Morgunblaðið - 10.03.1999, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjávarútvegsnefnd Alþingis
Minnihlutinn óttast
afleiðingar hvalveiða
Morgunblaðið/Golli
GUÐJÓN Guðmundsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi
tillögu meirihluta sjávarútvegsnefndar um að hefja hvalveiðar eigi
síðar en á næsta ári.
MINNIHLUTI sjávarútvegs-
nefndar Alþingis óttast að verði til-
laga meirihlutans samþykkt um að
hefja hvalveiðar eigi síðar en á
næsta ári geti haft skaðleg áhrif á
hagsmuni Islands á eriendum vett-
vangi. Kom þetta fram í umræðu
um tillögu meirihluta sjávarútvegs-
nefndar á Alþingi í gær. Minni-
hluta nefndarinnar skipa þau Lúð-
vík Bergvinsson og Svanfríður
Jónasdóttir, þingflokki Samíylk-
ingarinnar, og segir eftirfarandi í
nefndaráliti frá þeim: „íslendingar
eru háðari viðskiptum með sjávar-
afurðir en nokkur önnur þjóð og
byggja afkomu sína á verslun með
þær víða um heim. Andstaðan við
hvalveiðar er meðal vinsælustu
mála umhverfissamtaka og þeim
vex ásmegin þegar umræða um
hvalveiðar stendur sem hæst. Um
árabil hafa umhverfissamtök barist
gegn hvalveiðum og notið til þess
mikils fjárhagslegs styrks."
í máli Lúðvíks Bergvinssonar
kom jafnframt fi'am að minnihlut-
inn teldi að það ætti að nýta hvala-
stofna við Island, þ.e. að hann teldi
að hefja ætti hvalveiðar að nýju. A
hinn bóginn væri um viðkvæmt
mál að ræða og því þyrfti að undir-
búa þá ákvörðun vel. Meðal annars
með því að leggja fé í að kynna við-
horf Islendinga í þessum málum á
erlendum vettvangi líkt og Norð-
menn gerðu. „Við óttumst að sá
[ákafí] sem meirihlutinn vill hafa
uppi í þessu máli geti orðið til þess
að hagsmunir okkar skaðist veru-
lega,“ sagði Lúðvík og benti á að
íslendingar væru mjög viðkvæmir
fyrir ái-óðri gegn hvalveiðum.
„Ljóst er að almennt viðhorf í
heiminum er ekki endileg hlynnt
hvalveiðum og því viljum við fara
gætilega." Hann ítrekaði ennfrem-
ur að óljóst væri hvaða efnahags-
legi ávinningur fælist í því að hefja
hvalveiðar að nýju á meðan ekki
væri víst hvort mögulegt væri að
selja afurðirnar.
Kristinn H. Gunnarsson, for-
maður sjávarátvegsnefndar Al-
þingis, mælti fyrir tillögu meiri-
hlutans, en eins og kunnugt er
leggur hann til að Alþingi álykti að
hvalveiðar skuli hefjast hið fyrsta
og að ríkisstjóminni verði falið að
standa fyrir nauðsynlegri kynn-
ingu á þeimi ákvörðun og hrinda
henni í framkvæmd þannig að veið-
amar geti hafist sem fyrst. „Miðað
er við að það geti orðið eigi síðar en
á næsta ári,“ sagði hann. „Verði til-
lagan samþykkt hefur Alþingi upp-
hafið ályktun sína frá 2. febrúar
1983, en þar var ályktað að ekki
yi'ði mótmælt samþykkt Alþjóða-
hvalveiðiráðs um takmörkun hval-
veiða og markað nýja stefnu þar
sem skýrt og skorinort er kveðið á
um að hvalveiðar skuli hefjast og
það hið fyrsta,“ segir jafnframt í
nefndaráliti meirihlutans.
Efast um hvalveiðar
Guðjón Guðmundsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, lýsti yfir
ánægju með tillögu meirihluta
sjávarútvegsnefndar en það sama
er ekki hægt að segja um flokks-
bróður hans, Tómas Inga Olrich.
Kvaðst hann hafa efasemdir um að
rétt væri að hefja hvalveiðar að
nýju. „Eg hef efasemdir fyrst og
fremst vegna þess að ég held að við
munum standa nokkuð einir í
þeirri baráttu," sagði hann meðal
annars, en kvaðst sammála þeirri
niðurstöðu meirihluta nefndarinn-
u -d u . ■ ];■ -
ALÞINGI
ar að við ættum að leggja áherslu á
rétt okkar til að nýta auðlindir
sjávarins, hverjar sem þær eru.
„Mér fínnst hins vegar orka mjög
tvímælis að það sé skynsamlegt við
þessar aðstæður að mæla með því
að við hefjum hvalveiðar sem fyrst.
Eg tel það ótímabært og hefði
frekai' kosið að menn vildu setja
sér ákveðna vel skilgreinda áfanga
sem þeir vildu ná í málinu áður en
gefin væri út yfirlýsing um að við
myndum hefja hvalveiðar.“
Umræður um hvalveiðar stóðu
frá hádegi fram yfir klukkan 21 í
gærkvöldi. Gert er ráð fyrir því að
greitt verði atkvæði um tillögu
meirihluta sjávarútvegsnefndar á
Alþingi í dag.
