Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Alþjóðleg hönnun og
íslenskar ljósmyndir
TVÆR sýningar verða opnaðar á
Kjarvalsstöðum í dag, fimmtudag,
kl. 20. Þetta eru sýning á alþjóðlegri
hönnun eftir þá Jasper Morrison,
Marc Newson og Michael Young og
myndum íslenska Ijósmyndarans
Spessa.
Hönnuðirnir eru á meðal hinna
fremstu á alþjóðavettvangi á sviði
hönnunar. Verk þeirra eru kynnt í
öllum helstu hönnunarritum samtím-
ans, og listinn yfir þau fyrirtæki sem
þeir starfa íyrir er nær samhljóða
skrá yfir virtustu hönnunarfyrirtæki
heims, segir í fi-éttatilkynningu.
Ennfremur segir að Lundúnir séu
hlekkur sem tengir verk þeirra sam-
an, ýmist hafí þeir lært eða búið í
borginni.
Marc Newson hóf rekstur hönnun-
arfyrirtækis í París en flutti rekstur-
inn til Lundúna haustið 1997. Ferill
hans, verk og vinnulag endurspegla
vel þá hnattvæðingu menningar og
efnahagslífs sem hefur átt sér stað á
síðari hluta 20. aldar. Hann fæddist í
Sydney í Astralíu og stundaði þar
gullsmíðanám en sneri sér að hús-
gagnahönnun á síðasta skólaári sínu.
Viðfangsefni Newsons eru alþjóðleg
og verk hans bera glöggt vitni um
myndheim samtímans, allt frá sport-
bílum og flugvélum til geimferða og
vísindaskáldsagna.
Jasper Morrison hefur rekið
hönnunarstofu í Lundúnum frá því
að hann útskrifaðist frá Konunglegu
listakademíunni árið 1986. Líkt og
Newson notar hann nú aðstöðu sína í
Lundúnum sem miðstöð til starfa
fyrir stóran hóp alþjóðlegra við-
skiptavina, meðal annars Alessi,
Flos og Cappellini á Ítalíu og Aut-
hentics og Hannover í Þýskalandi,
en fyrir hana hannaði hann sporvagn
sem vakið hefur athygli.
Eftir að Michael Young lauk nám í
Lundúnum árið 1992 vann hann um
tíma á verkstæði Toms Dixons, en
árið 1995 setti hann þar á fót eigin
hönnunarstofu. Verk hans eru í aug-
ljósum tengslum við Lundúnalífið, í
takti við lifnaðarhætti ungs fólks og
þann endurvakta áhuga á módern-
istahreyfingunni sem undanfarið
hefur gengið yfir (ágæt dæmi eru
lífsstíll vinsælla hljómsveita eins og
Oasis og Pulp). Metnaður til að
hanna hluti sem hægt er að fjölda-
framleiða á viðráðanlegu verði án
þess að slakað sé á gæðakröfum eða
hönnunarhugmyndum hefur ætíð
verið mikilvægur þáttur í verkum
Michaels Youngs.
Þeir félagar hafa ekki sýnt saman
áður, en kveikjuna að sýningunni á
Kjarvalsstöðum má rekja til þess að
Michael Young fluttist til Islands á
síðasta ári og hyggst reka alþjóðlegt
hönnunarfyrirtæki sitt hér á landi.
Ljósmyndaröð Spessa
Ljósmyndarinn Spessi (Sigurþór
Hallbjömsson) hefur á undanförnum
árum vakið athygli fyrir myndir sín-
ar af hetjum hversdagsins. Verk
hans bera sterk stíleinkenni einfald-
leika og gæla á sérstæðan hátt við
hversdagslega sýn.
Á sýningunni gefur að líta mynda-
röðina Bensín, en hún er myndræn
afurð ferðalags ljósmyndarans og
sýnir íslenskar bensínstöðvar frá
ýmsum tímum. Myndirnar lýsa af-
stæðum og mótsagnakenndum feg-
urðarsjónarmiðum sem endurspegl-
ast í þessum alþjóðlegu fyrirbærum
og menningarlegri einangrlun þeirra
í íslensku landslagi, jafnt í sveit sem
borg.
