Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 64
~64 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Geimsápan Hnetan frumsýnd í kvöld
Allt g'etur
gerst þegar
jörðinni sleppir
I kvöld gefst djarflyndu fólki kostur á að
» taka þátt í og kanna framandlegar slóðir
því frá geimstöðinni Iðnó verður lagt í ferð
út í geim í leit að plánetunni Hnetunni.
------^-------------------------
Dóra Qsk Halldórsdóttir brá sér í geim-
ferð og spjallaði við Lindu Asgeirsdóttur
sem er í áhöfninni.
EGAR gengið er inn í
geimstöðina Iðnó við
Tjörnina tekur á móti far-
þegunum ábúðarmikil
áhöfn. Arið er 2099 og geimferjan
er að leggja af stað. Gestir ei-u
skannaðir áður en þeim er vísað til
sætis og sagt að spenna sætisólarn-
ar. Síðan hefst ferðalag sem aldrei
verður endurtekið, í það minnsta
ekki í sömu mynd. Hið óvænta á sér
nefnilega veglegan sess í geimstöð-
inni Iðnó og engin ferð annarri lík.
Spuni hefur notið mikilla vin-
sælda í íslensku leikhúsi síðastliðið
ár og er Leikhússportið, Þjónn í
súpunni auk sjónvarpsþáttarins
Stutt í spunann merki um þann
ri3ukna áhuga sem landinn hefur
sýnt þessu leikformi. í spuna getur
allt gerst og mikið reynir á útsjón-
arsemi og snögg viðbrögð leikar-
anna. Akveðin hætta og spenna
liggur í Ioftinu sem maður er ekki
vanur á venjulegum leiksýningum.
Einnig skipta áhorfendur miklu
máli, enda taka þeir iðulega mikinn
þátt í sýningunni, koma með tillög-
ur og geta haft talsverð áhrif á
framvindu kvöldsins.
Leikstjóri Hnetunnar er Sviinn
Martin Geijer, en fimm leikarar
taka þátt í sýningunni, þau Gunnar
Helgason, Ingrid Jónsdóttir, Gunn-
ar Hansson, Linda Asgeirsdóttir og
Friðrik Friðriksson. Um tónlistina
sér Pálmi Sigurhjartarson. Leik-
hópur Hnetunnar hefur æft í fimm
vikur og að sögn Lindu Asgeirsdótt-
ur hefur æfingatímabilið verið
óvenjulega skemmtilegt, mjög ólíkt
því sem leikarar eru vanir í hefð-
bundnum leiksýningum.
Arið 2099 um borð í geimskipi
-Er ekki einhver grínd í verk-
inu?
„Jú, umgerðin er geimskipið sem
er á leið til geimstöðvarinnar Lax-
ness II sem liggur á sporbraut um
jörðu og árið er 2099. A leiðinni
upp, fyrir hlé, er skemmtun um
borð þar sem áhafnarmeðlimir
skemmta gestum. Sá hluti verksins
er mikið í ætt við Leikhússport, því
áhorfendur taka virkan þátt, koma
með uppástungur og það er sungið
og leikið. Eftir hlé tekur síðan
geimsápan Hnetan við.“
-Er Hnetan skyld framhalds-
þáttum? Verður spunnið út frá
söguþræði kvöldsins á undan?
„Að vissu leyti, en þó ekki alveg,
því hver sýning verður sjálfstæð. I
Stuttermapeysur
aðeins 2500-
á Kringlukasti |
OWOBIU
Sokkabuxur frá Oroblu
með 30-50% afslætti
TISKUVERSLUN KRINGLUNNI
Kringlukast er dagana 17. - 20. mars.
FÓLK í FRÉTTUM
M 11 m
hléi fá allir áhorfendur miða og
koma með tillögu að söguþræði
kvöldsins. Síðan er dregið úr mið-
unum og atburðarás þáttarins ráð-
in. Þannig geta áhorfendur haft
mikil áhrif á söguþráð sápuóper-
unnar.“
-Hvernig varð hugmyndin að
geimferðinni til?
„Leikstjórinn Martin Geijer hef-
ur mikla reynslu af þessu formi og
hefur sett upp sambærilegar sýn-
ingar erlendis. Hugsanlega hefur
orkan sem tengd er við landið
kveikt þessa hugmynd, því í sögu-
þræði sápuóperannar hafa íslend-
ingar fundið óendanlega orku í iðr-
um Vatnajökuls og verða af þeim
fundi ríkasta þjóð í heimi og standa
fremstir þjóða í geimferðamálum.“
- Nú hefurþú komið víða við eftir
að þú laukst leiknámi síðasta vor og
menn þekkja þig m.a. sem Spaug-
stofukonu og í Hádegisleikhúsi Iðnó
auk þess sem þú hefur tekið þátt í
ólíkum verkum, bæði hefðbundnum
og spuna. Hvernig er að spinna
svona heilt kvöld?
