Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 37.
MINNINGAR
Bragi Stefánsson hefur kvatt „fólk
og frón“.
Austur á Fáskrúðsfirði átti hann
bemskuvor sitt í hópi efnilegra og
myndarlegra systkina í skjóli ást-
ríkra og dugmikilla foreldra. Faðir
hans var atorkusamur útgerðar-
maður og kaupmaður. Mikið var
unnið og margt sér til gamans
gert. Það var sérstakur Ijómi yfir
frásögnum hans þegar hann lýsti
bernskuáram sínum.
Þó var hann vart af barnsaldri
þegar fjölskyldan flutti til Hjalt-
eyrar og þar lést faðir hans
skömmu síðar. Þá sýndi móðir
hans hver töggur var í henni er
hún hóf rkstur gistihúss á Hjalt-
eyi’i til að ala önn fyrir fjölskyld-
unni. Svo vel tókst til að börnin
urðu öll fyrirmyndarfólk.
Sigurður Bragi var bráðger
mjög, námsmaður góður, vel
íþróttum búinn og verkmaður hinn
mesti svo sem verið höfðu foreldr-
ar hans og ættmenn fleiri. Það er
til marks um hve bráðþroska hann
var og dugmikill að unglingur varð
hann túlkur og verkstjóri hjá
breska setuliðinu við Eyjafjörð.
Ekki réðst hann til langskóla-
náms þó að ekki skorti hæfíleik-
ana til slíks. Hann var hagur mað-
ur með afbrigðum og lagði fyrir
sig nám í húsasmíði. Hann gerðist
fljótlega umsvifamikill húsa-
smíðameistari, stofnaði og rak
byggingafyrirtæki og síðast
Hurðaiðjuna í Kópavogi og var
hún þekkt fyrir nákvæmni í
vinnubrögðum og vandaða vöru.
Þar var m.a. unnið mikið fyrir er-
lend sendiráð.
Sigurður Bragi var framsýnn
maður og ódeigur að takast á við
nýstárleg verkefni. Framleiðsla á
límtré hérlendis hefði til að
mynda hafist áratugum fyrr en
raun varð á ef yfirvöld, sem þá
réðu innflutningi, hefðu ekki í
skammsýni sinni neitað honum
um að flytja inn vélar til þeirrar
framleiðslu.
Sigurður Bragi Stefánsson var
maður mikillar gerðar. Ekkert var
smátt eða smásmugulegt í fari
hans. Hann var hreinskiptinn og
heiðarlegur. Ekkert var fjær hon-
um en að sýnast en vera ekki.
Drenglund hans var heil. Og hvergi
kom það betur fram hver mann-
kostamaður hann var en í því
hvernig hann brást við er konan
hans veiktist alvarlega á besta
aldri. Öllu var fórnað til að hún
mætti ná heilsu.
Sigurður Bragi kynntist því af
eigin raun hvernig íslenska vel-
ferðarkerfið býr að öryrkjum og
öldruðu fólki. Og hann hafði raun-
hæfan samanburð þar eð þau hjón-
in dvöldust tímunum saman síð-
ustu árin í húsi sem þau komu sér
upp á Spáni. Meira að segja sam-
anburður við Spánverja, sem þykja
þó aftarlega á merinni í þessum
efnum ef horft er til þjóða í Norð-
ur-Evrópu, var íslenskum stjórn-
völdum miður hagstæður.
Ég hygg að Sigurður Bragi hafi
gert sér ljóst hve vel hann var
kvæntur. Mikið jafnræði var með
þeim hjónum þó að ólík væru. Þau
voru samtaka um risnu og höfðing-
legar móttökur er gesti bar að
garði. Þau vora bæði fróð og
skemmtileg, hún ekki síður en
hann þó að hún segði færra og væri
ekki slíkur sagnasjór sem hann. En
umfram allt bera böm þeirra því
vitni að þar sem Sigurveig Jóns-
dóttir og Sigurður Bragi Stefáns-
son vora fór heilsteypt öndvegis-
fólk.
