Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stjórnkerfískreppa ESB ýtir öðrum mikilvægum málefnum í skuggann Þjóðverjar reyna að tryggja árangur á Berlínarfundinum Reuters Ómannúðleg meðferð PALESTÍNUMAÐURINN Amin Abu Sneineh hlaut í gær frelsi sitt að nýju en fjölskylda hans hafði neytt hann til að dvelja í helli með geitum fjölskyldunnar og hænsnum undanfarin fimm ár. Sneineh, sem er tuttugu ára gamall, losnaði úr prísundinni eftir að nágrannar höfðu kvart- að við palestínsk yfírvöld yfír meðferðinni á honum og gripu þau þegar í taumana. Sneineh dvelur nú á endurhæfíngar- heimili í Hebron á Vesturbakk- anum en á myndinni má sjá í hvernig ásigkomulagi hann var þegar yfirvöld komu honum til bjargar. Skák á bekk með íþróttum London. Morgunblaðið. BRETAR hafa ákveðið að taka skák í hóp íþrótta. Þetta þýðir fyrst og fremst að skákmenn fá nú aðgang að opinberum íþróttasjóðum og ættu að fá sneið af lottókökunni. Tony Banks íþróttamálaráðherra hefur að sögn dagblaðsins The Independent lýst vilja ríkis- stjórnarinnar til þess að breyta lögum svo skákin megi teljast íþróttagrein í Bretlandi til jafns við fótbolta og aðrar greinar. Robin Mackley, fram- kvæmdastjóri brezka skák- sambandsins, telur þetta góðar fréttir og segir skákmenn hafa barizt fyrir þessu árum saman. „Snjall leikur" er fyrirsögn leiðara The Independent og segir blaðið að þessi ákvörðun sé löngu tímabær. Loksins lék Tony Banks ekki af sér! Allt kapp lagt á leit að arftaka Santers RÍKISSTJÓRNIR aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB) lögðu í gær allt kapp á að komast að niður- stöðu um það hverjir gætu tekið við af hinum 20 meðlimum fram- kvæmdastjórnar sambandsins, sem sögðu af sér allir sem einn um miðnætti á mánudagskvöld, og hvenær og lögformlega hvernig þau umskipti ættu að fara fram. Allar þessar grundvallarspuming- ar um hvernig brugðist skuli við þegar framkvæmdastjómin segir af sér em opnar, þar sem þetta er í fyrsta sinn í 42 ára sögu ESB sem slíkt gerist. í ljós hefur komið að mjög skipt- ar skoðanir era um það í höfuð- borgum ESB-landanna 15 hvernig farið skuli að í framhaldinu og þýzka stjómin, sem gegnir for- mennsku í ráðherraráðinu þetta misserið, þarf nú að finna mála- miðlun sem allir geta sætzt á, og það sem allra fyrst. Gerhard Schröder Þýzka- landskanzlari hélt í gær áfram för sinni milli ESB-höfuðborganna, en tilgangur hennar var uppranalega að þrýsta á um að leiðtogar ríkj- anna kæmu sér saman um upp- stokkun fjármála sambandsins fyr- ir tímabilið 2000-2006 á fundi í Berlín í næstu viku, en undirbún- ingur þessarar uppstokkunar hefur verið lengi í gangi og hálfs árs for- mennskutíð Þjóðverja yrði vafa- laust álitin hálfmisheppnuð ef þetta samkomulag næst ekki. Þessi upp- runalegi tilgangur Evrópuferðar Schröders hefur hins vegar að mestu fallið í skuggann af leitinni að lausn á stjórnkerfiskreppunni í Brussel. Sú leit beinist aðallega að hentugum frambjóðanda til að taka við Jacques Santer sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Schröder sagðist í gær alls ekki vilja að leitin að nýrri fram- kvæmdastjóm beindi sjónum manna frá þeim mikilvægu málum sem taka yrði ákvarðanir um á Berlínarfundinum, sem hefst á mið- vikudag og á að standa í tvo daga. Allar ríkisstjómir aðildarland- anna yrðu að tilnefna frambjóð- anda í embætti forseta fram- kvæmdastjórnarinnar á