Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matargerð
Eggjakrem
og tertur
Kristín Gestsdóttir vill byrja á að
benda lesendum sínum á auðvelda að-
ferð við að bræða súkkulaði.
Hitið bakarofn í 70°C, setjið
súkkulaðið í einfalt lag á eldfast-
an, þykkan disk eða fat þar sem
það bráðnar á 7 mínútum. Engin
gufa fer í súkkulaðið, sem helst
lengi mjúkt á heitum diskinum,
og hægt er að sitja í rólegheitum
við verkið. Verra er að setja
þetta í örbylgjuofn þar sem disk-
urinn hitnar ekki í honum og
súkkulaðið er því fljótara að
kólna og stífna.
Eg las um daginn grein í
tímariti þai' sem kona kvartar
yfír umstangi við fermingar-
veislur. Hún hélt stóra köku-
veislu heima hjá sér, byrjaði
mörgum vikum fyrr að baka og
setja í frystikistuna - jafnvel
fullskreyttar tertur - og hafði
ekki pláss í kistunni fyrir neitt
annað. Svo voru afgangarnir í
kistunni langt fram á sumar.
Vonandi er þetta undantekning.
Vera í frystikistunni í margar
vikur bætir ekki skreyttar tert-
ur. Hætta er á að rjómi og ann-
að feitmeti taki í sig bragð af
öðru í kistunni, og þarf að pakka
þessu mjög vel inn svo ekki
verði. Hins vegar er sjálfsagt að
frysta botnana og kransaköku
sem batnar við frystingu. Mar-
engs, súkkulaði og frómas eða
annað með matarlími á ekki að
frysta, að ekki sé talað um
ávexti. Fáið heldur hjálp við
skreytinguna, munið að margar
hendur vinna létt verk.
Hér er uppskrift af heima-
gerðu eggjakremi, en líklega er
hægt að kaupa það í pökkum
þótt ég hafí ekki rekist á það.
Ekki er uppskrift að þeim köku-
botnum sem kremið fer í, önnur
er úr smjördeigi en hin svamp-
botni.
Eggjakrem
3 eggjarauður
1 Vi msk. sykur
1 V2 msk. kartöflumjöl
'/2 I nýmjólk
V2 vanillustöng
1. Kljúfíð vanillustöngina og
setjið helminginn út í mjólkina
og látið sjóða. Skafíð þá komin
úr stönginni út í pottinn.
2. Setjið kalt vatn í eldhús-
vaskinn.
3. Hrærið saman eggjarauður,
sykur og kartöflumjöl, setjið út í
sjóðandi mjólkina, hrærið hratt í
þar til þykknar, takið þá strax af
hellunni og skellið pottinum í
vatnið í vaskinum og hrærið í
þar til mesti hitinn er rokinn úr.
Kælið. Þetta magn er ætlað í
þær tvær kökur sem uppskriftir
eru að hér á eftir.
Smjördeigskaka
með sultu og kremi
3 bakaðir botnar um 22 sm í þver-
mól úr keyptu smjördeigi
20 steinlausar sveskjur
% dl jarðarberjasulta
eggjakrem, helmingur magnsins
hér að ofan
2 dl flórsykur
2 msk. portvín, annað vín
eða óvaxtasafi
fersk jarðarber eða lítil póska
1. Leggið sveskjurnar í bleyti í 1
dl af vatni í 3-4 klst. Sjóðið síðan
í vatninu við mjög hægan hita í
20 mínútur. Saxið sveskjurnar
mjög fínt, helst í kvöm, blandið
saman við sultuna.
2. Setjið sultu á neðsta botninn,
eggjakrem með 1-2 dl af þeytt-
um rjóma á annan botninn og
síðan er glassúr sem í er flórsyk-
ur og vín eða ávaxtasafi á efsta
botninn. Ferskum jarðarberjum
eða litlum páskaeggjum raðað í
kring.
Núggakaka með
möndlum
1 stór svampbotn sem bætt er i V2 dl
af söxuðu súkkulaði
helmingur eggjgkremsins hér að ofan
________50 g mjúkt smjör_____
_________100 g núggg_________
50 g möndluflögur
1. Ristið möndluflögurnar á
þurri pönnu, gætið þess að þær
brenni ekki.
2. Velgið núggað örlítið og hrær-
ið ásamt mjúku smjöri saman við
eggjakremið. Smyrjið yfír botn-
inn, stráið síðan ristuðu möndlu-
flögunum ofan á.
Skák/skál
HINGAÐ tU hefur það ekki
þótt fara saman að stunda
íþróttir og drekka áfengi.
En nú er öldin önnur. Ný-
stofnað íþróttafélag í
Reykjavík, Grand-Rokk
skákfélagið, hefur blandað
þessu tvennu saman með
ágætum árangri. Þetta
sannaðist áþreifanlega í
Deildakeppni Skáksam-
bands Islands sem lauk um
síðustu helgi. Þar voi-u
nokkrir keppendur sem
tefldu fyrir hönd Grand-
Rokk undir áhrifum áfengis
en fóru þó svo vel með að
vakti aðdáun annarra skák-
manna. Víndrykkjan virtist
ekki hafa minnstu áhrif á
taflmennskuna, nema síður
væri, því kapparnir unnu
sína deild með glæsibrag.
