Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 2S
LISTIR
Stoppard vill engar
ævisögur um sig
London. The Daily Telegraph.
BRESKA leiki'itaskáldið Tom
Stoppard segir þá athygli sem hann
hefur notið síðan handrit hans að
kvikmyndinni Shakespeare in Love
var tilnefnt til Oskai'sverðlauna afar
taugastrekkjandi. Hann hefur engu
að síður lofað fi-amleiðendum mynd-
arinnar því að vera viðstaddur
Óskarsverðlaunaafhendinguna, sem
fram fer aðfaranótt 23. mars næst-
komandi. „Þeir myndu gera út af við
mig ef ég mætti ekki,“ sagði Stopp-
ard í sarntali við The Daily Tel-
egraph.
Stoppard, sem er 61 árs gamall,
fæddist í Tékkóslóvakíu en átti erf-
iða æsku. Fjölskylda hans þurfti
fyrst að flýja ofsóknir nasista í
Tékkóslóvakíu til Singapore, og það-
an flúðu þau Japana til Indlands.
Faðir Stoppards dó sem stríðsfangi
Japana og móðir hans giftist bresk-
um herforingja í Indlandi, Kenneth
Stoppard. Það var stjúpfaðh- leik-
skáldsins sem flutti með fjölskyld-
una til Englands árið 1946.
Stoppard sló rækilega í gegn með
leikrit sitt Rosencrantz and Guild-
ernstern are dead fyrir þrjátíu ár-
um, en við ritun þess sótti hann inn-
blástur í verk Williams Shakespe-
ares, rétt eins og kvikmyndin
Shakespeare in Love er tilbúin saga
um ástarævintýri leikskáldsins
fræga. Nú er Stoppard hins vegar
sjálfur orðinn svo frægur sem leik-
ritaskáld að bókmenntafræðingur
hyggst skrifa fræðirit um ævi og
verk hans, og hefur þegar reynt að
tryggja sér samvinnu Stoppards.
„Hann heitir Ira eða eitthvað svo-
leiðis,“ segir Stoppard. „Eg er viss
um að þetta er aldeilis vammlaus
maður en ég er búinn að segja hon-
um að hann sé einn á báti.“ Segist
hann ekkert kæra sig um slíka inn-
rás í einkalíf sitt. Um fjölmiðlafárið,
sem fylgt hefrn' velgengni Shakespe-
are in Love, segir hann að fyrst og
fremst geri það hann taugaveiklað-
an. „Eg reyni að virðast sjálfsörugg-
ur, ég brosi í myndavélina og segi
heimskulega hluti eins og allt hitt
fræga fólkið en iða í skinninu að
komast aftur til þess að gera það
sem fékk Hollywood-mennina til að
bjóða mér vinnn til að byrja með.“
Æfingar á
My fair lady
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAG Fljóts-
dalshéraðs hefur hafið
æfingar á söngleikn-
uin My Fair Lady sem
saminn er uppúr leik-
ritinu Pygmalion eftir
Bernard Shaw. Leik-
ritið gerist upp úr
aldamótum í Englandi.
I söguþræði segir
að sérvitur málfræð-
ingur (Higgins), veðji
við ofursta (Pickering)
um það að hann geti
kennt blómastúlku
(Elísu) að tala svo rétt
og fallegt tungumál að
hann geti kynnt hana
sem hertogafrú að sex
mánuðum liðnum. Til-
finningar kvikna, lög
eru sungin og inn
blandast óprúttinn
faðir Elísu og fleiri
skemmtilegir. Það em
ríflega 40 manns sem
koma að sýningunni
en með aðalhlutverk
fara: Einar Rafn Har-
aldsson, (Henry Higg-
ins), Agnes Vogler
(Elísa Doolittle), Daní-
el Behrend (Doolittle),
Daníel Þorsteinsson
(Pickering), Hafdís Bjarnadóttir
(Frú Higgins), Heiða Skúladóttir
(Frú Pearce), Björn Sveinsson
(Freddy). Leikritið hefur tvisvar
verið sýnt í Reykjavík og einu
sinni á Akureyri og er þetta í
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
AGNES Vogler (Elisa) og Einar Rafn Har-
aldsson (Higgins) í hlutverkum sínum.
fyrsta skipti sem það er sýnt af
áhugaleikfélagi. Leikstjóri er
Oddur Bjarni Þorkelsson.
