Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Unnið að flutningi framleiðsludeildar Plastos umbúða til Akureyrar
Ako-plast vill kaupa
húsnæði Rafveitunnar
Morgunblaðið/Kristján
FORSVARSMENN Ako-plasts hafa gert kauptilboð í húsnæði Rafveitu
Akureyrar við Þórsstíg.
FORSVARSMENN Ako-plasts á
Akureyri hafa sent bæjarráði
kauptilboð í húsnæði Rafveitu
Akureyrar við Þórsstíg. Húsnæðið
er um 1.800 fermetrar að stærð og
þar af er skrifstofuálma hússins um
440 fermetrar. Eigendur Ako-plasts
eignuðust rúmlega 75% hlut í Pla-
stos umbúðum í Garðabæ undir lok
síðasta árs og eins og komið hefur
fram er stefnt að því að flytja fram-
leiðsluþátt fyrirtækisins frá Garða-
bæ til Akureyrar. Jafnframt er unn-
ið að tækniiegum samruna fyrir-
tækjanna undir nafni AKO/Plastos.
Við flutninginn myndi starfsfólki
norðan heiða íjölga um 50 og verða
um 65 talsins. Um er að ræða prent-
deild, pokadeild og filmuframleiðslu.
Húsnæði Ako-plasts við Tryggva-
braut rámai' ekki aukin umsvif á
Akureyri og möguleiki til stækkunar
er ekki fyrir hendi. Því hafa for-
svarsmenn félgasins þreifað fyrir sér
á húsnæðismarkaðnum í bænum.
Hentugasti og ódýrasti
kosturinn
„Við óskuðum eftir svari frá bæj-
aryfirvöldum fyrir 19. mars en það
er ljóst að málið tekur lengri tíma,“
sagði Daníel Ámason, fram-
kvæmdastjóri Ako-plasts. Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur-
eyri, sagðist hafa gert Daníel grein
fyrir því að ekki væri hægt að af-
greiða kauptilboðið fyrir umræddan
tíma. „Við lýstum hins vegar yfir
viija til að skoða málið og þá hvort
og hvernig væri hægt að mæta því.
í þvi felst þó engin skuldbinding um
að við göngum að svona kauptilboði,
heldur fyrst og fremst viljayfirlýs-
ing um að skoða þetta af fullri al-
vöi*u og það verk er hafíð,“ sagði
Kristján Þór.
Daníel sagði að húsnæði Rafveit-
unnar gæti nýst sem skrifstofuhús
og hluti af verksmiðju en að byggja
þyrfti um 2.000 fermetra hús til við-
bótar til að fullnægja húsnæðisþörf-
inni eftir flutninginn á framleiðslu-
deildinni norður. „Við teljum þetta
húsnæði vera hentugasta og
ódýrasta kostinn fyrir okkur. Hægt
er að koma því í notkun nokkuð
fljótt, það er vel staðsett og þarna
er gott byggingarland.“
Daníel sagði afar mikilvægt að
niðurstaða fengist sem fyrst, þar
sem m.a. væru tæki á hafnarbakk-
anum í Reykjavík, sem þurfí að
koma í notkun. „Þarna er um að
ræða tæki upp á tugi milljóna króna
sem bíða uppsetningar og stefna
okkar er að setja þau upp á Akur-
eyri.“
Rafveitustjóri vill
ekki selja
Aðspurður sagði Daníel að ekki
hafí verið leitað eftir beinum stuðn-
ingi bæjarins við flutninginn á
framleiðsludeildinni í Garðabæ
norður. „Frekar óbeinum stuðningi
og jákvæð niðurstaða varðandi hús-
næði Rafveitunnar kæmi okkur
mjög vel. Einnig hefur verið rætt
um möguleika á því að Fram-
kvæmdasjóður keypti hlutafé í fyi’-
irtækinu til að létta undir. Um það
hafa þó ekki farið fram neinar við-
ræður.“
Svanbjörn Sigurðsson rafveitu-
stjóri sagði að þetta mál yrði rætt á
fundi veitustjórnar á morgun, (í
dag). „Þarna er um að ræða tilboð í
hús Rafveitunnar og að mínu á ekki
að selja það nema Rafveitan hafi
hag af því. Þetta er húsnæði sem við
höfum byggt og hentar okkar starf-
semi. Það þarf því að vera einhver
hagræðing í því að selja þetta hús
og byggja annað en ég get ekki séð
neina ástæðu til að selja húsið,“
sagði Svanbjörn.
