Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Alþjóðleg hönnun og íslenskar ljósmyndir TVÆR sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum í dag, fimmtudag, kl. 20. Þetta eru sýning á alþjóðlegri hönnun eftir þá Jasper Morrison, Marc Newson og Michael Young og myndum íslenska Ijósmyndarans Spessa. Hönnuðirnir eru á meðal hinna fremstu á alþjóðavettvangi á sviði hönnunar. Verk þeirra eru kynnt í öllum helstu hönnunarritum samtím- ans, og listinn yfir þau fyrirtæki sem þeir starfa íyrir er nær samhljóða skrá yfir virtustu hönnunarfyrirtæki heims, segir í fi-éttatilkynningu. Ennfremur segir að Lundúnir séu hlekkur sem tengir verk þeirra sam- an, ýmist hafí þeir lært eða búið í borginni. Marc Newson hóf rekstur hönnun- arfyrirtækis í París en flutti rekstur- inn til Lundúna haustið 1997. Ferill hans, verk og vinnulag endurspegla vel þá hnattvæðingu menningar og efnahagslífs sem hefur átt sér stað á síðari hluta 20. aldar. Hann fæddist í Sydney í Astralíu og stundaði þar gullsmíðanám en sneri sér að hús- gagnahönnun á síðasta skólaári sínu. Viðfangsefni Newsons eru alþjóðleg og verk hans bera glöggt vitni um myndheim samtímans, allt frá sport- bílum og flugvélum til geimferða og vísindaskáldsagna. Jasper Morrison hefur rekið hönnunarstofu í Lundúnum frá því að hann útskrifaðist frá Konunglegu listakademíunni árið 1986. Líkt og Newson notar hann nú aðstöðu sína í Lundúnum sem miðstöð til starfa fyrir stóran hóp alþjóðlegra við- skiptavina, meðal annars Alessi, Flos og Cappellini á Ítalíu og Aut- hentics og Hannover í Þýskalandi, en fyrir hana hannaði hann sporvagn sem vakið hefur athygli. Eftir að Michael Young lauk nám í Lundúnum árið 1992 vann hann um tíma á verkstæði Toms Dixons, en árið 1995 setti hann þar á fót eigin hönnunarstofu. Verk hans eru í aug- ljósum tengslum við Lundúnalífið, í takti við lifnaðarhætti ungs fólks og þann endurvakta áhuga á módern- istahreyfingunni sem undanfarið hefur gengið yfir (ágæt dæmi eru lífsstíll vinsælla hljómsveita eins og Oasis og Pulp). Metnaður til að hanna hluti sem hægt er að fjölda- framleiða á viðráðanlegu verði án þess að slakað sé á gæðakröfum eða hönnunarhugmyndum hefur ætíð verið mikilvægur þáttur í verkum Michaels Youngs. Þeir félagar hafa ekki sýnt saman áður, en kveikjuna að sýningunni á Kjarvalsstöðum má rekja til þess að Michael Young fluttist til Islands á síðasta ári og hyggst reka alþjóðlegt hönnunarfyrirtæki sitt hér á landi. Ljósmyndaröð Spessa Ljósmyndarinn Spessi (Sigurþór Hallbjömsson) hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir myndir sín- ar af hetjum hversdagsins. Verk hans bera sterk stíleinkenni einfald- leika og gæla á sérstæðan hátt við hversdagslega sýn. Á sýningunni gefur að líta mynda- röðina Bensín, en hún er myndræn afurð ferðalags ljósmyndarans og sýnir íslenskar bensínstöðvar frá ýmsum tímum. Myndirnar lýsa af- stæðum og mótsagnakenndum feg- urðarsjónarmiðum sem endurspegl- ast í þessum alþjóðlegu fyrirbærum og