Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Ferskir vindar
í viðskiptalífínu
Stjórnarformannsskiptin í SH eru
vonandi forboði um heilbrigðara
viðskiptalíf þar sem krafan um ábyrgð
og hámarks arðsemi er í fyrirrúmi.
KRAFAN um
ábyrgð og arðsemi
hefur um sumt átt
erfitt uppdráttar í
íslensku viðskipta-
lífi. Öðrum þræði er það vegna
smæðar samfélagsins en ekki
síst vegna pólitískra ítaka í at-
vinnulífinu. I skjóli hafta og
pólitísks skömmtunarvalds
mynduðust blokkir í viðskipta-
lífinu þar sem pólitískur bak-
grunnur og fjölskyldubönd réðu
tíðum meii'a um frama manna
en hæfileikar, dugnaður og
áræði. Afleiðingin er sú að nú
löngu eftir að höftunum hefur
verið aflétt eru alltof mörg ís-
lensk fyrirtæki af stærri gerð-
inni rekin eins og stofnanir þar
sem stjómendur sitja allsráð-
andi á toppi
VIÐHORF valdapýramída
----- með hersingu
Eftir Jakob F. af dyggum
Asgeirsson starfsmönnum
í kringum sig.
í slíkum fyrirtækjum á sér ekki
stað nauðsynleg endurnýjun,
hæfíleikar fá ekki að njóta sín
sem skyldi því hollustan við yf-
irmennina er ráðandi og ferskar
hugmyndir kafna iðulega í fæð-
ingu. Smæð markaðarins og
skortur á samkeppni hefur
komið í veg fyrir að refsað sé
fyrir slíka stjórnarhætti, auk
þess sem eigendur slíkra fyrir-
tækja hafa löngum gert litlar
arðsemiskröfur og sætt sig við
þá umbun sem felst í stjómar-
setu í virðulegum og markaðs-
ráðandi fyrirtækjum. Stjómar-
formannskjörið á nýliðnum að-
alfundi Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna er vonandi for-
boði um heilbrigðara viðskipta-
líf þar sem krafan um ábyrgð
og hámarks arðsemi er sett í
öndvegi - en í þeirri kröfu felst
einmitt húsbóndavald virks
hlutabréfamarkaðar.
Hér skal ekki lagt efnislegt
mat á þann ágreining sem ríkt
hefur innan SH um markmið
og leiðir og á engan hátt skal
hér varpað rýi'ð á forystusveit
SH undanfarna áratugi. SH er
hér einungis nefnt til sögunnar
vegna þess almenna mikilvægis
sem stjórnarkjörið á aðalfundi
fyrirtækisins kann að hafa fyr-
ir íslenskt samfélag - ef það
boðar breytta tíma. Það sem
gerðist á aðalfundi SH var
nefnilega að almennir hluthaf-
ar ákváðu (með réttu eða
röngu) að skýringar forystu-
sveitar fyrirtækisins á slæmri
afkomu væru ekki viðunandi og
að þeir treystu öðrum betur til
að stýra fyrirtækinu inn í nýja
öld. Vissulega sætir það stór-
tíðindum í íslensku viðskiptalífi
að hluthafar í fyrirtæki fái vilja
sínum framgengt og setji
stjórnendum stólinn fyrir
dyrnar. Hingað til hafa hlut-
hafar og eigendur stærri fýrir-
tækja verið býsna leiðitamir,
sem fyrr segir, og á stundum
ekki virst hafa öðru hlutverki
að gegna en að samþykkja og
skrifa uppá ákvarðanir stjórn-
endanna. Þar með hefur skort
nauðsynlegt aðhald í rekstri
þessara fyrirtækja og krafan
um ábyrgð og arðsemi ekki
verið skilgreind af hluthöfun-
um eða eigendum (eins og vera
ber) heldur af stjórnendunum
sjálfum.