títivistar-
skógar -
ræktun og
rekstur
RÁÐSTEFNA um útivistar-
skóga verður haldin í húsi
Flugbjörgunarsveitarinnar á
Akureyri, Galtalæk, á morgun,
fóstudaginn 19. mars og hefst
hún kl. 9. Skógræktarfélag
Eyfirðinga og Skógi’æktarfé-
lag fslands efna til ráðstefn-
unnar.
Víða hefur orðið árangurs-
ríkt samstarf sveitarfélaga og
skógræktarfélaga um ræktun
og rekstur útivistarsvæða fyinr
almenning. Útivistaráhugi
virðist fara vaxandi og er það
hluti af umhverfisstefnu
margra sveitarfélaga að rækta
upp skóglendi til útivistar. í
flestum sveitarfélögum lands-
ins eru starfandi skógræktar-
félög áhugamanna um gi'óður-
vernd og ræktun.
Á ráðstefnunni verður fjall-
að um samvinnu skógræktar-
og sveitarfélaga, auk þess sem
samstarf Akureyrarbæjar og
Skógræktarfélags Eyfirðinga
verður sérstaklega kynnt. Úi-
vistarsvæðið í Kjarnaskógi
verður skoðað og uppbygging
útivistarsvæðisins tekin fyrir.
Á meðal fyrirlesara verða
sveitarstjórnarmenn, skóg-
ræktarfélagsfólk og ýmisir
notendur útivistarskóga. Ráð-
stefnan er öllum opin.
Starfsfólki í svarþjónustu Landssímans hefur fjölgað um 10
Morgunblaðið/Kristj án
LANDSSIMINN hefur tekið í notkun nýtt afgreiðslukerfi hjá upplýsinga-
númerinu 118 á Akureyri og er það mun hraðvirkara en eldra kerfíð.
Gúmmívmnslan hf. Úr ársreikningi 1998
Rekstrarreikninqur 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 143,4 147,1 -2,5%
Rekstraraiöld 131,8 129,3 +1,9%
Rekstrarhagnaður 11,7 17,8 -34,5%
Fjármagnsliðir 3,1 2,7 +12,5%
Tekiu- oq eiqnarskattur -6,2 -5,5 +11,3%
Hagn. án afkomu hlutdeildarfélaga 8,6 15,0 -42,8%
Hlutdeild í rekstri hlutdeildarfélaga -1,0 -1,7 -38,0%
Hagnaður ársins 7,6 13,4 -43,3%
Efnahaqsreikningur 31. des. 1998 1997 Breyting
I Eiqnir: I
Veltufjármunir Milljónir króna 108,8 102,1 +6,6%
Fastafjármunir 55,0 64,5 -14,7%
Eignir samtals 163,8 166,6 -1,6%
Skammtímaskuldir 36,7 41,1 -10,7%
Langtímaskuldir 23,7 27,8 -14,0%
Eigið fé 103,5 97,6 +5,0%
Skuidir og eigið fé samtals 163,8 166,6 -1,6%
Kennitöiur
Veltufé frá rekstri 14,4 21,7
Eiginfjárhlutfall 63% 59%
Veltufjárhlutfall 2,96 2,48
Afkoma Gúmmívinnustofunnar lakari en 1997
Hagnaður nam 7,6
milljónum kr.
Gífurlegur
áhugi fyrir
störfunum
STARFSFÓLKI svarþjónustunn-
ar í upplýsinganúmerinu 118 á
Akureyri hefur fjölgað um 10 á
síðustu mánuðum, úr 17 í 27, frá
því að forsvarsmenn Landssíma
Islands kynntu fyrirhugaðar
breytingar í byijun desember sl.,
þess efnis að flytja fjöfda starfa í
upplýsinganúmerinu frá Reykja-
vík til Akureyrar.
