Morgunblaðið - 11.06.1999, Síða 44
^44 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNÍNA B.
n SVEINSDÓTTIR
+ Jónína B.
Sveinsdóttir
fæddist í Bolungar-
vík 2. september
1915. Hún lést á
Sjúkrahúsi Bolung-
arvíkur 31. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Mar-
grét Jóhanna Jóns-
dóttir sem Iést árið
1982 í hárri elli og
Sveinn Jónsson sem
f drukknaði árið
1919 er Jónina var
fjögurra ára gömul.
Jónína ólst upp hjá
móður sinni og ömmu Jóm'nu
Sæmundsdóttur í Bolungarvík.
Hún átti eina systur, Kristjönu
Guðrúnu Guðsteinsdóttur, gifta
Guðjóni Jónssyni. Áttu þau tvö
börn: Margréti og Sigurð
Guðna. Kristjana og Guðjón
bjuggu á Þingeyri en þau létust
bæði fyrr á þessu ári.
Hinn 6. júlí 1946 giftist Jónína
eftirlifandi eiginmanni sínum
Per Sulebust, f. 11.10. 1919. Per
er fæddur og uppalinn í Noregi,
. sonur hjónanna Jakobs og Anne
Sulebust sem bæði eru látin.
Jónína og Per eignuðust tvö
börn. Þau eru: 1) Grétar Sveinn,
f. 3.2. 1946, kvæntur Sólveigu
Kristinsdóttur, f. 23.8. 1949.
Eru þau búsett á
ísafírði. Börn
þeirra eru Kristinn
Daníel, f. 1969,
kvæntur Helgu Sig-
urðardóttur. Sonur
þeirra er: Daníel
Már. Pétur Þór, f.
1973, í sambúð með
Marika Rönkkö.
Grétar Veigar, f.
1976, og Arna f.
1984. 2) Anna Sig-
ríður, f. 14.7. 1957,
gift Gisla Hall-
grímssyni, f. 30.3.
1957. Eru þau bú-
sett í Eyjafirði. Börn þeirra eru
Hallgrímur, f. 1978, lést tveggja
daga gamall. Jónína, f. 1980,
Sigrún Halla, f. 1985, Guðrún
Anna, f. 1990, og Hallgrímur
Kristján, f. 1992.
Jónína fór til Reykjavíkur um
tvítugt og var vistum þar eins
og títt var um ungar stúlkur
fyrr á tímum. Eins vann hún
nokkur ár á saumastofu í
Reykjavík. Eftir að hún giftist
var hún að heimavinnandi fyrir
utan nokkur ár sem hún starf-
aði í Rækjuvinnslu Einars Guð-
finnssonar.
Utför Jónínu verður gerð frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku Jónína mín.
Nú þegar leiðir skiljast um stund
vil ég þakka þér fimmtíu og fimm
ára samveru okkar sem aldrei bar
skugga á. Þú umvafðir mig kær-
leika og ástúð sem fleytti mér í
gegnum þrengingar í stríðslok þeg-
-*^ar ég óttaðist um afdrif fjölskyldu
minnar í Noregi.
Með sömu ástúð og kærleika
leiddir þú mig í gegnum lífið, gafst
mér börnin okkar tvö, sást um
heimilið okkar og ræktaðir garðinn
sem var gleði þín og yndi. Allt
blómstraði í þínum höndum vegna
þeirrar natni sem gætti í umhyggju
þinni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Kg umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Þinn
Per.
Þegar að vorar ég fagnandi finn
frelsi í hjarta og roða í kinn.
Svífur um loftin blá sólargeislinn,
hve sælt er að vera til.
Við vorsönginn blíða nú lifnar hver laut,
ljúflega gleymist hver vetrarins þraut,
til verkefna stærri hann ber mig á braut,
nú betur ég lífið skil.
Blómskrúði les sig um hæðir og hól,
:■ hugrakkurbrosirmótgeislandisól.
