Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 29 LISTIR síðar og hefur því verið haldið fram að rekja megi hroðvirkni Millais eftir það til þess, hversu frek til fjárins fjölskyldan var. A móti er sagt, að Millais hafi, þegar þarna var komið sögu, verið búinn að festa sig í sessi sem portrettmálari; einkum barna, og síðan hafí leið hans legið upp á við til frægustu og valdamestu samtíma- manna hans; m.a. hafi hann málað ^jóra forsætisráðherra og þurfí þá ekki frekari vitna við! Það er, hvað sem öðru líður, gam- an að skoða andlitin, sem Millais málaði, hvort sem það eru bamsand- lit blíð, eins og Charles Liddell, mjúk konuandlit, eins og Hoare-systumar, eða harðgerð ásjóna forsætisráð- herrans Disraeli. Og það er líka fróð- legt að bera fastmótað handbragð MUlais og uppstillingar saman við fjölbreytUeika portrettanna frammi á ganginum, að ekki sé nú talað um skopteikningar Gerald Scarfe. Sá síðamefndi á að hafa sagt, að por- trettmálarinn viti að hann verður á einhverju stigi að sýna fyrirmynd- inni verk sitt. Því geti hann ekki sýnt allan sannleikann. Sjálfur hafi hann ekki þennan djöful að draga. Hann þurfí ekki að taka tillit tU þeirra, sem hann teikni, og standi reyndar gjör- samlega á sama um, hvað þeim finnst. Kannski er það að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um enn eina portrettsýning- una. En það er stutt að fara því, því eins og það sé ekki nóg að hafa National Portrait Gallery á sér öðr- um megin, bætir National Gallery um betur og sýnir portrettverk In- gres hinum megin við sig, í Sains- bury-álmunni. Og sú sýning er vel þess virði að bæta henni á sig. Jean-Auguste-Dominique Ingres (1780-1867) er talinn með fremstu portrettlistamönnum 19du aldar, ef ekki sá fremsti, og þá jafnt íyrir mál- verk sín sem teikningar. Þessi sýn- ing, sem stendur tU 25. aprU, er sú fyrsta utan heimalands hans, Frakk- lands, sem sýnir eingöngu portrett- verk hans og sú fyrsta, þar sem sam- an má skoða málverk hans og teikn- ingar. Ingres nam fyrst hjá fóður sínum í Maontauban og svo við lista- skólann í Toulouse, en 1797 lá leiðin til Parísar. Ungur maður í París málaði hann Napóleon keisara og síðar í Róm málaði hann mörg fyrir- menni, bæði meðan hemám Napóle- ons stóð og eftir 1815 dvaldi hann áfram í Róm og Flórens og málaði þá fólk, sem sótti til hans víða að, m.a. brezka ferðamenn, sem sóttu Italíu þá heim á nýjan leik. 1824 snéri hann aftur tU Parísar. A listamannsferli sínum, sem spannaði meira en sex áratugi, mál- aði Ingres portrett af mörgum helztu valdamönnum, listamönnum, auðmönnum og fegurðardísum Evr- ópu. Hann hafði galdur málverksins vel á valdi sínu og var frábær teikn- ari. Öfugt við MUlais er hann talinn hafa átt nær fullkominn feril alla tíð og öfugt við Millais, sem var þekktur að skjótum vinnubrögðum, þá vann Ingres oft árum saman að portrett- um sínum. Hann var aftur á móti snöggur teiknari og lauk oft við por- trettteikningar sínar á einum degi. En Ingres leit fyrst og fremst á sig sem málara, sem gerði sögunni skil í stórbrotnum málverkum af trú- arlegum og sagnfræðUegum toga. Innst inni harmaði hann þær verald- legu þarfir, sem knúðu hann til að taka að sér að mála portrettin, og hann sá eftir þeim tíma, sem þau tóku frá því málverki, sem hann helzt vildi sinna. Bölvað veri por- trettið á hann einhverju sinni að hafa sagt. Það heldur mér alltaf frá því sem máli skiptir. En þrátt fyrir þetta gaf hann portettið ekki frá sér og hann kastaði aldrei tU