Fyrir nærri hálfum öðrum áratug
voram við hjónin á ferð um landið.
Okkur kom í hug að renna út á
Hjalteyri til að kasta kveðju á Sig-
urveigu og Sigurð Braga og skoða
nýjustu hagleiksverk meistarans.
Hann hafði nokkram ái-um íyrr
keypt gamalt templarahús, sem
reist hafði verið skömmu eftir alda-
mót, staðið ónotað lengi og var að
falli komið, og gert það upp. Húsið
var orðið staðarprýði og sýndi ekki
aðeins snilli Sigurðai- Braga heldur
og þeirra sem upphaflega höfðu
byggt það. Slíka virðingu bar hann
fyrir handaverkum genginna kyn-
slóða. Ekki varð undan því vikist að
gista hjá þeim hjónum. Um kvöldið
gengum við Sigurður Bragi niður að
höfninni. Hann sýndi mér bát sem
hann átti og reri á til fiskjar. Sonur
austfirska útvegsmannsins, fram-
kvæmdamaðurinn dugmikli úr
Kópavogi, undi sér vel í félagsskap
trillukarlanna við Eyjafjörð. Kvöld-
ið var kyrrt og blítt, fjörðurinn
spegill. Ég sá hann íyrir mér sigla
til hafs á fleytu sinni er sól risi yfir
austurfjöllum.
Nú hefur hann lagt á „eilífðar út-
sæ“. Honum fylgja kærar kveðjur
og þakkir okkar Bjargar. Við biðj-
um honum, konu hans og öðram
ástvinum blessunar Guðs.
Olafur Haukur Arnason.
Elsku besti afi, við óskum þér
alls hins besta og við vonum að þú
njótir að vera þama uppi. Við
söknum þín mikið.
Bless, bless, kær kveðja.
Sigrún og Sigurður Bragi
Stefánsbörn.
ÞÓRLAUG
ÓLAFSDÓTTIR
+ Þórlaug Ólafs-
dóttir fæddist á
Þórkötlustöðum,
austurbæ, í Grinda-
vík 15. október
1920. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
nesja 15. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Grindavíkur-
kirkju 27. febrúar.
Mig langar að minn-
ast hennar ömmu
minnar Þórlaugar
Ólafsdóttur með nokkram orðum.
Hún amma var um margt ein-
stök kona, alltaf glaðvær og hress.
Þrátt fyrij- að hafa lifað ýmsar
raunir í lífinu, þá var það hún sem
studdi aðra og mátti vart til þess
vita að einhver hefði af henni
áhyggjur.
Snemma fór ég að sækja til
ömmu og afa í Grindavík er þau
bjuggu að Sólheimum og var þá oft
hjá þeim í nokkra daga í senn,
einnig var farið í Lyngheima, sum-
arbústaðinn við Alftavatn, sælu-
reitinn hennar ömmu. Hún hafði
mikið dálæti á þeim stað enda ægi-
fagurt og bústaður með sögu og
sál.
Eftir að amma og afi fluttu í
Norðurvörina og ég í sömu götu,
þá leið vart sú vika að ég liti ekki
inn til að spjalla og var þá oft talað
um aflabrögð, fjölskylduna eða
sumarbústaðinn. Var þá alltaf bor-
ið fram kaffi og með því, amma
mátti ekki til þess vita að einhver
færi úr hennar húsum öðru vísi en
pakksaddur. Gerði hún stundum
góðlátlegt grín að því að barnabörn
og barnabarnabörn hefðu á henni
matarást.
Hún amma hafði einstakt lag á
að kæta aðra og gat hún tekið uppá
ótrúlegustu uppátækjum, klætt sig
upp í búning og sprellað, sagt
skemmtilegar sögur og farið með
vísur frá fyrri tímum og kennt
börnunum að spila á spil, alltaf var
spilað bingó í jólaboðinu hjá henni
og öll börnin unnu
hvernig sem hún fór
að því.