Landið það sveipast í litfagran kjól,
lífið er undra bjart
(Birgir Marinósson)
Þessar fallegu Ijóðlínur vekja
upp einhveijar bestu og björtustu
bernskuminningar mínar um
mömmu. Um það, þegar hún fór
með mig út í þessa fallegu og hrika-
legu vestfirsku náttúru og kenndi
mér að lesa í hana. Um það þegar
hún sýndi mér blómin og grösin og
fræddi mig um þau. Og þessari
þekkingu hef ég reynt að miðla
áfram til barna minna.
Mamma, hafðu þökk fyrir allt
sem þú gafst mér.
Hvert sem þig á brautu ber,
bæristvoríhjartaþér.
Vorsins fagra friðarrós
færi öllum heimsins rós.
(Birgir Marinósson)
Við hér í Brúnalaug þökkum þér
fyrir allt. Far þú í friði, guð veri
með þér.
Anna Sigríður Pétursdóttir,
Brúnalaug.
Elsku amma mín, það að þurfa að
setja minningarnar um þig á blað
er ekkert sérlega auðvelt. En þegar
ég hugsa hversu góðar stundir við
áttum saman og hvað mér þykir
vænt um þig, er það ekkert mál. Eg
er nú einu sinni nafna þín, og kom
oft á sumrin til þín og afa vestur til
Bolungarvíkur og mun sá tími
aldrei gleymast.
En tilhugsunin um að ég muni
aldrei fá að sjá þig aftur, faðma þig
að mér, tína með þér rósirnar í
garðinum og fá að njóta samveru-
stundanna með þér skelfir mig. En
samt veit ég að þú hefur það miklu
betra núna. Sá tími sem þú barðist
við krabbameinið hefur verið svo
erfiður fyrir þig og okkur hin öll.
En samt stóðstu þig allan þennan
tíma eins og hetja og er ég mjög
stolt af þér fyrir það.
Elsku amma mín, ég vona að þú
njótir nú friðar og hafir það gott, og
mun ég geyma minningarnar um
þig eins og gull í hjarta mínu, það
sem eftir er. Og elsku afi minn,
megi guð styrkja þig og okkur öll
hin, við þennan mikla missi.
Hér ætla ég að kveðja þig, amma
mín, með þessum erindum:
+
HÖSKULDUR GUÐLAUGSSON,
Réttarholti,
Grýtubakkahreppi,
lést á FSA þriðjudaginn 8. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Arnbjörg Halldórsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimavon góð í himininn.
(V. Briem.)
Einnig biðja hin barnabörnin í
Brúnalaug fyrir þakkir og kveðjur
til ömmu sinnar, Sigrún Halla, Guð-
rúna Anna og Hallgrímur Kristján
Gíslabörn.
Guð blessi þig, amma mín.
Þín dótturdóttir
Jónína Gísladóttir.
Elsku amma, nú þegar þú hefur
yfirgefið þennan heim langar okkur
systkinin að minnast þín með
nokkrum orðum. Þú varst svo kát
og skemmtileg kona að það var
okkur alltaf tilhlökkunarefni að
heimsækja ykkur afa út í vík. Það
skipti heldur ekki máli hvort við
kíktum í heimsókn á sunnudögum
eða að kvöldi til í miðri viku, alltaf
voru móttökurnar hlýjar og
skemmtilegar. Það var heldur ekki
að spyrja að því að þú veittir vel
þeim sem komu í heimsókn til ykk-
ar afa. Alltaf lumaðir þú á góm-
sætri kökunni eða eldaðir mat
handa þeim sem vildu þiggja. En
matseldin þín þótti okkur afar
spennandi, fiskibollur af ýmsum
gerðum, norska fiskisúpan, sunnu-
dagssteikin, grjónagrauturinn á
Þorláksmessu, og tölum nú ekki um
ufsaborgarana. Þið afi hlóguð líka
mikið þegar við greindum ekki á
milli ufsaborgaranna og kjöt-
borgaranna, þetta var sko gaman.
