Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Þ'AEftþeS&i iTt'/nfT/LAÐ þRsri/rUKO/yufitlJ) WÞgg CELLULITIt>} Ti/yu T/L AÐSk/PTA , U/U f&FHLÖÐUf GÓmN PAG, H°PL£<X C'AV'te 11-2$ Hundalíf BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 I himingeimnum - þar sem við erum öll Frá Þorsteini Guðjónssyni: HIMINGEIMURINN er ekki „uppi“ eins og sumir halda, né held- ur „niðri“ í jörðinni, heldur er hann í allar áttir, endalaust, út frá þér sem ert að hugleiða málið. Trúum því, að himingeimurinn byrjar þar sem við erum sjálf. Hvað er jörðin, þessi hnöttur meðal hnatta, sem við stöndum á, annað en hluti af himin- geimnum? Athyglisverð þykir mér grein Atla Hraunfjörð í Bréfum 6. mars, um framhald einstaklingslífsins eft- ir dauðann, og um samband lífs og efnis. En í því efni er ég hræddur um að ýmsir landar vorir fylgist lít- ið með því sem nú er að gerast er- lendis. Hvort sem um er að ræða framlífsfræði (metabiology) eða líf- efnafræði og líffiræði almennt, er stjömulíffræði víða farin að láta til sín heyra. Frumkvæði NASA þess efnis, að stjömulíffræði (astrobiology) sé „vísindin um hinn lifandi alheim" mun eiga misjafnan aðgang að sum- um hugskotum. Pað hefur verið sagt að brautryðjandi visindahugs- anir sigri sjaldan til fulls fyrr en þeir eru allir látnir, sem héldu fast í gamlar hégiljur. Líf eftir dauðann er einhver hin best sannaða staðreynd sem fræðin vita um, en það sem á hefur vantað er að draga skynsamlega ályktun af þeim sönnunum, sem fyrir lágu. Að framlíf hljóti að vera eðlisfræðilegt og efnislegt eins og allt það líf sem menn þekkja, er ályktun sem ég hef sannfærst um. Giordano Brúnó og doktor Helgi Pjeturss em mínir menn. Af „sérgreinum", sem mynda stofn þeirrar nýju heimspeki, sem kom fram hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar, hefur mér (og mörg- um öðmm) löngum þótt drauma- fræðin einna vænlegust til könnun- ar. Sjálf undirstaðan er þar svo tryggilega byggð, að gagnslaust er að rengja, en það er framhaldið og beiting kenningarinnar, sem nú skiptir mestu máh. Það em til vinnuhópar úti um hnött sem starfa að þessu máli, en vegna þess að frumupptökin voru íslensk, er ekki nema sanngjarnt að láta vita af þessu hér. Pað hefur orðið ljóst nú á allra síðustu ámm (m.a. með tilstyrk Hubble-sjónaukans), að reikistjöm- ur fylgja öllum sólum - þetta er sannprófað á einum 20 sólum í stjarnfræðilegu nágrenni okkar, og sífellt bætast fleiri við. Meðal þeirra nágrannasóla, sem mælt hefur verið með að leita sam- bands við, era: - epsilon eridani - Tabit (pi3 í Óríon - Aurvandli) - Iz- ar (tá í Bootes, Hjarðmanni) - tá í Hvalnum - beta í Sæslöngu (Hydra) - og eta í Ristinni (Kassíópeiu). Þetta munu stjömuskoðarar undir- eins finna. En aðferðin er sú að reikna út rúmfræðilega, hvemig stórt stjörnumerki eins og Óríon lít- ur út frá öðru sólhverfi, og ef valinn hópur (2-4 menn) fæst við þetta með opnum huga (ásamt teiknilist og reiknilisti), ætti að vera mögu- leiki á stilliáhrifum sem veita draumsamband af þessu tagi. Menn verða náttúrlega að hafa skilið draumakenninguna til þess að þetta geti tekist, og gert sér grein fyrir því, að hún er orðin til með rannsóknum, en er ekki aðeins „hugmynd". Geta má þess, að Carl Störmer, hinn frægi norski eðlisfræðingur var kominn nokkuð á veg með að stofna til sambands við Tabit um 1927. Em af þessu „langar frásagn- ir“, en ég verð víst að bíða með að segja nánar frá þeim. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. I 5EE YOUR LITTLE BR0THER HA5 DECIDED |\T0 60T0 5CHOOL.. s Ég sé að litli bróðir þinn hef- Ja, hann er hætt- Kannski hefur við- Segið mér hvað ég er að gera hér! ur ákveðið að fara í skólann... ur að fela sig horf hans breyst... Það er allt sem ég bið um! Segið mér undir rúmi... hvað ég er að gera hér! Sönghátíð tileinkuð fötluðum Frá Alberti Jensen: OKKUR í Árnesingakórnum í Reykjavík hefur orðið tíðrætt um að halda sameiginlega hátið með fötl- uðum þar sem við gætum gert öllum glaðan dag með sönggyðjuna í önd- vegi. Tii að vel takist, helst glæsi- lega, fengum við nokkra kóra og einsöngvara til að vera með í hátíð- inni og því er það að Arnesingakór- inn í Reykjavík, Borgarkórinn, Samkór Kópavogs, Selkórinn, Kai'- lakórinn Stefnir, Kór Kvennaskól- ans í Reykjavík, kór Pjölbrauta- skólans við Armúla, söngvararnir Ámi Sighvatsson, Magnús Torfa- son, Ingibjörg Marteinsdóttir og Kristín Sædal Sigtryggsdóttir óska að verða þess heiðurs aðnjótandi að þeir sem eru fatlaðir, lamaðir eða á annan hátt með langvarandi skerta heilsu komi ásamt aðstoðarfólki sínu á sönghátíð þeirra hinn 13. mars kl. 17 í Langholtskirkju. Söng- hátíðin er tileinkuð fötluðum og verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma hjólastólafólki þægilega fyrir. Þau sem eru í forsvari fyrir þetta söngglaða fólk skora á alla, hvort sem þeir eru blindir eða með ósjálfráðar hreyfingar af völdum spasma eða parkinson að láta það ekki aftra sér frá því að koma í Langholtskirkju, en fólkið þar á bæ gerir okkur kleift að hafa tónleikana án inngangseyris. Þeim sem gera söngfólkinu þá ánægju að koma til gleðistundar okkar allra lofum við góðri skemmtun. Við vonum að há- tíðin geri ljósara en verið hefur hvað við þurfum öll mikið hvert á öðru að halda í hverju sem er og þar mega ánægjustundir ekki vera neðstar á blaði. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.