Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 8
C:*l. 8 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðherra skoðar fLnnska jólasveinmn ÞEKKIRÐU mig ekki, ég er bróðir þinn frá íslandi, ég er bara ekki með skeggið. AEG wr _ UPPÞVOTTAVEL - FAVORIT 3430 W “ Frístandandi H-85, B-45, D-60 Ryöfri. Fjórfalt vatnsöryggiskerfi o. fl. 49.900 kr. Verð áður 59.900 kr. AEG ELOAVÉL - COMPETENCE 5012 V-W Fristandandi H-85, B-60, D60 Keramik-helluborð, auðvelt að þrifa Ofn 51 lítra, blástur og grill, ofninn er mjög auðvelt að þrífa 45 sm jj§íÉ| /■JjlliíiUU ú- r 1 ' ÖZJ.1 ©Husqvarna HELLUBORÐ - P04R2 Keramikborð með snerti takkar VEGGOFN - QCE 351 Undir og yfirhití, grill, blástur. Grill með blæstrio.fl. Þvottavél WG 935 Tekur 5,0 kg., 15 þvottakerfi, stiglaus hitastillir, 500 - 900 sn/mín vinduhraði, ryðfrí tromla o. fl. Mál: H-85 B-60 D-60 sm 39.900 kr AEG © Hiisqvarna ^índesíl- BRÆÐURNIR momssoK Láamúla 8 • Sími 533 2800 Sigríður Þorgeirsdóttir ► Sigríður Þorgeirsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún stundaði heimspekinám í Bandaríkjunum og Þýskalandi og lauk doktorsprófi frá Há- skólanum í Berlín árið 1993. Hún kenndi heimspeki við Há- skólann í Rostock í Þýskalandi frá 1993-1996. Sigríður hefúr verið lektor í heimspeki við Háskóla Islands frá árinu 1997. Eiginmaður hennar er Magnús Diðrik Baldursson, að- stoðarmaður rektors við Há- skóla íslands, og eiga þau eina dóttur. Málþing um Simone de Beauvoir Móðir samtíma femínisma ITILEFNI 50 ára út- gáfúafmælis tíma- mótaverksins Hins kynsins eftir franska heimspekinginn og rit- höfundinn Simone de Beauvoir stendur Rann- sóknastofa í kvennafræð- um fyrir málþingi á morgun, föstudaginn 19. mars. Sigríðm’ Þorgeirs- dóttir er einn sldpuleggj- enda málþingsins. „Hitt kynið var tíma- mótaverk. Þetta er í raun fyrsta tilraunin á þessari öld til að kanna stöðu kvenna í sögulegu og fé- lagslegu ljósi. Margir telja að Hitt kynið hafi komið af stað því sem kallað hefur verið önnur bylgja femínismans." - Hvenærhófst sú bylgja? „Fyrri bylgja femínismans kom fram um og eftir síðustu aldamót þegar konur voru að berjast fyrir kosningarétti og kjörgengi. Þegar búið var að tryggja þau grundvallarréttindi lægði öldurnar og önnur bylgja femínismans er talin hefjast á sjöunda áratugnum sem bein af- leiðing af þessu tímamótaverki Simone de Beauvoir." - Um hvað fjallar bókin Hitt kynið? „Þetta er doðrantur upp á tæp- ar þúsund síður. Simone de Beauvoir sótti gjarnan efnivið í skáldsögur í eigið líf. Hún sagðist þó þurfa að kanna hvað það merkti að vera kona ef hún ætti að nota eigið líf sem efnivið. Hún sá að það skipti sköpum í lífi hennar að hún væri kona. Því hóf hún að rannsaka sögu kvenna, hlutverk þeirra í mannkynssög- unni og hvers vegna óréttlát skipting kynhlutverka hefur komið upp í aldanna rás. I fram- haldi reyndi hún að beina sjónum sínum að stöðu kvenna í samtím- anum í þeim tilgangi að opna þeim möguleika og tækifæri. Hún sagði að konur byggju við meira ófrelsi en karlar og ein af grunnhugmyndum tilvistarspek- innar er að maðurinn sé frjáls og hafi val. Því fannst henni brýnt að konur sem og karlar ættu að geta nýtt sér frelsi sitt.“ - Hver er tilgangurinn málþinginu? „Hann er fyrst og fremst að meta við aldarlok framlag Beauvoh' til heimspeki, kvenna- og kynjafræða, bókmennta og kvennabaráttu. Það er enginn vafi á að Simone de Beauvoir er einn merkasti hugsuður úr röð- um kvenna á þessari öld. Þessi framúrstefnukona aldamótakyn- slóðarinnar fór eigin leiðir í lífi sínu og verki og lagði áherslu á frelsi kvenna og að þær nytu réttar til jafns á við ________ karla. Hennar líf var í raun ein allsheijar til- raun. Simone de Beauvoir fór eigin leiðir og var ásamt Je- an-Paul Sartre alltaf í fremstu víglínu samfélagsgagn- rýnenda í Frakklandi." Sigríður segir að Simone de Beauvoir sé móðir femínisma samtímans. „Innan femínismans hefur Beauvoir samt verið um- deild. Allir femínistar eru sam- mála um áhrifamátt verks henn- ar, en sumir femínistar eru ósátt- ir við margt sem hún hafði að segja um konur eins og t.d. móð- urhlutverkið. Þeim finnst hún líka göfga lilutverk karla og leggja upp úr að gera konur eins og karla. Næsta kynslóð femínismans benti því á sérstöðu kvenna og jákvæða þætti kvennamenning- ar. Það var einmitt einkennandi fyrir málflutning íslenskra femínista, til dæmis í Kvennalist- anum, að sýna fram á jákvæða eiginleika kvenna og hvemig þeir væru nauðsynlegir í allri opin- berri umræðu. Það var lögð áhersla á hina móðurlegu um- hyggju og samstöðu og svo fram- vegis. Þessi hugmyndafræði sætti síðan töluverðri gagnrýni þegar fi-am í sótti því hún þótti birta of einhliða mynd af konum. A þann hátt erum við aftur að færast nær áherslum Beauvoir á með jafnan rétt kynjanna til frelsis." - Hafa samlandar Beauvoir gagnrýnthana? „Já, það má eiginlega segja að hún hafi verið hvað mest gagn- íýnd af femínískum fræðimönn- um í Frakklandi. Þar hafa verið áberandi svokallaðir mismunar- femínistar sem leggja ríka áherslu á hvað kynin séu mis- munandi og þeim hefur fundist Beauvoir gera lítið úr séreigin- leikum kvenna. Beauvoir er hins- vegar um þessar mundir aftur _________ komin meira inn í umræðuna í Frakk- landi. Þar er mikið vitnað í hana í um- ræðu um frumvarp til laga um leiðir til að “~ jafna hlut kynjanna í opinberum stöðum.“ Sigríður segir að á málþinginu verði leitast við að endurmeta þýðingu Beauvoir iyrir sam- tímaumræðuna. „Endurskoðun sígildra verka eins og Hins kyns- ins gefur okkur tækifæri til að leita svara við spumingum sem brenna á okkur.“ Málþingið verður haldið í há- tíðarsal Háskóla Islands fi-á kl. 14-17.30. Einn merkasti hugsuður úr röðum kvenna á þessari öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.