Morgunblaðið - 18.03.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 18.03.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 37 m í New York )yrgir mála dag fyrir dómarann og það gefst raunverulegt tækifæri til að gera annað og meira en bara að afgreiða málið. Sumir eru látnir gefa sig fram vikulega eða mánaðarlega vegna þess að það getur haft raunveruleg áhrif í þá átt að halda þeim allsgáð- um. Það er verið að gera dómara ábyrga gagnvart samfélaginu á nýj- an hátt. Það bera allir ábyrgð á því að brugðist sé á uppbyggilegan hátt við afbrotum. Þegar þannig er litið á fær maður aðra sýn á málin.“ Þáttur í þessu er að dómstóllinn býður ókeypis aðgang að félagsráð- gjöf á staðnum og um 20% sakborn- inga halda áfram vinnu í sínum mál- um með starfsliði dómstólsins að eig- in ósk. Julius segir að í raun sé aðal- atriðið að bjóða þessa þjónustu á staðnum, flytja hana þannig nær fólkinu, sem líklegast er að þurfí á henni að halda. Hinn fyrsti sinnar tegundar „Dómstóllinn hefur starfað í 5 ár og eitt markmiðið var að sýna dóm- urum við venjulega dómstóla fram á gagnsemi annarra úrræða en hinna hefðbundnu. Hjá okkur eru refsing- arnar þyngri en á móti sameinum við refsingu, aðstoð og meðferð og kom- um fram við alla af virðingu." Eins er á vegum dómstólsins starfrækt verkefni þar sem lögreglu- maður og félagsráðgjafi fara um hverfíð, leita uppi fólk sem líklegt er til að komast í kast við lögin og fá það til að nýta sér þá aðstoð sem dómstóllinn hefur upp á að bjóða. --------- Samfélagsdómstóllinn samfé- var hinn fyrsti sinnar teg- ánusta undar en Julius segir að leið í 22 aðrar borgir í Banda- igum ríkjunum séu að sníða _____ verkefni að þessari fyrir- mynd og tveir hliðstæðir dómstólar hafa þegar tekið til starfa, annar í Hartford í Connecticut en hinn í Oregon. Nú er unnið að tveimur könnunum á því hvernig starf dómstólsins hefur reynst. Annars vegar er verið að bera saman kostnað og árangur samanborið við hefðbundna dóm- stóla og sambærilega þjónustu og hins vegar er verið að kanna hve margir sakamannanna brjóti aftur af sér og hvort hlutfallið þar sé annað en þar sem hefðbundnar leiðir eru farnar. 4- WILLIAM Hague á vorfundi fhaldsmanna á dögunum. Ihaldsmenn í eldhúskróknum Breskir íhaldsmenn héldu vorfund sinn um helgina. Freysteinn Jóhannsson í London fylgdist með umræðum í Bretlandi um stöðu flokksins og formannsins Williams Hagues. VIÐ verðum að vera frjáls“, sagði William Hague, for- maður brezka íhaldsflokks- ins, á vorfundi hans um helgina. Hann var þá að vísa til fortíð- ar fiokksins, sem nú væri tímabært að líta af og horfa þess í stað fram á veg- inn. Og vissulega er orðið tímabært að Ihaldsflokkurinn losni af klafa fortíð- arinnar og freisti þess að ná stöðu sem raunverulegur valkostur við Verkamannaflokkinn. En það er ekki aðeins að íhaldsflokkurinn eigi undir högg að sækja, heldur á Hague sjálfur ei-fitt uppdráttar á formannsstólnum. Sterkar raddir halda því fram, að með Hague sem formann muni íhalds- flokkurinn aldrei komast á skrið og því þurfi að taka hann undan stýri tii þess að flokkurinn