Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Björgnnarsveitir leituðu manns sem villtist í blindbyl á Möðrudalsöræfum Hafði grafíð sig í fönn uppi í fíalli er hann fannst Á ANNAÐ hundrað manns voru í gærmorgun kallaðir út til leitar að ungum manni sem villst hafði frá bíl sínum á Möðrudalsöræfum í blind- byl. Maðurinn fannst heill á húfí rámum fímm tímum eftir að hann hafði farið frá bílnum og hafði hann þá grafið sig í fönn hátt uppi í fjalli, um 1-2 km frá bílnum. Tveir menn voru á leið á vel út- búnum jeppa frá Egilsstöðum yfir Möðrudalsöræfí en lentu í snjóbyl þannig að nánast ekkert sást út. Annar þein-a ákvað að fara út til að athuga hvort þeir væru enn á vegin- um en tókst síðan ekki að fínna bíl- inn aftur. Félagi hans hringdi þá í lögregluna úr farsíma. Gekk tíu skref frá bflnum „Við höfðum verið í stöðugu sam- bandi við Vegagerðina, á hálftíma fresti, og spurðum um færðina og þeir sögðu að allt væri í lagi. Svo skall þetta allt í einu á,“ segir mað- urinn í samtali við Morgunblaðið. „Eg fór út til að athuga hvar við værum staddir, hvort við værum ekki örugglega á veginum. Ég hafði gengið svona tíu skref frá bílnum, þá skall allt í einu á svakaleg vind- hviða og feykti mér til. Eftir það ákvað ég að gefa mér fímmtán mín- útur í að fínna bílinn en reyna síðan að grafa mig í fönn.“ Tónlistarhús Undirbúnings- nefnd skipuð TILNEFNT hefur verið í sam- starfsnefnd menntamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar vegna nýrr- ar tónlistar- og ráðstefnumiðstöðv- ar í miðborginni. Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár- Almennra, verður formaður nefnd- arinnar, skipaður af menntamála- ráðherra. Ami Mathiesen alþingis- maður verður fulltrúi samgöngu- ráðherra, Þórhallur Arason skrif- stofustjóri fulltrúi fjármálaráð- herra og fyrir hönd Reykjavíkur- borgar verða Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, Helga Jóns- dóttir borgarritari og Þorvaldur S. Þorvaldsson skipulagsstjóri. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra segir að nefndinni sé með- al annars ætlað að koma á sam- komulagi milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um fjármögnun hússins. Hann segir að fjárfestar hafí þegar sýnt áhuga á verkefninu. „Eftir að við kynntum verkefnið hafa mjög margir sýnt áhuga á að tengjast því og margir átta sig jafn- framt á því að með þessari fram- kvæmd er ekki aðeins verið að búa tónlist og ráðstefnuhaldi nýjan grundvöll heldur er einnig verið að bæta nýrri vídd við atvinnustarf- semi í landinu." Honum tókst ekki að fínna bílinn aftur enda skyggnið nánast ekkert. „Ég var hræddur þegar ég gerði mér grein fyrir að ég væri búinn að týna bílnum, en mestar áhyggjur hafði ég af því að félagi minn myndi reyna að fínna mig. Ég vissi að þá fyrst værum við í vandræðum.“ Það tók hann um 25 mínútur að fínna nægilega stóran skafl og þar gróf hann sig niður. „Ég hugsaði um það eitt að halda á mér hlýju og komast heim og bað guð að hjálpa því fólki sem stendur mér næst. Ég var viss um að ég myndi fínnast, enda vissi ég að ég værí ekki langt frá bílnum.“ Tók ekki eftir brattanum vegna meðvindsins Hann segist ekki hafa gert sér neina grein fyrir því að hann væri kominn upp í fjallið. „Ég hafði svo mikinn vind í bakið að ég áttaði mig ekkert á því að ég væri að hækka mig, það var svo auðvelt að ganga.“ Holan sem hann hafði grafíð í skaflinn var ekki mjög djúp, en skýldi þó fyrir mesta vindinum. Hann var vel búinn, í skíðagalla, með skíðahanska, húfu, í ullarsokk- um og gönguskóm en varð engu að síður nokkuð blautur og kaldur. Að sögn Eiríks Skjaldarsonar, bónda á Skjöldólfsstöðum og for- HAFNAR eru umfangsmiklar endurbætur á Dómkirkjunni í Reykjavík sem munu standa fram á haust. Rétt þótti að smíða kassa utan um stytturnar við kirkjuna til að varna skemmdum meðan á fram- manns Hjálparsveitar skáta á Fjöll- um, voru 116 manns úr björgunar- og hjálparsveitum af svæðinu frá Húsavík suður að Fáskrúðsfírði kallaðir út til leitar. Ekki voru þó nema 16-20 manns komnir á staðinn þegar maðurinn fannst um klukkan hálfþrjú. „Fyrstir á staðinn voru fé- lagar úr Hjálparsveit skáta á Fjöll- um og Slysavamasveitinni