Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Geir H. Haarde fjármálaráðherra um horfurnar í þjóðarbúskapnum
Ríkið sýnir mikið aðhald
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að
nauðsynlegt sé að allir aðilar sem hlut eigi að
máli auki aðhald hjá sér þegar halli sé á við-
skiptajöfnuði. Ríkissjóður sýni mikið aðhald í ár
og því beri útkoma fjárlaganna skýrast vitni.
Rit Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn,
framvinduna 1998 og horfurnar í ár kom út í
fyrradag. Stofnunin spáir að neysluverð hækki
um 2,5% á árinu 1999. Reiknað er með 4,8% hag-
vexti á árinu, sem er nokkru minni vöxtur en gert
var ráð fyrir í síðustu spá, horfur eru taldar á að
viðskiptahallinn verði um 28 milljarðar kr. og
kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um 5,5%. Þá
er bent á að Seðlabankinn hafí nýlega aukið að-
hald í peningamálum og er ljóst, að mati Þjóð-
hagsstofnunar, að svigrúm til frekari aðhaldsað-
gerða er orðið takmarkað. „Því er ekki aðeins
mikilvægt að hið opinbera sporni við aukningu
þjóðarútgjalda með aðhaldi í eigin útgjöldum
vegna viðskiptahallans, heldur er það bráðnauð-
synlegt svo kleift sé að létta þunganum af pen-
ingamálunum," segir í ritinu.
Geir sagði að Þjóðhagsstofnun væri með þessu
að ræða um að ekki væri mikið svigrúm til að-
halds til viðbótar í peningamálunum og því yrði
þunginn að vera í aðhaldi hjá hinu opinbera. „Við
erum auðvitað alveg klárir á því og við teljum að
með fjárlögunum hafi verið stígið mikilvægt
skref í þessa átt og það er ekkert í þessari
skýrslu sem haggar þeim forsendum að ég tel
sem fjárlagafrumvarpið í aðalatriðum byggist á,“
sagði Geir.
Hann sagði að það mætti alveg taka undir það
að afgangur ríkissjóðs mætti gjarnan vera
meiri. Hann væri samt sem áður 2,5 milljarðar á
rekstrargrunni miðað við fjárlögin og lánsfjáraf-
gangurinn væri mjög mikill eða 17 milljarðar,
þannig að hann teldi að ríkið hefði gert sitt í
þessum efnum miðað við allar aðstæður. Sveit-
arfélögin hefðu kannski gert mismikið hvað
þetta snerti, en hann teldi ekki að í þessu væri
fólginn neinn áfellisdómur eða gagnrýni á stefn-
una í ríkisfjármálum. Það væri hins vegar sagt
að gera mætti enn betur og hann væri sammála
því.
Allir helstu mælikvarðar jákvæðir
Almennt um horfunar í efnahagsmálum sam-
kvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun sagðist
Geir ekki sjá annað en að allar forsendur hefðu
staðist í áætlunum þeirra. „Það sem mér finnst
vera aðalatriði í þjóðhagsspánni er að allir helstu
mælikvarðar á afkomu þjóðarbúskaparins eru já-
kvæðir. Hagvöxturinn er langt umfram það sem
gengur og gerist í nálægum löndum, kaupmátt-
urinn heldur áfram að aukast og hefur aukist
meira en dæmi eru um á undanfórnum árum, at-
vinnuleysi er hvergi minna en hér á OECD-svæð-
inu og verðbólgan er mjög lítil líka miðað við önn-
ur lönd,“ sagði Geir ennfemur.
Iðnaðarráðherra kynnti drög að frumvarpi til raforkulaga á fundi Orkustofnunar
Morgunblaðið/Þorkell
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra og Þorkell Helgason orkumálastjóri og fleiri tóku Iétta sveiflu á ársfundi Orkustofnunar í gær
við söngatriði Skólakórs Kársness sem þar var flutt, fundargestum til mikillar skemmtunar.
Taka mið af
auknum mark-
aðsbúskap
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð-
herra kynnti drög að írumvarpi til
raforkulaga á ársfundi Orkustofn-
unar í gær og Þorkell Helgason
orkumálastjóri kynnti umhverfis-
stefnu Orkustofnunar. Finnur sagði
markmiðið með breytingunum vera
að koma á markaðsbúskap í við-
skiptum með raforku, um leið og
stuðlað væri að þjóðhagslegri hag-
kvæmni á nýtingu orkulindanna.