allra næstu dögum, ef takast ætti að taka ákvörðun um hverjum ber að fela að taka við af Santer á fundin- JACQUES Santer vætir kverk- arnar við upphaf fundar fram- kvæmdastjórnarinnar í gær. Gerhard Schröder sagði í gær útiiokað að Santer færi fyrir framkvæmdastjórninni á ný. alvörvj Brettapakkar Pakkavörur á frábæru verði á útilífsdögum! Munið eftir fríkortinu. Dagana 18. - 21. mars verða haldnir ÚTILÍFSDAGAR í Útilífi, Glæsibæ. Kynntir verða ýmsir möguleikar fyrir alla fjölskylduna til að njóta útiveru saman á fjölbreyttan og skemmti- legan hátt. ÚTILÍF Skautapakkar GLÆSIBÆ • S: 581 2922 Skíöapakkar Ásetning innifalin. um í Berlín. Heimildamenn Reuters í aðstoðarmannaliði Schröders upplýstu, að kanzlarinn vOdi að tekin yrði á fundinum ákvörðun um hvaða dag nýtt fimm ára skipunartímabil arftaka Santers ætti að hefjast. Stjórnvöld sumra aðildarríkj- anna vilja að Santer sitji, þrátt fyr- ir afsögnina, út sitt skipunartíma- bil, sem á að ljúka um næstu ára- mót, en aðrir vilja bíða úrslita Evr- ópuþingskosninganna, sem fram fara í júní n.k., áður en nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar er val- inn. Schröder útilokaði í gær að til greina kæmi að Santer fengi end- umýjað umboð sitt til að fara fyrir framkvæmdastjóminni. Bæði þýzka og brezka stjómin vilja að sem fyrst verði útnefndur arftaki hans og hann skipaður til næstu fimm ára. Röðin komin að Þjóðveija? Gúnter Verheugen, Evrópu- málaráðherra Þýzkalands, sagðist í gær draga í efa að nokkur niður- staða næðist á Berlínarfundinum um það hver yrði fyrir valinu í stöðuna. Hann vildi ekki taka þátt í vangaveltum um hvaða menn kæmu til greina. I fjölmiðlum hafa oftast heyrzt nefnd nöfn Romanos Prodis, fyrrverandi forsætisráð- herra Italíu, Antonio Guterres, for- sætisráðherra Portúgals, og tveggja Spánverja - Felipe Gonza- lez, fyrrverandi forsætisráðherra, og Javier Solana, núverandi fram- EDITH Cresson lét engan bil- bug á sér finna í gær og sagðist í blaðaviðtali hafa orðið fórnar- lamb ofsókna pólitískra and- stæðinga í Þýzkalandi og hinum norðlægari aðildarríkjum ESB. kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). „Það er engin leið að tilgreina eitthvert einstakt nafn,“ sagði Verheugen. Einn forystumaður í þýzka jafnaðarmannaflokknum (SPD) sá í gær ástæðu tO að lýsa því yfir að Þjóðverji ætti að verða eftirmaður Santers. Norbert Wi- eczorek, Evrópumálatalsmaður þingflokks SPD, vakti athygli á því að Þjóðveiji hefði ekki valizt í emb- ættið frá því Walter Hallstein gegndi því á áranum 1958-1967. „Það er raunveralega komin röðin að Þýzkalandi," sagði Wieczorek, án þess að nefna neinn. Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari, hefur þegar útilokað að sitt nafn verði nefnt í þessu sambandi. Einnig hefur verið minnzt á Rudolf Scharping, vamar- málaráðherra og fyrrverandi for- mann SPD, í þessu samhengi. Javier Solana tjáði fréttamönn- um í gær að hann væri „allt of upp- tekinn“ til að geta svo mikið sem leitt hugann að möguleikanum á því að hann yrði tilnefndur arftaki Lúxemborgarans Santers. „Framkvæmdastjórinn er eins og er á kafi í vinnu fyrir NATO, og það í mjög mikilvægum verkefn- um, við að undirbúa [50 ára hátíð- ar-] leiðtogafund, og Kosovo-deilan um það bil að ná hámarki ... hann hefur sannarlega alls ekki tíma til að leiða hugann að öðram hluturn," sagði talsmaður Solana á