Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Menning í mótun Jákvœði samfélagsins fyrir afþreyingarefni er góður mælikvarði á menningarstefnu þess. Eftir Hávar Sigurjónsson Menning er eitt þeiiTa orða sem hefur margræða merkingu í hugum fólks. í víðasta skilningi er það sagt ná yíir allt sem mannlegt er; enda kallar hið gagnsæja eðli orðsins á gagnsæja túlkun þess og þannig er menn- ing sögð tákna allar mannlegar athafnir. Eigi maðurinn hlut að máli er það menning samkvæmt þessum skilningi. Gagnsæi orðs- ins er jafnvel notað sem afsökun fyrir hvaða vitleysu sem menn taka uppá - hvaða lágkúru sem er - og séu athugasemdir gerðar er svarað með aulaspurningunni: „Nú er þetta ekki menning?" Yfirleitt er þó orðið notað í þrengri merkingu, annaðhvort til skilgreiningar athafna sem hafn- ar eru yfír hið hversdagslega mannlega amstur, eða merkingin VIÐHORF verður enn vmnurtr þrengi-i og vís- ar til listastarf- semi eingöngu. I þeim skilningi orðsins eru almenn menningar- starfsemi, listsköpun og not al- mennings af listum lögð að jöfnu. Umgangur við listirnar og ná- lægð þeirra við daglegt líf fólks er svo gjarnan haft sem mæli- kvarði á menningarstig í samfé- laginu. Því öflugra listalíf því hærra menningarstig. Við höfum þannig eitt orð yfir tvennt (eða tvö orð yfir eitt); annars vegar safnheiti yfir hvaðeina sem menn taka sér fyrir hendur og hins veg- ar samheiti yfú- listræna starf- semi, sem oft er einnig kölluð menningarlíf. Menningarstig, listalíf og menningarlíf eru orðin sem við notum og þó ekkert þeiira feli í sér eða skýri fyllilega merkingu orðsins „menning" þá vitum við nokkurn veginn við hvað er átt hverju sinni þegar við grípum til þeirra. Þorsteinn Gylfason heimspeki- prófessor kemst svo að orði í nið- urlagi ritgerðar sinnar Merming er að gera hlutina vel, að „... menning sé handa bömum“. Þetta er ekki aðeins falleg hugs- un heldur líka djúp hugsun. Mennning á hverjum tíma á að vera handa börnunum, þau eiga rétt á að vaxa upp í sem fjöl- breyttustu menningarumhverfí og verða vel upplýstir listiðkend- ur og listneytendur; öflugt menn- ingar- og listalíf á að vera sjálf- sagt í þeirra augum. Ástundun tónlistar, leiklistar, bókmennta og myndlistar á ekki að vera forrétt- indi fárra, heldur sameign allra og þar með sjálfsagður hluti af daglegu lífi barna okkar. Hversu mikla áherslu við leggjum á menningaruppeldi og listfræðslu barna okkar lýsir menningarstigi samfélagsins. Það lýsir okkur. Það lýsir því á hvaða menningar- stigi við viljum að börnin okkar standi þegar fullorðinsárum er náð. Þetta er ósköp einfóld hugs- un en hún er flókin og kostnaðar- söm í framkvæmd og þrátt fyrir góðan vilja og fögur fyrirheit er langur vegur frá því að takmarki sé náð í þessu efni. Gagnstætt listalífmu á menn- ingarlífíð sér ekki afmarkaðan bás utan vinnutíma fólks. Menn- ingarlífið hefst ekki klukkan 20.00 á kvöldin og lýkur fyrir miðnætti. „Að stunda menningar- lífið“ er samt eitt orðatiltækjanna sem við notum og táknar fyrst og fremst listneyslu. Það feluir þó ekki í sér að umtalsverður hluti þjóðarinnar fari á mis við menn- ingarlífíð. Stór hluti þjóðarinnar sækii' ekki Iistviðburði út í bæ á kvöldin og um helgar. Ástæðurn- ar geta verið margvíslegar, ómegð, áhugaleysi eða peninga- leysi svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem heima sitja eru eigi að síður þátttakendur í menningarlífinu því menningin fer ekki eingöngu fram tiltekin