Segi menn svo að ekki sé
hægt að samræma íþróttir
og áfengi! Undh-ritaður hef-
ur árum saman verið að
streða við að tefla bláedrú
með lélegum árangri. Nú er
tilvalið að snúa við blaðinu
og taka til fyrirmyndar hina
ágætu drykkju- og skák-
menn í Grand-Rokk, Hrafn
Jökulsson og Dan Hansson
og árangurinn lætur örugg-
lega ekki á sér standa. Til
hamingju, félagar! Lifi
Gi'and-Rokk!
Gunnar Finnsson,
barnakennari og
skákáhugamaður.
VELVAKAM)!
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Fulltrúi okkar
MAÐURINN sem hvað
mest dásamaði sósíalismann
í Rússlandi og Austur-Evr-
ópu og hvatti til byltingar á
Islandi og hvatti tH að koma
á sams konar kerfi hér.
Auðvaldið og andskotinn
stjórauðu Vesturheimi. Það
er ekki vitað að maðurinn
hafi skipt um skoðun. Þegar
rústir hugsjóna hans biasa
við er hann sendur vestur
um haf sem sendiherra -
fulltrúi íslensku þjóðarinn-
ar. Manni verður illt.
Kristinn Sæmundsson.
Að undirbúa
sig fyrir elliárin
EG horfði á Titring í sjón-
varpinu 4. mars. og ég er
sammála Margréti, varafor-
manni samtaka aldraðra, að
það sé tilgangslaust að
reyna að búa sig fjárhags-
lega undir elliárin. Það er
allt tekið af manni hvort
sem er. Þeir sem hafa misst
maka sína vita að það mun-
ar sáralitlu á heimilisrekstri
hvort einn eða tveir eru í
heimili. Við sem vorum í
barneign fyrir pilluna áttum
yfirleitt mörg börn og þar af
leiðandi stóra fjölskyldu
sem við viljum gjaman
gleðja með smágjöf á tylli-
dögum. Mér finnst það
mannréttindi að ekki sé
gengið það hart að okkur í
skattheimtu að við getum
það ekki. Það er ekki hægt
að reka heimili og bíl fyrir
minna en 150 þús. kr. á
mánuði. Félag aldraðra ætti
að beita sér fyrir þri að eldri
borgarar sem hafa innan við
150 þús. kr. á mánuði séu
skattlausir. Nóg erum við
búin að borga alla okkar ævi
en fengum lítið í staðinn.
Við þekktum ekki fæðingar-
orlof, barnabætur, námslán,
barnaheimili o.fl. o.fl. Og
það eru takmörk fyrir því
hvað við eigum lengi að
borga skatta í þessa mála-
flokka. Látum auðugu fyi-ir-
tækin og milljarðamæring-
ana borga skattana.
Kona.
Kjör öryrkja
MARGIR eru öryi-kjar þótt
það sjáist ekki á þeim að
þeir séu veikir. Búa þeir
margir við lök kjör því þeir
geta ekki sinnt öllum störf-
um sem boðið er upp á. í
dag eru gerðar miklar kröf-
ur til starfsfólks, að það
hafi góða menntun og sé við
góða heilsu og atvinnurek-
endur sætta sig ekki við
veikt fólk í vinnu. Þess
vegna verða öryrkjar að
lifa af bótum einum saman,
þeir búa margir við lök
kjör, þurfa að borga húsa-
leigu og lifa af afganginum.
Heyrst hefur að fólk telji of
marga öryrkja vera á bót-
um, en málið er ekki ein-
falt, því fólk sem er veikt
fær ekki vinnu. Ef fólk sem
er í vinnu veikist fær það
launin sín í veikindunum,
en ef fólk er úrskurðað ör-
yrkjar vegna veikinda
missir það vinnuna og laun-
in sín og verður að lifa af
bótunum.
Elín.
Tapað/fundið
Týndir þú
GSM-síma?
HINN 26. febrúar sl. fann
dóttir mín Sony GSM-síma
fyrir utan hjá okkur. Eng-
inn í nágrenninu kannast
við símann. Á Landssíman-
um var sagt að kortið í sím-
anum væri svokallað
„frjálst val“ og þar með
væri ekki hægt að sjá hver
eigandinn væri. Búið er að
auglýsa símann á FM 95,7
og Bylgjunni en ekkert hef-
ur komið út úr þvi. Ef ein-
hver kannast við að hafa
týnt símanum sínum er
hann vinsamlega beðinn að
hafa samband við okkar í
síma 555 2212.
G-Schock úr týndist
G-SCHOCK úr týndist í
Betrunarhúsinu fyrir u.þ.b.
2 vikum. Það er auðþekkjan-
legt, grátt, svart og hvitt,
keypt erlendis. Þeir sem
hafa orðið vaiir við úrið hafi
samband í síma 555 3911.
Fundailaun.