Við minnumst með mikilli hlýju
þegar við fengum að vera nokkra
daga í einu hjá ykkur afa, þar var
sko alltaf nóg fyrir stafni. Vorverk-
in voru alltaf næg, afi þurfti að
koma bátnum í stand, en við bræð-
urnir fengum oft að hjálpa til við
ýmis verk, og svo var amma að
koma garðinum sínum í stand og
hún vandaði jú til. Garðurinn henn-
ar ömmu var einkar fallegur, fullur
af blómum af alls kyns tegundum
sem hún sýndi okkur við öU tæki-
færi, en stoltust var hún af rósun-
um. Ég held samt að okkur hafi
fundist jarðarberin mest spenn-
andi, en það vaxa ekki jarðarber í
mörgum görðum á Islandi. Einnig
fannst okkur stóri steinninn merki-
legur sem svo auðkennir garðinn,
þessi risastóri dvergasteinn sem
amma passaði íyrir ágangi okkar
krakkanna.
Elsku amma, það er lengi hægt
að telja upp það sem við minnumst,
þær góðu stundir sem við áttum
með þér og afa, en þú varst ekki
mikið fyrir eftirmála. Elsku afi, það
er erfitt hjá þér að missa hana
ömmu. Við treystum því að þú sæk-
ir styrk í minningarnar um þína
glöðu og ástkæru konu.
Elsku amma, Guð geymi þig.
Kristinn, Pétur, Veigar og Arna.
Elsku Ninna frænka, við munum
ætíð minnast þín. Hversu gott það
var að koma í heimsókn til þín í
Bolungarvíkina og fá súkkulaði-
köku eða kex, skoða norsk blöð og
alla hlutina sem þú áttir. En núna
ferð þú og hittir Jönu, systur þína
og Gauja, mann hennar sem voru
afi okkar og amma. Per á eftir að
sakna þín mjög mikið og ég trúi að
það sé mjög einmanalegt í Bolung-
arvíkinni nú þegar þú ert farin en
við vitum að þú ert á góðum stað.
Að síðustu viljum við þakka þér,
elsku Ninna, fyrir alla þá hlýju sem
þú sýndir okkur. Við sendum Per,
Grétari, Önnu og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þó rósimar fólni og falli
ogfjúkiumhæðirogmel
og ævinnar hádegi halli
í huganum líður mér vel.
Þó héli um hauður að nýju
og hættumar umkringi mig,
það veitir mér himneska hlýju
að hugsa um vorið - og þig.
(Gísli Ólafsson.)
Kristjana, Líney, Gunnar,
Þórey og Sigríður.
Það var gæfa mín að kynnast
Jónínu Sveinsdóttur en upphaf
þeirra kynna má rekja til ársins
1973 þegar ég var nýlega flutt til
Bolungarvíkur, þá aðeins 18 ára
gömul. Anna, dóttir Jónínu, var að
fara í MA og vantaði upplýsingar
um lífið og tilveruna á Akureyri,
þaðan sem ég var. Ég var þá ný-
flutt í húsið beint á móti og bauð ég
Önnu að koma og sjá hvernig ég
væri búin að koma mér fyrir. Önnu
ofbauð að sjá mig vera að þvo stór-
þvott í baðkarinu og þurfa að hita
allt vatn til þess í katli. Rétt eftir að
Anna fór heim kom Jónína og sótti
þvottinn og setti í þvottavélina sína.
Fannst það óþarfi að vera að þvo
upp á gamla mátann þegar annað
væri hægt. Þetta dæmi finnst mér
lýsa Jónínu svo vel. Hún var ekki
að tvínóna við hlutina heldur bretti
upp ermarnar og framkvæmdi. A
þessari stundu hófst vinátta okkar
sem alla tíð var mikil og náin þrátt
fyrir að fjörutíu ár væru á milli
okkar.
