Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 57 FRÉTTIR FRÁ afhendingu Gullprjónanna 1999. Frá vinstri Nanna Baldurs- dóttir, kennari, Erna Björk Sigurgeirsdóttir, fulltrúi nemenda og Auður Kristinsdóttir, fulltrúi Tinnu. Gullprjónar ársins 1999 afhentir Ráðstefna um öryggis- mál í ferða- þjónustu RÁÐSTEFNA um öryggismál í ferðaþjónustu verður haldin fimmtu- daginn 18. mars á Hótel Loftleiðum við Reykjavíkurflugvöll undir yfir- skriftinni: Er Island öruggur áfangastaður ferðamanna? Hefst hún kl. 9. Að ráðstefnunni standa Iðntækni- stofnun, Landsbjörg, Ferðamálaráð, Ferðamálasamtök Islands, Ferða- málasamtök höfuðborgarsvæðisins, Slysavai-nafélag íslands, Umferðar- ráð, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Leiðsöguskólinn við MK og Sam- band íslenskra tryggingafélaga. Meðal innlendra fyrirlesara á ráð- stefnunni má nefna Guðmund Sig- urðsson, lögfræðing, sem fjallar um bótaábyrgðir og tryggingar, Þórhall Jósepsson, sem fjallar um sam- gönguöryggi og ógnir aldurhniginna og umbreyttra tækja, Benedikt Jó- hannesson, tryggingastærðfræðing, sem fjallar um áhrif slysa á markaði erlendis og Pétur Rafnsson, sem fjallai- um öryggismál í afþreyingar- ferðaþjónustu. Upphafserindi ráðstefnunnar flyt- ur dr. Anders Steene frá háskólan í Kalmar í Svíþjóð, en hann er sér- fræðingur um öryggismál og gæða- stjómun í ferðaþjónustu og hefur starfað að rannsóknum og þróunar- starfi í ferðaþjónustu víða um heim á undanfórnum árum, jafnt innan há- skóla sem og fyrir stjórnvöld og fjöl- þjóðlegar stofnanir. Ráðstefnustjóri er Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, en Halldór Blön- dal, samgönguráðherra, mun setja ráðstefnuna. ----------------- Borgarnes Framsókn opnar kosninga- skrifstofu Borgamesi. Morgunblaðið. Framsóknarflokkurinn á Vestur- landi hefur opnað kosningaskrifstofu að Brákarbraut 1 í Borgarnesi. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, og Magnús Stefánsson alþingismaður ásamt öðrum frambjóðendum voru á staðn- um og ræddu um menn og málefni við gesti og gangandi. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn alla virka daga frá 14 til 19. Kosningastjóri er Kolfinna Jóhannesdóttir. GARNBÚÐIN Tinna hefur veitt Gullprjóna ársins 1999. Að þessu sinni hlaut handmenntadeild 8. bekkjar Foldaskóla viðurkenning- una en henni hefur Nanna Bald- ursdóttir, kennari, stýrt undanfar- in ár. Hafa nemendur hennar bæði sýnt góða kunnáttu, sjálf- stæð vinnubrögð, svo og sköpun- argleði sem henni hefúr tekist að virkja, segir í fréttatilkynningu. Afhendingin fór fram í Fjörg- FOSTUDAGSFYRIRLESTUR Líffræðistofnunar verður haldinn 19. mars að Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. Menja von Schmalensee, MS nemi, mun flytja erindi um rann- sóknarverkefni sitt. Erindið nefn- ist: Minkar við sjó á Islandi. Erlendar rannsóknir hafa bent til að minkurinn sé einfari sem ver óðal fyrir öðrum minkum með skýrt afmörkuðum landamærum og tiltölulega lítilli skörun milli óðala einstaklinga sama kyns. Hann hefur einnig verið talinn nán- ast bundinn við sjávarbakka á strandsvæðum