Morgunblaðið - 10.03.1999, Side 50

Morgunblaðið - 10.03.1999, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK I FRÉTTUM RITHÖFUNDURINN HUNTER S. THOMPSON Morgunblaðið/Árni Sæberg RON Whitehead á Kaffibrennslunni. RON í eldhúsinu heima hjá Hunter í Aspen í Colorado. Gagnrýninn útlagi bandaríska draumsins / EG HEF lengi dáð Ron Whitehead. Hann er kol- klikkaður og ljóð hans eru undraverð blanda af alþýðuspeki og hreinni stærðfræði," skrifaði Hunter S. Thompson um viðmæl- anda blaðamanns, ljóðskáldið, út- gefandann og baráttujaxlinn Ron Whitehead sem um nokkra hríð hefur dvalist hérlendis. - Hvernig kynntistu Thompson? „Fyrir mörgum árum rak ég einu neðanjarðarbókabúðina í Louisville í Kentucky sem hét For Madmen Only og hún var eina bókabúðin í Louisville sem seldi bækur eftir beat-höfundana. Eg seldi allt sem vinur minn Lawrence Ferlinghetti, sem verð- ur 84 ára 24. mars nk. og er eitt af bestu ljóðskáldum veraldar, Iét mig fá, en hann stofnaði fyrstu kiljubókabúðina í Bandaríkjunum, City Lights Books í San Francisco. Eg vissi af Hunter því hann er frá Louisville eins og ég. Arið 1968 kom fyrsta bókin hans, The Heils Angels, út og þá varð nafn hans á allra vörum. Þremur árum seinna, 1971, kom Fear and Loat- hing in Las Vegas: A Savage Jo- urney to the Heart of the Americ- an Dream. Kaflar úr bókinni höfðu þegar birst í tímaritinu RoIIing Stone og ég las allt sem ég komst yfir og fann hversu kraftmikill rithöfundur var þarna á ferðinni. Mín tilfinning var sú að þegar Jack Kerouac gaf út On the Road árið 1957 hefði opnast dyr í bandarískri þjóðarsál. Ný kynslóð fæddist, kynslóð beat- skáldanna sem þróaðist yfir í hippakynslóðina. Jack Kerouac er faðir hippakynslóðarinnar og konungur „beatsins". En þegar snilldarverk Hunter S. Thompson kom út árið 1971, fjórtán árum síðar, var þeirri hurð skellt. Þess- ar tvær bækur marka hugsanlega einn merkilegasta og einn mesta upplausnartíma bandarískrar sögu. Árið 1992 byrjaði ég að gefa út bækur, ritstýra verkum og skipu- leggja ljóðaviðburði víðs vegar um Bandaríkin og ég stofnaði samtökin Literary Renaissance sem eiga sér það markmið að stuðla að „gagnrýninni læsi“ í heiminum og kynna Ijóðlist og skáldskap sem víðast. Það var í gegnum þetta starf mitt sem ég kynntist Hunter persónulega." Ron segir að Hunter sé mjög sérkennileg blanda af suðrænum herramanni, kurteisum og gest- risnum, á sama tíma og hann geti verið ofsafenginn í skapi. Það yrði seint sagt að hann væri auð- veldur maður. Hann hefur oft ver- ið hætt kominn í lífinu og oft fengið að kenna á því illilega, eins og þegar forsprakkar Hells Ang- els voru næstum búnir að berja hann til bana eftir útgáfu bókar hans um þá. - En ef við snúum okkur að ^öðru. Segðu mér aðeins frá hug- Ljóðskáldið Ron Whitehead skrifar ljóð sín í anda beat-skáldanna og hefur komist í kynni við flest þeirra persónulega. Dóra Osk Halldórsdóttir hitti hann á kaffíhúsi og spjallaði við hann um vin hans Hunter S. Thompson. myndinni á bak við „gonzo“- hlaðamennsku Hunter. „Hunter er höfundur þess sem kallað er „gonzo“-blaðamennska. Fyrsta „gonzo“-bIaðagrein Hunt- er er grein sem hann skrifaði um Kentucky Derby-veðreiðarnar. Hann bjó þá ekki lengur í Kent- ucky og skráði sig á hótel. En hann yfirgaf aldrei hótelherberg- ið, heldur skrifaði um veðreiðarn- ar án þess að hafa nokkurn tíma farið þangað. Greinin var birt og er nú ein af þekktari greinum Hunter frá blaðamannsferlin- um. I „gonzo“-blaða- mennsku er útgangs- punktur skrifanna blaðamaðurinn sjálfur og hans upplifún. „Gonzo“- blaða- mennska er ferðalag frá einu mis- heppnuðu ævitýri til annars og þær spurningar sem vakna í því ferli.