menningarlegri einangrlun þeirra í íslensku landslagi, jafnt í sveit sem borg. Spessi stundaði nám í ljósmyndun í Hollandi, en hefur síðan haldið einkasýningar bæði á Islandi og í Hollandi, auk þess sem hann hefur vakið athygli með verkum sínum og fengið viðurkenningar á ýmsum samsýningum undanfarin ár. Hann rekur eigin vinnustofu og fæst við iðnaðarljósmyndun jafnframt því sem hann vinnur við eigin listsköp- un. Safnið fylgii' báðum sýningunum úr hlaði með veglegum sýningar- skrám. Hönnunarsýningunni fylgir sýningarskrá með greinum eftir Marcus Field ritstjóra Blueprínt, al- ' þjóðlegs tímarits um byggingarlist, hönnun og menningu samtímans og Guðmund Odd Magnússon deildar- stjóra í grafískri hönnun við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Nautilus b'kamsræktarstöðvar í Hafnarfirði og Kópavogi Tilboð sem þú getur ekki hafhað - hniíci mnarx/Qflna! Ný Nautilus líkamsræktarstöð hefur verið opnuð í kjallara Suðurbæjar- laugarinnar í Hafnarfirði. Þar leiðbeina faglærðir kennarar hverjum einstaklingi um þjálfun í nýjustu og fullkomnustu Nautilus tækjunum. í tilefni opnunarinnar býður Nautilus einstakt tilboð; árskort á 14.990 kr.i, .249 ki. á mánuði) Innifalið er aðgangur að sundlauginni hvenær sem hún er opin. Tilboðið gildir einnig fyrir Nautilus líkamsræktar- stöðina í Sundlaug Kópavogs. Korthafar geta notað báðar stöðvarnar en hafa aðgang að sundi í þeirri laug sem þeir kaupa kortið í. Ath. tilboðið stendur aðeins til og með 21. mars. Suðurbæjarlaug Hafnarfirði og Sundlaug Kópavogs Morgunblaðið/Þork’ell ENSKU hönnuðirnir Jasper Morrison, Marc Newson og Michael Young sýna verk sín á Kjarvaisstöðum en allir eiga þeir það sameigin- legt að tengjast London á einn eða annan hátt. SPESSI sýnir myndir af íslenskum bensínstöðvum frá ýmsum tímum á sýningu sinni á Kjarvalsstöðum. Myndum Spessa eru gerð skil í lit- prentaðri bók með greinum eftir Jón Proppé og Dominique Nahsam sem báðir eru listgagnrýnendur. Mánudaginn 22. mars fjallar Michael Young um verk sín á fyrir- lestri sem haldinn verður á Kjarvals- stöðum og hefst kl. 20. Sýningarnar standa til 24. maí eins og sýningin Af trönum meistar- ans sem stendur í austursal Kjai- valsstaða, en þar eru sýnd verk Kjarvals frá árunum 1946-1972. Op- ið er á Kjarvalsstöðum alla daga kl. 10-18, alla sunnudaga kl. 16 er leið- sögn um sýningarnar. Dagskráin þín er komin út 17.-30. mars Verölauna- krojsjáta mPættír Nýsyrpa ■ sæiöx hértendis. ■ SJP pat vetðot Sltam " ' hœgl að moð Þeim Phoebe. Ross, jocy, Monlcu, ChantBet og Rachel I ðaglcgu amstri. Úrslitawffureigmn r—-----"V ► UtsWavlðut- Óskartnn i beinni - á veröi fyrir pig Samvinnuferðir ' Landsýn 'íötfi&ú I I ‘itoisvi a»ð»yMfÍS@lt ■ teikrit Handlagni plparmn ► Ný WeosK leiWrt etu I boöi ÚtvatpsleikhúMjns I memrií aprtl. Fðstudaglnn 19. mare ZL, le*riUð Hanrtlagni plpatinn eftit botsiem Goð ’ZSZrzírzs matm sam et otðtnn ftWnn Kynmsltásagnlt í allri sinni mynd!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.