Spessi stundaði nám í ljósmyndun
í Hollandi, en hefur síðan haldið
einkasýningar bæði á Islandi og í
Hollandi, auk þess sem hann hefur
vakið athygli með verkum sínum og
fengið viðurkenningar á ýmsum
samsýningum undanfarin ár. Hann
rekur eigin vinnustofu og fæst við
iðnaðarljósmyndun jafnframt því
sem hann vinnur við eigin listsköp-
un.
Safnið fylgii' báðum sýningunum
úr hlaði með veglegum sýningar-
skrám. Hönnunarsýningunni fylgir
sýningarskrá með greinum eftir
Marcus Field ritstjóra Blueprínt, al-
' þjóðlegs tímarits um byggingarlist,
hönnun og menningu samtímans og
Guðmund Odd Magnússon deildar-
stjóra í grafískri hönnun við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands.
Nautilus b'kamsræktarstöðvar
í Hafnarfirði og Kópavogi
Tilboð sem þú getur ekki hafhað
- hniíci mnarx/Qflna!
Ný Nautilus líkamsræktarstöð hefur
verið opnuð í kjallara Suðurbæjar-
laugarinnar í Hafnarfirði.
Þar leiðbeina faglærðir kennarar hverjum
einstaklingi um þjálfun í nýjustu og
fullkomnustu Nautilus tækjunum.
í tilefni opnunarinnar býður
Nautilus einstakt tilboð; árskort á
14.990 kr.i,
.249 ki. á mánuði)
Innifalið er aðgangur að sundlauginni
hvenær sem hún er opin. Tilboðið gildir
einnig fyrir Nautilus líkamsræktar-
stöðina í Sundlaug Kópavogs.
Korthafar geta notað báðar stöðvarnar
en hafa aðgang að sundi í þeirri laug
sem þeir kaupa kortið í.
Ath. tilboðið stendur aðeins
til og með 21. mars.
Suðurbæjarlaug Hafnarfirði og Sundlaug Kópavogs
Morgunblaðið/Þork’ell
ENSKU hönnuðirnir Jasper Morrison, Marc Newson og Michael
Young sýna verk sín á Kjarvaisstöðum en allir eiga þeir það sameigin-
legt að tengjast London á einn eða annan hátt.
SPESSI sýnir myndir af íslenskum bensínstöðvum frá ýmsum tímum á
sýningu sinni á Kjarvalsstöðum.
Myndum Spessa eru gerð skil í lit-
prentaðri bók með greinum eftir Jón
Proppé og Dominique Nahsam sem
báðir eru listgagnrýnendur.
Mánudaginn 22. mars fjallar
Michael Young um verk sín á fyrir-
lestri sem haldinn verður á Kjarvals-
stöðum og hefst kl. 20.
Sýningarnar standa til 24. maí
eins og sýningin Af trönum meistar-
ans sem stendur í austursal Kjai-
valsstaða, en þar eru sýnd verk
Kjarvals frá árunum 1946-1972. Op-
ið er á Kjarvalsstöðum alla daga kl.
10-18, alla sunnudaga kl. 16 er leið-
sögn um sýningarnar.
Dagskráin þín er komin út
17.-30. mars
Verölauna-
krojsjáta
mPættír
Nýsyrpa
■ sæiöx hértendis.
■ SJP pat vetðot Sltam
" ' hœgl að
moð Þeim Phoebe. Ross,
jocy, Monlcu, ChantBet og
Rachel I ðaglcgu amstri.
Úrslitawffureigmn
r—-----"V ► UtsWavlðut-
Óskartnn i beinni
- á veröi fyrir pig
Samvinnuferðir
' Landsýn
'íötfi&ú I I ‘itoisvi a»ð»yMfÍS@lt
■ teikrit
Handlagni plparmn
► Ný WeosK leiWrt etu I boöi
ÚtvatpsleikhúMjns I memrií
aprtl. Fðstudaglnn 19. mare
ZL, le*riUð Hanrtlagni
plpatinn eftit botsiem Goð
’ZSZrzírzs
matm sam et otðtnn ftWnn
Kynmsltásagnlt
í allri sinni mynd!