Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 19 Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal hagnast um 40 milljónir Hagræðing vegna Frosta að skila sér HAGNAÐUR af reglulegri starf- semi Hraðfrystihússins hf. í Hnífs- dal nam 24 milljónum króna á síð- asta ári en árið þar áður var 60 milljóna tap af reglulegri starfsemi. Hagnaður tímabilsins nam hins vegar 40 milljónum króna en 179 milljónum króna árið þar á undan. Konráð Jakobsson framkvæmda- stjóri félagsins segir að þetta skýrist af því að árið 1997 hafi sölu- hagnaður numið um 339 mkr. Konráð segist sáttur við niður- stöðuna nú. „Það varð samdráttur í rækjuveiðum í haust sem kom nið- ur á rekstrinum en við erum að halda að þetta klári sig þó að rækjuveiðin hafi minnkað. Auk þess höfum við verið að jafna okkur á sameiningunni við Frosta í Súða- vík á árinu 1997, en hagræðingar- aðgerðir vegna hennar eru farnar að skila árangri, þótt þeim sé enn ekki að fullu lokið,“ sagði Konráð. Um útlitið á þessu ári sagði Kon- ráð að sem stendur væri veiðin betri í rækjunni en hún hefði verið undanfarna mánuði og fyrirtækið er nú með þrjú skip á rækjuveiðum, að hans sögn. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að framlegð af rekstri félags- in hafi aukist verulega á milli ára og þrátt fyrir samdrátt í rækjuveið- um hafí framlegð fyrirtækisins einnig aukist frá 6 mánaða upp- gjöri. og hagnað félagsins enn frekar á þessu ári ef ytri skilyrði verða okkur hagstæð. Þó ber að taka tillit til þess að fyrirtækið á mikið undir því að vel gangi í sjávarútvegi og því hefur t.a.m. lækkandi afurðaverð á loðnu óhagstæð áhrif á reksturinn. A móti kemur að við höfum verið að hasla okkur völl á nýjum vettvangi með Select-búðunum þar sem við teljum okkur vera að brjóta félaginu leið inn á nýja markaði.“ Kristinn segir óreglulegar tekjur upp á 110 milljónir króna að stærst- um hluta mega rekja til söluhagnað- ar af hlutabréfum auk þess sem tekjuskattsskuldbinding félagsins lækkaði. Vörusala óbreytt Að sögn Alberts Jónssonar, for- stöðumanns verðbréfamiðlunar Fjárvangs, er ljóst að afkoma Skelj- ungs hefur batnað á milli ára, þrátt fyrir meiri hagnað af óreglulegum liðum og sölu eigna. Hann bendir á að veltufé frá rekstri hafi aukist um tæpar 200 milljónir sem skýrist að- allega af auknum hagnaði auk þess sem afskriftir hafa vaxið um tæpar 50 milljónir. „Það lítur út fyrir að framlegð í þessum rekstri sé að gefa meira af sér og að menn hafi náð að hagræða töluvert í innkaup- um því að vörusala er nánast óbreytt á milli ára en kostnaður af seldum vörum lækkar um nálægt 320 milljónir króna. Aðalhagræð- ingin virðist því felast í betri inn- kaupum. Hins vegar virðist ekki vera mikill vöxtur í greininni ef litið er til þess að vörusala á milli ára vex ekki rnikið." Albert telur því sýnt að olíuiðnað- urinn á íslandi sé ekki vaxtariðnað- ur heldur felist betri árangur félag- anna fyrst og fremst í betri inn- kaupum og aukinni hagi’æðingu í dreifikerfinu. Alls var verslað með hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna á Verðbréfaþingi í gær og hækkaði gengi félagsins um 11,7%. Albert telur þá verðlagningu eðlilega mið- að við afkomu félagsins en segir lít- ið svigrúm til frekari hækkana. Hraðfrystihúsið hf. Hnífsdal k-J í—_ Úr ársreikningi 1998 -.u, L ■ . • .HSwHBteBBBBHSr .v- ;; • Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting | Rekstrartekjur Milljónir króna 1.735 1.029 +69% Rekstrargjöld 1.430 931 +54% Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.liði 305 97 +214% Afskriftir (159) (108) +47% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (107) (72) +49% Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi 35 (60) ~ Skattar 10 - - Aðrar tekjur og gjöld 15 240 -94% Hagnaður ársins 40 179 -78% Efnahagsreikningur 31. des. 1998 1997 Breyting I Eiqnir: ! Fastafjármunir Milljónir króna Veltufjármunir 2.118 641 2.052 688 +3% -7% Eignir samtals 2.759 2.740 +1% I Skuldir oq eigið fé: , I Eigið fé 575 589 -2% Tekjuskattsskuldbinding 51 30 +70% Langtímaskuldir 1.673 1.733 -3% Skammtímaskuldir 460 388 +19% Skuldir og eigið fé samtals 2.759 2.740 +1% Sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 187 (37) - Forsala er hafin á ESSO-stöðvunum Forsala er hafin til Safnkortshafa á ESSO-stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu! Taktu undir þig stökk, fáðu þér Safnkort og náðu þér í miða! Safnkortsverð: • Fullorðnir 800 kr. • Börn 7-12 ára 300 kr. • Frítt fyrir sex ára og yngri Fullt verð: Fullorðnir 1.000 kr. Börn 500 kr. í LAUGARDALSHÖLL16. MARS kl. 20 Stórkostlegur íþróttaviðburður Margir af bestu stökkvurum Evrópu mæta til leiks, þ.á m. brons- verðlaunahafinn frá FIM í Japan, Zsuzsa Szabo ásamt Völu Flosadóttur, Þóreyju Eddu og Monique De Wilt. í hástökki karla keppir íslands- meistarinn Einar Karl Hjartarson við Vegard Hansen frá Noregi og Chmara, núverandi heimsmeistara í sjöþraut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.