Hagkvæmni
virkjunar
Fjarðarár
könnuð
ARNBJÖRG Sveinsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt
fram á Alþingi þingsályktunartil-
lögu þess efnis að iðnaðarráðherra
verði falið að láta kanna hagkvæmni
þess að virkja Fjarðará í Seyðis-
firði.
„Meðal annars verði athugað
hvernig virkjunin fellur að núver-
andi orkuöflunarkerfi og áformum
um orkuöflun á Austurlandi. Könn-
uninni verði lokið fyrir 1. október
1999.“ Meðflutningsmenn Am-
bjargar eru Jón Kristjánsson, Egill
Jónsson og Jónas Hallgrímsson, allt
þingmenn Austurlandskjördæmis.
í greinargerð tillögunnar segir að
virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði
kunni að vera hágkvæmur virkjun-
arkostur. „Virkjunin gæti styrkt
raforkuöflun Rafmagnsveitna ríkis-
ins, annars vegar vegna aukinnar
raforkuþarfar á almennum markaði
á næstu árum og hins vegar vegna
þess að Fjarðarárvirkjun fellur vel
að orkuöflunarkerfi Rariks.“
Fjarvera formanns
Alþýðubandalagsins
Var veik heima
ÁSTÆÐA þess að Margrét
Frímannsdóttir, formaður AI-
þýðubandalagsins, var fjarver-
andi atkvæðagreiðslu um þings-
ályktunartillögu um brottfór
hersins á Keflavíkurflugvelli var
sú að hún lá veik heima, en at-
kvæðagreiðsla fór fram um til-
löguna á mánudag.
Eðlilegt hefði verið að
draga tillöguna til baka
Margrét sagði aðspurð að ef
hún hefði getað verið í þinginu
hefði hún greitt atkvæði eins og
hún hefði verið búin að gefa yfir-
lýsingar um og lagst gegn tillög-
unni. Hún teldi ekki rétt að af-
greiða tillögu eins og þessa nú.
Hún væri ekki tímabær þegar
búið væri að lýsa því yfir að það
væri verið að endurmeta alla
þessa stöðu í aðdraganda þess að
bókunin rennur út. „Mér finnst
eðlilegt að þeirri vinnu verði lok-
ið áður en menn taka afstöðu til
framhaldsins í breyttu um-
hverfi," sagði Mai-grét.
Hún sagði að utanríkisráð-
herra hefði boðið að þingið
kæmi að þessari vinnu með ein-
hverjum hætti og sér hefði
fundist í ljósi þeirra upplýsinga
sem komu fram hjá utanríkis-
ráðherra að tillögumaður hefði
dregið tillöguna til baka. Utan-
ríkisráðherra hefði boðið upp á
að útvíkka það nefndarstarf
sem fram færi nú um mat á svo-
kallaðri vamarþörf í breyttu
umhverfí og að þingið gæti
hugsanlega komið þar að.
„Mér hefði fundist eðlilegt að
tillagan væri dregin til baka og
að utanríkismálanefnd hefði not-
að tækifærið til þess að standa
saman að tillögu um það hvernig
þessu starfi yrði háttað og þingið
tæki þátt í því, en því miður náð-
ist ekki samstaða um það innan
utanríkismálanefndar," sagði
Margrét ennfremur.
Alþingi
Heimild fyrir virkjun í Bjarnarflagi
MEIRIHLUTI iðnaðarnefndar leggur til að Landsvirkjun
verði heimilað að byggja allt að 40 MW gufuaflsvirkjun í
Bjarnarflagi. Hjörleifur Guttormsson, þingmaður óháðra, er
andvígur því að leyfa byggingu virkjunar í Bjarnarflagi og
telur eðlilegra að hugað verði að stækkun Kröfluvirkjunar.
Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að Landsvirkjun verði
heimilað að virkja við Vatnsfell og Búðarháls og Rafmagns-
veitum ríkisins verði heimilað að reisa virkjun við Villinganes.
Við umfjöllun um frumvarpið í nefnd kom fram beiðni frá
Landsvirkjun um að bæta Bjarnarflagsvirkjun inn á þennan
Iista og féllst meirihluti iðnaðarnefndar á það. Að mati meiri-
hlutans er virkjun í Bjarnarflagi góður kostur sem gæti orðið
byggðinni á staðnum til verulegra hagsbóta.
Hjörleifur Guttormsson skilaði einn minnihlutaáliti og gerir
alvarlegar athugasemdir við Bjarnarflagsvirkjun. Hann minn-
ir á að Náttúruverndaryfirvöld og áhugafélög um umhverfis-
vernd hafi lýst miklum áhyggjum og andstöðu við virkjunina.