Mér finnst alltaf að við Jónína
höfum tekið hvor aðra að okkur.
Hún var langt frá sinni dóttur og
ég var langt frá minni móður. Hún
leiðbeindi mér frá fyrstu tíð. Ég var
ekki látin vaða áfram í villu og
svíma í húsverkunum, bakstrinum,
eldamennskunni eða garðræktinni.
Þar var hún á heimavelli og miðlaði
mér af reynslu sinni. AJlt var þetta
ómetanlegt framlag til ungrar konu
sem lítið kunni til verka.
Það var alltaf gaman að tala við
Jónínu. Hún var fróð um marga
hluti og sagði skemmtilega frá.
Hún kryddaði iðulega samtöl okkar
með lýsingum á fólki og atburðum
frá Bolungarvík þess tíma er hún
var að alast upp. Þannig sá ég fyrir
mér lífið í litlu sjávarþorpi þar sem
engin höfn var, veður válynd og
lífsbaráttan erfið. Eins sagði hún
mér hvemig það var að alast upp
sem bam ógiftrar móður, sem átti
tvær dætur sína með hvomm
manninum, og hvernig samfélagið á
litlum stað brást við því. En alltaf
minntist Jónína bernsku sinnar
með mikilli gleði og ánægju. Það
var alltaf sól í hennar ranni.
Jónína var mikil ræktunarkona,
garðurinn hennar var mjög fallegur
og mikil vinna var að halda honum
þannig. Jónínu fannst það ekki gott
að ég hefði ekki þessa ræktunar-
löngun sem hún hafði og reyndi
eins og hún gat að kveikja áhuga
minn á garðrækt. Mig vantaði ekki
áhugann en ofnæmi fyrir mold kom
í veg fyrir að ég ynni stórafrek á
sviði garðræktar. Þegar Jónína sá
að úti var um að gera mig að rækt-
unarkonu, þá sneri hún sér að
Magnúsi, manni mínum, og vakti
hjá honum áhuga á ræktun þannig
að hann hefur séð um garðinn okk-
ar. Það fannst henni sárabót og
alltaf fylgdist hún með garðinum.
Hvort hann væri í lagi og vel hugs-
að um rósirnar sem hún gaf okkur.
Rósir voru í uppáhaldi hjá Jónínu
og útbjó hún sér beð fyrir innan
húsið sitt þar sem hún ræktaði rós-
ir í öllum litum og gerðum. Síðla
sumars var yndislegt að koma til
hennar og setjast út á stéttina til að
spjalla, skoða rósirnar útsprungnar
og finna angan þeirra. Þá leið
Jónínu minni vel og var ánægð með
hvernig til hafði tekist. Hún fylgd-
ist vel með framfórum í ræktun og
las sér til um nýjungar á því sviði
og kom sér sjálf upp ýmsum að-
ferðum til að halda lífi í þessum
fógru blómum við erfið ræktunar-
skilyrði. Alltaf var Per tilbúinn til
að hjálpa henni við ýmsar tilfæring-
ar sem eru svo nauðsynlegar í
garðinum. Síðustu árin hugsaði Per
um garðinn með góðri hjálp frá
Grétari syni sínum, eftir fyrirsögn
Jónínu, því þótt þrekið væri þrotið
þá var áhuginn fyrir garðinum eins
og áður. Blómin urðu að fara niður
eftir ákveðnu skipulagi, kartöflurn-
ar þurftu sér meðferð og allt var
fyrirmælum háð. Aldrei mátti kasta
höndunum til verksins og það vissu
þeir feðgar.
Náttúran var Jónínu hugleikin
og reyndi hún að fara eins oft og
hún gat út í náttúruna. Að komast í
bíltúr þótti henni skemmtilegt og
fórum við margar góðar ferðir um
nágrannasveitirnar. Þá var hún kát
og sýndi mér allt það helsta sem
hún þekkti og vert var að skoða.