í kjölfar aðalfundar SH hefur
ýmsum orðið tíðrætt um að
hlutabréfamarkaðurinn sé harð-
ur húsbóndi. I seinni tíð hefur
ekki þótt hæfa að tala um harða
húsbændur þegar verið er að
segja upp eða skáka til almennu
verkafólki. Hins vegar hefur
nokkuð borið á frasanum „nauð-
synleg hagræðing". Hæst settu
stjórnendur fá há laun og njóta
mikilla fríðinda - og eru vænt-
anlega vel í stakk búnir til að
takast á við mögru árin. Það er
ekki bara viðskiptalífið sem er
hart, heldur mannlífið allt og
margur sem á um sárt að binda
fyi’ir engar sakir. Það er því
ástæðulaust að gera sérstakt
veður út af óréttlæti lífsins þótt
fáeinir hátt settir menn bíði
ósigur í átökum innan fyrirtæk-
is; þeir hafa sjálfir komist til
sinna miklu valda og áhrifa með
því að bera sigurorð af öðrum -
og einhvern tíma hlaut að koma
að því að „hagræðingin“ næði til
toppanna.
Hæst settu stjórnendur í
stórum íýrirtækjum eiga að
sæta mikilli ábyrgð. Ef við-
skiptalífið fer almennt að gera
stjómendur stærri fyrirtækja
raunverulega ábyrga fyrir
rekstri þeirra, svo sem tíðkast í
hinum stóra heimi, eykst að
sama skapi vægi hinnar löngu
tímabæru kröfu um að stjórn-
málamenn kalli stjórnendur rík-
isfyrirtækja og hlutafélaga á
vegum ríkisins til fullrar
ábyrgðar á rekstri þeirra.
Æskilegt er að sem flest stærri
fyrirtæki í einkaeigu fari á
hlutabréfamarkað og lúti því
húsbóndavaldi sem þar er að
finna ef markaðurinn er virkur
og hluthafar sofa ekki á verðin-
um.
Hvað SH varðar er út af fyrir
sig ánægjulegt að til forystu í
stærsta fyrirtæki landsins skuli
veljast maður sem hafist hefur
af sjálfum sér til þeirra met-
orða. Eins og ýmsir frumkvöðl-
ar í sjávarútvegi fyrr á öldinni
var Róbert Guðfinnsson sjó-
maður áður en hann hóf rekst-
ur, lauk m.a. stýrimannaskóla-
prófi og var um skeið stýrimað-
ur á togara. Og eins og sumir
sögufrægir fyrirrennarar hans
sýndi Róbert hvað í honum bjó
á örlagastundu - hann tók af
skarið þegar aðrir sátu með
hendur í skauti, lagði allt undir
til að reisa við fyrirtæki sem
komið var í þrot og gekk svo
nærri sér við að koma fyrirtæk-
inu á réttan kjöl að honum bil-
aðist heilsa um skeið. Svipað
áræði sýndi hann í valdabarátt-
unni innan SH. Enginn getur
sakað hann um að hafa siglt
undir fölsku flaggi, allir vissu
hvað hann ætlaði sér og hann
gerði það sem þurfti til að hafa
sitt fram.
Fróðlegt verður að fylgjast
með þeim breytingum sem
verða á starfsemi og rekstri SH
í kjölfar stjórnarformannsskipt-
anna. Víst er að öll spjót standa
nú á hinum nýja formanni.
Hans er að sýna að hann sé
traustsins verður og að meiri-
hluti hluthafanna hafi veðjað
rétt.
Staðsetning flug-
vallar í Skerjafírði
Staðsetning flugvall-
arins og fuglarnir
Flugtæknilega er
staðsetning flugvallar
úti í Skerjafirði betri
kostur en núverandi
staðsetning. Hvað
varðar umræðu um
hugsanleg vandkvæði
með fugla á flugvelli í
Skerjafirði þá er rétt
að benda á að núver-
andi staðsetning
Reykj avíkurflugvallar
er ein sú óheppilegasta
sem hægt er að finna á
höfuðborgarsvæðinu
með tilliti til fugla og
hættu á árekstrum við þá. NS-
brautin er með aðflug yfir eina
þéttustu fuglabyggð landsins,
Tjörnina í Reykjavík. AV-brautin
er með aðflug yfir eitt stærsta
samfelda trjábelti á höfuðborgar-
svæðinu, Öskjuhlíðina og kirkju-
garðinn. Báðar þessar brautir
liggja nánast út í sjó og þar eru
grunnfjörur með miklu dýralífi,
þar eru matarkistur sjófugla, vað-
fugla o.fl. Að flytja flugvöllinn út í
Skerjafjörðinn mun einungis bæta
þetta ástand og auka öryggi flug-
farþega.
Brim og sjávarselta
Staðsetning flugvallar á Skerja-
firði við Löngusker og Hólma er
frá náttúiunnar hendi ákjósanleg.
