Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til bæj- arráðs Akraness Grettir Frá kennurum Tónlistarskólans á Akranesi: KENNARAR Tónlistarskólans á Akranesi svara bréfi bæjarráðs, dagsettu 18. febrúar 1999, þar sem greint er frá höfnun erindis þeirra varðandi beiðni um viðbótarsamn- ing sambærilegan þeim er grunn- skólakennarar á Akranesi gerðu sl. vor. Sem ástæðu tilgreinir bæjarráð að búið sé að gera fjárhagsáætlun fyrir árið 1999, þar sé ekki gert ráð fyrir breytingum til launa- greiðslna, og því sé ekki hægt að sinna erindinu. Það er alkunna að þegar samn- ingurinn við grunnskólakennara var gerður fyrir ári var fjárhagsá- ætlunargerð fyrir það ár lokið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hægt væri að gera samning við grunn- skólakennara. Kennarar tónlistar- skólans geta því ekki tekið alvar- lega tilgreinda ástæðu fyrir synjun. I viðbótarsamningi grunnskóla- kennara er m.a. tekið mið af greiðslum til kennara varðandi undirbúning einsetningar grunn- skólans. Kennurum tónlistarskól- ans er hins vegar gert að vinna þessa vinnu án greiðslna. Fyrir liggur að samstarf og samvinna grunn- og tónlistarskólakennara verði mikil við einsetningu. Sú vinna nær einnig til undirbúnings slíks samstarfs. Því er niðurstaða bæjarráðs rakalaus, og mikil von- brigði fyrir kennara tónlistarskól- ans. Ennfremur fordæma kennarar tónlistarskólans þau vinnubrögð bæjarráðs að bjóða fulltrúum kennara til viðræðna þegar fyrir lá að bæjarráð myndi hafna kröfum kennara. Þá er enn ámæhsvert að bæjar- ráð skuli ekki hafa komið niðrn-- stöðu sinni til skila til fulltrúa kennara á fyrrnefndum viðræðu- fundi, en birt hana sama dag á vef- síðu bæjarins án vitundar kennara, sem síðan fréttu af málalyktum í gegnum blaðamann Skessuhoms, vikublaðs á Vesturlandi. Þessi vinnubrögð hljóta að telj- ast óvirðing við kennara tónhstar- skólans. Við Tónhstarskólann á Akranesi starfar hópur hæfra kennara með áralanga reynslu af kennslu og/eða langskólanám að baki. Margir þeirra hafa aflað sér menntunar erlendis. Allir hafa þeir þekkingu og metnað til uppbyggingar skól- ans á þeim tímamótum sem í hönd fara, svo gæði starfseminnar verði fyrsta flokks. Það er sárt að verða vitni að minnkandi málsmeðferð bæjar- ráðs, sem virðis hvorki meta þann mannauð sem að Tónhstarskólan- um á Akranesi stendur, né það þýðingarmikla starf í menningar-, menntunar- og uppeldismálum sem fram fer innan veggja skólans. F.h. kennara Tónhstarskólans á Akranesi, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, trúnaðarmaður FT. Frambjóðanda Fram- sóknarflokksins svarað MAÐUR getur Iært Jæja, hvað held- Ég held að hann geti kannski verið dansari. margt um fólk með því að urðu að við getum rekja spor þess í snjón- sagt um þennan um. einstakling? Frá Bimi Bjamasyni: Á KJÖRTÍMABILINU hafa ung- ir framsóknarmenn stundum agn- úast sérstaklega út í störf mín. Hafa þeir ekki haft erindi sem erf- iði í því efni. Nýr og ungur fram- bjóðandi Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, Birkir J. Jónsson framhaldsskóla- nemi, hefur nú í tveimur bréfum til Morgunblaðsins leitast við að gera samskipti mín við framhalds- skólanema tortryggileg. Að sjálfsögðu er mér ljóst, að ólíkar skoðanir eru á endurinnrit- unargjaldi meðal framhaldsskóla- nema. Stjórnarflokkamir og þar með Framsóknarflokkurinn sam- þykktu hins vegar þessa gjald- heimtu. Er henni ekki stefnt gegn þeim, sem minna mega sín í námi, eins og áður hefur komið fram. I sama tölublaði Morgunblaðsins og síðara gagnrýnisbréf Birkis vegna gjaldsins birtist er frétt um, að verið sé að endurskipuleggja Félag framhaldsskólanema (FF) og tveir nemendur í þeirri vinnu hafi komið til gagnlegs og ánægju- legs fundar við mig og ég hafi „sýnt þessum hugmyndum mikinn áhuga og lýst yfir hrifningu með að virkja félagið á landsbyggðinni". F orráðamenn félagsins hafa tekið viðtal við mig í nýjasta blað fram- haldsskólanema. Þar er meðal ann- ars rætt ýtarlega um endurinnrit- imargjaldið, sem er Birki sérstakur þymir í augum. Einnig hef ég oftar en einu sinni sótt þing FF, þótt skyldur erlendis hafi því miður hindrað, að ég tæki þátt í síðasta þingi. Ég bið Morgunblaðið að birta þessa athugasemd, þar sem Birkir J. Jónsson frambjóðandi dregur upp alranga mynd af samskiptum mínum við forráðamenn fram- haldsskólanema. Þau eru og hafa verið mjög góð. Hef ég ávallt verið reiðubúinn að ræða við þá. Bendi ég Birld í vinsemd á að róa á önnur atkvæðamið, vilji hann fiska. BJÖRN BJARNASON, menntamálaráðherra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.