kvöld á tónleikum, leiksýningum eða myndlistarsýn- ingum í tilþessgerðum bygging- um. Listviðburðir eru hluti af menningarlífmu og endurspegla að nokkru menningarstigið, en einir og sér eru þeir þó ekki menningai’stigið, hvorki að hluta né í heild. Menningarstigið, sem listalífið endurspeglar, er hin al- menna afstaða til hlutverks og til- gangs lista í daglegu lífi okkar. Mótun menningarstigsins fer ekki fram nema að litlu leyti „út í bæ“ á kvöldin. Hópurinn sem „heima situr“ tekur jafnan þátt og allir aðrir í mótun menningar- stigsins. Menning er semsagt ekki af- þreying í þeim skilningi að hún eigi að notast til uppfyllingar í annars dauðan tíma. Menning er ekki afþreying en afþreying er menning. Menningin er alltum- lykjandi og afþreyingarefnið er umtalsverður hluti menningar- innar. Afþreying er orð sem not- að er yfir léttvægar bókmenntir, sjónvarpsefni, tónlist og leiksýn- ingar; afþreyingarefnið heldur athygli okkar í ákveðinn tíma, en hvetur ekki til skapandi hugsun- ar eða gagnrýninnar umhugsun- ar. Afþreyingarefni geiir engar kröfur og drepur tímann. Magn afþreyingarefnis í menningu samfélagsins er góður mæli- kvarði á menningarstig þess. Áhugi samfélagsins á afþreyingu er góður mælikvarði á menning- arskilning þess. Jákvæði samfé- lagsins fyrir afþreyingarefni er góður mælikvarði á menningar- stefnu þess. Afþreying á greiðastan aðgang að börnum og af öllu menningar- efni sem völ er á eiga börnin greiðastan aðgang að afþreying- arefninu. Börn hafa jafnframt minnstan aðgang að hinu skipu- lagða listalífi. Sterkasti miðill menningarefnis í nútíð og framtíð er sjónvarpið. Áhrif þess á hug- myndaheim okkar og mynd af veröldinni eru svo alltumlykjandi að tæpast er hægt að bregða á þau mælistokki. „Gluggi að ver- öldinni" er sjónvarpið stundum kallað. Að baki öllu efni sem birt- ist í sjónvarpi, hvort sem er á ís- lensku sjónvarpsrásunum eða þeim erlendu er fólgin hugsun þeirra er semja, velja og senda út efnið. Þetta er okkur sem á horf- um ekki alltaf Ijóst, sjaldnast reyndar. Við vitum ekki fyrirfram hvers vegna tiltekið efni er sýnt. Við þurfum að horfa á efnið til að komast jafnfætis þeim er stjóma dagskránni. Við treystum þeim er stjórna dagskrá sjónvarpsrása nánast í blindni er við setjum börnin okkar framan við sjón- varpið á hverjum degi. Spyrja má hvort þeim sé ávallt treystandi. Hugmyndaheimur og hugmynda- fræði eru undirstöður menningar. Bamaefni í sjónvarpi nýtur engr- ar undanþágu í því efni. Menn- ingarstig okkar í framtíðinni er í stöðugri mótun í nútíðinni. „Ut- sýnið“ um skjáinn í stofuhorninu, sem birtir tilsniðnar hugmyndii' um veröldina, ræður miklu um þá mótun. Dreifbýlislækningar og dreifbýlishjúkrun SIÐUSTU daga hafa fjölmiðlar fjallað nokk- uð um það sem kallað hefur verið dreifbýlis- lækningar og -hjúkmn. Margir velta því rétti- lega íyrir sér hvað það sé og hvort þetta sé eitt- hvert nýtt fyrirbæri á Islandi. Svarið við síðari spurningunni er einfald- lega nei. Með hugtökun- um dreifbýlislækning- um/dreifbýlishjúkrun er átt við þá læknis- og hjúkrunarþjónustu sem veitt er á svæðum sem liggja fjarri sérgreina- sjúkrahúsum. Oft er miðað við 80 km fjar- lægð í þessu sambandi. Ef þau mörk era notuð er Ijóst að læknis- og hjúkr- unarþjónusta á stóram hluta landsins era dreifbýlislækningar og -hjúkran. Samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu er gert ráð fyrir að heilsu- gæslustöðvar á landinu séu með þrennu móti: H2-stöðvar, þar sem starfa tveir læknar hið minnsta, ásamt hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki; Hl-stöðvar, þar sem starfar einn læknir hið minnsta, ásamt hjúkrunarfræðingi og öðra starfsfólki; og H-stöðvar, þar sem starfar hjúkrunarfræðingur og annað starfsfólk, og læknir hefur reglulega móttöku. Slíkar einmennings- og tví- menningsstöðvar era víða um landið. Hjúkrunarfræðingar og læknar sem þar starfa, og reyndar einnig á smærri sjúkrahúsum og hjúkrunar- heimilum, þurfa að sinna íbúum á stórum landsvæðum og vera í stakk búin til að takast á við heilbrigðis- vandamál af mjög ólíkum toga. Nefna má alvarleg bein- brot, brana, erfiðar fæð- ingar, hjartastopp, bráða geðveiki, ásamt því að vera færir um að gera t.d. grannblóð- rannsóknir og sinna for- vörnum ýmiss konar. Þessir heilbrigðisstarfs- menn hafa ekki hóp sér- fræðinga á bak við sig og þurfa því að reiða sig á eigin þekkingu og styrk einvörðungu. Störf lækna og hjúkrun- arfræðinga í dreifbýli Itrefjast því mikillar þekkingar á mjög mörg- um sviðum. Nám í dreifbýlis- lækningum/-hjúkrun Síðustu ár hafa íbúar víða í dreif- býli mátt búa við viðvarandi skort á læknum og hjúkrunarfræðingum. Slíkt veldur óöryggi meðal íbúanna og hefur tvímælalaust áhrif á val fólks til búsetu. Kynning á því fjöl- breytta stai-fi sem læknar og hjúkr- unarfræðingar sinna í dreifbýli hefur ekki verið næg í grunnnámi þessara stétta og því hafa kandidatar valið sér annan starfsvettvang að námi loknu. Ljóst er að þessu þarf að breyta. Landlæknir hefur stigið mik- ilsvert skref í þessu máli, með við- ræðum við heilbrigðisstarfsmenn á Norðui- og Austurlandi, ásamt for- svarsmönnum Háskólans á Akureyri. Að tillögu landlæknis mun Háskólinn á Akureyri fara fyrir starfshópi sem ætlað er að vinna að undirbúningi náms í dreifbýlislækningum/-hjúkr- un. Megin markmið námsins eru tvö, annars vegar að auka þekkingu þeirra lækna og hjúkranarfræðinga sem starfa í dreifbýli og þannig bæta þá heilbrigðisþjónustu sem þar er veitt, og hins vegar að vinna gegn þeim skorti á læknum og hjúkranar- fræðingum sem verið hefur viðvar- andi í dreifbýli. Námið ætti því að geta nýst því starfsfólki sem þegar starfar í dreifbýli og yrði þá í formi endur- og símenntunar. Einnig unglæknum og hjúkrunartræðingum sem vilja starfa í dreifbýli en skortir þekkingu og þjálfun í þeim fjöl- breyttu störfum sem sinna þarf. Ennfremur læknum sem þegar hafa lokið sérnámi í heilsugæslulækning- Læknisþjónusta Síðustu ár hafa íbúar víða í dreifbýli, segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, mátt búa við viðvarandi skort á læknum og hjúkrunarfræðingum. um og vilja flytja sig um set úr þétt- býli í dreifbýli. Rétt er að leggja áherslu á að und- irbúningur þessa náms er á framstigi og mikilvægt að vel sé til þess vand- að. Þá er einnig mikilvægt að víðtæk samvinna náist milli heilbrigðisstofn- ana og menntastofnana þannig að nám í dreifbýlislækningum/-hjúki'un verði fýsilegur valkostur fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga. Höfundur er lektor, settur forstöðu- nuiúur heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Elsa B. Friðfinnsdóttir Gröfum hausinn í sandinn í síðustu viku birtist grein hér í blaðinu eft- ir Pál Vilhjálmsson sem bendir til þess að hann eigi það til að fara með öfugan fót fram úr á undan. Það er greinilega ansi margt í daglega lífinu sem pirrar þennan mann, að minnsta kosti er greinilegt að áherslur