Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 48
-^8 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Spliff ►SPLIFF heitir breakbeat-hljómsveit úr Kefla- vík sem er reyndar dúett skipaður þeim Inga Þór Ingi- bergssyni og Þóri Baldurssyni. Ingi er á átjánda ár- inu en Þórir að verða tvítugur. Þeir félagar eru báðir titl- aðir forritarar og leika því á tölvur. Betrefí ►HLJÓMSVEIT Betrefi kemur víða að af Suðvestur- landi, en hana skipa þeir Dylan Kincla trommuleik- ari, Karl Jóhannsson gítarleikari, Albert Guðmunds- son bassaleikari og Guðrún Bernharðsdóttir söng- kona. Meðalaldur þeirra er slétt tuttugu ár og þau segj- ast leika rokk. Hljómar úr bflskúrnum Músíktilraunir Tónabæjar Hljómsveitakeppni Tónabæjar, Músíktilraunir, hófst í síðustu viku. —7--——------------------------------- Arni Matthíasson segir frá hljómsveit- unum sem taka þátt í öðru tilrauna- kvöldinu sem er í kvöld. A RLEG hljóm- sveitarkeppni Tónabæjar, sem kallast Músíktil- raunir, hófst í síðustu viku. Keppnin í ár er sú sautjánda frá 1982 en hún byggist á því að þrjú til fjögur kvöld keppa bílskúrs- sveitir hvaðanæva að um sæti í úrslitum. Sigurlaun tilraunanna eru hljóðverstímar sem hafa dugað margri hljómsveitinni til að komast á plast. Tilraunimar hófust í síðustu viku eins og getið er og í kvöld er annað tilraunakvöldið. Á morgun verður það þriðja, en það er við- bótarkvöld tO komið vegna mikillar aðsóknar. Síðasta tilraunakvöldið er svo næstkomandi fimmtudag og úrslit á fóstudag, 26. mars. Hefð er fyrir því að helstu verðlaun Músíktilrauna séu hljóðverstímar og að þessu sinni hreppir sigursveitin 25 tíma í Sýrlandi frá Skífunni, annað sætið gefur 25 tíma í Grjótnámunni sem Spor gefur, og það þriðja 20 tíma frá Stúdíó Hljóðsetningu. Þetta er þó aðeins hluti verðlauna, því Tónabúðin verðlaunar besta söngvarann, Rín besta gítarleikarann, Sam- spil besta trommarann, Hljóðfærahús Reykjavíkur besta bassaleikarann og besta tölvumanninn, sem BT gerir einnig. Tónastöðin verðlaunar besta söngvarann og besta gítarleikarann og Japís gefur sigursveitunum geisladiska og besta rapparanum plötuúttekt. Styrktaraðilar Músíktilrauna eru Hard Rock Café, Domino’s Pizza, Flugfélag íslands, Flugleiðir, Pizzahúsið, Rás 2, Vífilfell, Undirtónar, Skífan og Hljóðkerfisleiga Marteins Péturssonar. Messías ►HLJÓMSVEITIN Messías er skipuð þeim Viðari Friðriksen trommuleikara, Valgeiri Gestssyni gítarleikara og Ágústi Bogasyni bassaleikara. Þeir eru allir úr Reykjavík og segjast spila rokk og er meðalaldur hljóm- sveitarinnar 18 ár. Jah ►JAH tók einnig þátt í síðustu Músfktilraun- um og komst þá í úrslit. Nýr maður í sveit- inni er Kristján Hafberg Kristjónsson, en hin- ir eru Albert Snær Guðmundsson og Krist- ján Sv. Kristjánsson. Allir annast þeir félag- ar tölvur, en meðalaldur þeirra er um tuttugu ár. Stafræn tækni ►HLJÓMSVEITINA Barnafltu skipa Halldór Hrafn Jónsson trommuleikari og forritari, sem hefúr verið í fleiri hljómsveitum á tilraununum en dæmi eru um, Arnór H. Sigurðsson og Hjört- ur Gunnar Jóhannsson, en tveir þeir síðarnefndu eru tölvugúrúar. Þeir félagar eru um átján ára aldurinn og leika tölvuvædda framúrstefnu. Dormus ►HLJÓMSVEITN Dormus er reykvísk og skipuð Guð- mundi Davíð Hermannssyni gítarleikara og söngvara, Dan- íel Frey Kristínarsyni bassaleikara og Ottó Reimars- syni trommuleikara. Þeir félagar eru allir á sautjánda ár- inu og leika „bara rokk“. Faríel ►ÚR Reykjavík keinur hljómsveitin Faríel sem leik- ur sígilt rokk og ról. Hljómsveitina skipa Andri Val- ur Jónsson gítarleikari, Benedikt Jón Þórðarson trommu- leikari, Björn Halldór Helgason hljómborðsleikari, Brend- an Þorvaldsson gítarleikari og söngvari og Patrik Þor- valdsson bassaleikari. Þeir félagar eru tæplega sextán ára. Sinn Fein ►HLJÓMSVEITINA Sinn Fein skipa þeir Birgir Hilmars- son gítarleikari, söngvari og tölvari, Nói Steinn Einars- son trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleik- ari. Þeir félagar, sem eru ríflega átján ára, segj- ast leika dularfullt framtíðarrokk. varahlulaverslun Hafnarfjarðar DALSHRAUN113 VREYKJÁNESBRAUT- SlHI 6551019 VIÐ HLIDINA Á BYKO SKEIFUNN111 • SfMI: 520 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.