Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
/ / / /
HASKOLABIO
HÁSKÓLABÍÓ
sUDatisglfci !
I iijkrtu
íi&gaiiauíir
TVI.t .11-.)
aíJsu.jiijiu
itúijllú
ffjJiJJJJi £jj í:I
i-JJJiJil/ jj'jj'
FYHIH
990 PUÍiKTA
FEFteU í BÍÓ
Álfabakka S, sími SS7 8900 og 587 S905
1 ilneíningar tif askar>\ eráíaun.i
--------------|var mi'A.il —---------
Besta nanndin Bevti k ikstjtwtj.
THIN
Munið styrktarsýninguna á Patch Adams, sjá augl. bls. 49
www.samfilm.is
JUDY Garland í hlutverki sínu í Galdrakarlinum í Oz.
Söngur Judy Garland
kemur í leitirnar
TVÖFALDUR geisladiskur með
útvarps- og myndbandsupptök-
um söngkonunnar Judy Garland
er kominn út en hún er þekkt
fyrir hlutverk sitt í Galdrakarlin-
um í Oz.
Upptökurnar fundust í kjallara
í New Jersey þar sem þær hafa
verið geymdar í yfir 20 ár. Gar-
land, sem lést fyrir 30 árum,
syngur þar meðal annars dúett
með ekki ófrægari tónlistar-
mönnum en Frank Sinatra, Bar-
böru Streisand, Ethel Merman,
Dean Martin og Lizu Minnelli.
Einnig er að finna á diskinum
upptöku sem gerð var án hennar
vitundar af eiginmanni hennar
og umboðsmanni til margra ára,
Sid Luft, á tónleikum í Hallar-
leikhúsinu á Broadway.
Upptakan var talin glötuð fyr-
ir fullt og allt þegar hringt var í
Sid árið 1993 frá Flórída og hon-
um boðin upptakan gegn 17,5
milljóna króna gjaldi. Sid vildi
ekki samþykkja það en sá sein
hringdi sagðist þá vilja snekkju
að launum.
„Ég vissi að hann var að grín-
ast og ég spurði hversu löng hún
ætti að vera!“ Maðurinn, sem
kallaði sig Billy, fann upptökuna í
kjallara húss sem amma hans bjó
í en þar hafði einhver óprúttinn
náungi falið hana. Sid fékk upp-
tökuna að lokum og lét Billy hafa
700 þúsund króna fundarlaun.
Judy Garland lést langt fyrir
aldur fram árið 1969 en hefði
orðið 75 ára á árinu hefði hún lif-
að.
LE«KnlT »=YnlH AL>-A
Missir þu af íslenska
fjölskylduleikritinu sem
hefur gert yfir 10.000
manns hamingjusama?
Aukasýningar:
Laugard. 13.03 kl. 14.00
Sunnud. 14.03 kl. 14.00 - Örfá sæti laus
Sunnud. 14.03 kl. 16.30 - Nokkur sæti laus
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Miðapantanir í síma 551 1475
alla daga frá kl. 10 til 19.
Miðasalan opnar kl. 13.00.
Fimmtán klukku-
stundir helgaðar tísku
SEGJA má að tískumaraþon hafi
verið í Broadway á sunnudaginn
þegar keppnin Tískan 1999 fór
þar fram, en hún er haldin á
vegum tímaritsins Hárs og feg-
urðar. Keppnin hófst klukkan
níu um morguninn og stóð yfir í
fimmtán klukkustundir og Iauk
henni með dansleik um kvöldið
þar sem hljómsveitin Buttercup
lék fyrir dansi.
Pétur Melsteð, ritsljóri Ilárs og
fegurðar, segir að keppnin hafi
verið með veglegasta móti í ár.
„Þetta er í fyrsta skipti sem svona
viöamikil bein útsending fer fram
á Netinu, en öll sýningin fór beint
á Netið og hægt var að fylgjast
með öllu sem fram fór heima í
stofu. Einnig voru tvær útvarps-
stöðvar með beina útsendingu frá
keppuinni, Gullið og FM 95,7.“
Meira en 100 vinningshafar
Keppt var í fjölda flokka eins
og tískulínu ársins, hárlínu bæði
herra og döniu, „frístæl“-klipp-
ingu beggja kynja, permanenti
og litun, dagförðun, tísku- og
samkvæmisfórðun og Ijósmynda-
forðun, tiskuhönnun og fatagerð
og um tískuskartgrip ársins, svo
eitthvað sé nefnt. Pétur segir að
yfir 100 titlar hafi verið veittir á
staðnum, auk þess sem básar
voru þar sem kynntar voru hár-
vörur, snyrtivörur og undir slag-
orðinu Lífsstíll var margvísleg
þjónusta kynnt. I einum básnum
var hægt að fá húðflúr á staðn-
um og var þar fjöllistamaðurinn
Fjölnir Bragason að verki.
„Finnur Ingólfsson iðnaðar-
ráðherra heiðraði okkur með
nærveru sinni og afhenti for-
siðubikar fyrir tímaritið Hár og
fegurð. Charlotta M. Hauksdótt-
ir ljósmyndari hlaut bikarinn að
þessu sinni en keppt er um for-
síðubikarinn einu sinni á ári,“
segir Pétur. Of langt mál yrði að
telja upp alla sigurvegara Tísku
1999 en í ljósmyndafórðun nema
vann María íris Sigurgeirsdóttir,
Guðrún Bjarnadóttir fór með
sigur í keppni um bestu dagförð-
un hjá nemum, í hártískulfnu-
keppni kvenna vann Elín Ása
Einarsdóttir og Guðrún Olga
Gústafsdóttir þótti færust í sam-
kvæmisförðun nema.
Meðfylgjandi myndir eru
teknar á keppninni og bera með
sér fjölbreyttan tiskuandann
sem sveif um salinn í Broadway
á sunnudaginn.