Það er engin tilviljun að menn hafa
hoift til þess að gera flugvöll á
þessum stað í áratugi. Trausti
Valsson kynnti og útfærði hug-
myndir að flugvelli úti í Skerjafirði
upp úr 1970 og verkfræðingarnir
Steingrímur Hermannsson og Guð-
mundur G. Þórarinsson lögðu fram
tillögu á þingi 1975 að flugvöllurinn
yrði fluttur þangað. Meðaldýpi
undir vellinum verður um 2,5 metr-
ar. Töluvert utar liggur svo Val-
húsagrunnið, skerjagarður sem
liggur frá Gróttu suður undir
Hafnarfjörð. Mynni Skerjafjarðar
er girt af með skerjum og boðum
og er dýpi þar mest 5
til 10 metrar. Þetta
þýðir að það mikla
brim og þær miklu
öldur sem leika um
strendur landsins ná
aldrei inn í Skerja-
fjörðinn. Þær brotna
og grynnast þegar
þær fara yfir Valhúsa-
grunnið á leið sinni
inn Skerjafjörð. Það
eru smáöldur sem eru
á ferð í Skerjafirðin-
um, miðað við það
sem við sjáum annar-
staðar þar sem haf-
aldan skellur óbrotin
áð landi.
Hvað varðar tærandi áhrif seltu
og sjávar á flugvélar, sem sumir
hafa nefnt sem ókost ef flugvöllur-
inn er fluttur úr Vatnsmýrinni út í
Skerjafjörð, þá er það vissulega
rétt að slíkt tærandi álag mun
væntanlega aukast. Að tæring hafi
slík afgerandi áhrif á þær flugvél-
ar sem menn eru að nota í dag að
Flugvallarmál
Staðsetning flugvallar
á Skerjafirði við
Löngusker og Hólma,
segir Friðrik Hansen
Guðmundsson, er frá
náttúrunnar hendi
ákjósanleg.
ekki sé forsvaranlegt að flytja
völlinn, þau rök er ekki hægt að
kaupa. Tæring áls var vandamál
fyrir nokkrum áratugum. I dag er
ál einn endingarbesti málmurinn á
markaðnum. Með nýjum vinnslu-
aðferðum er ál gert þannig að það
þolir tærandi áhrif sjávarseltu
margfalt betur en áður var. Þær
flugvélar sem nú eru notaðar þola
sjávarseltu betur en gömlu vélarn-
ar gerðu.
Einkaflugvélar standa inni í flug-
skýlum þegar þær era ekki í notkun
þannig að ekki verða þær fyrir
neinu áreiti frá sjávarseltu nema
þegar þær eru í notkun og það er
helst í góðu veðri þegar ekkert er
sjávan-okið. Hvað varðar áætlunar-
vélai'nar þá eru efnin sem eru notuð
til að afisa vélamar og til að eyða
hálku á flugbrautum flest ætandi og
tærandi fýrir alla málma. Það eru
aðrir þættii’ en málmtæring vegna
sjávarseltu eða annarra efna sem
ákvarða endingu flugvéla í dag, þó
einhvem tíma um miðbik aldarinn-
ar hafi þetta verið vandamál.
Snjóléttur flugvöllur
Einn af stóru póstunum í rekstri
flugvalla hér á landi er snjómokst-
ur. Með staðsetningu flugvallar úti
í Skerjafirði yi'ði Reykjavíkurflug-
völlur einn snjóléttasti flugvöllur
landsins og kostnaður við snjó-
mokstur yi'ði í lágmarki. Ising á
vellinum yrði væntanlega svipuð og
nú er, NS-brautin í dag liggur nán-
ast út í sjó og aðstæður því áþekk-
ar og á flugvelli úti í firði. Það er
almenn regla við rekstur flugvalla
að bremsuskilyrði eru metin dag-
lega og ef þurfa þykir oft á dag og
ef ísing er á brautum þá eru þær
afísaðar. Við gerum ráð fyrir að
flugbrautir verði 150 m á breidd,
malbikuð braut yrði 50 m og ör-
yggissvæði beggja vegna 50 m.