Hún hafði sérstaka ánægju af því
að fara í berjamó. Stundum lentum
við í ævintýrum þegar við fikruðum
okkur ofur varlega niður brekkurn-
ar með fullar fótur af berjum og tvo
litla og fríska stráka í eftirdragi.
Attum það jafnvel til að detta kylli-
ílatar og missa töluvert af berjum
niður. Þá hlógum við bara og
skemmtum okkur yfir klaufaskapn-
um og tíndum þá kannski aðeins
meira til að bæta okkur skaðann.
Síðustu daga hafa minningar frá
liðnum árum leitað á huga minn.
Sú vinátta sem Jónína sýndi mér
og síðar manni mínum og börnum
var einstök og verður aldrei full-
þökkuð. Börnum mínum var hún
eins og besta amma og bar hag
þeirra fyrir brjósti. Þau kölluðu
hana alla tíð ömmu og þótti mjög
vænt um hana.
Nú hnígur sól að sævar barmi,
sígur húm á þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blómahvarmi,
blundar þögul fuglahjörð.
I hljóðrar nætur ástarörmum
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axei Guðmundsson.)
Blessuð veri minning þín.
Þín vinkona,
Guðrún Sigurbjömsdóttir.
Það er sérkennileg lífsreynsla að
hafa verið heimilislæknir Jónínu öll
þessi ár án þess að hafa haft hug-
mynd um að hún væri afasystir
mín. Hér áður fyrr var svo algengt
að börn ógiftra mæðra væru rang-
feðruð og einhveijir, annars ágætir
menn, fengnir til að ganga börnum
þeirra í föður stað. Að mér skyldi
veitast sú ánægja eftir 11 ára veru í
Bolungarvík að uppgötva nýjan
óþekktan frændgarð er meira en
margur fær. Verst hefði mér þótt
að Jónína hefði horfið mér sjónum
án þess að vita af frændseminni.
Hún var stolt í eðli sínu og ekki til-
búin að segja mér frá hvernig hlut-
irnir væru þó alltaf hefði hún sjálf
vitað það.
Skömmu eftir að ég fluttist til Bol-
ungarvíkur færði Jónína mér mynd
af afa mínum Agústi og Fanneyju
systur hans en þau bjuggu bæði hér
fyrir vestan. Hún sagði mér við það
tækifæri að hún vildi gefa mér
myndina þar sem þetta fólk hefði
verið henni svo gott og kært. Að hún
væri að gefa mér mynd af hálfsystk-
inum sínum hvarflaði aldrei að mér.
Það var svo ekki fyrr en fyrir ári að
ég fékk vitneskju um skyldleika okk-
ar. Ég fór þá og talaði við Jónínu
sem sagði strax að rétt væri með
farið en hún hefði ekki kunnað við að
segja mér frá þessu. Svona getur
þetta stundum verið, gamlar syndir
feðranna gengur oft erfiðlega að
leiðrétta þó að langt sé um liðið.
Hvað um það, ég náði að kynnast
Jónínu sem frænku en ekki einungis
sem skjólstæðingi og er það mér
mjög dýrmætt. Kynnin hefðu þó
mátt vera lengri en alvarlegur sjúk-
dómur sá til þess að svo varð ekki.
Það sem þessi sérkennilega lífs-
saga skilur eftir er stærri frænd-
garður en áður var mér sýnilegur.
Hann hefði getað orðið dulinn sjón-
um um alla framtíð hefði mér ekki
borist til eyrna hvernig í öllu lá og
hefði Jónína ekki fyllt í eyðurnar í
samtölum okkar siðastliðið ár.
Blessuð sé minning Jónínu. Ég vil
með þessum fátæklegu orðum sam-
hryggjast lífsfélaga hennar, Per
Sulebust, og mínum nýja frænd-
garði sem ég hlakka til að kynnast
á komandi árum. Guð veri með ykk-
ur alla daga.
Ágúst Oddsson.