Ráðherra sagði í ávarpi sínu að
skipulag raforkumála hefði haldist
nánast óbreytt síðasta aldarþriðj-
unginn. Það hefði gefist vel til að
byggja upp greinina en þeim
fylgdu þó nokkrir annmarkar. í
fyrsta lagi væri í lögum um Lands-
virkjun lagðar miklar skyldur á
fyrirtækið án þess að það hefði
einkarétt til orkuvinnslu eða orku-
flutnings. I öðru lagi væri í gjald-
skrá Landsvirkjunar ekki greint á
milli vinnslu og flutnings á raf-
magni, og sama ætti við um gjakh
skrá annarra orkufyrirtækja. í
þriðja lagi, að sumar rafveitur
teldu sig geta lækkað kostnað við
orkuöflun með því að virkja, og
samanburður á þeirra gjaldskrám
við Landsvirkjun væri ekki rétt-
mætur þar sem gjaldskrá Lands-
virkjunar fæli í sér bæði orku-
vinnslu og flutning orkunnar. í
fjórða lagi væri ekki skilið á milli
samkeppnisþátta í starfsemi orku-
fyrirtækjanna, þ.e.a.s. vinnslu og
sölu, og flutnings og dreifingu.
í frumvarpsdrögunum væri mið-
að að því að draga úr opinberum
rekstri í orkubúskap þjóðarinnar,
Iryggja gagnsæja verðmyndun og
stuðla að lækkun orkuverðs. „Ljóst
er að á mörgum sviðum ganga fyrir-
liggjandi drög að frumvarpi lengra í
átt til markaðsbúskapar en tilskip-
un Evrópusambandsins gerir um
innri markað á sviði raforku,“ sagði
Finnur. Ráðherra sagði það álita-
mál hvaða skref þyrfti að stíga og
hvenær ætti að stíga þau, en for-
senda samkeppni væri að skilja á
milli vinnslu, flutnings, dreifingar
og sölu á rafmagni.
Orkustofnun setur
sér umhverfisstefnu
Orkumálastjóri gerði umhverfis-
mál orkuvinnslu að umtalsefni í er-
indi sínu og sagði rammaáætlun
iðnaðar- og umhverfisráðherra um
nýtingu vatnsafls og jarðvarma
vendipunkt í allri umræðu um virkj-
unarframkvæmdir. Markmið um-
hverfisstefnu Orkustofnunar er að
beina rannsóknum að orkuvinnslu í
sátt við umhverfíð og stuðla að sjálf-
bærum orkubúskap, en hlutverk
stofnunarinnar er að annast yfirlits-
rannsóknir á orkulindum landsins
og skilyrðum til hagnýtingar þeirra.
Með umhverfisstefnunni vill
stofnunin meðal annars greina
helstu umhverfisáhrif þegar við
frumathuganir á virkjunarkostum,
benda á leiðir til að ná sem bestri
nýtingu auðlinda sem þegar hafa
verið teknar til vinnslu, og standa
fyrir rannsóknum á þáttum sem
tryggja sjálfbæra nýtingu orkulind-
anna. Stefnan miðar einnig að því
að laga orkuvinnslu að náttúrulegri
endumýjun þeirra.
Stofnunin ætlar að vinna að heild-
stæðu yfirliti um virkjunarkosti,
hagkvæmni þeirra og umhverfisá-
hrif og flokka kostina í kjölfarið eft-
ir samræmdu mati á verndarjgildi,
hagkvæmni og þjóðarþörfum. I um-
hverfisstefnunni felst einnig að
stofnunin hafi umhverfissjónarmið í
heiðri við innkaup og rekstur, og að
áhersla sé lögð á góða umgengni í
starfi stofnunarinnar úti í náttúr-
unni og lög, reglur og góðir siðir í
því sambandi séu virt.
50 milljónir til
virkjanarannsókna
Finnur Ingólfsson benti á breytt
hlutverk Orkusjóðs í kjölfar sér-
stakra laga sem sett voru um sjóð-
inn í síðustu viku. Markmið með
breytingum á sjóðnum væri að efla
undirbúningsrannsóknir á orkulind-
um landsins. Á fjárlögum þessa árs
væru 50 milljónir króna ætlaðar til
virkjanarannsókna og gert væri ráð
fyrir svipaðri upphæð á fjárlögum
næstu fimm árin.
