljós, lágurgeisli, hár
geisli, stefnuljós ogþokuljós.
Golfl.4i 16V 5 dyra handskiptiir
ComfortLine kostar kr.
HEKLA
-/ forystu á nýrrí öltl
Volkswagen
Oruggur á alla vegu!