Morgunblaðið - 18.03.1999, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Opið bréf til bæj-
arráðs Akraness
Grettir
Frá kennurum Tónlistarskólans
á Akranesi:
KENNARAR Tónlistarskólans á
Akranesi svara bréfi bæjarráðs,
dagsettu 18. febrúar 1999, þar sem
greint er frá höfnun erindis þeirra
varðandi beiðni um viðbótarsamn-
ing sambærilegan þeim er grunn-
skólakennarar á Akranesi gerðu sl.
vor.
Sem ástæðu tilgreinir bæjarráð
að búið sé að gera fjárhagsáætlun
fyrir árið 1999, þar sé ekki gert ráð
fyrir breytingum til launa-
greiðslna, og því sé ekki hægt að
sinna erindinu.
Það er alkunna að þegar samn-
ingurinn við grunnskólakennara
var gerður fyrir ári var fjárhagsá-
ætlunargerð fyrir það ár lokið. Það
kom þó ekki í veg fyrir að hægt
væri að gera samning við grunn-
skólakennara. Kennarar tónlistar-
skólans geta því ekki tekið alvar-
lega tilgreinda ástæðu fyrir synjun.
I viðbótarsamningi grunnskóla-
kennara er m.a. tekið mið af
greiðslum til kennara varðandi
undirbúning einsetningar grunn-
skólans. Kennurum tónlistarskól-
ans er hins vegar gert að vinna
þessa vinnu án greiðslna. Fyrir
liggur að samstarf og samvinna
grunn- og tónlistarskólakennara
verði mikil við einsetningu. Sú
vinna nær einnig til undirbúnings
slíks samstarfs. Því er niðurstaða
bæjarráðs rakalaus, og mikil von-
brigði fyrir kennara tónlistarskól-
ans.
Ennfremur fordæma kennarar
tónlistarskólans þau vinnubrögð
bæjarráðs að bjóða fulltrúum
kennara til viðræðna þegar fyrir lá
að bæjarráð myndi hafna kröfum
kennara.
Þá er enn ámæhsvert að bæjar-
ráð skuli ekki hafa komið niðrn--
stöðu sinni til skila til fulltrúa
kennara á fyrrnefndum viðræðu-
fundi, en birt hana sama dag á vef-
síðu bæjarins án vitundar kennara,
sem síðan fréttu af málalyktum í
gegnum blaðamann Skessuhoms,
vikublaðs á Vesturlandi.
Þessi vinnubrögð hljóta að telj-
ast óvirðing við kennara tónhstar-
skólans.
Við Tónhstarskólann á Akranesi
starfar hópur hæfra kennara með
áralanga reynslu af kennslu og/eða
langskólanám að baki. Margir
þeirra hafa aflað sér menntunar
erlendis. Allir hafa þeir þekkingu
og metnað til uppbyggingar skól-
ans á þeim tímamótum sem í hönd
fara, svo gæði starfseminnar verði
fyrsta flokks.
Það er sárt að verða vitni að
minnkandi málsmeðferð bæjar-
ráðs, sem virðis hvorki meta þann
mannauð sem að Tónhstarskólan-
um á Akranesi stendur, né það
þýðingarmikla starf í menningar-,
menntunar- og uppeldismálum sem
fram fer innan veggja skólans.
F.h. kennara Tónhstarskólans á
Akranesi,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
trúnaðarmaður FT.
Frambjóðanda Fram-
sóknarflokksins svarað
MAÐUR getur Iært Jæja, hvað held- Ég held að hann geti kannski verið dansari.
margt um fólk með því að urðu að við getum
rekja spor þess í snjón- sagt um þennan
um. einstakling?
Frá Bimi Bjamasyni:
Á KJÖRTÍMABILINU hafa ung-
ir framsóknarmenn stundum agn-
úast sérstaklega út í störf mín.
Hafa þeir ekki haft erindi sem erf-
iði í því efni. Nýr og ungur fram-
bjóðandi Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra,
Birkir J. Jónsson framhaldsskóla-
nemi, hefur nú í tveimur bréfum
til Morgunblaðsins leitast við að
gera samskipti mín við framhalds-
skólanema tortryggileg.
Að sjálfsögðu er mér ljóst, að
ólíkar skoðanir eru á endurinnrit-
unargjaldi meðal framhaldsskóla-
nema. Stjórnarflokkamir og þar
með Framsóknarflokkurinn sam-
þykktu hins vegar þessa gjald-
heimtu. Er henni ekki stefnt gegn
þeim, sem minna mega sín í námi,
eins og áður hefur komið fram.
I sama tölublaði Morgunblaðsins
og síðara gagnrýnisbréf Birkis
vegna gjaldsins birtist er frétt um,
að verið sé að endurskipuleggja
Félag framhaldsskólanema (FF)
og tveir nemendur í þeirri vinnu
hafi komið til gagnlegs og ánægju-
legs fundar við mig og ég hafi
„sýnt þessum hugmyndum mikinn
áhuga og lýst yfir hrifningu með að
virkja félagið á landsbyggðinni".
F orráðamenn félagsins hafa tekið
viðtal við mig í nýjasta blað fram-
haldsskólanema. Þar er meðal ann-
ars rætt ýtarlega um endurinnrit-
imargjaldið, sem er Birki sérstakur
þymir í augum. Einnig hef ég oftar
en einu sinni sótt þing FF, þótt
skyldur erlendis hafi því miður
hindrað, að ég tæki þátt í síðasta
þingi.
Ég bið Morgunblaðið að birta
þessa athugasemd, þar sem Birkir
J. Jónsson frambjóðandi dregur
upp alranga mynd af samskiptum
mínum við forráðamenn fram-
haldsskólanema. Þau eru og hafa
verið mjög góð. Hef ég ávallt verið
reiðubúinn að ræða við þá. Bendi
ég Birld í vinsemd á að róa á önnur
atkvæðamið, vilji hann fiska.
BJÖRN BJARNASON,
menntamálaráðherra.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.