Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 13
FRÉTTIR
SJÖ deildir Háskóla íslands era
kjölfestan í meistaranámi í um-
hverfisfræðum ásamt Umhverfis-
stofnun Háskólans. Ur umhverf-
isfræðum mun því útskrifast
breiður hópur nemenda en að
sögn Geirs Oddssonar forstöðu-
manns Umhverfisstofnunar er
bi-ýn þörf í þjóðfélaginu fyrir
starfskrafta þeiiTa. „Það er
skortur á fólki með framhalds-
menntun í umhverfisfræðum,"
segir hann.
Tveggja ára meistaranám í um-
hverfisfræðum hefst í haust við
Háskólann, en forkröfur era 1.
stig háskólanáms (BS/BA). Um-
hverfisfræðin era þverfagleg og
að náminu standa: Raunvísinda-
deild, verkfræðideild, viðskipta-
og hagfræðideild, félagsvísinda-
deild, heimspekideild, guðfræði-
deild og lagadeild. „Nemendur út-
skrifast svo hver hjá sinni deild,
ýmist með M.S.-gráðu eða M.A.-
gráðu,“ segir Geir Oddsson sem
hefur umsjón með náminu. Fyi-ra
árið samanstendur af fóstum
grannnámskeiðum en seinna árið
er annars vegar lokaverkefni (15
ein.) og hins vegar námskeið (15
ein.) á sérsviði sem mælt er með
að tekið sé við erlendan háskóla.
Umsóknarfrestur um námið renn-
ur út næsta mánudag (22. mars).
Atvinnulífið og
unihverfismál
Umhverfisfræði er hátt skrifað
fag í mörgum löndum og hefur
verið leitað að menntuðu fólki í
þessu fagi á mörgum sviðum at-
Nóg að gera
fyrir umhverf-
isfræðinga
vinnulífsins: Sjávar-
útvegi, ferðaþjón-
ustu, lögfræðistofum,
uppeldisstofnunum,
stóriðju, viðskiptalífi
og fleira. „Bæði rík-
isstofnanir og einka-
fyrirtæki sækjast
eftir umhverfisfræð-
ingum,“ segir Geir,
„nefna má Hollustu-
vemd ríkisins, Skipu-
lagsstofnun og sveit-
arfélög sem vilja
vera með umhverfis-
fulltrúa eins og heil-
brigðisfulltrúa.“
Geir nefnir einnig
verkefni fyrir um-
hverfisfræðinga sem felsast t.d. í
mati á umhverfisáhrifum, meng-
unarvörnum og lagagerð. „Það er
sífellt meira verið að fjalla um
umhverfismál í lagarömmum,"
segir hann.
„Umhverfisfræðsla er viðamik-
ill þáttur í grannskólum 1 mörg-
um löndum," segir Geir,
„Fræðsluyfirvöld í Reykjavík
hafa t.d. mikinn
áhuga á þeirri
fræðslu og það vant-
ar fólk til að búa til
námsefni handa öll-
um skólastigunum.“
Umhverfisfræðin
era vel skipulögð og
undirbúin. Geir segir
að þau verði sett upp
á líkan hátt og í ná-
grannalöndunum
eins og t.d. Svíþjóð.
Námið verður einnig
tengt sérvöldum er-
lendum háskólum og
stofnunum, en einn
helsti kostur þess er
þverfagleg nálgun.
Dæmi um verkefni
í umhverfisfræði
Geir Oddsson hefui' einmitt
menntað sig í fleiri en einu fagi.
Hann er B.S. í lífræði við Háskóla
Islands, M.S. í tölfræðilegri fiski-
fræði frá University of Was-
hington í Seattle í Bandaríkjunum
og er að leggja síðustu hönd á
Geir
Oddsson
doktorsverkefni við sama skóla
um stjóm á grannsjávarveiðum í
þróunarlöndunum. Hann hefur
fléttað mannfræði og hagfræði inn
í nám sitt og rannsókn hans á fisk-
veiðum á Grænhöfðaeyjum (lýð-
veldi á eyjaklasa vestur af vest-
asta odda Afríku) er þverfagleg.