Hliðarhalli er á flugbraut og ör-
yggissvæðum frá miðlínu vallar út
að brán öryggissvæða. Þar sem
axlir öryggissvæða eru komnar
neðar en brautin vegna hliðarhall-
ans geram við ráð fýrir að hlaða
brimvai'nargarðinn sem myndar
útlínur flugvallarins, 1 til 1,5 m
hærra en öryggissvæðið. Þannig
verði öryggissvæðið rammað inn
með grjótgarði og þær flugvélar
sem renna út af flugbraut og yfir
öi-yggissvæðin, þær lenda á þess-
um grjótgarði og stöðvast þar.
Höfundur er verkfræðingur.
Friðrik Hansen
Guðmundsson
Hvað með lávarðadeild?
NÚ ÞEGAR ráða-
menn þjóðarinnar hafa
skipað fimmta stjórn-
málaforingjann í feita
stöðu á skömmum tíma
hlýtur að vakna þessi
spurning: Því ekki að
stíga skrefið til fulls og
stofna lávarðadeild
fyrir þessa menn og
hætta þessum látalát-
um? Stjórnmálafor-
ingjarnir gætu þá
gengið að því vísu að
komast í notalegheitin
þegar þeir gerast víg-
móðir á vettvangi
stjórnmálanna. Nafnið
lávarðadeildin væri til
að leggja áherslu á að þarna er for-
réttindahópur á ferð. Lávarða-
deildin réði yfir nokkrum feitustu
embættum landsins, svo sem
helstu sendiherrastöðum, banka-
stjórastöðum hjá ríkisbönkum og
Seðlabanka, stöðu forstjóra Lands-
virkjunar og Ibúðalánasjóðs.
Lávarðadeildin ætti einnig að ráða
yfír stöðum í ýmsum gæðaflokkum,
sem gætu hentað fyrir jafnvel al-
veg niður i varaþingmenn. Hver
stjórnmálamaður fengi þægilegheit
að verðleikum.
Það hefur ótvíræða kosti að
koma skipulagi á spillinguna, sem
öllum er auðvitað alveg ljós. Tök-
um dæmi af Svavari Gestssyni,
NATO-andstæðingi,
sem Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra
hefur nú skipað í
sendihen-astöðu hjá
NATO-ríki. Með lá-
varðadeildinn hefði
Svavar getað gengið
að því vísu að hann
hefði áunnið sér
ákveðinn rétt og
þyrfti ekki að eiga
undir kvótagreifann
og pólitískan and-
stæðing að sækja.
Svavar hefði því getað
beitt sér að fullu í
samræmi við eigin
sannfæringu, fyrir
hagsmuni þess fólks sem fól honum
umboð sitt. Meðan spillingin er
jafn óskipulögð og hún virðist fyrir
okkur sem stöndum utan leyniregl-
unar (samtryggingarinnar) bindur
hún hendur stjórnmálamanna með-
an þeir sitja á þingi. Það er ósköp
mannlegt að vera með hugann við
það hversu langt sé hægt að ganga
gegn hagsmunum þess sem útdeilir
dúsunum.
Þeir sem fylgdust með viðbrögð-
um þingliðs Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins gegn
kvótadóminum ætti að vera vel
ljóst hvað skipulagsleysi á þessu
sviði er varhugavert. Allt hefur
þetta fólk eflaust verið að hugsa
Lávarðadeild
Nafnið lávarðadeildin
væri til að leggja
áherslu á, segir Valdi-
mar Jóhannesson, að
þarna er forréttinda-
hópur á ferð.
um framtíð sína þegar það greiddi
atkvæði gegn því sem það vissi að
var rétt og gegn hagsmunum þjóð-
arinnar. Best að styggja ekki sæ-
greifana og bandingja þeirra. Hér
má raunar spyrja: Hvað sitja
margir kvótagi-eifar á Alþingi? Var
einhver þeirra sem taldi sig van-
hæfan þegar kom að atkvæða-
greiðslu um þetta stærsta hags-
munamál þjóðarinnar? Svar: Um
fjórðungur þingmanna mun eiga
kvóta. Enginn þeirra taldi sig van-
hæfan til að fjalla um eigin hags-
munamál, sem hjá sumum þeirra
hleypur á milljörðum króna. Er
ekki orðið tímabært að koma
skipulagi á sukkið svo þingmenn
séu eitthvað líklegi'i til þess að
vinna að hagsmunum heildarinnar?
Höfundur situr í miðstjórn Fijáls-
lyndn flokksins.
Valdimar
Jóhannesson