“ - Tengist það því sem Faulkner sagði eitt sinn að skáld- skapurinu væri sannari en raun- veruleikinn? „Já, sannleikur- inn er furðulegri en skáldskapur, en skáldskapur getur verið sannari en líf- ið sjálft. Þetta hljóm- ar mótsagnakennt en er samt satt. Hunter trúði að eina sagan sem væri þess verð að segja væri sannleikur- inn í skáldsagnaformi. Hin frábæra franska skáldkona Simone de Beauvoir sagði að sjálfsævisöguleg skrif sín væru skáldskapur en skáldskapur hennar væri sjálfsævisögidegur. Hún sagði að þegar hún skrif- aði eitthvað niður á blað um sjálfa sig væri það hennar sannleikur, ekki einhvers annars og um leið er það að HUNTER S. Thompson. vissu leyti skáldskapur. Söguper- sónur hennar voru hins vegar sprottnar úr hugarheimi hennar og því eins hægt að segja að þær væru að hluta til sjálfsævisöguleg- ar því þær væru hluti af henni sjálfri. Því spurði hún hvar hægt væri að draga mörkin fyrst öll hennar skrif væru sjálfsævisögu- leg? Þetta sama má segja um Hunter S. Thompson." - En ef við snúum okkur að kvikmyndinni sem gerð var eftir bók Thompson. „Margir hafa sýnt því áhuga að gera mynd eftir bókinni allt frá því hún kom út árið 1971. En allar tilraun- ir mistókust því svo mikið af bókinni er ein- tal sálarinnar. Þetta er sál- fræðileg saga og erfitt að koma henni á filmu. Ef Johnny Depp hefði ekki verið í þessari myud Terry Gilliam hefði myndin aldrei orðið til. Johnny Depp er fæddur í Kent- ucky eins og Hunter og þeg- ar ég fór á flug- völlinn í Kent- ucky og sótti hann sagði hann að nú væri hann loksins kominn heim. Hann dvaldi í marga daga með Hunter til að kynnast honum, upplifa persón- una. Ef einhver ætti skilið að fá Óskarsverð- laun fyrir leik þetta árið er það Jolinny Depp. Þeir sem þekkja Hunter eiga ekki til orð yfir hvernig Depp nær Hunter. Hann hef- ur ótrúlegan hæfileika til að komast beint að kjarna per- sónunnar sem hann leikur. Eftir að Hunter hafði séð Depp í Ed Wood kom eng- inn annar leikari til greina. Það hafði verið gerð mynd fyrir nokkrum árum, Where e Buffalo Roams, þar sem Bill Murray fer með hlutverk Hunter og Hunter var svo óhress með leikinn að hann sagði að ef hann myndi einhvern tíma hitta Bill Murray myndi hann skjóta hann á staðnum." - En ef við tölum aðeins um eit- urlyfjaneyslu Hunter og hvernig hún er sýnd í myndinni. „Eg vissi um leið og myndin var sýnd í Bandaríkjunum að margir gagmýnendur myndu ekki þora að taka á myndinni. Eiturlyf eru tabú- málefiú og ég sá einn þekktan gagnrýnanda fara út af myndinni eftir aðeins 30 núnútur og siðan skrifaði hann harðorða grein án þess að hafa séð myndina. I mynd- inni eins og í bókinni er hörð gagn- rýni á bandarískt þjóðfélag og ekki síst bandaríska draumhm sem fólk neitar að horfast í augu við og sér bara eiturlyfin. Það er til dæmis alltaf sjónvarp sem sýnir stríðssen- ur frá Víetnam í bakgrumii mynd- arinnar. Það er saga á bak við eit- urlyíjanotkunina í myndinni og það er sú saga sem Hunter var að segja í bókinni. En það eru líka margir sem viðurkeima ekki Hunt- er sem þann rithöfúnd sem hann er vegna þess að haim notar eiturlyf. En síðari hluti titils bókarhmar: Hræðileg ferð inn að hjartarótum bandaríska draumsins segir meira en mörg orð. Og hvaða staður í Bandaríkjunum sýnir betur neyslu- hyggju samtímans en Las Vegas? Það er hin kapítalíska martröð í hnotskurn. I dag eru verslunarmið- stöðvar trúarmiðstöðvar Banda- ríkjamanna, því efnishyggjan ræð- ur öllu. Og það er kjarni bæði bók- arinnar og myndarinnar. Hunter uppgötvaði á sínum túna í Las Ve- gas að sú vakning sem hófst með útgáfú bókar Kerouac 1957 var dauðadæmd. Efnishyggjan hafði sigrað." - En