Morgunblaðið - 11.06.1999, Side 42

Morgunblaðið - 11.06.1999, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ ^42 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 HESTAR Grundvallaraiistök að sleppa hrossum á rýrt land Nú líður að því að hestum verður sleppt í sumarhaga. En vorið hefur verið kalt og gróður víða kominn skammt á veg. Astand- ið er víða ágætt á Suðurlandi en víða ann- ars staðar er það slæmt. Ásdís Haralds- dóttir ræddi við Björn H. Barkarson hjá Landgræðslu ríkisins um hrossahaga og hrossabeit og áhuga og áhugaleysi hestamanna á málefninu. BJÖRN H. Barkarson segir að víða á Norðurlandi séu menn orðnir heylausir eða heylitlir og margir því hættir að gefa hrossum. Hann segir að hross- pim sé nú sleppt á sáralítinn gróður því vorið kom seint fyrir norðan og sprettan gengur hægt. Þetta sé ekki til að bæta ástandið í hrossahögum sem kannski er ekki gott fyrir. „Utlitið með hrossahaga er sums staðar hreinlega slæmt,“ segir Björn. „Sums staðar á Norðurlandi voru menn ekki með mikil hey eftir siðasta sum- ar. Veturinn byrjaði óvenju snemma og er búinn að vera langur og erfiður sumum. Síðan kemur vorið tiltölulega seint og nú bætist við að víða hafa tún kalið.“ Ætti að gefa hrossum eins lengi og mögulegt er Víða hefur skapast hefð hjá hestamönnum í þéttbýli um hvenær þeir sleppa hestum sín- um á vorin og segir Björn að honum sé meinilla við slíkar hefðir. Hann segir að í árferði sem þessu eigi menn að reyna að gefa alla vega fram í miðjan júní eða eins lengi og þeir mögulega geta. Þeir sem eru með hross úti og eiga hey ættu að reyna að halda hrossunum á afmörkuðum svæðum og gefa eins lengi og hægt er og friða önnur svæði á meðan. Síðan geta þeir fært hrossin á grónu HESTAR í góðum haga. svæðin og leyft svæðinu sem gefíð var á að gróa upp. Þó svo gjafasvæðin líti oft ekki vel út á vorin og séu útspörkuð ná þau sér oft mjög vel. Þar hjálpa hrossatað, fræ og heyafgangar við uppgræðslu. Ef í landinu eru einhvers staðar ógrónir melar er kjörið að nota þá sem gjafastað svo framarlega sem auðvelt er að komast að þeim. Til dæmis þegar þeir eru frosn- ir á veturna. Björn segist oft undrast hvað þetta er sjaldan gert því þetta séu hreinir land- vinningar. „Þegar hrossum er sleppt snemma á land sem er rýrt halda þau sprettunni niðri allt árið,“ segir hann. „Landið nær aldrei að gróa og aldrei fæst al- mennileg uppskera af því. Þetta eru grundvallarmistök í allri hrossabeit. Það er Ijóst að það er auð- veldara að búa með hross á Suðurlandi en annars staðar og svo virðist sem spretta sé þar í meðallagi. Mér fínnst þó víða sjá á landi og er hræddur um að ástand hrossahaga hafí al- mennt versnað á undanförnum árum þó sums staðar sjái maður framfarir. Aðalvandamálið er of mikill íjöldi hrossa. Þótt auð- veldara sé að eiga mörg hross á grösugum svæðum kemur alltaf að því að menn lenda í vand- ræðum með þennan fjölda. Það þarf að taka á þessu vandamáli og fækka hrossunum enda held ég að það sé staðreynd að flest- ir hrossabændur eiga einhver hross í stóði sínu sem ekki skila þeim arði.“ Áhugalausir hestamenn og hrossabændur Á undanförnum misserum hefur verið boðið upp á nám- skeið fyrir hestamenn og hrossabændur sem nefnist Hesturinn í góðum haga. Björn segist halda að þessi jákvæði titill ætti ekki að fæla fólk frá. Hann segir að smám saman hafí verið þróað námsefni fyrir námskeiðin en í upphafí hafí verið um að ræða kynningu á bæklingnum Hrossahagar, að- ferð til að meta ástand lands, sem RALA og Landgræðslan gáfu út vorið 1997. Sfðan hefur verið Iögð meiri áhersla á hrossin sjálf og var Ingimar Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sveinsson á Hvanneyri fenginn til liðs með námskeiðshöldur- um. í fyrra voru haldin tvö námskeið en aflýsa þurfti jafn mörgum vegna ónógrar þátt- töku. „Mér hefur þó ekki blöskrað áhugaleysið fyrr en nú í vor þegar við ákváðum að halda námskeið í Reykjavík 17. maí,“ segir Björn. „Við sendum út 200 bréf til hestamannafélaga á þessu svæði og sveitarfélaga. Fjórir skráðu sig á námskeiðið og varð að aflýsa því. Ég átti satt að segja von á mun fleirum. Þótt hinn almenni félagsmaður kæmi ekki hélt ég að hesta- mannafélögin og sveitarfélögin hefðu áhuga á að senda fulltrúa sína þar sem flest þeirra bjóða upp á hrossabeit. Þrátt fyrir þennan dræma áhuga ætlum við að halda áfram og bjóða upp á námskeið í haust.“ Stanslaus vinna að halda hross- um í mátulegum holdum „Þetta hefði verið kjörið fyrir þá hestamenn í þéttbýli sem eru að leigja beit fyrir hrossin sín út um sveitir landsins. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hvað það er að borga fyrir. Kynnir það sér nákvæmlega hvaða þjónustu er verið að bjóða upp á, hvernig haginn er, girðingarnar, að- gangur að hreinu vatni og svo framvegis? Ég veit reyndar líka að bændur sem bjóða upp á hagagöngu fá stundum þau fyr- irmæli með hrossunum að þau eigi að vera á snöggu landi. Eigendurnir koma svo um helg- ar og vilja þá að hrossin hafí ekki fítnað um of. En að halda hrossum í mátulegum holdum yfír sumartímann kostar stans- lausa vinnu og mikla þjálfun. Enda hefur komið í ljós í rann- sóknum að hross geta þyngst um 70 kíló á tveimur vikum á mikilli beit. Ég vil hamra á því að það gerir miklar kröfur til fólks að eiga hest og það verður að gefa sér tíma til að þjónusta hestinn, bæði á veturna og á sumrin.“ Andúð fólks á sinu fínnst Birni ganga út í öfgar. „Auð- vitað er það staðreynd að land sem var illa bitið í fyrra er nú orðið fagurgrænt,“ segir hann. „En liturinn segir ekki allt, því Fréttir á Netinu mbl.is /\LLTAf= G/TTH\0KÐ /VÝT7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.