SKAK
IJm.sjón Margcir
Pétursso 11
ÞETTA endatafl
kom upp í ís-
landsflugsdeild-
inni, en keppni
þar lauk lyrr í
mai'smánuði á
Akureyri. Jón L.
Árnason (2.535),
Helli, hafði hvitt
og átti leik, en
Askell Öm Kára-
son (2.270), Skák-
félagi Akureyrar,
hafði svart.
37. a5! - Bxd2
38. a6 og svartur
gafst upp, því
hvíta a-peðið
verður ekki stöðvað. Jón L.
og félagar í Helli hrepptu
sinn fyrsta Islandsmeistara-
titil á Akureyri, en Taflfélag
Reykjavíkur varð að þessu
sinni að láta sér nægja ann-
að sætið.
HVITUR leikur og vinnur.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
YÍKVERJA varð það á að líta á
gosflösku, sem hann var að
drekka úr og þar eru upplýsingar um
innihald vökvans í flöskunni. Þar seg-
ir að í flöskunni sé kolsýrt vatn, litar-
efni sýrur, bragðefni, m.a. koffein,
rotvarnarefni og fenýlalanín. Magn
hvers efnis um sig er alls ekki nefnt.
Síðan er upptalning á næringar-
gildi innihaldsins í 100 millilítrum og
þar segh' að orka sé 1,3 kJ eða 0,3
kkal. Síðan eru talin upp efni, sem
alls ekki eru í drykknum: prótein
0,0g, kolvetni 0,0g, sykur 0,0g, fíta
0,0g, mettaðar fitusýrur 0,0g, trefjar
0,0g og natríum 0,01g.
Til hvers er verið að telja þetta allt
upp, þegar efnin eru ekki í vökvan-
um? Af hverju þetta en ekki hitt? Má
kannski líka telja upp einhver fleiri
efni? Hvar láta menn staðar numið?
Getur verið að þetta sé einhver
auglýsing, en ekki upplýsingaatriði
fyrir viðskiptavininn?
xxx
LESANDI Víkverja hringdi og
var ekki ánægður með bréf
Helga Sigvaldasonar, sem birtist í
Víkverjapistlinum síðastliðinn
sunnudag. Hann taldi, að happ-
drættin, sem ekki drægju aðeins úr
seldum miðum, ynnu sjálf í sér það
sama hlutfall og óseldir miðar væru.
Þetta virðist vera eðlilegt. Þótt vinn-
ingshlutfall sé hátt, er það ekki eins
hátt og um er rætt, ef aðeins er tek-
ið mið af seldum miðum. Happ-
drættin spila sem sé einnig í sjálfum
sér á þá miða sem ekki seljast. Sé
gert ráð fyrir að 50% miða séu óseld,
má búast við því að um 50% vinn-
inga fari aldrei út. Þetta hlutfall get-
ur af sjálfu sér raskast í einstökum
útdráttum, en þegar litið er til lengri
tíma, hlýtur þetta að jafnaði að vera
hið sama hlutfall og hlutfall seldra
miða er.
Raunar var lesandinn sem hringdi
hálfergilegur út í eitt stóru happ-
drættanna. Hann kvaðst hafa átt
miða í einu þeirra áratugum saman
og hefði aldrei fengið neinn vinning
öll þessi ár. Miðarnir hefðu kostað
sig tugþúsundir ef ekki hundruð þús-
unda um dagana og þegar hann fór
einhverju sinni að reikna út, plúsa og
mínusa, hafi dæmið verið svo óhag-
stætt sér að hann hafí hætt viðskipt-
um við happdrættið. En hann, sem
var búinn að eiga miðana svo lengi,
mundi auðvitað öll númerin. Og þeg-
ar hann var hættur, tóku miðarnir
upp á þvi að afla vinninga einn af
öðrum. Hann sat eftir með sárt enn-
ið, en sagðist hafa hringt í happ-
drættið og fengið þær upplýsingar
að gömlu númerin hans væru óseld.
En þannig er þetta með happ-
drættin, „vogun vinnur, vogun tap-
ar“ og eitt er víst að vilji menn eygja
möguleika á vinningi, verða menn að
taka þátt og spila með. Það er frum-
skilyrði til að fá vinning.
XXX
OSKAPLEG óheppni er það hjá
ísfirðingum að snjóflóð skuli
hafa fallið á Seljalandsdal og eyði-
lagt öll þau mannvirki, sem menn
höfðu af elju og dugnaði verið að
endurreisa eftir snjóflóðið, sem
færði öll skíðamannvirkin í kaf árið
1995. En menn virðast ekki tilbúnir
til að gefast upp og í viðtölum, sem
Víkverji horfði á í sjónvarpi á dög-
unum, vildu menn ótrauðir halda
áfram. ÞaTvaf bjartsýnin mikil og
menn vildu ekki gefast upp fyrir
náttúruöflunum. En þrátt fyrir allt
verða menn þó að viðurkenna að
mannskepnan er harla lítil í viður-
eigninni við hamfarir náttúrunnar.
Víkverji telur því að menn verði að
fara afskaplega varlega í sakirnar.
Menn mega ekki storka náttúrunni.