ASI pirra hann mikið. Páll talar um að „bjargráð Alþýðusam- bandsins komi frá Brussel" og að „ASÍ- kontórinn leiti í laga- og reglugerðarfrumskógi Evrópu- sambandsins til að lemja á ís- lenskum stjórnvöldum" í stað þess að vinna málefnum verkalýðs- hreyfingarinnar fylgi á innlendum forsendum. Það hefur greinilega farið framhjá Páli að Island er að- ili að stórum fjölþjóðasamningi um Evrópska efnahagssvæðið sem þýðir m.a. að við erum inni á innri markaði ESB. Páll hefur kannski ekki heldur tekið eftir því að fjár- magnið og fyrirtækin, sem eru höfuðandstæðingar verkalýðs- Ari Skúlason vörulistinn Ármúla 17a, sími 588 1980. hreyfingarinnar og launafólks, eiga sér engin landamæri leng- ur. Páll veit kannski ekki að EES-samn- ingnum fylgja bæði réttindi og skuldbind- ingar. Páll veit vænt- anlega ekki heldur að af íslenskum stjóm- völdum eru viðskipta- hagsmunir kallaðir réttindi en fyrirbæri eins og réttindi launa- fólks á þessu svæði eru skuldbindingar. Páll veit sennilega ekki heldur að íslensk stjórnvöld hafa ítrek- að reynt að skjóta sér undan þess- um skuldbindingum, t.d. í sam- bandi við styttingu vinnutíma, EES Páll veit kannski ekkí að EES-samningnuin fylgja bæði réttindi og skuldbindingar, segir Ari Skúlason, í svari til Páls Vilhjálmssonar. vinnu barna og unglinga, réttindi vanfærra kvenna o.s.fi'v. Það fer greinilega mikið í taugarnar á Páli að ASI skuli standa í því að reka íslensk stjórnvöld áfram í þessum málum þegar enginn annar gerir það, t.d. sumir stjórnmálaflokkar sem telja sig styðja hagsmuni launafólks. Páll hefur kannski heldur aldrei heyrt um alþjóðlega samvinnu verkalýðshreyfingarinn- ar, sem stundum er kölluð al- þjóðahyggja. Hann hefur væntan- lega aldrei haft fyrir að kynna sér hvernig evrópsk verkalýðshreyf- ing vinnur saman til þess að hafa áhrif á evrópska vinnumálalöggjöf og hve mikil áhrif norræn verka- lýðshreyfing hefur þar í krafti samstöðu sinnar og öflugs starfs. Það pirrar hann hins vegar greini- lega mikið að ASÍ skuli taka fullan þátt í þessu starfi til þess að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og margra annarra. Páll er einn af þeim klára sem vita allt. Hann getur leyft sér að tala um digurbarkalega um „vesal- ings forystu verkalýðshreyfmgar- innar“ og um nýja sannfæringu sem „tekur sinn toll af dómgi'eind- inni“. Páll telur sig vita miklu bet- ur eins og sumir aðrir; Evrópu- starfið skilar íslensku launafólki engu. Hann er einn af þeim sem hafa valið að grafa hausinn í sand- inn, neita staðreyndum og lifa á fordómum. Fyrir 5-7 árum vora margir sömu skoðunar og Páll er nú. Sem betur fer hafa flestir valið að kynna sér málin og reyna að læra af sög- unni. Ég fullyrði að það ríkir mikil ánægja meðal félagsmanna ASÍ með það hvernig samtökin hafa valið að starfa að Evrópumálum. F ordómar manna sem hafa valið að grafa hausinn í sandinn breyta engu um það. Forysta ASÍ hefur fyrir löngu kveikt á því samhengi að við lifum ekki lengur í ein- öngraðum heimi. Islenskt atvinnu- líf og íslenskt launafólk er í mikilli samkeppni við atvinnulíf í löndun- um í kringum okkur. I þessum nýja heimi er ekki nóg að grafa hausinn í sandinn og hugsa eingöngu um innlendar forsendur og aðstæður hér heima. Það er auðvitað nauð- synlegt að gera það líka, en sjón- deildarhringurinn verður að vera víðari. Hausinn má ekki festast í sandinum. Höfundur er fnunkvænidnstjóri ASÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.