Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 72
ORUGG AVOXTUN BUNAOARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samherji hf. Hagnað- - ur 706 milljónir króna HAGNAÐUR Samherja hf. á árinu 1998 var 706 milljónir króna en 204 milljónir króna árið 1997. I frétta- tilkynningu frá félaginu segir að rekstur Samherja hafi gengið vel á árinu og öll dótturfélög félagsins erlendis hafi verið rekin með hagn- aði. v Þorsteinn Már Baldvinsson for- stjóri Samherja segir að þegar á heildina sé litið sé hann sáttur við afkomu félagsins á árinu. „Niður- staðan er svipuð og við gerðum ráð fyrir í áætlunum okkar. Eitt af meginmarkmiðum félagsins á ár- inu 1998 var að bæta rekstur er- lendu dótturfélaganna og það tókst eins og tölur sýna,“ segir Þorsteinn Már. Hann segist telja horfumar fyrir árið í ár í heild sinni þokkalegar ,hvað félagið varðar og vonast til "*■ þess að afkoman verði viðunandi. „Þá höfum við ákveðið að láta smíða fyrir félagið nýtt fjölveiði- skip sem kemur inn í reksturinn á fyrri hluta árs 2000.“ Sævar Helgason hjá Kaupþingi Norðurlands segir að uppgjör fé- lagsins sé nokkuð gott. „I heildina séð finnst mér að uppgjörið hafi verið nokkuð gott og sérstaklega eftirtektarvert að fyrirtækið er með tæpar 1.400 milljónir í veltufé frá rekstri sem er mjög jákvætt. Hagnaður félagsins er þó aðeins lægri en verðbréfafyrirtækin gerðu ráð fyrir í spám sínum í febrúar, eða rúmar 400 milljónir ^jraf reglulegri starfsemi eftir skatta.“ ■ Öll dótturfélög/B2 Skýrsla um flug- slysið við Bakka Alvarlegar athuga- semdir gerðar Rannsóknanefnd flugslysa gerði fjölmargar athugasemdir í nýrri skýrslu vegna flugslyss sem varð á Bakkaflugvelli í Landeyjum hinn 13. september sl. Fjögurra sæta eins hreyfils lágþekja í eigu Flugfélags Vestmannaeyja með þrjá menn innanborðs steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak og brot- lenti. Flugmaðurinn hlaut al- varleg meiðsl við brotlending- una en farþegarnir meiddust minna. I skýrslu nefndarinnar er m.a. bent á að flugundirbún- ingur hafi verið óvandaður og að líklegasta skýringin á orsök- um slyssins sé sú að flugvélin hafi lent í svokölluðu innskriði í vinstribeygju eftir flugtak, vegna óstöðugleika sem stafaði af mikilli afturhleðslu vélarinn- ar. Nefndin telur að vélin hafi verið ofhlaðin, að þyngdar- punktur hennar hafi verið fyrir aftan leyfð aftari mörk og að farangurinn verið laus og óbundinn í farangursrýminu. Þá segir að flugundirbúning- ur hafi verið óvandaður og vinnudagur flugmanns orðinn nokkuð langur eða a.m.k. 11 til 12 klukkustundir og kunni það að vera meðverkandi þáttur. ■ Flugvélin ofhlaðin/10 Alvarlegt eitrunarslys um borð í togara í Hafnarfjarðarhöfn Portúgalskur skip- verji á gjörgæsludeild SKIPVERJI af portúgalska togar- anum Santa Cristina, sem liggur við bi-yggju í Hafnarfjarðarhöfn, var fluttur meðvitundarlaus með alvar- leg eitrunareinkenni á sjúkrahús eftir mengunarslys um borð í togar- anum nokkru eftir hádegi í gær. Maðurinn liggur nú á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur í önd- unarvél og verður í henni áfram að sögn sérfræðings á deildinni. Upp kom skyndilegur freonleki í einu .. vélarrúmi skipsins þegar frystiefnarör sprakk. Skipverjinn, sem ætlaði inn í vélarrúmið, hné niður og missti meðvitund er hann andaði að sér gasinu, en félaga hans og landa, sem með honum var, tókst að koma honum burt. Efnið barst síðan inn í lest skips- ins þar sem fyrir voru nokkrir ís- lenskir löndunarmenn frá Eimskip og tókst þeim að koma sér burt þegar þeir fundu lyktina og leituðu sér aðstoðar hjá lækni vegna ógleði. Félagi mannsins var einnig flutt- ur á sjúkrahús og átti að vera þar í nótt til öryggis. Lögreglan í Hafnarfirði var ásamt Slökkviliði Hafnarfjarðar á vettvangi í gær til að rannsaka að- stæður og fóru eiturefnakafarar frá slökkviliðinu niður í vélarrúm skips- ins til að loka fyrir freonlekann í skipinu og loftræsta