Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 11

Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 11 FRÉTTIR Refaskyttan Guðbrandur Sverrisson um slys sitt við refaveiðar í Balafjöllum á Ströndum Morgunblaðið/Ásdís GUÐBRANDUR segist ekki vera þannig gerður að hann láti svartsýni leggjast á sálina enda leggur hann áherslu á hversu lánsamur hann hafi verið þegar á öllu er á botninn hvolft. „Atburðarásin einkenndist af röð happa“ REFASKYTTAN Guðbrandur Sverrisson frá Bassastöðum í Strandasýslu hefur legið á sjúkrahúsi í rúma viku eftir slys við refaveiðar í Balafjöllum á Ströndum 8. mars sl. Hann varð fyrir skoti úr eigin byssu rétt eft- ir klukkan 13 er hann var á veið- um og komst særður á vélsleða sínum niður af fjallinu og segir atburðarásina, frá því þegar skotið hljóp úr haglabyssunni, þar til er hann hitti óvænt fyrir björgunarmenn á æfingu með þyrlu Landhelgisgæslunnar um 10 km frá slysstaðnum, hafa ein- kennst af röð happa þrátt fyrir sjálft óhappið. „Fyrsta happið var að skjóta ekki í sundur slagæðar, því þá væri ég sjálfsagt úr leik, anuað happið var að geta snúið vélsleð- anum við á grjótholti og þriðja happið var að hitta á þyrlu Land- helgisgæslunnar við Laugarhól," segir Guðbrandur. Skotið hljóp úr haglabyssunni er Guðbrandur rann á svelli og kom í hægra læri hans rétt fyrir ofan hné og særðist hann illa. Á alltaf að setja öryggið á byssuna „Þarna gerðist það sem ég er búinn að prédika fyrir mörgum og prédika enn, að maður á alltaf að setja öryggið á um leið og maður setur skot fram í hlaup á byssu,“ segir Guðbrand- ur. „Svo vitlaust sem það nú er þá hugsaði ég það þegar ég var að leggja af stað heim hvort ég ætti ekki að reyna að komast framhjá bæjunum án þess að láta vita af mér því ég dauð- skammaðist mín fyrir að þetta skyldi koma fyrir mig,“ segir hann og beinir því til skyttna að hafa alltaf öryggið á byssum sín- um ef skotið er komið fram í hlaupið, jafnvel þótt bráðin sé í nánd. Guðbrandur segir að um 15 cm af lærleggnum hafi horfið þegar skotið lenti í honum, en þess má geta að skotið í hagla- byssunni var það sama og oft er notað við gæsaveiðar, þ.e. 2 3/4 tomma skot með 42 gramma hleðslu. „Það hefur kannski bjargað einhverju að ég var ekki með 3 tomma skot,“ segir Guð- brandur og bætir við að byssan hafi verið rnjög nálægt leggnum þar sem gatið hafi verið mjög þröngt. Þegar Guðbrandi var ljóst hvað hafði gerst hugðist hann rísa á fætur en komst fljótlega að raun um að hann gæti með engu móti stigið í fótinn og erfitt verk var framundan, en það var að snúa vélsleðanum við á grjótholti svo gott sem ein- fættur. Vissi að leit yrði ekki hafin fyrr en um kvöldið „Ég áttaði mig fljótt á því að ég yrði að koma mér sjálfur til byggða og vissi að leit yrði ekki hafin fyrr en um kvöldið og þá yrði um seinan að bjarga mér því það gengur fljótt á menn ef þeir eru særðir í óbyggðum og geta ekki búið almennilega um sig. Ég hugsaði sem svo að ann- aðhvort yrði ég að spila úr þessu sjálfur eða vera mát,“ segir Guð- brandur og hlær við. Guðbrandur þurfti að snúa sleða sínum fjórðung úr hring til að kornast til baka og varð að lyfta honum lítið eitt í þokkabót, en segist ekki muna nákvæm- lega hvernig hann hafði það af, en það tókst engu að síður. Hann segir að leiðin niður á aðalveginn frá fjallsbrúninni þar sem slysið átti sér stað sé frekar slæm með töluverðum hliðar- halla og því hafi hann ekki mátt fara þá leið þar sem hann hefði ekki getað staðið af sér hliðar- hallann með skaddaðan fótinn. Því hafi hann þurft að velja aðra leið en þá beinustu áður en hann lagði af stað niður af fjallinu. „Ég komst niður að Laugar- hóli áfallalaust en ég get viður- kennt að það var betra að aka á snjó heldur en á hörðum grjót- holtum, en ég varð að fara hvorttveggja. Þegar ég kom niður á hæð sem er rétt norðan við bæinn Reykjarvík og niður á veginn, taldi ég mig öruggan með að komast eftir veginum heim og stuttu síðar sé ég þyrl- una og þar varð skynsemin vit- leysunni yfirserkari," segir Guðbrandur og vísar til þeirra áforma að reyna að komast óséður með sár sitt heim til sín eða jafnvel til Hólmavíkur, sem er í um 25 km vegalengd frá Reykjarvík. „Ég sá að þarna myndi henda mig eitt lánið enn, sem höfðu fylgt mér eftir að ólánið henti. Þyrlan var rétt nýfarin af stað á leið suður þegar ég kom og ég sagði björgunarmönnunum, sem voru þarna við æfingar að nú skyldu þeir kalla aftur á þyrluna því ég ætlaði með henni suður,“ segir Guðbrandur. Hann telur að björgunarsveit- armennirnir hafi haldið að hann væri að grínast því sárið sást ekki mikið á honuin þar sem hann kom akandi á vélsleða sín- um, að því er virtist alheill. „Þeir brugðust fljótt og vel við þegar sáu hvers kyns var og þyrlan var komin eftir ör- skamma stund.