„Álagið á grannsævisauðlindir í
þróunarlöndunum hefur aukist og
er að breytast í ofveiði en 60% af
matfiski er veiddur í þróunar-
löndunum. Ég hef blandað saman
hagfræði, líffræði og félagsfræði í
verkefni mínu og hef búið til líkan
(stjórnkerfi) sem hefur vakið at-
hygli, en það er um samspil ferða-
þjónustu og fiskveiða. Ferðaþjón-
ustan gefur fiskimönnum tæki-
færi á öðram störfum og betri
launum. Þeir ráða sig sem kafara
og leiðsögumenn ferðamanna sem
vilja til dæmis prófa að veiða.
Þetta léttir á veiðunum. Hins
vegar er ferðaþjónustan þarna oft
ekki umhverfissvæn og auk þess
er hún oftast fjármögnuð af er-
lendum fyrirtækjum og gróðinn
rennur strax úr landi. Hér er því
um mjög flókið dæmi að ræða,
með margar hliðar."
Geir nefnir þetta sem dæmi um
umhverfisfræði og einnig að
mörg spennandi verkefni eigi eft-
ir að vinna hér á landi, t.d. í haf-
vemdun og mati á verðmætum
ósnortinnar náttúra og strand-
svæðum íslands. Til þess henti
þverfagleg nálgun umhverfís-
fræða vel og einnig að allir sem
málið varðar fái að vei-a með til að
skapa sátt og trausta niðurstöðu.
Yfírheyrð-
ir vegna
gruns um
líkamsárás
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Hafnai-firði hefur yfirheyrt tvo
grunaða menn vegna rannsóknar
á margþættu sakamáli sem upp
kom síðastliðinn mánudag þegar
brotist var inn á heimili karl-
manns á fimmtugsaldri í Hafnar-
firði og honum veittir talsverðir
áverkar.
Auk innbrots og líkamsárásar er
sakarefnið ólögmæt nauðung, en
mennimir, sem yfirheyrðir hafa
verið era grunaðir um að hafa
þvingað brotaþola til að skrifa
undir bifreiðaafsal og rænt hann
fjármunum. Mennirnir era enn-
fremur grunaðir um að hafa þving-
að manninn með sér út af heimil-
inu og ekið með hann til Reykja-
víkur þar sem hann var skilinn eft-
ir slasaður.
Hinir granuðu eru ekki í haldi
lögreglu og hefur ekki verið talin
ástæða til að krefjast gæsluvarð-
halds yfir þeim.
Þrátt fyrir að manninum hafi
verið veittir talsverðir áverkar var
hann ekki það slasaður að ástæða
hefði verið til að leggja hann inn á
sjúkrahús og er hann að sögn lög-
reglunnar talinn óbrotinn þótt
hugsanlegt sé að annar augnbotn
hans hafi særst í árásinni.
Mnm
BÍLAR
ALLIR SUZUKI
MEÐ
ERU
• vökvastýri • 2 loftpúða •
aflmiklar vélar • samlæsingar
rafmagn I rúðum og speglum
• styrktarbita í hurðum •
• samlitaða stuðara •
ÞRIR EKTA JEPPAR - EITT MERKI
- og JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir
útlit, gæði, eiginleika og möguleika!
Komdu
FULL
JIMNY
TEGUND: NŒRÐ:
Beinskiptur 1.399.000 KR.
Sjálfskiptur 1-519.000 KR.
VITARA
TEGUND:
JLX SE 3d
JLX SE 5d
DIESEL 5d
VERÐ:
1.580.000 KR.
1.830.000 KR.
2.180.000 KR.
GRAND VITARA
TEGUND: VERÐ:
GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR.
GR.VITARA
EXCLUSIVE2.5LV6 2.589.000 KR.
og sestu innl
Skoðaðu verð
og gerðu samanburð.
$ SUZUKI
-»•51*-
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási
19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni
8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is