Óli Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri fyrir ritsíma og talsam-
bönd Landssímans, sagði mikinn
áhuga fyrir störfum hjá 118 á
Akureyri og að uin 50 starfsum-
sóknir liggi þar inni. Að undan-
förnu hefur verið unnið að því að
setja upp nýtt afgreiðslukerfi í
upplýsinganúmerinu. I þessu
nýja kerfi verður m.a. hægt að
bjóða viðskiptavinum að tengjast
áfram því númeri sem þeir eru
að biðja um.
Ester Krisfjánsdóttir varð-
sfjóri sagði nýja kerfið mun
hraðvirkara en eldra kerfið,
sem hafi verið nánast aflagt.
Nýja kerfið er þó ekki komið í
fulla notkun. „Þegar kerfið
verður komið í fullan gang
verður staðan hér mjög góð
auk þess sem vinnuaðstaðan er
orðin alveg frábær," sagði
Ester.
Unnið er í vaktavinnu í upplýs-
inganúmerinu á Akureyri, frá kl.
08 til miðnættis og er flest starfs-
fólk að störfum á helsta álags-
tímanum, frá kl. 10-19. Óli sagði
ekki fullljóst á þessari stundu
hversu margir starfsmenn komi
til með að starfa við 118 á Akur-
eyri í framtíðinni en ekki væri
óvarlegt að áætla að þeir yrðu
nálægt 40 talsins.
Skákmót
SKÁKFÉLAG Akureyrar
heldur sjö mínútna mót í skák-
heimilinu við Þingvallastræti
18 í kvöld, fímmtudagskvöldið
18. mars og hefst það kl. 20.
Á sunnudag verður á sama
stað fímmtán mínútna mót og
hefst það kl. 14.
REKSTUR Gúmmívinnustofunnar
hf. á Akureyri skilaði 7,6 milljóna
króna hagnaði árið 1998. Það er
nokkru lakari afkoma en á árinu áð-
ur sem raunar var eitt besta rekstr-
arár Gúmmívinnustofunnar frá upp-
hafí, samkvæmt fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu.
Mikil söluaukning frá áramótum
gefur á hinn bóginn vonir um upp-
sveiflu á yfirstandandi ári, að því er
fram kemur í tilkynningunni.
„Afkoma ársins hefði vissulega
mátt vera betri en í þessum tölum er
samt margt jákvætt. Veltan dróst lít-
illega saman og má einkum rekja það
til samdráttar í sólningu hjólbai’ða,
sem er ein af fjórum deildum fyrir-
tækisins. I stáldeildinni, þar sem við
framleiðum stálbobbinga fyrir físki-
skip, var veltan nánast óbreytt milli
ára. Ánægjulegustu tíðindin eru
aukning í framleiðslu og sölu á vörum
úr endurunnu gúmmíi og aukin um-
svif í þeirri deild sem sér um rekstur
dekkjaverkstæðis og innflutning og
sölu á nýjum hjólbörðum,“ segir Þór-
arinn Ki’istjánsson framkvæmda-
stjóri Gúmmívinnslunnar í fréttatil-
kynningunni frá fyrirtækinu.
Gúmmívinnslan hefur m.a. einka-
umboð hérlendis fyrir Bridgestone
hjólbarða og hefur þegar náð tals-
verðri markaðshlutdeild.
I tilkynningunni segist Þórarinn
vera bjartsýnn á reksturinn á þessu
ári og segir hann að þegar sé veruleg
aukning sjáanleg í stáldeild og eind-
umnnsludeild, sem og í sölu á hjól-
börðum til notkunar í landbúnaði.
Aðalfundur
Knattspyrnufélags Akureyrar
verður haldinn fimmtudaginn 25. mars kl. 20.30.
-Dagskrá:-
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
Félagar fjölmennið
Aðalstjórn KA.
AÐALFUNDUR A
ÞROSKAHJÁLP
Á NORDURLANDI EYSTRA
Þroskahjálp Norðurlandi eystra heldur aðalfund
25. mars kl. 20.00 á Fosshótel Kea.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennið.
Nýir félagar boðnir velkomnir.
Stiómin. <