það. Morgunblaðið/Júlíus Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. lokar rækjuverksmiðjunni á Kópaskeri 40% félaga í verkalýðs- félaginu missa vinnuna STJÓRN Fiskiðjusamlags Húsavíkur ákvað í gær að leita eftir sölu á frystitogara félagsins, Húsvík- ingi ÞH-1, og verður skipið selt ef viðunandi verð fæst, að sögn Einars Svanssonar, framkvæmda- stjóra FH. Stjórn FH ákvað einnig í gær að loka rækjuvinnslu félagsins á Kópaskeri tímabundið á milli vertíða eða frá maí og fram í október. Jafn- framt hefur verið ákveðið að draga úr rækju- vinnslu á Húsavík og fækka vöktum. Gripið er til þessara hagræðingaraðgerða til að mæta erfiðari ytri skilyrðum í rækjuveiðum og rækjuvinnslu hjá félaginu, að því er fram kemur í frétt frá stjórn- j«»»endum FH. Að sögn Einars Svanssonar hafa 15-20 starfs- menn verið verið fastráðnir hjá rækjuverksmiðj- unni á Kópaskeri en nálægt 20 manns til viðbótar verið lausráðnir hálft árið þegar vertíðin stendur yfir frá hausti og fram á vor. Stjómendur FH héldu fund með starfsmönnum rækjuverksmiðj- unnar á Kópaskeri síðdegis í gær þar sem greint var frá ástæðum þessara aðgerða. Aðalsteinn ^Ualdursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, var einnig á fundinum. Hann segir að mjög alvar- leg staða sé komin upp og hún sé mikið áfall fyrir starfsfólkið en rækjuverksmiðjan er stærsti vinnustaðurinn á Kópaskeri. Hann bendir á að þar starfi nú 30-40 manns og eru það nálega 40% allra félagsmanna í verkalýðsfélaginu á staðnum. í fréttatilkynningu frá stjórn FH í gær segir að rekstur rækjuverksmiðjunnar á Kópaskeri hafi gengið erfiðlega á þessu rekstrarári og þá sérstak- lega utan þess tíma sem innfjarðarvertíð í Öxar- firði stendur yfir. Einar Svansson bendir á að í dag sé búið að loka 10 af 27 rækjuverksmiðjum á landinu öllu. Um 30 manns starfa í áhöfn ,_____ og við útgerð Húsvíkings Vöktum hefur nú þegar verið fækkað í rækju- verksmiðju FH á Húsavík úr þremur í tvær en að sögn Aðalsteins Baldurssonar hefur þriðja vaktin að mestu verið mönnuð starfsfólki af öðrum vökt- um. Samdráttur í rækjuvinnslunni muni því fyrst og fremst hafa í för með sér skerðingu á vinnu- tíma starfsfólksins. Aðalsteinn sagði að mjög al- varleg staða væri komin upp á Húsavík vegna þeirrar ákvörðunar að leita eftir sölu á Húsvík- ingi. Um 30 starfsmenn á Húsvíkingi Samkvæmt upplýsingum Einars starfa samtals um 30 manns í áhöfn eða við önnur störf í tengslum við útgerð Húsvíkings. Að sögn hans hafa nokkrir erlendir aðilar falast eftir skipinu á seinustu mán- uðum og hafa tilboð borist félaginu. Skipið var keypt 1997 og er smiðað í Noregi 1994 og er því eitt af nýjustu skipunum í íslenska flotanum. Einar vildi lítið segja um hvaða áætlanir stjómendur fé- lagsins hefðu um framhaldið en þær byggðust á því hvaða árangur yrði af þeim hagræðingaraðgerðum sem ákveðið hefur verið að grípa til. „Það er nátt- úrlega Ijóst að það verður eitthvað gert og við veið- um náttúrlega kvótann okkar. Við erum að skoða ýmsa möguleika," sagði hann. Stjóm FH hefur einnig ákveðið að stofna hluta- félag um netagerð félagsins frá 1. maí næstkom- andi. Verður félagið í fyi'stu alfarið í eigu FH en stefnt er að sölu meirihluta í félaginu eða samein- ingu eða samstarfí við aðrar netagerðir. Hífður frá borði PORTÚGALINN hífður frá borði í Hafnarfjarðarhöfn síð- degis í gær. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur á gjörgæsludeild í önd- unarvél. Víkingalottó Vann 35 milljónir ÍSLENDINGUR hafði allar tölm' réttar í Víkingalottóinu í gær og fékk í sinn hlut um 35 milljónir króna en Finni og Norðmaður, sem höfðu einnig valið réttar tölur, fengu jafn mikið í sinn hlut. Vinningsmiðinn var seldur í Glæsibæ, Álfheimum. Að sögn Bolla Valgarðssonar, markaðs- stjóra íslenskrai' getspár, er þetta í sjötta sinn sem Islend- ingur fær hæsta vinning í Vík- ingalottóinu. Vinningshafinn hafði ekki gefið sig fram í gær- kvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.