blaða- mannafundi. Cresson segir sig að ósekju gerða að blóraböggli Meðan á þessu gekk í gær sýndi sá meðlimur framkvæmdastjórnar- innar, sem varð fremur öðram fyr- ir harkalegri gagnrýni í skýrslu hinnar sérskipuðu spillingairann- sóknarnefndar, engin merki um að vilja viðurkenna sekt sína, nú frek- ar en áður. Edith Cresson, sem fór meðal annars með málefni evr- ópsks rannsóknasamstarfs í fram- kvæmdastjórninni en var á níunda áratugnum forsætisráðherra Frakklands skamma hríð, sagði í blaðaviðtali sem birtist í gær að skýrslan, sem varð til þess að framkvæmdastjómin sagði af sér, hefði verið endurskrifuð að miklu leyti á síðustu stundu fyrir birtingu í þeim tilgangi að láta hennar hlut líta sem verst út. „Einhver vildi að fólki væri talin trú um að ég hefði lengi haft vit- neskju um það sem aflaga fór og að ég hefði vísvitandi reynt að villa um fyi-ir Evrópuþinginu," hafði franska dagblaðið Le Figaro eftir Cresson. Hún sagðist hafa fengið að lesa þá kafla skýrslunnar sem hana vörðuðu á sunnudag en hefði dreg- ið þá ályktun að þeir hefðu verið endurskrifaðir áður en skýrslan kom fyrir almenningssjónir síðdeg- is á mánudag. í öðra blaðaviðtali sagði hún einkum þýzka hægrimenn, sem vildu sjá „höfuð sósíalískra með- lima framkvæmdastjórnarinnar fjúka,“ hafa gert hana að blóra- böggli. Sagði hún þá hafa viljað bjaga ímynd framkvæmdastjómar- innar og útmála hana sem óábyrg- ar eyðsluklær. „Þetta opinberaði klofning milli norður- og suðurevrópskra ríkja innan sambandsins. Það var enginn frá suðrænu landi sem tók þátt í þessum mannaveiðum," sagði hún. Þýzka ríkisstjórnin Trittin segir drif- kraftinn farinn Bonn. Reuters. JURGEN Trittin, umhvei-fisráð- herra Þýzkalands og einn leiðtoga þýzkra græningja, sagði í viðtali sem útdrættir voru birtir úr í gær, að brotthvarf Oskars Lafontaines úr ríkisstjórninni hefði svipt sam- starfsstjórn jafnaðarmanna (SPD) og græningja öllum raunverulegum umbótadrifkrafti. „Rauð-grænt er búið að vera sem umbótaafl. í bezta falli höfum við ýmsa sameiginlega hagsmuni með SPD,“ segir Trittin í viðtali sem birtist í nýjasta hefti vikublaðsins Stern. Auk þess lét hann svo ummælt, að sáralítinn mun væri hægt að greina á stefnu SPD að Lafontaine gengnum og stefnu stjórnarand- stöðuflokks kristilegi-a demókrata (CDU). „Til skemmri tíma litið mælir jafn mikið með stjórnarsam- starfi við CDU og SPD,“ sagði Trittin. Þessi ummæli ráðherrans mælt- ust misjafnlega fyrir hjá ráðamönn- um samstarfsflokksins. Gerhard Schröder kanzlari sagði aðspurður um þau á blaðamannafuni í Vín að það væri fullljóst að samstarfsflokk- arnir vildu viðhalda góðu samstai'fi- Peter Struck, framkvæmdastjóri SPD, sagði ummælin hins vegar „ekki ýkja hjálpleg" og skoraði á græningja að færa sönnur á stað- festu þeirra að ætla að halda stjórn- arsamstarfinu áfram út kjörtímabil- ið. Því lýkur árið 2002. „Ekkert ástarsamband" „Hið „rauð-græna“ stjómarsam- starf var aldrei ástarsamband," tjáði Strack fréttamönnum. „Við höfum gert sáttmála um samstarf í fjögur ár til þess að hrinda umbótum í framkvæmd. Hver sem á í hlut hefur rétt á að endurskoða þetta samstarf - að fjóram áram liðnum.“ Struck minnti á, að daginn eftir afsögn Lafontaines sagði Schröder kanzlari að ekki stæði annað til en að hið „rauð-græna“ stjómarsamstarf héldist óbreytt út kjörtímabilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.