verði frjáls til framsóknar. Formannsferill Williams Hagues hefur alla tíð verið þyrnum stráður. íhaldsflokkurinn var í sárum eftir ósigurinn í síðustu kosningum. Og eft- ir brösugt formannskjör átti Hague erfitt uppdráttar í skugga vígreifs Verkamannaflokks, leiðtogahæfileik- ar hans voru strax dregnir í efa og nú, þegar hann hefur sett flokk sínum nýja stefnu og blásið til sóknar gegn ríkisstjórninni, eru hæfileikar hans til að leiða þá sókn enn og aftur dregnir í efa. Úthýst sem grátkonu eða vingli Það var svo sem að vonum, að Hague gengi illa að iáta til sín heyra í glaumnum frá siguiTÍmu Verka- mannaflokksins eftir síðustu kosning- ar. Fóik vildi ekki leggja við hlustir þegar hann talaði. Ihaldsflokkurinn var fallinn dreki - frá honum lagði bara fnykinn. Ilmurinn barst frá sigurvegm’unum. Þeir voru hinn nýi Verka- mannaflokkur; nýir menn með fersk viðhorf. Hague lagði áherzlu á, að íhalds- menn yrðu að gangast við mistökum sínum í ríkisstjórn. Aðeins þannig gætu íhaldsmenn náð sáttum við brezku þjóðina aftur. Um leið reyndi hann svo að ýta úr vör breytt- um áherzlum í málflutningi flokksins, eins konar íhaldssömum sósíalisma, varkárum gagnvart Evrópusamstarf- inu. En hann talaði fyrir daufum eyr- um. Honum var ýmist úthýst sem grátkonu eða vingli, sem væri að reyna að klóra í bakkann án þess að hafa neitt nýtt fram að færa. Ef menn lögðu við hlustir, sögðust þeir bara sjá gömlu sporin og þau hræddu. Það var sama, hversu mikinn sannfæringar- kraft Hague reyndi að leggja í orð sín,_hann náði aidrei í gegn. Fonnað- ur Ihaldsflokksins var sagður stjórn- málamaður lítilla sanda og h'tilla sæva. Hvílíkur munur á honum og hinum brosmilda Blair. Hvílíkur mun- ur á feysknu flokksflaki þess sið- blinda afls, sem hafði lagt Bretland í dróma, og ferskum vindum Verka- mannaflokksins, sem leystu England úr álögum. Svo hávær var þessi dóm- ur um William Hague, að hann átti hljómgrunn inn í raðir íhaldsmanna. En þótt Hague hafi ekki náð vopn- um sínum og virki oft hikandi og ósannfærandi, þá hefur hann þó átt sína daga sem formaður íhaldsflokks- ins. Hann hefur átt það til að standa sig vel í umræðum á þingi, nú síðast í þröngi’i stöðu, þegai’ fjárlagafrum- varpið vai’ iagt fram. Hann kom öllum á óvart, þegar hann fyrii-varaiaust efndi til atkvæðagreiðsiunnar um evr- ópska myntbandalagið. Og eins þótti hann sýna af sér rögg, þegar hann vék Cranbome, talsmanni íhalds- flokksins í lávarðadeildinni, frá, þegar sá síðarnefndi gerði samkomulag við Blair um breytingar á lávarðadeild- inni án þess að Hague vissi af því. Gailinn er bara sá, að William Hague gengur ekki í augun á fólki. Þungavigt vors daglega brauðs Og nú hefur Hague stungið út nýjan kúrs fyrir íhaldsflokkinn. Hin nýju viðhorf flokksins eru mót- uð við eldhúsborðið, sam- líking sem sótt er til Bandaríkjanna um þunga- vigt vors daglega brauðs í stjórnmála- umræðunni. Þessi tilvísun Hagues til eldhúsborðsins undirstrikar þá breyt- ingu, sem á að vera frá tíð Margaret Thatcher og Johns Majors, þegar íhaldsflokkurinn stóð við bankaborð- ið og efnahagsmál og hugtök