Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 50

Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 50
^50 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS BERGSTEINSSON + Magnús Berg- steinsson var fæddur í Reykjavík 14. janúar 1915. Hann lést á heimili sínu 10. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ragnhild- ur Magnúsdóttir, f. 20.11. 1879, d. 27.12. 1935, og Bergsteinn Jóhann- esson, f. 6.1. 1875, d. • 21.5. 1940. Tveir bræður Magnúsar eru á lífi, þeir Jó- hannes Ragnar, f. 3.1. 1912, og Gunnar Kristinn, f. 29.8. 1923. Onnur systkin Magn- úsar voru Arnheiður, sem var elst, f. 3.4. 1902; Jón, f. 30.6. 1903; og Þórir Högni, f. 2.8. 1917. Þau eru látin. Magnús kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Elínu Svövu Sig- urðardóttur 2.12. 1939. Hún er dóttir Marólínu Guðrúnar Er- lendsdóttur og Sigurðar Hall- dórssonar verkstjóra hjá Reykjavíkurborg en þau eru bæði látin. Börn Elínar og Magnúsar eru: 1) drengur, f. 7.11. 1939, d. 18.1. 1940. 2) Bergsteinn Ragnar, f. 31.3. 1941. Börn hans með fyrri konu Erlu Magnúsdóttur eru: Elín Svava, Magnús, Sólveig Dagmar og Björg. Seinni kona hans er Else Magnusson, og á hún þijá syni. 3) Marólína Arnheiður, f. 24.7. 1942, gift Boga Sigurðssyni. Þeirra synir eru Sigurður og Magn- ús. 4) Ragnhildur, f. 29.12. 1947, dætur hennar ineð fyrr- verandi eiginmanni Ásgeiri Sveinssyni eru Dagbjört Erla, Elín Halla, Lilja Dögg og Arnheiður Sif. 5) Sigrún, f. 4.2. 1950, ógift og barn- laus. 6) Magnús Svavar, f. 6.1. 1954. Börn hans með fyrri eiginkonu, Onnu Dagnýju Hall- dórsdóttur, eru Elsa Annette og Elín Víola og drengur, Ragnar Ingi, frá sambúð með Guðnýju Birgisdóttur. Núverandi kona hans er Hafdís Magnúsdóttir og á hún eina dóttur, Helgu Bryn- dísi. 7) Yngst er svo Margrét Halla, f. 9.12. 1954. Sambýlis- maður hennar er Hafsteinn Kri- stjánsson og á hann þrjú börn. Fyrir hjúskap átti Magnús einn son, Ragnar, sem búið hefur alla tíð í Noregi. Hann á fímm börn. Magnús og Elín, sem eiga nú 12 barnabarnabörn, bjuggu allan sinn búskapartíma í Reykjavík þar sem Magnús byggði fjölda opinberra bygginga, banka, Norræna húsið o.fl. Útför Magnúsar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Nú þegar tengdafaðir minn Magnús Bergsteinsson bygginga- meistari hefur rekið sinn síðasta -'nagla og sagt skilið við þennan heim, langar mig að minnast hans í nokkrum orðum og rifja upp okkar fyrstu kynni. Það var að hausti og árið var 1962 þegar ég barði að dyr- um á Snorrabraut 24 sem var þá heimili þeirra Magnúsar, Elínar Svövu og fjölskyldu þeirrar stúlku sem ég hafði verið að elta um tíma. Mitt erindi á Snorrabrautina var auðvitað að hitta mína heittelskuðu Marólínu. Elskuleg móðir hennar, Elín Svava, kom til dyra og bauð mér inn og þar hitti ég fyrst tilvon- andi tengdafóður minn. Hann horfði á mig spurnaraugum sem sögðu: Hvaða strákur er þetta af Skagan- um? Getur hann nokkuð í fótbolta? "** Við heilsuðumst og Magnús spurði frétta af Sakaganum og mest af fót- bolta, og þama held ég að Magnúsi sé rétt lýst því fram á síðasta dag var fótbolti hans hjartans mál og hann var vel með á nótunum bæði innanlands og utan. Magnús var með sínu félagi, Val, einn af bestu knattspyrnumönnum landsins á sín- um tíma og var vinsæll af félögum sínum. Það velktist enginn í vafa um það sem kom á heimili þeirra Magnúsar og Elínar að Magnús var fyrirliðinn í liðinu og var dyggilega studdur af konu sinni. Ég get ekki annað en nefnt það hér að öll sú alúð og um- hvggja sem Elín sýndi og bar fyrir manni sínum, hvort hún gat eða ekki, verður mér sífellt aðdáunar- efni. Ekki hafði mig órað fyrir því að með Magnúsi blundaði þessi mikli ræktunaráhugi, en það blandaðist engum hugur um það sem kom upp í sumarbústað til þeirra hjóna að þar var áhugamaður á ferð. Þama gróðursetti hann til dæmis tré íyrir hvert bamabarn sem þau eignuðust og eru þau nú orðin fjölmörg, þau skipta trúlega hundmðum þau tré + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengafaðir og afi, ÓSKAR E. LEVY, Ósum, Vatnsnesi, lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga mánudaginn 15. mars. Sesselja Eggertsdóttir, Jónína Edda Ó. Levy, Guðmundur Víðir Vílhjálmsson, Guðmann