Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 49

Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 49*- HELGI EÐVARÐSSON + Helgi Eðvarðs- son var fæddur á Akureyri 26. aprfl 1963. Hann lést 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Eðvarð P. Ólafsson blikksmíðameistari, nú búsettur í Reykjavík, og Bára Ólafsdóttir sauma- kona, nú búsett í Hafnarfirði. Þau slitu samvistum. Systur Helga eru: 1) Ólöf, f. 19. mars 1961, sjúkraliði, gift Sigurði Jóni Björnssyni húsa- smið, þau eiga tvo drengi, Ólaf og Eyjólf. Þau eru búsett í Reykjavík. 2) Anna, f. 21. maí 1962, viðskiptafræðingur, gift Höskuldi Stefánssyni bifvéla- virkja, þau eiga fímm dætur, Eddu Báru, Sigríði, Ólöfu Lilju, Laufeyju Láru og Aldísi Önnu. Þau eru búsett á Akureyri. Elsku litli bróðir okkar, nú hefur þú kvatt okkur allt of snemma. Við munum sakna þín mikið. Við eigum svo margar góðar minningar um þig, elsku bróðir. Þú varst alltaf svo kraftmikill og duglegur. Snemma byrjaðir þú að gera við dótið okkar, þú vildir endilega laga dúkkurnar og hjólin okkar, enda valdir þú þér það ævistarf að gera við bíla. Einnig eigum við svo margar góðar og fal- legar minningar frá því þegar við voram á skíðum, t.d. þegar við fór- um til Geilo að æfa eða þegar þú fórst með stóra systur þinni í ferða- lag um Evrópu. Þú varst alltaf svo góður við litla drenginn þinn og margar minningar eigum við frá samverastundum með ykkur feðgum þegar þú komst með hann til okkar. Aldrei gleymum við því þegar þú komst heim með fyrsta verðlauna- peninginn þinn í skíðaíþróttinni, þegar þú kallaðir á mömmu og fórst með hana afsíðis til að sýna henni silfurpening sem þú vannst. Áhugamálin breyttust þegar þú varðst eldri og tengdust íþróttum og bílum. Sjálfur varst þú í ralli og fylgdist mikið með torfærukeppni. Við kveðjum þig, elsku bróðir, nú hefur þú fengið hvíld. Ólöf og Anna. Okkur systkinin langar til að senda þér hinstu kveðju, nokkur þakkarorð fyrir samfylgdina, þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst okkur, þakka þér fyrir að nenna að druslast með okkur frændsystkinin að sunnan þegar við heimsóttum ykkur til Akureyrar, bíltúrana, skíðaferðirnar upp í fjall og allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Þakka þér fyrir að heimsækja okkur í sum- arbústaðinn um verslunarmanna- helgar, þá var svo mikið fjör hjá okkur, við frændsystkinin skemmt- um okkkur svo vel saman. Við ætluðum alltaf að endurtaka gömlu verslunarmannahelgarnar í bústaðnum, hittast saman frændsystkinin eina helgi, þetta töl- uðum við oft um í þau fáu skipti sem við hittumst nú seinustu ár, við töl- uðum um að rækta frændgarðinn betur, við verðum að fara að hittast sögðum við alltaf, en af því verður ekki að sinni að minnsta kosti, að við öll hittumst saman, því nú hefur svo stórt skarð verið hoggið í hóp okkar frændsystkina, sem aldrei verður fyllt, og það eina sem við getum gert er að viðhalda minningu þinni, minningu um góðan dreng, sem alltaf var tilbúinn að hjálpa þegar á þurfti að halda. Elsku ft'ændi, þér hlýtur að hafa verið ætlað beti'a og æðra hlutverk þama hinum megin, við vei'ðum að trúa því að nú líði þér vel og við vit- um að amma hefur tekið vel á móti þér, og umvafið þig allri þeirri vænt- umþykju og hlýju sem hún átti svo mikið af, þú nýtur góðs af því núna. Helgi var í sam- búð með Valgerði Kristjánsdóttur og eignuðust þau einn son, Eðvarð Þór, f. 9. aprfl 1987. Þau slitu samvistum. Valgerður og Eðvarð Þór eru bú- sett á Akureyri. Helgi var bifvéla- virkjameistari og lærði iðngrein sína hjá Höldi á Akur- eyri. Hann fluttist til Reykjavíkur og starfaði hjá Eim- skip, fyrst á vélaverkstæði og síðan stundaði hann siglingar hjá félaginu. Eftir sjómennsk- una vann Helgi við iðngrein sína þar til hann stofnaði sitt eigið bifreiðaverkstæði sem hann starfaði við síðan. títför Helga fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við systkinin og mamma viljum þakka þér allt of stutta samfylgd í þessu lífí, þú verður áfram í huga okkar og hjörtum, og þú munt aldrei gleymast. Elsku Eðvarð Þór, Bára og Kristinn, Eddi, Ólöf, Anna og fjölskyldur, ykkar missir er mestur, guð gefí ykkur styrk til að takast á við sorgina og geyma minn- inguna um góðan dreng. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Eygló, Þóra og Sigurður. Elsku frændi, það hryggir okkur meira en orð fá lýst að geta ekki fylgt þér til grafar í dag, að geta ekki fylgt þér seinustu ski'efin þín á þessari jörð, að geta ekki verið ná- lægt tjölskyldu þinni þegar hún þarf á huggun að halda, en svona er lífið, við því getum við ekkert gert, hvorki við né þú. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir tæpum tólf árum, þegar við áttum bæði von á okkar fyrsta erf- ingja, svo stolt og full af bjartsýni á lífið, að tólf árum seinna byggi ég í Danmörku og skrifaði minningar- grein um þig, en svona eru örlögin, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ég á aldrei eftir að heyra frá þér setningar eins og „hæ uppáhalds- frænka“ eða „rosalega eru þetta góðar kökur hjá þér, þetta er alveg eins og amma bakaði“. Þetta voru orð sem mér þótti óskaplega vænt um og mun geyma með mér alla ævi. Þú varst alltaf svo hress og kátur þegar við hittumst, og við gát- um spjallað svo mikið saman. Því miður hittumst við lítið síðustu ár, en verðum vonandi duglegri að halda sambandi í næsta Iífi. Elsku frændi, hér í Frederiks- gárd 28 verður íslenski fáninn við hún á útfarardegi þínum, í virðing- arskyni við þig. Við munum fylgja þér í huganum í dag og alla aðra daga og geyma minninguna um elsku frænda sem kvaddi þetta líf allt of snöggt og allt of fljótt, til að sinna öðrum og merkari störfum. Elsku Bára frænka og Kristinn, Eddi, Ólöf og Anna og fjölskyldur ykkar, guð veri með ykkur og gefi ykkur trú og styrk á þéssari sorgar- stund. Elsku Eðvarð Þór, geymdu minn- inguna um góðan pabba, og guð veri með þér, elsku drengur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. EgOsson.) Þóra, Jóhann og börn, Danmörku. Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn, indæl pílagríms ævigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum í Paradís með sigursöng. (M. Joch.) Ég kynntist Helga Eðvarðssyni fyrst um það leyti sem hann varð kærasti Valgerðar systur minnar. Hann var ailtaf kraftmikill og lífleg- ur og afburða skíðamaður, eins og mikill fjöldi verðlaunapeninga ber vitni. Hann var góður bifvélavirki og handverksmaður. Helgi og Vala eignuðust Eðvarð Þór 1987 en slitu samvistum. Eðvarð er myndarlegur eins og fað- ir hans og hefur erft leiftrandi kraftinn frá honum. Það var ekki fyrr en 1995 sem ég kynntist Helga aftur. Ég hafði þá keypt mér forláta bfl og komst fljótt að því að alltaf mátti treysta á Bfla- verkstæði Helga. Það var sama hvenær haft var samband við hann, alltaf var hann jákvæður og tilbúinn að hjálpa til. Mér er það til dæmis ógleymanlegt þegar hann dró bílinn niður alla Hellisheiðina í vonsku veðri; það var ekkert vandamál. Helgi bjargaði því. Helgi Eðvarðsson var drengur góður. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég aðstandendum Helga dýpstu samúð. Helga Kristjánsdóttir. Nú lengir daginn óðum og blessuð sólin skín. Ofurlitlir grænir stilkar páskaliljanna brjóta sér leið upp á yfirborð jarðar til að verma sig svo þeir nái að dafna og opna gulu blómin sín. Hve sárt getur það verið þegar Vetur konungur nær aftur yfirhöndinni og fellir hinar ungu plöntur til jarðar. Því miður þá gerist það stundum. Þetta kemur mér í hug nú er ég kveð kæran vin sem í blóma lífsins fellur örendur tii jarðar, yndislegur drengur, ljúfur, hjálpsamur. Ungur, duglegur mað- ur, bifvélavirki, sem vildi allra vanda leysa, skapgóður drengur sem átti auðvelt með að sjá betur hliðarnar á ölium málum. Hve oft hef ég ekki leitað til hans með mína litlu bíltík þegar hún var um það bil að hiksta sínu síðasta? Ávailt tók hann á móti mér með sama ljúflynd- inu og alltaf gat hann læknað iitla Cuore-inn minn. Hann eyddi ótal stundum á verkstæðinu sínu, oftast frá morgni og fram á rauða nótt, jafnt helgar sem virka daga. Hann var vinnuþjarkur. Einu frístundir hans tengdust bílum því þegar hann var ekki að vinna á verkstæðinu tók hann þátt í rallmótum og rall var hans áhugamál. Á árum áður var hann góður skíðamaður og minnist ég þess þegar við vorum krakkar hve flinkur mér fannst hann vera að taka svigið niður skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli. Mikið er erfitt að sætta sig við að Helgi sé dáinn. Það er svo stutt síð- an ég hitti hann og hann sagði mér með miklu stolti að hann væri búinn að festa kaup á stærra bifreiðaverk- stæði. Hvernig getur ævistarf sem rétt er að byrja hranið til grunna í einni andrá? Ég kveð góðan vin minn og þakka honum fyrir allt það góða sem hann gerði fyrir mig. Blessuð sé minning hans. Sigurlaug Hólm Ragnarsdóttir. Nú þegar sól er farin að hækka á lofti og daginn farið að lengja kveð ég vin minn hann Helga. Þau þrjú ár sem ég hef þekkt Helga hafa að- eins verið góð ár. Þegar kynni okk- ar hófust var ég í vandræðum með að komast til Akureyrar með tor- færujeppa sem ég er með. Hringdi ég þá í Helga Oskars sem er vinur Helga. Hann sagði við mig að ég skyldi ekki hafa áhyggjur, hann myndi sjá um að ég kæmist norður og var ég orðinn rólegur enda var búið að tryggja sér far norður. Á fimmtudegi hringdi í mig maður sem sagðist heita Helgi Eðvarðsson og hann ætlaði að fara með jeppann minn norður. Bíddu við, sagði ég, ég hélt að Helgi Oskars ætlaði með mig. Já, hann ætlaði en komst ekki. Hann bað mig að fara í staðinn. Það var í lagi mín vegna. Síðan birtist þessi stóri maður hjá mér með bíl og kerrajeppinn drifinn upp á og svo sagði hann bara bless, sé þig á Akureyri. Þegar ég kom svo norður hitti ég hann aftur. Var hann þá bú- inn að ná í hann Edda son sinn. BERTA FRERCK HREINSSON + Berta Frerck Hreinsson fædd- ist í Bad Segeberg í Sleswig-Holstein 4. ágúst. 1914. Hún lést í Reykjavík 10. mai's síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Luise og Wil- helm Frerck. Systk- ini hennar voru Em- my, Anny, Elfriede, Wilhelm, Karl Her- mann. Þau eru öll látin. Berta ólst upp í Bad Segeberg, síðar vann hún í nokkurn tíma við eldamennsku í Hamborg, enn síðar þegnskylduvinnu við sprengiefnaframleiðslu þýska ríkisins, lenti á spítala vegna innvortis skemmda, vanii svo í bókhaldi hjá þýska sjóhernum í Brest, Frakklandi, svo í Noregi. Eftir stríð kom hún til íslands árið 1949 og kynnt- ist Agnari K. Hreinssyni. Eignuð- ust þau soninn Agn- ar. Hérlendis vann hún á Landakoti, svo í eldamennsku hjá Agli Vilhjálms- syni. Hún átti við hjartveiki að stríða og lenti hún nokkuð oft í aðgerðum á spítölum hérlendis sem lengdu líf hennar. títför Bertu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Leiðir okkar Bettýar lágu þannig saman að einkasonur hennar, Agn- ar Agnarsson, og ég voram bekkj- arfélagai' frá átta ára aldri, lengst af nági'annar og leikfélagar. Örlögin höguðu því svo til að við Agnar átt- um saman fjölda áhugamála, til að mynda að hjóla til veiða með veiði- stöng að vopni til ýmissa vatna í ná- grenni höfuðborgarinnar. Á veturna tefldum við en alloft fór síst minni hugarorka í að kryfja þjóðfélags- málin og leysa lífsgátuna en