þeim tengd, voru þungamiðjan í málflutn- ingi, sem fór svo fyrir ofan garð og neðan hjá hinum almenna kjósanda. Nú á að tala það tungumál, sem al- menningur skilur. Hague sagði í sjónvarpsviðtali um helgina nýju stefnuna snúast öðru fremur um gott mannlíf. Peningar eru vissulega hluti lífsgæðanna, en líf- ið snýst um fleira en efnisleg gæði. Það eru líka til önnur verðmæti. Hann sagði, að Thatcher og Major hefðu gjörbreytt efnahagslífi Breta til hins betra, en nú eru aðrir tímar. Auðvitað skiptir fjárhagurinn áfram máli. En fólk leggur áherzlu á inni- haldsi’íkt mannlíf, vill sjá öfluga bar- áttu gegn glæpum og eituriyfjum svo eitthvað sé nefnt, valddreifingu, skil- virka almannaþjónustu og mannúð- legt velferðarkerfi. Og auðvitað á skattheimtan að vera í algjöru lág- marki. Einstaklingurinn á aftur áð fá að njóta sín. Eins og þetta hafi nú ekki verið sagt áður! Það var sagt á dögunum, að það hlyti að hafa verið erfitt fyrir Hague að horfa upp á fjánnálaráðherra Verkamannaflokksins beita sér fyrir efnahagsaðgerðum eins og skatta- lækkunum og stuðningi við fyrirtæki, sem hefðu löngum verið aðalsmerki íhaldsflokksins. En Hague þótti standa sig vel í umræðunum, þegar hann dró fram að skattheimtan hefði vaxið í tíð Verkamannaflokksins og eftir því sem fleiri hliðarráðstafanir með fjárlagafrumvarpinu hafa séð dagsins ljós er myndin, þótt góð sé, ekki eins glæsileg og Gordon Brown málaði hana, þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Og hvernig vill Hague að Ihaldsflokkurinn bregðist við? Flokkurinn ætlar að taka hjónabandið sérstak- lega upp á arma sína, þeg- ar Verkamannaflokkurinn hefur vegið að því í fjár- lagafrumvarpinu, þar sem hjónafrá- dráttur er lagður niður strax og barnabætur teknar upp í staðinn, ári síðar. (Þá hefur ríkisstjórnin krækt sér í hálfan annan milljarð punda með þessari skattahækkun einni saman.) Við eldhúsborð íhaidsflokksins eiga hjón að sitja í öndvegi - og njóta sér- stakra skattakjara. Nýtt íliald? Aðspurður hvort hann sé að boða nýtt íhald líkt og Tony Blair kom með sína nýju verkamannastefnu, segist Hague ekki kunna við þá samiíkingu. Verkamannaflokkurinn hafí haft endaskipti á öllum sínum stefnumál- um, en íhaldsflokkurinn sé ekki með neinar kúvendingar, heldur sé hann fyi’st og fremst að laga stefnu sína að breyttum tímum; með ferskum hug- myndum í takt við fólkið í landinu. En þótt Hague vilji ekki tala bein- um orðum um nýtt íhald, skiptir það þó sköpum fyrir íhaldsflokkinn, að honum takist engu að síður að sann- færa fólk um að nýtt íhald sé á ferð- inni. Hague kveður líka sterkt að orði, þegar hann segist vilja sjá flokkinn frjálsan af fortíðinni. Til þess þarf þó ekki bara ný mál, heldur líka nýja menn - ný andlit til þess að sannfæra kjósendur um það, að nýir tímar séu runnir upp í ranni íhalds- flokksins. Og þótt ráðamenn frá Ma- jor-tímanum séu enn áberandi í fremstu röð fækkar þeim um einn og einn. Nú síðast hefur Michael Howard, sem var innanríkisráðherra í stjórn Johns Majors og er utanríkis- ráðherra í skuggaráðuneyti Hagues, tilkynnt að hann muni hverfa af