þess höndun- um, hvorki málverks né teikningar. Þess vegna eru þau mörg hver talin í hópi áhrifamestu listaverka hans. Það er erfitt að taka einhver por- trett Ingres út úr, en frá fyrstu Parísarárunum má nefna myndina af hinni munúðarfullu frú Phihbert Ri- viére. Áður en Ingres hélt tU Rómar málaði hann Philibert Riviére skatt- heimtumann, Sabine konu hans og Caroline dóttur þeirra. Málverkið af Sabine er nú talið til meistaraverka, en fékk slæmar viðtökur, þegar hann sýndi það fyrst 1806, eins og reyndar mynd hans af Napóleon keisara á valdastóli. Þama á sýningunni gefur líka að hta tvö málverk af Madame Moitessier, sem situr á öðru en stendur á hinu. Ingres byrjaði á því fyrrnefnda, en það tók hann tólf ár að ljúka því. I mUlitíðinni málaði hann frúna standandi. Hjá málverk- unum eru skissur, sem sýna hvernig Ingres hefur þreifað sig áfram með mismunandi stellingar, umhverfi og klæðnað. Það er einkar fróðlegt að lesa vinnubrögð hans út úr þessum myndum og sjá svo, hvað verður of- an á í málverkunum. Ingres málaði líka greifann af Or- léans, erfingja frönsku krúnunnar, en hann lézt skömmu síðar af slys- fórum. Konungurinn pantaði síðan nokkrar myndir af greifanum og varð eftirspurnin slík, að Ingres varð að fá aðstoðarmenn til að mála annað en andlitið, sem var fjölfaldað með tækni þess tíma! Upphaflega por- trettið er á sýningunni og einnig ein af síðari myndunum, þar sem líta má greifann allan. að var hressandi eftir þessa ferð um ný og eldri portrett- verk að koma út á Trafalgar- torg og mæta lifandi fólki í sveita síns andlitis. En samt stóð ég mig að því á heimleiðinni að taka eitt og eitt andlit á gangstéttinni út úr og í neð- anjarðarlestinni og hugsa sem svo: Hvernig ætli þessi yrði hjá Gerald Scarfe, Guð minn góður!, eða þessi hjá Peter Edwai’ds? Og hvernig skyldu Millais og Ingres hafa málað þetta fólk? Því listin gefur lífinu lit - og andlitinu líka. NÆTURÞOKA. Verk eftir Pollock. Monet og Pollock TVÆR málverkasýning- ar standa nú yfir í London sem enginn ætti að láta fara fram hjá sér. Þetta eru sýningar á verkum franska málar- ans Claude Monet og bandaríska málarans Jackson Pollock. Sýning- in á verkuin Monet (1840-1926) nefnist Mo- net á tuttugustu öld og er í Royal Academy. I Lesbók Morgunblaðsins 14. nóvember Ijallaði Jó- hann Hjálmarsson um þessa sýningu, sem þá var í Museum of Fine Arts í Boston í Banda- ríkjunum. Grein Jóhanns nefndist Unnandi vatnaliljanna og sagði hann m.a. sýninguna vera sérstakan, kannski einstak- an listviðburð í lok aldarinnar. Sýningin á verkum Jackson Poll- ock (1912-1956) er í Tate-safninu í London. Hún var áður í New York og skrifaði þá Hulda Stef- ánsdóttir grein um Pollock, sem VATNALILJUR eftir Monet. birtist í Morgunblaðinu 7. janúar sl. Greinina nefndi hún Slettu- Jón eða snillingur? sem lýsir vel þeim skiptu skoðunum, sem uppi eru um verk hans, „en sjaldan eða aldrei hefur listmálari fengið slíka fjölmiðlaathygli sem Poll- ock gerði á sínum tíma“, eins og Hulda skrifar. Jafnvel færustu stjórnendur mega vera barnalegir Láttu það ekki henda þig að kaupa tölvu sem verður úrelt áður en kveikt er á henni I fyrsta sinn. Hugbúnaður morgun- viðskíptatöivan dagsins er hannaður fyrir nýju Dell OptiPlex viðskiptatölvuna með Pentium III örgjörva. Sýndu ekki barnaskap í viðskiptum þó þú njótir leiksins. Reiknaðu með Dell viðskiptatölvunni. EJS / 563 3000 / www.ejs.is / Grensásvegi 10 / 128 Reykjavik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.