er ekki öll eiturlyfjaneysl- an íbókinni og myndinni bara annað form af neysluhyggju sem er kannski ekki jafn uppreisnar- gjörn nú og hún þótti á tímum Kerouac og síðar hippanna? „Ég tel að Hunter hafí ekki haft þessa spurningu í huga þegar hann skrifaði bókina, og kannski gekk hann ekki nógu langt í að greina sína eigin uppreisn. Eitur- lyf geta verið fyrir suma leið til aukins skilnings, opna augu þeirra fyrir að það eru aðrir möguleikar á lífsstíl en sá sem festist í sessi eftir heimsstyijöldina síðari. En á sama hátt getur maður fest í neti eiturlyljanna. Mín tilfinning er að hvorug leiðin sé sú eina rétta. Maður verður að finna sér farveg sem er ekki um leið gildra. En það er ekki hægt annað en gefa Hunt- er S. Thompson hrós í hattinn fyr- ir að hafa að minnsta kosti reynt að standa gegn neysluhyggju nú- tímans, þótt hann hafi ekki staðist freistingar áfengis og vímuefna. Og sá veikleiki breytir því ekki að hann er einn af bestu rithöfundum okkar tíma.“ Forvitnilegar bækur Góð lýsing á vafasöm- um manni Literary Outlaw: The Life and Times of William S. Burroughs. Höfundur: Ted Morgan. 1988, Pimlico. SAMKYNHNEIGÐUR útlagi, heróínfíkill, uppreisnarseggur, snill- ingur, morðingi, stórskáld, sérvitr- ingur, faðir Beatkynslóðarinnar, afí pönksins, goðsögn lífs og liðinn. Mikið hefur verið skrifað um rithöf- undinn og andhetjuna William S. Burroughs og er sú mynd sem dregin er upp af þessum áhrifa- mikla höfundi jafn brotakennd og öfugsnúin á köflum og hans eigin skáldskapur. Ævisagan Literary Outlaw eftir Ted Morgan kom út 1988 og má telja með best skrásettu ævisögum 20. aldarinnar. Morgan hafði ritað ævisögur stói-menna á borð Winston Churchill og Franklin Delano Roos- evelt, áður en hann tók að sér að skjalfesta og stílfæra ævi undir- heimaskáldsins. Bókin var fjögur ár í smíðum og vann Morgan náið með Burroughs sem veitti honum óspart af tíma sínum. Það hefur stundum verið erfítt að sætta sig við það að virða Bur- roughs sem rithöfund en hafa megn- ustu óbeit á honum sem persónu. Ævisaga Morgans stendur uppúr öllu lofgjörðarflóðinu um Burroughs sem beinskejdt, listræn og snilldar- lega samsett lýsing á persónunni, manneskjunni og rithöfundinum. Burroughs burðast með þá tvíbentu og upphöfnu lífssögu að hafa myrt konuna sína, vanrækt og misnotað börn sín, lifað í eiturlyfjaánauð utan samfélags, brotið lög og níðst á ung- um drengjum. Á sama tíma er hann einn fremsti rithöfundur 20. aldar- innar, í innsta hring Beat skáldanna, maður sem braut niður og end- urskóp skáldskaparhefðina og ruddi brautina fyrir nýjar stefnur og strauma í bókmenntum, kvikmynd- um og öðrum listum. Burroughs er ýmist upphafínn sem listamaður sem fær skáldaleyfi til að lifa utan laga og reglna hins almenna borgara eða afskrifaður sem viðundur án til- veruréttar. Morgan tekst að búa til mynd af Burroughs sem er i senn raunsæ og hreinskilin. Hann opnar dyrnar að snilligáfu, hugsun og nálgun Bur- roughs við skáldskapinn og þörf hans fyrir að skrifa sig í gegnum samfélagið, frá oki og níði mannlegr- ar eymdar og takmarkana umhverfis sem leyfir ekki frávik. Hann stað- festir hvemig Burroughs er knúinn áfram af endalausri þörf fyrh’ endur- sköpun á tungumálinu, textanum, orðinu og þar með sjálfum sér. Bur- roughs verður ekki ristur frá eigin skáldskap sem er óendanlega samof- innlífi hans. Ég mæli með Literary Outlaw sem einni af betri bókum sem skrif- aðar hafa verið um Burroughs og þrátt fyrir erfitt og oft á tíðum óhugnanlegt viðfangsefni er hún það vel rituð að ógerlegt er að leggja hana frá sér fyrr en að 618 síðum loknum. Ásgerður Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.