Hann segir í nefndaráliti um málið að þess viðhorfs gæti hjá
Landsvirkjun að með því að fá lagaheimild frá Alþingi fyrir
virkjuninni sé fyrirtækið að reyna að komast undan lögunum
um vernd Mývatns og Laxár, sem áskilja leyfi Náttúruverndar
rikisins fyrir hvers konar mannvirkjagerð í Skútustaðahreppi
og meðfram Laxá.
Hjörleifur vill ennfremur að Villinganesvirkjun verði að há-
marki 30 MW, en ekki 40 MW. Vísar hann þar til athugasemda
Náttúruverndar ríkisins. Hjörleifur leggur til að fmmvarpinu
verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
í umræðuin um málið gagnrýndi Hjörleifur þingmenn Sam-
fylkingar fyrir að styðja frumvarpið.
Óskar eftir umræðu um þingmál
SIGHVATUR Björgvinsson, þingflokki Samfylkingarinnar,
hyggst í upphafi þingfundar á Alþingi í dag leggja fram til-
lögu þess efnis að frumvarp hans og Lúðvíks Bergvinssonar,
þingfiokki Samfylkingarinnar, um að aflaheimildir á þorski
verði auknar um 15 þúsund tonn á yfírstandandi fískveiðiári,
verði tekið á dagskrá þingsins. I fnimvarpinu er gert ráð fyr-
ir að þeirri aukningu á afiaheimiidum verði varið til strand-
veiðiflotans eingöngu.
Umrætt frumvai'p var lagt fram á Alþingi í byijun mánað-
arins og að sögn Sighvats hefur hann hvað eftir annað óskað
eftir því að það verði tekið til umræðu, en án árangurs.
Hyggst hann því nýta sér heimiid þingskapa sem kveða á um
að leggja megi fram tillögu þess efnis að þingmál verði tekið
á dagskrá.
„Frumvarpið er eina tillagan sem liggur frammi á Alþingi
um lausn á vanda strandveiðiflotans og landvinnslunnar. Hún
hefur ekki fengist rædd og því óska ég eftir því að Alþingi
taki hana til umræðu,“ segir Sighvatur í samtali við Morgun-
blaðið.
Áhyggjur af löggæslu í Grindavík
SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar á
Reykjanesi, gagnrýndi við upphaf þingfundar í gær að lög-
reglunni í Grindavík skuli ekld vera ætlað nægjanlegt fjár-
magn. Hún hafði óskað eftir utandagskrárumræðum um mál-
ið, en dómsmálaráðherra er á ferðalagi með forseta Islands
erlendis og starfandi dómsmálaráðherra taldi sig ekki geta
orðið við beiðninni.
Sigríður sagði að stöðugur niðurskurður hefði átt sér stað
hjá lögreglunni í Grindavík frá 1992 þegar lögreglan í
Grindavík var sameinuð sýslumannsembættinu í Keflavík.
Fram til þess tíma hefði þótt sjálfsagt að 5 menn væru á vakt
um helgar, en nú væru 3 á vakt. Hún sagði að niðurskurður-
inn væri slíkur að lögreglumenn á frívakt hefðu fallist á að
vera til taks án þess að þiggja laun fyrir. Hún sagði að fyrir-
hugað væri að sinna bakvöktum frá Keflavík, en a.m.k. 25
mínútur tæki að komast á milli staðanna. Hún sagði að ugg
setti að bæjarbúum vegna þess að lágmarks öryggisvakt væri
ekki sinnt.
Fleiri þingmenn Reykjaness tóku undir gagnrýni þing-
maimsins. Fram kom að löggæsla á landsbyggðinni væri víða
of lítil og sýslumenn stæðu frammi fyrir því að fella niður bak-
vaktir til þess að embættin færu ekki fram úr ramma fjárlaga.
Meðferð opinberra mála
ALLSHERJARNEFND Alþingis leggur m.a. til þá breytingu á
frumvarpi til Iaga um breytingar á lögum um meðferð opin-
berra mála að gildistöku laganna verði flýtt, til 1. maí nk.
Þetta kom in.a. fram í máli Sólveigar Pétursdóttur, formanns
nefndarinnar, í annarri umræðu um frumvarpið á Alþingi á
laugardag.
Upphaflega frumvarpið gerði hins vegar ráð fyrir því að
lögin tækju gildi tveimur mánuðum síðar, eða 1. júlí. í máli
Sólveigar kom m.a. fram að nefndin teldi nauðsynlegt að þær
réttarbætur sem mælt væri fyrir í frumvarpinu kæmu sem
fyrst til framkvæmda, en meginmarkmið frumvarpsins, er að
sögn Sólveigar, að styrkja réttarstöðu brotaþola, sérstaklega
þeirra sem beittir hafa verið ofbeldi í einhverri mynd.
„Þá leggur nefndin til að sett verði inn í frumvarpið ákvæði
þess efnis að Hæstiréttur geti ákveðið að varadómarar verði
kvaddir til að taka þátt í ákvörðun um hvort mál skuli tekið
upp á ný. Að baki tillögunni býr in.a. sú röksemd að erfið end-
urupptökumál auka mjög annir réttarins og því getur þurft
að kalla til aukamannafia til að sinna slíku verkefni,“ sagði
Sólveig m.a.