fremsta bekk næst þegar Hague ger- ir þar mannabreytingar, sem búizt er við að verði í sumar. En það eru ekki bara einar kosn- ingar, sem Hague þarf að hafa áhyggjur af. Það verður kosið í Skotlandi og það verður kosið í Wa- les. Og það verður kosið til Evrópu- þingsins. Andstaða Hagues og stefna Ihaldsflokksins gegn evrunni hafa orðið til þess, að fyrrum þingmenn Ihaldsflokksins, Brendan Donnelly og John Stevens hafa stofnað_ nýjan flokk. Þrátt fyrir mótstöðu íhalds- flokksins fengu þeir tvímenningar að nefna flokk sinn Meðevru Ihalds- flokkinn og það er ljóst, að hann tek- ur atkvæði frá íhaldsflokknum. Og Evrópuöldurnar risu hátt á vorþing- inu um helgina. Michael Heseltine, fyi’rum aðstoðarforsætisráðherra, og Kenneth Clarke, fyrrum fjármála- ráðherra, eru báðir evrumenn og vilja styðja herferð þá til stuðnings við aðild Breta að evrunni, sem aðil- ar í brezku viðskiptalífi hleyptu af stokkunum í gær með samþykki rík- isstjórnarinnar. Hague segir sam- komulag hafa tekizt um að vera ósammála um þetta mál! Þeir félagar muni ekki ganga opinberlega til liðs við hreyfinguna fyrr en eftir Evrópu- kosningarnar 10. júní og að þeir muni fram að því virða stefnu flokks- ins og styðja frambjóðendur hans í kosningunum! Hague talar sjálfur um, að Bretar eigi að taka þátt í Evr- ópusamvinnu, en ekki láta stjórnast af henni. Og brezka pundið blívur. Það er hin opinbera stefna flokksins. En Hague segir enga ástæðu til nornaveiða innan flokksins út af þessu máli og hann vilji ekki missa menn eins og Michael Heseltine og Kenneth Clarke, eða Ian Taylor og David Currie, sem sögðu sig úr skuggaráðuneytinu vegna evru- stefnu flokksins. Þetta eru mikil um- skipti frá afstöðu Hagues í garð þeirra Donnellys og Stevens, en fyrir um mánuði sagði hann, að hver sá sem hlypi undan Evrópumerkjum flokksins, hvað þá styddi þá félaga, yi-ði umsvifalaust rekinn úr flokkn- um. Það er ljóst, að svipunni hefur verið stungið undir stól um helgina. Menn bara greinir á, en við erum all- ir eftir sem áður góðir og gegnir íhaldsmenn, segir Hague nú. Vandinn er bara sá, að nú eru góðu og gegnu íhaldsmennirnir á Bret- landi svo fáir! Framundan er því erf- iður róður hjá William Hague og hans mönnum. Fyi’stu fréttir benda ekki til þess, að úr eldhúskróki Ihaldsflokksins komi nú þær leiftrandi nýsköpunar- hugmyndir, sem laðað geti fólk til flokksins í stórum stíl. Og vandséð er að Hague fái með þeim þann slagkraft, sem hann þarf til þess að ná eyrum þjóðarinnar og stækka svo í augum fólksins, að hann verði leiðtogi, sem veigur er í. Hon- um virðast sköpuð örlög, sem hann nær ekki að brjótast undan. Hann virðist því dæmdur til þeiirar for- mennsku að andæfa áfram og bíða þess að Verkamannaflokkurinn skjóti sig sjálfur í fótinn svo illa að íhalds- flokknum takist að koma á hann bragði. Þá er nú allt eins líklegt að eini hvellurinn, sem heyrist, verði þegar Ihaldsflokkurinn fær sér nýjan for- mann. Engin kúvend- ing hjá flokkn- um en stefnan verið löguð Gallinn er sá að Hague gengur ekki í augun á fólki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.