Söngleikurinn verður frum-
sýndur í Valaskjálf sunnudaginn
28. mars.
Þýskt menningar- og matar-
kvöld Vörðukórsins
VÖRÐUKÓRINN, blandaður kór í
uppsveitum Ái-nessýslu, stendur fyr-
ir þýsku menningar- og matarkvöldi
í Ai-nesi, Gnúpverjahreppi, laugar:
dagskvöldið 13. mars kl. 20.30. í
fyrra stóð kórinn fyrir ungversku
kvöldi.
Kórinn flytur þýsk þjóðlög, kór-
tónlist eftii' Felix Mendelsson og
sígaunaljóð eftir Jóhannes Brahms.
Stjórnandi kórsins er Margrét Bóas-
dóttir sópransöngkona. Hún mun
einnig syngja lög eftir Franz
Schubert. Undirleikari er Jörg Sond-
ermann frá Þýskalandi, en hann
starfar nú sem organisti við Hvera-
gerðiskirkju. Einnig kemur fram
hörpuleikarinn Monika Abenroth og
flytur hún suðurþýska þjóðlagatón-
list. Monika, sem er frá Þýskalandi,
er hörpuleikari í Sinfóníuhljómsveit
Islands. Þá mun Þór Vigfússon segja
frá Goethe og menningai’tengslum
íslands og Þýskalands.
Miða á skemmtunina þarf að
panta fyrir 12. mars.
Upplausn
fj ölskyldunnar
KVIKMYNPIR
Bíðborgin
„The Ice Storm“ ★★★
Leikstjóri: Ang Lee. Handrit: James
Schamus og Rick Moody, byggt á
skáldsögu hans. Aðalhlutverk: Kevin
Kline, Joan Allen, Sigourney Weaver,
Christina Ricci, Tobey Maguire, Eli-
jah Wood. 1997.
ÞÓTT hún berist hingað nokkuð
seint í kvikmyndahús er fengur að
mynd Ang Lees, „The Ice Storm“,
sem kannski fjallar fyrst og fremst
um upplausn bandarísku kjarna-
fjölskyldunnar. Hún er byggð á
skáldsögu eftir Rick Moody og
gerist í upphafi áttunda áratugar-
ins. Víetnamstríðið geisar, Nixon
er að tala um segulbönd í sjón-
varpinu, hippamenningin að fjara
út og á einhvern hátt er millistétt-
arfjölskyldan sem hin trausta ein-
ing að fara fjandans til. Myndin
skoðar tvær fjölskyldur og ná-
granna, samskipti þeirra á milli og
samskiptaleysi innan þeirra og er
bæði nöturleg og miskunnarlaus
krufning á niðurbroti fjölskyldu-
lífsins, alltaf raunsæ, frábærlega
vel leikin og gersamlega laus við
Hollywoodglitmyndina hvimleiðu.
Mennirnir sem standa að mynd-
inni, leikstjórinn Lee og handrits-
höfundurinn James Schamus, hafa
áður fjallað um fjölskyldubönd en
með mun meiri húmor og alvöru-
leysi (Brúðkaupsveislan). Drung-
inn í „The Ice Storm“ er stórkost-
legur, alltaf sannur og mjög við-
eigandi. Kevin Kline og Joan Allen
leika hjón og ljóst er að ekki er allt
með felldu; hana gnmar að hann
haldi framhjá með Sigourney Wea-
ver, sem býr skammt frá og er vin-
kona hennar. Grunur hennar er
réttur. Þau hittast á laun. Weaver
er að leita að upplyftingu í skamm-
deginu. Astæður Klines eru jafn-
vel enn lítilfjörlegri. Líklega veit
hann minnst um það sjálfur hvað
hann er að gera. Um leið og þetta
fer fram eru börn þessa vinafólks,
komin á unglingsár, að uppgötva
kynlíf og þreifa sig mjög klaufa-
lega áfram í þeim efnum. Kline
gerist einstakur siðgæðispostuli
þegar hann kemst að því.