eða vatns- og ár- bakka inn til lands. Frá haustinu 1996 hafa farið fram rannsóknir hér á landi á rad- íómerktum minkum, annars vegar yn, samkomusal Foldaskóla í Grafarvogi, að viðstöddum for- ráðamönnum skólans sem og nemendum. Viðurkenningin eru innrammaðir 24k gullprjónar sem þýski prjónaframleiðandinn ADDI gefúr. Þetta er í fimmta sinn sem gullprjónarnir eru afhentir en þeim er ætlað að efla hand- menntir landsmanna bæði sem áhugamál og list. á ferskvatnssvæði og hins vegar við sjó, þar sem tilgangurinn hef- ur m.a. verið að kanna landnotkun og ferðir dýranna við íslenskar að- stæður. Þar hafa fengist niður- stöður sem benda til þess að fé- lagskerfi og landnotkun dýranna sé ekki alveg jafn einföld í sniðum og víða erlendis, e.t.v. vegna skorts á samkeppni frá öðrum skyldum rándýrum hér á landi. Komið hefur í Ijós að dýrin breyta landnotkun sinni mikið eftir árs- tíðum og eru ekki alltaf bundin við vatn. I fyrirlestrinum verða aðallega tekin dæmi um þetta frá rannsókn- arsvæðinu við sjó. Þau gögn verða síðan tengd við niðurstöður frá ferskvatnssvæðinu og við fyrir- liggjandi veiðitölur og þyngdar- gögn um minka. Erindi uin minka við sjó á Islandi Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni PÁLL Gíslason óskar Ólafi Ólafssyni til hamingju með formannskjörið. Ólafur Ólafsson kosinn formaður AÐALFUNDUR Félags eldri borg- ara í Reykjavík var haldinn 7. mars sl. í félagsheimili félagsins, Ásgarði, Glæsibæ. í skýrslu stjórnar kemur fram að síðasta ár var mjög við- burðaríkt í sögu félagsins. Þar bar hæst kaup og flutningar í Glæsibæ sem hefur breytt allri aðstöðu hjá félaginu. Félagsstarfið hefur aukist veru- lega og má ætla að í viku hverri taki u.þ.b. 1.000 manns þátt í félags- starfinu með einhverjum hætti. Kosinn var nýr formaður, en Páll Gíslason, læknir, gaf ekki kost á sér áfram af heilsufarslegum ástæðum. í hans stað var kosinn til tveggja ára Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir. Stjórnin bar fram tillögur um hagsmunamál sem allar voru sam- þykktar samhljóða. LEIÐRÉTT Leiðrétting við grein UNDIRRITAÐUR vill koma fram eftirfarandi leiðréttingu vegna greinar eftir hann „Um lýðræði og upplýsingastreymi í íslensku þjóð- félagi“ er birtist í Morgunblaðinu í gær, 17. þ.m. Þar fullyrðir undirrit- aður að Söfnunarsjóður lífeyris- réttinda hafi veitt ákveðnu fyrir- tæki lán á þriðja hundrað milljónir kr. á árinu 1997. Fullyrðing þessi er byggð á veðbókarvottorði frá sýslumanninum í Reykjavík dags. 23.1. 1998 og ljósriti af þinglýstu skuldabréfi dagsettu 18.12.1997 og fengið frá sýslumanni 29.1. 1998. Samkvæmt upplýsingum Söfnun- arsjóðsins hafnaði hann kaupum á þessum skuldabréfum og skal það hér með leiðrétt. Samkvæmt veð- bókarvottorði dagsettu í dag, 17.3. 1999, voru gefin út skuldabréf með öðrum kröfuhöfum en þeir eru m.a. Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Sam- vinnulífeyrissjóðurinn o.fl. Söfnun- ai-sjóðurinn er sagður kröfuhafi af einu skuldabréfi að upphæð kr. 20.000.000 en að sögn fram- kvæmdastjóra sjóðsins er það rangt. Þetta leiðréttist hér með. Sveinn Valfells Fræðslufundur skógræktar- felag-anna um lerki SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höf- uðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund þriðjudaginn 16. mai'S kl. 20.30 í sal Ferðafélags íslands, Mörkinni 6. Þessi fundur er í um- sjón Skógræktarfélags Reykjavík- ur. Þetta er annar fræðslufundur ársins í fræðslusamstarfi skógrækt- arfélaganna og Búnaðarbankans. Aðalerindi kvöldsins flytur Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skóg- ræktar ríkisins og kallst það „Lerki“. Þröstur mun í máli og myndum fjalla um reynslu af rækt- un lerkis, en hann er einn helsti sér- fræðingur landsins á því sviði. Hann mun einnig fjalla um kynbætur á lerki auk þess að sýna myndir frá vaxtarstöðum lerkis í Síberíu og N- Ameríku. Skógræktarfélögin hafa tekið upp samstarf við Félag íslenskra hljóm- listai-manna, FÍH og munu tónlist- armennirnir Gunnar Gunnarsson og Gunnar Hrafnsson leika nokkur létt lög. Allir eru velkomnir meðan hús- rými leyfir og verður boðið upp á kaffi. Fundur í Breiðholtsskóla um fíkniefna- vandann BREIÐHOLTSSKÓLI ásamt for- eldrafélagi skólans heldur fund fimmtudaginn 18. mars kl. 20. Mál- efnið er viðvörun frá nokkrum sem lifðu af fíkniefnavandann. Fundurinn er fyrir foreldra og kennara bama í 8., 9. og 10. bekk Breiðholtsskóla. Á fundinum verður sýnd myndin „Marita II, viðvörun frá nokkrum sem lifðu af‘. Á þenn- an fund mæta Anna Elísabet Ólafs- dóttir, hverfislögreglumaður, Rúnar Halldórsson frá forvarnarsviði Fé- lagsþjónustunnar, starfsmenn hverfaskrifstofu Félagsþjónustunn- ar í Álfabakka og Jón Indriði Þór- hallsson, fyrrverandi fíkniefnaneyt- andi, sem fylgir efni myndarinnar eftir með umræðu og fræðslu. EITT glæsilegasta lerkitré landsins er Evrópulerkið í garðinum Skrúð í Dýrafirði. Bæklingur um grindarlos kominn út BÆKLINGUR um grindarlos er kominn út. Hann er gefinn út af Faghópi sjúkraþjálfara sem vinnur að málefnum kvenna tengdum með- göngu of fæðingu. Öll vinna sjúkra- þjálfara var unnin í sjálfboðavinnu. Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Heilbrigðisráðuneytið, Stoð og Öss- ur styrktu gerð bæklingsins. Hann er tólf síður með skýring- armyndum. Fjallað er um gi'indar- los, hvað það er og hvað sé til ráða, s.s. rétt líkamsstaða og vinnustell- ingar, notkun hjálpartækja og meðferð hjá sjúkraþjálfara. Hægt er að nálgast bæklinginn endurgjaldslaust á skrifstofu Fé- lags íslenskra sjúkraþjálfara í Lág- múla 7, 108 Reykjavík, eða fá hann sendan í póstkröfu. Árshátíð Bergmáls LIKNAR- og vinafélagið Bergmál heldur árshátíð sína í Safnaðar- heimili Háteigskirkju laugardaginn 20. mars. Húsið verður opnað kl. 18.30. Borðhald og þríréttuð máltíð hefst kl. 19. Pöntun aðgöngumiða fyrir laugardag, verð miða er 2.000 kr. Fjölbreytt skemmtiatriði. Candide eru nýir, bjartir pastellitir, sem hæfa konum á öllum aldri. LANCÖME PARIS 5 "V I.ANCÖMI sérfræðingur býður förðun og ráðgjöf, í dag og á morgun. Kaupaukar og prufur. H Y G E A inyrtivBruvtr* lun Austurstræti, sími 511 4511 r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.