að velja mönnum réttan reit á taflborðinu. Þannig tókum við út þroska barns- og unglingsáranna saman með þeim afleiðingum að úr varð ævarandi og órjúfanleg vinátta. Ég var því um árabil nánast daglega gestkomandi á heimili þeirra. Áldrei fann ég ann- Þessa helgi varð okkur Helga vel til vina. Það sama má segja um alla að- stoðarmenn mína. Allir kunnu vel við Helga. Eftir þessa fyrstu helgi var Helgi ^ kominn inn í mitt aðstoðarmannalið. Annað kom ekki til greina. Alltaf vildi hann keyra sjálfur, það var með ólíkindum hvað hann gat vakað lengi og keyrt út um allt land þó að allir væru sofandi í bflnum. Alltaf þegar við fóram norður á Akureyri, svo og á flestar keppnir á Egilsstöð- um, þá náði Helgi alltaf í hann Edda sinn, enda hafði hann mjög gaman af því að koma með. Elsku Eddi minn, það verða ekki fleiri ferðir á torfærakeppnir með honum pabba þínum. Eitt máttu vita að hann pabbi þinn talaði alltaf um að hann ** Eddi sinn yrði að koma með. Hon- um þótti mjög vænt um þig. Senni- lega veistu það. Við skulum vona að Guð hafi tekið vel á móti honum enda veit ég að svo er. Það er erfitt að skrifa minningar- grein urn svona ungan menn sem er í blóma lífsins. Að skrifa minningar- grein um nokkra áratugi fram í tím- ann, en svona er lífið, gleði í dag en sorg á morgun. Helgi var sannur vinur vina sinna. Aldrei mátti hann vita að eitt- hvað bjátaði á hjá öðrum, þá var hann alltaf fyrstur til að koma og hjálpa. Það fékk ég að reyna og ég veit að svo var einnig um aðra. Mér er sérstaklega minnisstæð síðasta ferð okkar á Egilsstaði. Þá hafði ég fengið lánaða rútu sem Rabbi Harðar á, til að fara austur. Auðvitað var Helgi bflstjórinn og á síðustu stundu var ákveðið að ég tæki alla fjölskylduna með austur. Helgi sagði nefnilega að við yrðum að nýta rútuna vel. Fjölskyldan var útbúin í ferðina í einum hvelli, búið til rúm og fleira. Fór ég heim á und- an til að gera alla ferðaklára. Allir vora nú hissa þegar Helgi kom svo á þessari stóru rútu heim og bakk- aði alla leið að dyrum. Hvað hann var lipur að bakka þessari stóra rútu. Var haldið af stað klukkan 11 um kvöld. Við voram eina 11 eða 12 tíma austur. Helgi keyrði nánast alla leið einn, annað kom ekki til greina. Það kostaði tuð að fá að leysa hann af smátíma, en svona var Helgi. Kæri vinur, nú er komið að leið- arlokum. Söknuður okkar allra sem þekktu þig er mikill. Ég og fjöl- skylda mín þökkum þér fyrir allt. Að lokum viljum við senda föður þínum svo og öllum öðram ættingj- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Rafn A. Guðjónsson. að en ég væri aufúsugestur. Bettý skynjaði og mat vináttu okkar Agn- ars og hún tók ekki aðeins kurteis- lega á móti mér heldur fagnandi og þegar „pælingarnar" okkar stóðu sem hæst kom hún gjarnan með pönnukökur og eitthvað heitt að drekka og lyfti þannig umræðunni á hærra stig. Bettý var umhugað um velferð okkar, sýndi áhugamálunum jákvæðan skilning og biandaði sér einstaka sinnum í umræðurnar án allrar framhleypni. Strax á unga aldri skynjaði ég að þama fór kona með mikla lífsreynslu og stórt hjarta. Seinna komst ég að því að blóma lífsins hafði hún verið hrifin í stríðsátök, sem mörkuðu djúp spor. Háöldrað varðveitti hún sitt bams- lega eðli, einlægni og dyggð, sem var henni jafn eðlileg og að draga andann. Það var mannbætandi að kynnast Bertu Frerck Hreinsson. Mannkostir hennar munu án efa reynast drjúgt veganesti á lengri för. Heilir æsir. Heila' ásynjui'. Heil sjá in fjölnýta fold. Mál og mannvit gefið okkur mærum tveim og læknishendur meðan lifum. (Sigurdrífúmál.) Ég votta æskuvini mínum Agnari Agnarssyni dýpstu samúð. Megi ginnheilög goð og góðar vættir vera honum hliðhoil. Sigurður Þórðarson. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.