Kannski er þetta lífsleiði vel-
megunarinnar sem birtist í gengis-
sigi siðferðislegi-a gilda. Það er
hreinlega ekkert spennandi í lífínu
lengur og sannarlega ekki innan
fjölskyldulífsins; ekkert að lifa fyr-
ir, heldur ekki börnin, sem ganga
meira og minna sjálfala. Hin
heilaga bandaríska þakkargjörðar-
kvöldmáltíð er dauður skrípaleik-
ur. Nýi leikurinn í partíunum er að
hafa konuskipti. í hinni tilfinninga-
legu fátækt gerist húsmóðirin, eig-
inkona Klines, búðarþjófur. Hún á
það þó sameiginlegt með dóttur
sinni, Christinu Ricci, sem hrópar
á athygli með sömu aðferðinni.
Leikstjórinn Ang Lee finnur
kuldanum í hinum mannlegu sam-
skiptum mjög svo viðeigandi um-
hverfi í berangurslegu vetrarlands-
lagi og hann nær feikilega sterkum
leik úr hópnum sínum. Weaver er
lífsleiðinn með þykka augnskugga,
Kline einskonar bjáni sem jafnvel
viðhaldið fær leið á, Allen sú sem
situr eftir með sárt ennið og skilur
ekki þessa nýju tíma. Ki-akkarnir
gefa þeim í raun ekkert eftir; Ricci
sem unglingsstúlka í leit að hlýju,
Elijah Wood er vinur hennar og
Toby Maguire elsti bróðirinn.
Þetta er sannarlega ekki upp-
lífgandi mynd en hún er fantagóð.
Arnaldur Indriðason
Umræða
um Kjarval
KJARVALSSTAÐIR efna til um-
ræðna um Kjarval fimmtudaginn 11;
mars kl. 20.30. Fjallað verður um
stöðu Kjarvals sem
hluta af íslenskum
menningararfi og
gildi hans fyrir
okkar samtíma.
Skoðuð verður
goðsögnin um hetj-
una og höfundinn
og gildi slíkra goð-
sagna fyrir menn-
ingarvitund þjóð-
arinnar.
Kveikjan að þessum umræðum eru
tvær sýningar sem nú standa yfir á
Kjarvalsstöðum, sýning á verkum
Kjarvals frá árunum 1946-72, sem
ber yfirskriftina Af trönum meistar-
ans, og sýning Einars Garibalda Ei-
ríkssonar, Blámi, en sú sýning fjallar
um stöðu Kjarvals sem menningar-
legrar táknmyndar í íslensku samfé-
lagi nútímans. Auk Einars taka þátt í
umræðum og flytja stuttar framsög-
ur þeii’ Jón Karl Helgason bók-
menntafræðingur, Ólafur Gíslason
listfræðingur og myndlistarmaðurinn
Guðbjörg Lind Jónsdóttfr. Stjóm-
andi verður Eiríkur Þorláksson, for-
stöðumaður Kjai-valsstaða.
Jóhannes S.
Kjarval
RAQilU. 1-MiL.Y
GRIFFITHS WATSON
BTUR. TVÖLIF. F.IN AST...
LARY og
ACKIE
A THtUE STORY.
FRUMSYND 12. MARS
m í HÁSKÓLABÍÓ
HASKÓLABÍÓ
Skáldverk metin
að verðleikum
London. Reuters.
BRESKIR bókaunnendur, sem
vilja velja sér skáldsögu til lestrar
eftii' skapi sínu á hverjum tíma,
munu í framtíðinni geta ráðfært
sig við upplýsingamiðstöð á Net-
inu þar sem bókum era gefnar
einkunnir á skalanum 1-10 fyrir
fyndni, tilfinningasemi, kynlíf eða
ofbeldi.
Keppast bókasafnsfræðingar í
Bretlandi nú við að gefa eitt þús-
und skáldsögum, allt frá klassísk-
um bókmenntum til nútímaverka,
stig fyrir alla mögulega hluti, svo
sem þá bjartsýni sem kemur fram
í verkinu eða andstyggð, eftir því
sem við á, til að auðvelda lesend-
um að finna sér lestrarefni við
hæfi.
Upplýsingamiðstöðin er hugar-
fóstur Félags yfirbókasafnsfræð-
inga sem nú þegar hefur fellt dóm
sinn um nítjándu aldar meistara-
verk rithöfundarins Thomas Har-
dy, Tess of the D’Urbei-villes.
Fékk hún einungis tvö stig fyrir
bjartsýni og fyndni en sjö fyrir of-
beldi og tíu fyrir tilfinningasemi.