„Það eru aldrei tveir spunar eins,
og stundum finnst manni eitt kvöld
miklu betra en annað. En áhorfend-
ur gefa svo mikið í spunann. Þeirra
hlutur í spuna er mjög stór.“
Falin myndavél og
martröð leikarans
Linda leikur í Hádegisleikhúsi
Iðnó í verkinu Leitum að ungri
stúlku á móti Gunnari Hanssyni. Á
einni sýningu verksins var falin
myndavél sem fylgdist með öllu sem
fram fór og höfðu aðstandendur
sýningarinnar ákveðið að gera
henni grikk. Tjald úr leikmyndinni
hrundi og Gunnar gerði ekkert eftir
settum reglum. Síðan var hlegið
stórkarlalega að öllu sem hann
sagði en hún fékk engin viðbrögð.
Stöðumælavörður kom inn í salinn
þegar langt var liðið á sýninguna og
fór að spyrja hana um ólöglega
lagðan bíl. Hluti af sýningunni var
síðan sýndur í sjónvarpinu í þættin-
um Stutt í spunann.
-Þú sýndir mikla hörku þegar
martröð leikarans var framkölluð í
einni hádegissýningunni á dögun-
um.
„Eg hafði ekki grun um hvað
væri á seyði. Mér fannst salurinn
vera mjög skrýtinn og óvenjulegur
um ieið og ég kom inn. Ég hugsaði
með mér að þótt salurinn væri mjög
erfiður væri um að gera að halda
bara sínu striki eins og ekkert hefði
í skorist."
- En nú var mikið hlegið að mót-
leikara þínum í spunanum, Gunnari
Hanssyni. Var það ekki óþægilegt
að vekja ekki sömu viðbrögð?
„Jú, það var svolítið skrítið. Sýn-
ingunni hefur verið svo vel tekið og
alltaf mikið hlegið. Því var einkenni-
legt að upplifa það ekki gerast
þarna. Ég hugsaði að það hlytu ein-
hverjir vinir Gunna að vera í saln-
um. Örugglega í öftustu sætunum
þar sem einhver hló alltaf rosalega
þegar Gunni gerði eitthvað."
- Datt þér ekki í hug að einhver
hrekkur væri í gangi?
„Ekki fyrr en undir lokin þegar
stöðumælavörðurinn birtist. Én ég
trúði því bara ekki að þetta væri
mögulegt, að nokkur maður gæti
lent í öðru eins, en það var auðvitað
tilgangurinn með þessu öllu saman.
En svo er svo skrýtið að þegar mað-
ur lendir í svona aðstæðum þá fer
bara sjálfsbjargarviðleitni leikarans
af stað, og maður reynir að spinna
sig út úr aðstæðunum.“
Algjört „geimvisjón"
Linda sýndi og sannaði við þessar
aðstæður að hún var vanda spuna-
leikarans vaxin. En það er ekki það
eina sem hún gerir í tengslum við
sýningu geimsápunnai- Hnetunnar,
því í gær fór nýtt lag í spilun á út-
varpsstöðvum landsins úr Hnetunni
þar sem Linda syngur eins og eng-
ill. Hún er spurð hvort söngurinn
hafi biundað í henni lengi.
„Ég lærði nú söng í Söngskólan-
um á sínum tíma þegar ég var í
menntaskóla, en ég hef ekkert sung-
ið að ráði undanfarin ár. Auðvitað er
söngur hluti af leiklistamáminu, en
ég hef ekkert sungið opinberlega.
En Pálmi Sigurhjartarson ákvað að
búa til lagið Meðal stjarnanna og ég
var fengin til að syngja það.“
- Hvernig er lagið?
„Það er eiginlega í svona evró-
visjón-stíl. Svolítil „xanadu“-áhrif í
bland við geim-“effekta“. Eiginlega
algjört geimvisjón."
-Hvernig fannst þér að vera í
hlutverki söngkonunnar?
„Það var bara mjög gaman. Ann-
ars er það ekki Linda sem syngur
lagið heldur Alfa, persónan sem ég
leik í geimsápunni.“
-En örstutt ílokin. Hverju mega
áhorfendur búast við í geimstöðinni
Iðnó? ...-------
„Fyrst og fremst skemmtun og
óvæntum atriðum. Þrátt fyrir að
rammi sé um verkið er allt spunnið
á staðnum, enginn texti er undirbú-
inn og hver sýning getur verið gjör-
ólík þeirri næstu. Þetta er því sýn-
ing sem hægt er að njóta oftar en
einu sinni.“