á Jökul- dal og fljótlega á eftir komu Egils- staðasveitimar. Þegar við komum á staðinn var brjálað veður, en það lægði um hádegið,“ segir Eiríkur. Styttur varðar kvæmdum stendur. Við kirkj- una er brjóstmynd Siguijóns Voru orðnir vondaufír um að ílnna hann Leitarmenn könnuðu stórt svæði í kringum bílinn án þess að fínna manninn og segir Eiríkur að þeir hafí verið orðnir nokkuð vondaufir. Það voru tveir merm á vélsleða, þeir Vernharður Vilhjálmsson, bóndi í Möðrudal, og Vigfús Jóns- son frá Egilsstöðum sem fundu manninn, þar sem hann hafði grafíð sig í fönn í um 700 metra hæð, ofar- lega í Miklafelli. Hann var þá um 1- 2 km frá bílnum og sennilega um 200 metrum ofar. „Hann var sunnan í fjallinu og kominn í alveg ótrúlega hæð,“ segir Vemharður. „Maðurinn fyrir aftan mig á sleðanum sá eitthvað uppi í fjallinu og ætlaði að spyrja hvort þarna væri einhver steinn, en sagði strax, nei, þetta er maður. Hann hafði þá séð einhverja hreyfingu. Maðurinn var þá í snjó sem hann hafði sett að sér.“ Eiríkur segir að maðurinn hafi verið tiltölulega vel búinn þannig að hann hefði getað hafst lengur við í fjallinu. „Hann hefði komið niður sjálfur seinni partinn í dag því veðr- ið datt niður.“ Hann segir að erfitt sé að átta sig á því hvaða leið maðurinn hafi farið en fjallið er töluvert bratt. Morgunblaðið/RAX Ólafssonar af sr. Bjarna Jóns- syni, minnisnierki Julius Schou af Hallgrími Péturssyni og bijóstmynd Ríkharðs Jónssonar af Jóni Vídalín biskupi. Áætlað er að ljúka endurbótunum fyrir þingsetningu í haust,. Hætt að reikna verð- bótahækkun leigu Taka verður upp ákvæði eldri leigu- samninga FRÁ og með 1. apríl næstkomandi verður ekki unnt að verðtryggja húsaleigu með því að miða við verð- bótahækkun húsaleigu sem Hag- stofan hefur reiknað út síðastliðin fímmtán ár, þar sem lög um verð- bótahækkun húsaleigu falla þá úf gildi. í frétt frá Hagstofunni segir að frá og með næstu mánaðamótum skuli ekki taka slík ákvæði upp í leigusamninga og taka verði upp ákvæði eldri leigusamninga hvað þetta snerti og semja um hvað skuli leysa þau af hólmi. I frétt Hagstofunnar segir enn- fremur að í húsaleigulögum frá 1994 sé ákvæði um að samningsfrelsi ríki milli manna um húsaleigu og hafi því við afnám laganna ekki verið tekin afstaða til þess hvort eða hvaða verðtryggingarákvæði skuli vera í leigusamningum. Jafnframt kemur fram að kjósi menn að verðtryggja fjárhæðir í leigusamningum mæli Hagstofan að jafnaði ekki með einum verðmæli- kvarða umfram annan, en helstu vísitölur til verðtryggingar séu neysluverðsvísitalan sem mæli verð- breytingar einkaneyslu og sé meðal annars notuð til verðtryggingar á sparifé og lánsfé og byggingarvísi- tala sem mæli breytingar á bygging- arkostnaði og sé aðallega notuð til að verðtryggja verksamninga. --------------- Innbrot á heimasíðu Framsóknar Alyktun í sjávarútvegs- málum breytt BROTIST var inn á heimasíðu Framsóknarflokksins á Netinu á þriðjudagsmorgun og nýjum texta bætt við ályktun flokksins í sjávar- útvegsmálum. Nýi textinn var aðal- lega árás á Halldór Ásgrímsson, formann flokksins. Skemmdarvarg- urinn lét ekki þar við sitja heldur breytti hann einnig uppsetningu forsíðunnar. Að sögn Egils Heiðars Gíslason- ar, framkvæmdastjóra Framsókn- arflokksins, var um hreina og klára skemmdarstarfsemi að ræða og greinilegt að þarna var enginn við- vaningur á ferð. Hann sagði að síð- an hefði fljótlega verið löguð. Egill sagði að alltaf væri hætta á að svona gæti gerst en að nú væri búið að huga að öryggisþættinum og þar með búið að loka leiðinni fyrir skemmdarvörgum. Hann sagði að sér þætti full ástæða til að láta rannsaka þetta mál frekar en eins og staðan væri nú væri tölvu- íyrirtækið sem annaðist rekstur heimasíðunnar að kanna hvort það gæti komist að því hver það var sem þarna átti í hlut. . . • „ I * . - i • I Sérblöð í dag 12SÉMJR VIÐSIIIFTlAIVlNNUlÍF FYRIRTÆKl Hekla með hagnað Veltan jókst um 16% á milli ára /B1 FERÐAÞJÓNUSTA Sam- komulag Aukin framlög til markaðsmála /B2 • •••••••••••••••••••••••• : Mistök að hafa ekki valið : Duranona / C1 l Birkir Kristinsson leikur • með ÍBV í sumar/C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.