Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 23

Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 23 ERLENT Meðlimur Afríska þjóðarráðsins dæmdur fyrir þjófnað Stal úr alþjóðlegum hjálparsjóðum fyrir börn Höfðaborg. Reuters. Reuters BOESAK ásamt Elnu, konu sinni, er hann yfirgaf réttarsalinn í Höfða- borg í gær. Var hann fundinn sekur um þjófnað og svik en refsingin verður ákveðin í næstu viku. SERA Allan Boesak, fyrrverandi baráttumaður gegn aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku, var í gær fundinn sekur um þjófnað og svik varðandi fé, sem einstaklingar og erlendar hjálparstofnanir höfðu gef- ið til hjálpar börnum, sem áttu um sárt að binda vegna aðskilnaðar- stefnunnar. John Foxcroft, dómarinn, sem dæmdi í máli Boesaks, sagði, að hann hefði verið fundinn sekur um þrjár þjófnaðarákærur og eina um svik en sýknaði hann af 23 öðrum ákærum. Samtals er Boesak sagður hafa dregið sér 14,7 millj. ísl. kr. Refsingin verður ákveðin nk. þriðjudag. Stal af söfnunarfé Paul Simons Foxcroft sagði, að Boesak hefði tekið við um 7,7 milljónum kr., sem bandaríski söngvarinn Paul Simon hefði safnað í hljómleikaferð um S- Afríku, en aðeins látið um fjórar millj. kr. renna í sjóð til styrktar börnum eins og Simon hefði ætlast til. Mismuninn lét Boesak renna í eigin vasa. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um átta millj. kr., sem komu frá sænskri hjálpar- stofnun, en þá peninga notaði hann til að koma upp hljóð- og myndveri fyrir Elnu, eiginkonu sína, sem áður starfaði við sjónvarp. Loksins þótti sannað, að hann hefði dregið sér tæpar þrjár milljónir kr. úr Friðar- og réttlætissjóðnum, sem hann stofnaði sjálfur, til að kosta tvö glæsileg hús og launa konu sinni fyrir störf, sem ekki er vitað til, að hún hafi unnið. Boesak, sem var einn af helstu frammámönnum Afríska þjóðar- ráðsins og náinn samverkamaður Nelsons Mandela, forseta S-Afríku, neitaði öllum sakargiftum en bar þó ekki vitni sjálfur fyrir réttinum. Sýndi hann engin svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp en ein dóttir hans brást í grát. Vildi hann engu svara fréttamönnum og Mand- ela forseti, sem nú er í heimsókn í Noregi, sagði heldur ekkert um dómsniðurstöðuna. Alfred Nzo, ut- anríkisráðherra S-Afríku, sem er í för með Mandela, sagði aðeins, að dómstóllinn hefði kveðið upp sinn úrskurð en Knut Vollebæk, utanrík- isráðherra Noregs, sagði, að það væri dapurlegt, að Boesak skyldi hafa gerst sekur um misferli, Norð- menn hefðu einnig afhent honum fé. Asakanirnar á Boesak kostuðu hann sendiherraembætti lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf en vinir hans í Afríska þjóðarráðinu studdu hann eftir sem áður. Þegar hann fór að skorta fé í íyrra til að kosta málsvörnina kom Mandela forseti honum til hjálpar og hvatti ýmsa til að styðja hann með fjár- framlögum. LIMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða |i 14,200 Kópovogi. S. 587 0980. Fax 557 4243 Hetdur þú að Kalk sé nóg ? NATEN - er nóg ! ^sWtKN asj. Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Kanebo Kaneho HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN 0mbl l.is LLTAt= eiTTH\S/\£} NÝTT~ þr. buxur barna 30-70% AFSLATTUR Hjólabuxur 3990 Barnagönguskór verð áður 5990,- Ensku « boltavörurnar 30% afsláttur nú 3490 Man. United verð áður 6490, Regngallar fullorðins verð áður 5990,- nú 3990 barna verð áður 4990,- Dúnúlpa verð áður 12.900, nú 8990, Finetex úlpa verð áður 10.990, nú 6990, Micro galli verð áður 6990, Úlpur fullorðins verð áður 7990, nú 3990 barna verð áður 5990, r S. 511 4747 SPAR SP0RT TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.