Nú er komið að leið-
arlokum, elsku amma
mín, eftir þessi erfiðu
veikindi, veit ég að þú
ert í góðum höndum
og þú ert komin til
hans afa Sigga og tví-
buradætra þinna, þið
hafið hist í ljósinu hjá
almættinu. Þú hefur
verið mér sem móðir,
elsku amma mín, ég
þakka þér allt sem þú
hefur verið mér og
mínum. Við Fríða og börnin mun-
um sakna þín sárt.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
A grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jaftivel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar.
Bergsteinn og fjölskylda.
Mig langar að skrifa dálítið um
hana langömmu mína sem lést á
Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. febrúar
sl. Þegar einhver hvefur til annars
heims þá rifjast margar minningar
upp. Hjá ömmu minni vora þær
margar en því miður gátu þær ekki
orðið fleiri, en þessar sem ég á era
mjög ljúfar og sumar jafnvel
fyndnar, t.d. þegar hún gekk endi-
langan ganginn á elliheimilinu með
pott á höfðinu og þegar hún málaði
piparkökur heima hjá okkur núna
um jólin. Henni þótti mjög vænt
um að fá fólk í heimsókn og þeir
sem komu til hennar fóra alltaf
pakksaddir af kökum og gotti, sem
hún átti alltaf til. Hún amma kom
upp stórri ætt sem hún mátti vera
stolt af. Henni þótti líka fiskur
mjög góður og við pabbi færðum
henni oft fisk þegar hann kom af
sjónum. Hún átti mjög fallegan
gamlan sumarbústað í Þrastar-
skógi og þótti henni mjög gaman
að fara þangað. Eitt sinn þegar við
voram þar söng hún sig_ hása í
gegnum eldhúsrúlluhólk. Ég mun
sakna hennar ömmu mjög mikið og
líka hann Guðmundur Egill bróðir
minn.
Megi hún hvíla í friði.
Guðrún Ásta og
Guðmundur Egill.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er
útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að
fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
+
Móðurbróðir minn,
JÓN HILDMANN ÓLAFSSON,
Arnarheiði 20, Hveragerði,
áður Oddagötu 3, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi,
7. mars síðastliðinn.
Minningarathöfn fer fram frá Hveragerðiskirkju
laugardaginn 13. mars kl. 14.00.
Útför fer fram frá Höfðakapellu á Akureyri
mánudaginn 15. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnea Á. Árnadóttir,
Sveinn St. Gíslason.
f
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR LONG BERGSVEINSSON
verslunarmaður,
Hjallalundi 3c,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 8. mars.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Guðbjörg Sigfúsdóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður K. Einarsson,
Þorgerður Einarsdóttir,
Valdís Vera Einarsdóttir,
Óskar Long Einarsson
og barnabörn.
+
Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
JÓNÍNA VIGFÚSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Dalbæ,
Dalvík,
lést mánudaginn 8. mars.
Sævaldur Sigurðsson,
Sigmar Sævaldsson, Ásta Einarsdóttir,
Vigdis Sævaldsdóttir, Gunnar Þórarinsson,
Karl Sævaldsson, Helga Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg frænka okkar,
ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR,
frá Kirkjulandi,
Austur-Landeyjum,
lést á Droplaugarstöðum að morgni
sunnudagsins 7. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda hinnar látnu.
Soffía Sigurðardóttir,
Þórhalla Guðnadóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Víkurbraut 10,
Vík í Mýrdal,
er lést á heimili sínu föstudaginn 5. mars verður jarðsungin frá Vikurkirkju
laugardaginn 13. mars kl. 15.00. Jarðsett veröur í Reyniskirkjugarði.
Rúna Jónsdóttir, Jón Þór Ragnarsson,
Guðrún Sigurðardóttir, Jón Erling Einarsson,
Þorgerður Sigurðardóttir, Jóhann Guttormur Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
íbúðum aldraðra,
Hlaðhömrum,
Mosfellsbæ,
lést að morgni 9. mars á hjartadeild
Landspítalans.
Fyrir hönd vandamanna,
Karl M. Jensson.
í"
*r