Morgunblaðið - 10.03.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.03.1999, Qupperneq 33
Aðalfundur Olíufélagsíns hf. verður haldinn miðvikudaginn 24. mars 1999 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 18, 4. hæð, frá og með 22. mars, fram að hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. €sso Oliufélagiðhf MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 33 Toppurðnn í sturtubúnaði _ i frá tab r..i Ítalíu ÉHert \ yggis-) gler /o, eða rúnnaðir • Sturtuhorn • Sturtum^u • Baðkars, stu Vio Fellsmúla Simi 588 7332 OPIÐ: föstud. kl. 9-18, laugard V/önduö vara w a 9£sfceðustu verðuo^ HAfí£fík:*aSiUf! EUROCARO fliStíUn raögrciöslur MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 100 millj ónir króna til dýralækna? FORMAÐUR Dýra- læknafélags Islands, Eggert Gunnarsson, heldur áfram ómakleg- um árásum á landbún- aðarráðuneytið, fyi-st í sjónvarpi og síðast í Morgunblaðinu, 5. mars. Svar ráðuneytis- ins við sjónvarpsfrétt- inni var falið aftarlega í Morgunblaðinu sama dag, en þar var ekki getið um þessa nýju árás í grein Eggerts sem birtist framar í blaðinu. Hugmyndin að þörf á lagabreytingu til end- urskipulagningar á dýralæknaþjón- ustu er komin frá dýralæknum sjálfum og lagafrumvarpið var unn- ið af nefnd undir stjórn yfirdýra- læknis, ásamt m.a. þáverandi for- manni Dýralæknafélags Islands, foi'vera Eggerts. Enginn ráðuneyt- ismaður sat í nefndinni, en einn starfsmaður veitti henni lögfræði- lega aðstoð. Astæðan íyrir því að dýralæknar óskuðu eftir breytingum á lögum um dýralæknaþjónustu var fyrst og fremst sú að sjálfstætt starfandi dýralæknar undu þvi ekki að tugir starfsbræðra þein-a væru ríkis- reknir og þeir því í ójafnri sam- keppni við hátt launaða kollega sína sem þægju laun sín hjá skattborg- urum landsins. Par að auki er kostnaður skattborgara af dýra- læknaþjónustunni mjög hár eins og sjá má í fjárlögum og var ætlunin að með breyttri tilhögun mætti draga úr honum. Þegar nýr dýralæknaskóli var opnaður í Uppsölum fyrir nokkrum árum varð sænskum stjómmála- manni að orði, þegar hann heyrði um kostnaðinn við fyrirtækið: Væri ekki ódýrara að lóga þeim kúm og kindum sem veikjast og borga bændum bætur heldur en að borga fyrir svona bákn? Svo hefur líka verið spurt: Af hverju þurfa skatt- borgarar landsins, vinnandi fólk og ellih'feyrisþegar, líka þeir sem engin dýr eiga, að borga fyrir lækningu þegar kýr og kindur veikjast, en eigendur annarra dýra, hunda og katta og jafnvel hesta þurfa, a.m.k. flestir að greiða úr eigin vasa og fá ekki framlag frá skattborgurum? Ráðuneytið hefur oft þurft að svara slíkum spurningum. Því vai' dýralæknum og stjóm- völdum mikill vandi á höndum. Við- komandi ráðuneyti gerði mat á þeim kostnaði sem gæti hlotist af frumvarpinu, ef það yrði að lögum. Niðurstaðan var sú að af þessu yrði enginn aukakostnaður. Um þetta mat átti formanni Dýralæknafélags íslands að vera kunnugt, en hann gerði ekkert til að leiðrétta matið, áður en lögin voru samþykkt, hafí hann talið það vera rangt. Áður en frumvarpið fór fyrir Al- þingi var það til meðferðar hjá annarri nefnd sem m.a. var skipuð þingmönnum og dýralæknum. Fmmvarpið fór síðan hefðbundnar leiðir til umsagnar dýralækna og