Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 51

Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 51 + Guðfinna Þor- leifsddttir fædd- ist í Reykjavík 3. júlí 1910. Hún lést á hjartadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorleifur Þ. Thorlacius sjómað- ur, f. 4. júlí 1865, d. 8. febr. 1916, og Jdnína Guðnaddttir, f. 1. febrúar 1888, d. 21. des. 1964. Systk- ini Guðfinnu eru: Haraldína Thorlaci- us, f. 1902, d. 1902; Jdhanna S. Þorleifsddttir, f. 5. okt. 1903, d. 27. ndv. 1973; Grda Þorleifsddtt- ir, f. 21. sept. 1904, d. 16. mars 1973; Gísli Þorleifsson niúrara- meistari, f. 23. okt. 1907, d. 23. aprfl 1954; Haraldur Thorlacius sjdmaður, f. 9. júní 1909; María Thorlacius, f. 22. júlf 1912, d. 15. okt. 1965; Björgvin Þorleifsson múrari, f. 6. ágúst 1913, d. 30. júlí 1966; og Þorleifur Thorlaci- us, f. í maí 1916, dáinn sama ár. Guðfinna giftist 1935 Hallddri Guðmundssyni trésmíðameist- ara, f. 20. mars 1907, d. 8. maí 1978. Hann er sonur Guðmundar Einarssonar steinsmiðs, f. 23. Ekki veit ég hvernig Guðfinnu hefir litist á unga manninn, sem 1953 var farinn að gera hosur sínar græn- ar fyrir dótturinni og gerast þaul- sætinn í meyjarskemmunni á Greni- mel 5. En hvernig sem því var varið, fann ég aldrei annað en hið hlýja við- mót, sem að mér sneri alla tíð og aldrei breyttist. Svo fór öllum, sem henni kynntust, að með viðmóti sínu varð hún minnisstæðari en margir þeir er meira létu yfir sér. Grenimelur 5, þar sem þau bjuggu lengstaf Guðfinna og Halldór Guð- mundsson maður hennar, var og er í mínum huga ættaróðal. Þar bjuggu frændmenni beggja á öllum hæðum, frá risi niður í kjallara. Fyrstu bú- skaparár okkar Ninnu bjuggum við í risinu og leið vel. Guðfinna og Halldór voru frænd- mörg og vinmörg og að heimili þeirra drógust vinir og frændur, því bæði voru þau glaðsinna og gestrisin og höfðu þann áhuga á fólki að öllum leið vel í návist þeirra. Það sem undraði mig mest þá, ungan mann- inn, var hversu fólk laðaðist að heim- ilinu, og var ekki vanur því frá mín- um heimaslóðum að eiga fullorðið fólk, annað en foreldra, fyrii' sálufé- laga. Þar átti Guðfinna mestan þátt- inn, því hún tók þátt í gleði fólks og sorgum á svo látlausan og einfaldan hátt að þar fannst engin uppgerð. Ekki síst átti þetta við um börnin, sem Guðfinnu kynntust. Oft hitti ég ungt fólk, sem minnist veru sinnar á Grenimelnum með því að spyrja fyrst af öllu hvernig Guðfinna hafi það og fer svo að segja frá því hversu stórkostlega góð hún hafi verið þegar foreldrarnir leigðu í ris- inu eða í kjallai-anum. Þannig var hún, og eins við alla. Ævisaga Guðfinnu verður ekki sögð hér, en mig langar að skjóta hér inn í stuttri frásögn, sem ég skrifaði niður eftir Guðfinnu fyrir mörgum árum, um æsku hennar: „Þegar ég var lítil bjuggum við í Guðnabæ. Það var lítið hús bakvið þar sem núna er Laugavegur 28. Pabbi stundaði sjóinn, en hann dó úr hálsmeini þegar ég vai- fímm ára. Við vorum þá sjö systkinin og mamma ófrísk að yngsta bróður mínum. Ekki voru nokkur tök á að hún gæti fram- fleytt okkur öllum og var okkur komið fyrir hér og þar, mest hjá vandalausum. Dönsk konfektgerðar- kona, sem hér bjó, og átti uppkomin börn, vildi taka mig til fósturs og þangað fór ég fimm ára. Þarna var tekið á móti mér með uppbúnu barnaherbergi með dúkkum og dúkkuvagni og hinni bestu aðhlynn- ingu í alla staði. En ég grét stans- laust og saknaði mömmu, svo hin danska kona sagðist ekki geta lagt það á barnið að hafa það svona sorg- ágúst 1857, d. 17. júlí 1938, og Dag- bjartar Brandsddtt- ur, f. 13. sept. 1863, d. 23. okt. 1941. Hallddra og Guð- finna eignuðust þrjú börn: 1) Jdnínu gjaldkera, f. 6. des. 1934. Hennar maður er Axel Sigurðsson lyljafræðingur, f. 11. ndv. 1933 og þeirra synir Hallddr trésmiður, f. 28. ágúst 1961 og Sig- urður starfsmaður Áss, f. 13. ndv. 1965. 2) Garðar tæknifræðing, f. 10. sept. 1941. Hann er kvæntur Lovísu Olvers- ddttur verslunarmanni, f. 13. sept. 1940. 