Ó. Levy, Knútur Arnar Óskarsson, Eggert Ó. Levy, Álfhildur Pálsdóttir og fjölskyldur. t Elskuleg fósturmóðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN FRIÐFINNSDÓTTIR, áður til heimilis á Blómvallagötu 7, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 17. mars. Guðrún Guðlaugsdóttir, Magnús Vilhjálmsson, Guðbjörg Magnúsdóttir. sem Magnús hefur gróðursett í landi sínu, ef ekki þúsundum. Hann var einnig áhugamaður um rósir og hafði komið þó nokkrum á legg við erfiðar aðstæður en áhuginn var til staðar. Magnús var maður einstaklega heiðarlegur og mátti ekki vamm sitt vita og þoldi illa óskilvísi og þess háttar ósiði. Ég kveð Magnús Bergsteinsson með virðingu og þökk og votta Elínu Svövu og bömum hennar og fjölskyldum mína innilegustu sam- úð. Bogi Sigurðsson. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Pó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið. Þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú varst tryggð í traustri hendi, tárinstraukstafkinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku afi minn, minning þín lifi. Ragnar Ingi Magnússon. Elsku afi. Við systurnar komum saman eina kvöldstund nú íyrir skömmu til að semja til þín okkar hinstu kveðju. Myrkrið grúfði sig utan við gluggann en inni fyrir sát- um við hugsi og störðum í kertalog- ann, þar sem við sáum minningarn- ar birtast eina af annarri meðan við reyndum að færa söknuð okkar í orð. En líkt og reykslæða af kuln- uðu kerti liðu aðeins einstök orð og sundurlausar setningar um þögnina milli okkar. Hvemig er okkur unnt að tjá í lítilli kveðju þá ást, þökk og virðingu sem umvefur minningu þína í hugum okkar? Hvernig verð- ur svo kær ástvinur kvaddur í fáein- um fátæklegum línum? Hin dýpsta sorg er málvana fædd og aðeins ein- mana tár á hvarmi bera trega okkar og eftirsjá vitni. En sorgin er fögn- uði blandin, því þótt við sem syrgj- um séum fátækari eftir brottfall þitt ert þú frjáls úr viðjum veikindanna og fær um að öðlast á ný þann þrótt, þrek og þor sem ávallt einkenndi þig. „Því hvað er það að deyja ann- að en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Kahlil Gibran.) Það er sem við sjáum þig á ný standa styrkum fótum framan við sæluhúsið sem þú af berum höndum byggðir ykkur ömmu í Skógargerði og skima stoltur yfir landið sem þú fegraðir og græddir af svo mikilli alúð og natni. Þar sem þú af mildri ákveðni kenndir litlum fótum að gæta að græðlingum eða fugls- hreiðrum og gafst okkur hverri sitt tréð. Þar sem glettni þín og gaman- semi kom brosi- á vör og þétt klapp á bakið fylgdi ráðleggingum þínum um lífið sem framundan okkar beið. Elsku afi, að lifa er að deyja. För þín á fund hins óþekkta er hafin og á ferð þinni óskum við systurnar þér ávallt alls hins besta. Við kveðj- um þig með ljóði Þórunnar Sigurð- ardóttur: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umve^i blessun og bænir, ég bið að þú sofír rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Astarkveðjur. Dagbjört Erla, Elín Halla, Lilja Dögg og Amheiður Sif. í dag verður Magnús Bergsteins- son byggingameistari til moldar borinn. Með Magnúsi er sannur Valsmaður genginn. Ungur að árum gekk hann til liðs við Knattspymu- félagið Val og fylgdi þar í fótspor eldri bróður síns, Jóhannesar, sem enn er á lífi. Með sanni má segja að Magnús hafi ásamt félögum sínum gert „garðinn frægan". Hann var óvenju leikinn og hæfileikaríkur knatt- spyrnumaður. Fyrsta íslandsmeist- aratitil sinn vann hann með þriðja flokki félagsins á árinu 1929. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem þriðji flokkur félagsins varð Is- landsmeistari, en flokkinn þjálfaði Jói Long, sem er nýlátinn. Magnús lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á árinu 1933, en þeir urðu fleiri því hann var fastur maður í meistara- flokki í meira en áratug. Liðið var mjög sigursælt á þessum árum og varð Magnús t.d. fimm sinnum Is- landsmeistari með því. Segja má að þetta þafi verið fyrsta blómaskeið Vals. Á þessum tíma var Magnús að læra trésmíði hjá meistara, sem oft tók að sér stór verkefni úti á landi. Því kom fyrir að Magnús gat ekki sinnt fótboltanum sem skyldi vegna vinnu sinnar. En til marks um það hve mikilvægur