annarra og síðan inn á Alþingi þar sem því var breytt á ýmsa vegu og í það form sem það var samþykkt á Alþingi sem lög. Samþykkt lög era að sjálfsögðu eingöngu á ábyrgð Al- þingis. Framkvæmdavaldið hefui- engin áhrif og má ekki hafa áhrif á meðferð og samþykkt löggjafar- valdsins á lögum. En formaður dýralæknafélagsins beið hins vegar eftir að Alþingi sam- þykkti lögin með að benda á að kostnaðarmat fjánnálaráðuneytisins hefði verið rangt. Til að borga fyrir vaktír dýralækna skv. túlkun þeirra á lögunum, þurfti, skv. kröfum Dýra- læknafélags íslands til viðbótar allt að 100 milljónir króna á ári! Fjárlag- aramminn fyrir 1999 vegna dýra- Björn Sigurbjörnsson læknaþjónustu er hins vegar kr. 222,3 milljón- ir. Það er kannski von að starfsmönnum land- búnaðaiTáðuneytisins brygði í brún og færu að fara sér hægt að dæmi snigilsins. For- maður Dýralæknafé- lags íslands hefði án efa verið ánægður með stjómsýslu ráðuneytis- ins ef það hefði sam- þykkt þessa útreikn- inga félagsins orðalaust og sent skattborgurum landsins reikning upp á 100 milljónir með bros á vör. Kannski var það þess vegna að ég heyrði þeirri spurningu varpað fram hvort formaður Dýralæknafé- lags íslands hefði vitað um þessa földu gullkistu sem hann telur lögin geyma handa dýralæknum, en kosið að bíða með að setja fram kröfumar um auknar greiðslur í vasa dýra- lækna þangað til Alþingi var búið að samþykkja lögin. Eg vísaði slíkum spurningum algerlega á bug, því að ég ætla ekki formanni félagsins eða nokkmm dýralækni að viðhafa slík vinnubrögð. Ég geri hins vegar ráð fyrir þvi að þeir alþingismenn sem sam- þykktu framvarpið í góðri trú, hefðu gjaman viljað vita af þessum leyndardómi áður en þeir sam- þykktu lögin, en þetta hefur eflaust verið öllum hulið þangað til Dýra- læknafélag íslands bendir á þetta í október, s.l. Það var því augljóst að ógjörningur var að lögin tækju gildi um áramót með þessum óvæntu fjárkröfum, enda var formaður Dýralæknafélags Islands sammála Dýralækningar Ástæðan fyrir því að dýralæknar óskuðu eft- ir breytingum á lögum um dýralæknaþjónustu, segir Björn Sigur- björnsson, var fyrst og fremst sú að sjálfstætt starfandi dýralæknar undu þvi ekki að tugir starfsbræðra þeirra væru ríkisreknir. að óska eftir frestun á gildistöku laganna uns búið væri að leysa þetta vandamál. Eggert vitnar í gagnrýni Guðna Ágústssonar, alþingismanns, á ráðuneytið, máli síhu til stuðnings. í því tilefni vil ég beina því til Guðna að það myndi auðvelda mjög alla stjórnsýslu í ráðuneytum ef hann fengi samþykkt á Alþingi lög sem bönnuðu alla fyrirgreiðslupólitík. Ég beini að lokum þessari spurn- ingu til formanns Dýralæknafélags íslands: Ætlar formaður Dýra- læknafélags Islands að leysa þessi mál sjálfur eða hefur hann hug á samstarfi við landbúnaðarráðuneyt- ið sem hann í grein sinni telur að sé ekki vandanum vaxið og láti allt reka á reiðanum? Hðfundur er ráðuneytisstjóri í lond- búnaðarráðuneytinu. Lyftuboro Sekkja triltur Góð uara, -ótrúlegt uerð <P Handlyfti vagnar UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN •** II u Hjóla- SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300 AUK k15d11-1246 sia.ls

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.