3) Dagbjörtu banka- mann, f. 12. aprfl 1947, gift Rristni Erlendssyni tæknifræð- ingi, f. 9. mars 1946. Þeirra börn eru: a) Haraldur nemi í tölvu- fræðum, f. 18. ágúst 1971, hann á dötturina Hafdísi, f. 14. okt. 1998; b) Brynja, nemi í ljösmynd- un, f. 11. feb. 1977, c) Garðar framhaldsskölanemi, f. 2. aprfl 1984. Útför Guðfinnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mætt og ég fór aftur til mömmu og var með henni þangað til ég giftist." Guðfinna og Gísli ólust upp með móður sinni og var alla tíð mjög kært með þeim. Jóhanna var að verða 14 ára þegar faðirinn dó, gat farið að vinna fyrir sér, og fór heldur ekki að heiman. Guðfinna fór að vinna strax og hún hafði aldur til, vann íyrst á netaverkstæði og síðan í fiskvinnu þar til hún giftist, og móðirin sá heim- ilinu farborða með fiskvinnu. Hin börnin leituðu saman eftir að þau fullorðnuðust og mátti þar sjá mefri samheldni en oft sést hjá þeim systkinum er saman hafa búið. Lífsreynsla æskuáranna hefir sjálf- sagt valdið því að Guðfinna tók snemma trú á jafnaðarstefnuna. Þeg- ar ég kynntist henni fyrst var hún áköf jafnaðarmanneskja og sótti fundi hjá Alþýðuflokknum. Síðar dalaði trú hennar á flokkinn, en aldrei held ég að hún hafi tapað þeim hugsjónum, sem fólust í jafnaðai-stefnunni. Jónína, móðir Guðfínnu, bjó sein- ustu ár ævinnar hjá henni og get ég ekki látið lokið þessum fáu orðum um tengdamóður mína án þess að minnast á hversu umhyggjusöm hún var um móður sína. Eg kynntist vel, meðan ég bjó á Grenimel, óendan- legri þolinmæði og umhyggju, sem Guðfinna sýndi, en Jónína varð á sín- um seinustu árum allmjög erfiður sjúklingur, reyndar allt önnur mann- eskja en hennar eðli stóð til. Þarna sýndi sig best hin eðlislæga góðvild Guðfinnu og umhyggja fyrir móður, sem hún deildi með erfiðri lífsbar- áttu, en gat síðar gefið það besta at- læti, sem hugsast gat. Ég nefndi fyrr að börn hefðu hænst að Guðfinnu og barnabörnin voru að sjálfsögðu ekki undanskilin. Synfr okkar tvefr sakna nú sárt vin- ar, sem alltaf var reiðubúinn að láta undan duttlungum þein-a og með framkomu sinni og fyi-irmynd gerði þá að betri mönnum. Axel Sigurðsson. I dag kveðjum við okkar ástkæru systur og mágkonu hana Guðfinnu hinstu kveðju. Ég man enn glögg- lega hvenær ég hitti Finnu fyrst, en svo var hún ávallt kölluð meðal ætt- ingja og vina. Og síðar varð hún mágkona mín, þar sem ég giftist Haraldi bróður hennar. Nú þegar Finna er horfin þá er Haraldur einn eftir af átta systkinum. Finna var mjög heilsteypt manneskja, góð við alla, þó sérstaklega góð við þá sem áttu bágt. Árið 1935 giftist Finna Halldóri Guðmundssyni sem lést ár- ið 1978. Þau eignuðust þrjú börn, Ninnu, Garðar og Daddý. Allt er þetta sómafólk. Við Haraldur og okkar fjölskylda eigum öll hlýjar og góðai- minningar um þessa góðu konu frá liðinni tíð. Það var alltaf notalegt að koma til þín í heimsókn á Grenimel 5, heimilið þitt hlýtt og þú tókst vel á móti öll- um sem til þín komu og gestrisni var þar í fyrirrúmi. Minningarnar eru svo ótalmargar að það væri efni í stóra bók. Elsku Finna, þetta hafa verið björt og notaleg ár sem við höfum átt saman. Þó árin hafi liðið og liðið hratt þá er minningin um þig ljós í lífi okkar. Það er erfitt að kveðja þig og sætta sig við að fá aldrei að hitta þig aftur, heyra þig tala og finna faðmlag þitt. Við vitum að nú hefur Halldór þinn tekið þig í faðm sinn og vitum við að nú líður þér vel. Með þessum fátæklegu minning- arorðum langar okkur fyrir hönd fjölskyldu okkar að votta eftirlifandi bömum, tengdabörnum og fjölskyld- um þeirra innilega samúð. Kæra vinkona, hvíl þú í friði, frið- ur guðs þig blessi. Hve erfitt er að trúa því, elsku systir mín, að aldrei framar líti ég þig á jörðu. Hve hlý og fus til líknar var höndin ljúfa þín og hjarta þitt í blíðu og stríði hörðu. Nú ertu horfin, augu döggvast tárum, mín elsku systir, jöfn var tryggðin þín. Frá bernsku dögum fram að elhárum þú ávallt sama kærleik barst til mín. (I.S.) Ólafía og Haraldur. Nú er hún amma Finna farin frá okkur. Það var svo margt sem hún amma kenndi okkur með sögunum sem hún sagði frá æsku sinni og með leiðsögn hennar og réttsýni lærðum við að meta það mikilvæga í lífinu. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Góða nótt, sofðu rótt, guð geymi þig, elsku amma. Haraldur, Brynja og Garðar. Mín elskulega föðursystir Guð- finna Þorleifsdóttir er látin eftfr stutta legu. Þó söknuðurinn sé mikill eru þakklæti mitt og gleði einnig einlæg, því þannig vildir þú, Finna frænka, fá að hverfa frá okkur öllum sem höfum fengið að njóta samveru þinn- ar svo lengi. Sambýli foreldra minna með Finnu og Halldóri á Grenimel 5 var einstakt, byggt á einlægri vináttu, elsku og virðingu. Jafntraust sam- band er ríkti milli móður minnar og Finnu hef ég aldrei séð. Ég ólst upp með þessu fólki og átti hamingjusama bernsku, sem gaf mér gott og traust veganesti fyrir lífið. Það ríkti oft mikil gleði á Grenimel 5. Því varð sorgin léttbæraiú er hana bar að garði. Finna huggaði mig ætíð á sinn sérstæða hátt. Að eignast hana sem góðan vin í bernsku veitti mér mikla gæfu og sú vinátta styrkt- ist með árunum. í fari Finnu var alveg sérstök hlýja, gleði og mildi, hún skynjaði þörf allra í kringum sig. Hún sá alltaf björtu hliðarnar á öllu og átti jafn auðvelt með að gefa og þiggja. Því var það alveg ómetanlegt að alast upp á Grenimel 5 í faðmi stórr- ar fjölskyldu þai- sem Finna frænka var alla tíð fasti punkturinn í tilveru okkai- allra er ólumst þar upp. Það eru forréttindi að hafa átt æskuheimili á Grenimel 5 og getað ætíð leitað til Finnu og verður það aldrei fullþakkað. Ég og fjölskylda mín minnumst Finnu sem okkar besta vinar. Við vottum Ninnu, Garðari, Dag- björtu og fjölskyldum þeÚTa okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Gerða Gísladóttir. Elsku Guðfínna mín. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst mér ómet- anleg þegar ég bjó hjá þér og því gleymi ég aldrei. Hjartahlýrri konu er vart hægt að finna. Það var alltaf svo gaman að tala við þig, þú varst svo kát og ávallt stutt í hláturinn. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Ég man þig um ókomna tíð. Þín vinkona, Kristín Björk. GUÐFINNA ÞORLEIFSDÓTTIR + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN BRAGI AGNARSSON, Hæðargarði 33, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt mið- vikudagsins 17. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Erling Aðalsteinsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Viggó Bragason, Hulda Lilliendahl, Brynjar Örn Bragason, Jóhanna Kjartansdóttir, Heiðar Þór Bragason, Hilmar Bragason, íris H. Bragadóttir, Gunnar Bernburg, Agnes Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS KRISTÍN EBENESERSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 16. mars ó Hrafnistu í Reykjavík. Jóna Bárðardóttir, Björk Bárðardóttir, Reynir Bárðarson, Sveinn Bárðarson, Heiður Þorsteinsdóttir, Guðný Bárðardóttir, Helga Bárðardóttir, Sigurður Bergsveinsson, Ebeneser Bárðarson, Auður Árnadóttir, Halldór Bárðarson, Valgerður Hermannsdóttir, Björn Bárðarson, Jóhanna Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HILDIGUNNUR ENGILBERTSDÓTTIR, Brekkubraut 23, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi mánudagsins 15. mars. Ásgeir Samúelsson, Þórunn Ásgeirsdóttir, Gunnar L. Stefánsson, Einar Ásgeirsson, Helga Jónsdóttir, Hrönn Ásgeirsdóttir, Svavar S. Guðmundsson, Svandís Ásgeirsdóttir, Sigurbjörn Guðmundsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJARNVEIG JAKOBSDÓTTIR, lóst á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, að morgni laugardagsins 6. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýnda samúð. Ólafur Kristjánsson, Herdís Eggertsdóttir, Henrý Þór Kristjánsson, Svala Brjánsdóttir, Páll H. Kristjánsson, Rósa Helgadóttir, Ragnar Kristjánsson, Shirley Felton, Símonía Ellen Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ARASON, áður til heimilis á Skólabraut 5, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 19. mars kl. 10.30. Sigrún Magnea Magnúsdóttir, Magnea Móberg Jónsdóttir, Jón Þór Aðalsteinsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Egill Sigurðsson, Jón Sigmar Jónsson, Sólrún Hvönn Indriðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.