Ráðherra sagði að Orkustofnun
myndi gegna þýðingarmiklu hlut-
verki í framkvæmd rammaáætlun-
arinnar, enda lægi mikil þekking á
orkulindunum hjá stofnuninni og
starfsmönnum hennar. Orkusjóður
myndi einnig gegna miklu hlut-
verki: „Sú breyting sem gerð hefur
verið á Orkusjóði á að geta stuðlað
að því að unnt verði að taka mynd-
arlega á þessu máli og verður sjóð-
urinn væntanlega sterkur fjárhags-
legur bakhjarl verkefnisins," sagði
ráðhen-a.
heimilisbankinn www.bi.is
ókeypis aðgangur til ársins 2000
S k í m a
BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
Yngvi Harðarson
hjá Ráðgjöf og
efnahagsspám
Brýn þörf
á aðhaldi
í ríkis-
fjármálum
YNGVI Harðarson hagfræðingur
hjá Ráðgjöf og efnahagsspám segir
að þeir séu sammála Þjóðhagsstofn-
un um það að brýn þörf sé á aðhaldi
í opinberum fjármálum, en töluvert
mikið álag sé á peningastefnu
Seðlabankans nú. Rit Þjóðhags-
stofnunar um Þjóðarbúskapinn,
framvinduna 1998 og horfurnar í ár
kom út í fyrradag.
Yngvi bætti því við að Þjóðhags-
stofnun gæfi til kynna að þó hún
teldi svigrúm til frekari vaxtalækk-
ana fremur takmarkað gæti orðið
tilefni til þernra ef ekki drægi úr
vexti innlendrar eftirspurnar. Því
væru þeir einnig sammála, en miklu
heppilegra væri ef hægt væri að
beita opinberum íjármálum að
þessu markmiði.
Hvað varðaði hagvaxtarspá Þjóð-
hagsstofnunar, en hún spáir 4,8%
hagvexti á árinu 1999, sagði Yngvi
að þróun ytri skilyrða þjóðarbúsins
gætu orðið óhagstæðari en forsend-
ur Þjóðhagsstofnunar gæfu til
kynna og þá sérstaklega hvað varð-
aði viðskiptakjörin. „Við gætum séð
meiri afurðaverðslækkanir í sjávar-
útvegi en þeir gera ráð fyi-ir og við
gætum líka séð samhliða því áfram-
haldandi lækkun olíuverðs. Þó það
sé afskaplega erfitt um þetta að
spá, finnst manni meiri líkur á frá-
vikum í þessar áttir heldur en hin-
ar,“ sagði Yngvi.
Viðskiptahallinn
áhyggjuefni
Hann sagðist einnig telja að líkur
stæðu til þess að innlend eftirspurn
yrði meiri en minni. Erfítt væri að
nefna einhverjar tölur í því sam-
bandi, en frávikin yrðu í þessar áttir.
Yngvi sagði að viðskiptahallinn
væri mikið áhyggjuefni. Rót hans
væri að stórum hluta mikil innlend
eftirspurn og farsælasta leiðin íyrir
þjóðarbúið til að taka á honum væri
að gera það með aðhaldi í opinber-
um fjármálum.
---------------
Innbrot í tvö
fyrirtæki
TILKYNNT var um innbrot í
Tölvubæ og Leigulistann í Skipholti
50b í gærmorgun. Hurðir voru
spenntar upp og skemmdar í báðum
fyrirtækjunum. Stolið var tómum
peningakassa úr Tölvubæ og sím-
tæki úr húsnæði Leigulistans.
Unnið er að rannsókn málsins hjá
lögreglunni í Reykjavík.
------♦-♦-♦----
Smyglmálið
Hæstiréttur
úrskurðar
fyrir helg’i
HÆSTIRÉTTUR íslands mun í
síðasta lagi á morgun, föstudag,
kveða upp úrskurð sinn vegna kæru
Lögreglunnar í Reykjavík á þeim
úrskurði héraðsdómara að hafna
kröfu um níu daga framlengingu á
gæsluvarðhaldi yfir sex skipverjum
af Goðafossi vegna smyglmálsins,
sem kom upp í upphafi síðustu viku.
Lögi-eglan lagði fram gögn í
málinu í gær og verði Hæstiréttur
við kröfu lögreglunnar, sem hafnað
var í héraði, fara skipverjarnir sex
aftur í gæsluvarðhald, en ganga
lausir að öðrum kosti.