Magnús var liðinu nægir að nefna að hann var hiklaust sóttur hvert á land sem var ef mikið lá við og leika þurfti þýðingarmik- inn leik. Auk þess að vera frábær knattspyrnumaður var Magnús eft- irsóttur liðsmaður félagslega, ekki síst fyrir það hve ætíð var létt í kringum hann. Félagar hans smit- uðust gjarnan af rómaðri gaman- semi hans og glettni. Magnús tók ekki aðeins þátt í æf- ingum og kappleikjum með Val. Hann var og mjög virkur í starfi fé- lagsins utan vallar. Á sínum tíma tók hann t.d. mikinn þátt í uppbygg- ingu ýmissa mannvirkja félagsins. Má þar nefna þátt hans í að ryðja fyrir velli félagsins við Haukaland, byggingu skíðaskálans og fram- kvæmdir við fyrsta íþróttahús fé- lagsins á Hlíðarenda en þar lagði trésmiðurinn Magnús gjörva hönd á plóg. Þá sat hann í stjóm félagsins í nokkur ár og var meðlimur í full- trúaráði þess frá stofnun þess til æviloka. Magnúsi hefur verið veitt silfurmerki Vals fyrir störf sín í þágu félagsins. Loks er þess að geta að synir hans stunduðu knattspyrnu um árabil hjá Val auk þess sem tvær af dætrum hans léku hand- bolta með félaginu. Með Magnúsi er genginn dyggur Valsmaður, sem ætíð unni félaginu sínu af heOum hug. Að leiðarlokum þakkar félagið fyrir þátt hans í leik og starfi í þess þágu og óbilandi stuðning við það alla tíð. Félagið sendir konu hans, Elínu Svövu Sigurðardóttur, börn- um þeirra, barnabörnum og öðmm aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur. Knattspyrnufélagið Valur. JÚLÍANA SILFÁ EINARSDÓTTIR + Júlíana Silfá Einarsdóttir fæddist í Bfldsey á Breiðafirði 5. aprfl 1896. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 8. mars síðast- liðinn og fdr útför hennar fram frá Fossvogskirkju 17. mars. Þegar ég sest niður og pára þessar línur á blað, hrannast upp minningarnar og erfitt er að velja úr, því að margar em stundimar sem ég varði með henni ömmu minni. Hún amma var mjög tengd mér í æsku þar sem hún dvaldi ásamt afa á heimili foreldra minna á haustin og hluta af vetri. Þau tóku sig upp á vorin og fóm í eyjuna sína á Breiðafirði til að hugsa um hlunnindin og oftar en ekki dvaldi ég þar með þeim. Ég var ef til vill í uppáhaldi, en hún hikaði ekki við að segja mér til og láta mig vita ef hún var ekki ánægð med gjörðir mínar. Hún var nefnilega ákaflega hrein og bein og vildi hafa hlutina í lagi. Það em margar stundirnar sem amma miðlaði mér af fróðleik sínum. Hversu erfitt það var að vera framhjátökubarn, að vera send í æsku í vist út á Skógar- strönd og inn í Hvammssveit. I þá daga þurftu börn og unglingar að Erfisdrykkjur +- h a hf H H H H H H H H H H H H H H Sími 562 0200 jiiTmiiniiiii £ P E R L A N vinna. Eg minnist allra vísnanna sem hún kenndi mér og ekki vom þær fáar lífsreglurnar sem hún lagði mér. Allt þetta er ómetanlegt. Blómabúðim da^ðskom v/ FossvogsklukiugauS Símú 554 0500 Ekki má gleyma að minnast á allar stundh-nar þegar við fómm upp á háaloft og pökkuðum inn Hans og Grétu konfektkössunum ásamt spánnýjum 100 króna seðli, sem hún gaf síðan barnabörnunum í Reykjavik þegar hún fór þangað til vetrardvalar, eða þegar ég kom í heimsókn í Langey, öllu því besta skyldi tjaldað, fiskbúðingi, eggjum, selkjöti, malti og appelsíni. Og að fylgjast med henni ömmu minni þegar hún klæddi sig í íslenska búninginn, það var unun, því að enginn sem ég þekki bar hann eins vel og hún. Þegar ég var barn var ég ákveð- in í að ef ég eignaðist stelpu skyldi hún heita „amma“. Það var mikið hlegið að mér, en glöð varð hún amma þegar ég hringdi í hana og sagði henni að ég ætlaði að standa við orð mín og dóttir mín myndi bera nafn hennar. Samskipti okkar urðu minni nú í seinni tíð, þar sem við bjuggum hvor á sínum staðnum á landinu en meðan hún hafði skýra hugsun fylgdist hún vel með mér og mín- um. Já, elsku amma, margs er að minnast en mál að linni. Eg tel það forréttindi að hafa fengið að eyða æskuárunum með þér. Og ef það er líf eftir þetta líf þá veit ég að afi tvístígur á bakkanum hinum megin. Hann er nefnilega búinn að missa af mörgum sjávar- föllum við að bíða eftir þér. Bestu þakkir og kveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Þín dótturdóttir Unnur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.