“ Guðbrandur segist ekki vera þannig gerður að hann láti svartsýni leggjast á sálina enda leggur hann áherslu á hversu lánsamur hann hafi verið þegar öllu er á botninn hvolft. Meiðslin koma ekki í veg fyrir refaskyttirí í framtíðinni Guðbrandur, sem er 53 ára gamall og atvinnuskytta til margra ára, mun fá staurfót, en segir að meiðslin muni ekki koma í veg fyrir að hann haldi áfram iðju sinni, en hann vill vekja athygli á þeirri skoðun sinni að refnum megi alls ekki eyða í landinu. „Refurinn getur lifað með landinu í sátt ef honum fjölgar ekki úr hófi og það kostar ekki mikið að halda stofnstærðinni hæfilegri og þá verður hann öll- um til ánægju. En minkurinn er öðruvísi því hann eyðir vissum hlutum af náttúrunni, og má þar nefna teistuna, flórgoðann og keldusvínið." Guðbrandur vill að lokum koma þakklæti til allra þeirra sem hafa veitt honum og eigin- konu hans stuðning og aðstoð við búskapinn á Bassastöðum eftir að slysið átti sér stað. Lögreglustjórinn í Reykjaviík ákveður fyrirkomulag skemmtana um páskana Opið frá miðnætti á föstu- daginn langa og páskadag Hafnarfjarðarhöfn Vinna hafin á ný við hafnar- garðinn DREGIÐ var úr vinnu við nýjan grjótgarð í Hafnarfjarðarhöfn í byrjun mánaðarins eftir að garð- urinn sökk um 2,5 metra á einni nóttu á um 50 metra kafla. Sigið hefur stöðvast og er vinna hafin á ný að sögn Más Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra Hafnarfjarðar- hafnar. Ái' er síðan hafist var handa við nýtt hafnarsvæði í Hafnarfirði á 22 hektara landfyllingu ásamt varn- argarði, sem gengur norður úr landfyllingunni. „Landfyllingin er á föstum botni en varnargarðurinn er byggður út á þykkt lag, sem er leir og sandur og er mjög vatns- ósa,“ sagði Már. „Þetta hefur allt verið rannsakað vel og hannað í samræmi við aðstæður og verkið skipulagt með tilliti til þess að miklu sjávarefni er dælt á botninn. Það verk hófst í mars á síðasta ári en í nóvember síðastliðnum var farið að aka landefninu út.“ Már sagði að vel væri fylgst með sigi og hraða framkvæmda á fyll- ingunni væri stjórnað með tiiliti til þess. „Þetta er ákveðinn línudans," sagði hann. „Við höfum stundum keyrt landefnið hratt að en hægt á okkur ef það fer að síga hratt til að ofbjóða ekki grunninum." LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur ákveðið að heim- ila skemmtanahald frá miðnætti föstudaginn langa og á páskadag til kl. 4 og eftir atvikum með áfengisveitingum. Heimildin er byggð á lögum nr. 32 frá árinu 1997. í frétt frá embættinu kemur fram að almennar skemmtanir eru heimilaðar fram til kl. 3 eftir mið- nætti miðvikudaginn 31. mars og fram til 23.30 á skírdag. Á föstu- daginn langa er skemmtanahald bannað fram til miðnættis en heimilt frá miðnætti fram til kl. 4 og eftir atvikum með áfengisveit- ingum. Laugardaginn 3. apríl er skemmtanahald heimilt fram til kl. 3. Á páskadag, 4. apríl, er skemmt- anahald bannað fram til miðnættis en heimilt frá miðnætti fram til kl. 4 og eftir atvikum með áfengisveit- ingum. Annan í páskum er skemmtanahald heimilt fram til kl. 3. Til frekari skýringa segir að á föstudaginn langa og páskadag séu skemmtanir óheimilar svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð starfsemi fer fram. Jafnframt eru markaðir óheimilir og verslunarstarfsemi, svo og önn- ur viðskiptastarfsemi. Bensínstöðvar mega hafa opið Undanþágur frá banni þessa daga eru starfsemi lyfjabúða, bensínstöðva, verslana á flugvöll- um og fríhafnarsvæðum, blóma- verslana, söluturna og mynd- bandaleigna. Jafnframt gististarf- semi og tengd þjónusta. Sama á við um íþrótta- og úti- vistarstarfsemi, listsýningar, tón- leika, leiksýningar og kvikmynda- sýningar eða sams konar sýningar. Einnig má halda og veita aðgang að sýningum er varða vísindi eða er ætlað að gegna almennu upplýs- ingahlutverki, t.d. listasöfn og bókasöfn en starfsemin má ekki heíjast fyrr en kl. 15. Loks má heimila dansleiki sem hefjast að kvöldi laugardags fyi'ir páska og standa aðfaranótt páskadags sam- kvæmt almennum reglum. r DRAGTIR SERTILBOÐ 5 slk.- Ferðatöskusett 9900 ALLAR STÆRÐIR • MIKIÐ ÚRVAL Aðeins kr. 3290,- Quelle VERSLUN DALVEGI 2 • KÓPAVOGI SÍMI: 564 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.