Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 9 FRETTIR Oddviti minnihluta bæjarstjórnar Isa- fjarðarbæjar um vanda Rauðsíðu ehf. „Þurfum alvöru bygg,ðastefnu“ AÐ SÖGN Bryndísar Friðgeirs- dóttur, oddvita minnihluta bæjar stjórnar Isafjarðarbæjar, endur speglar sá vandi, sem blasir við í atvinnu- málum Þingeyringa í Ijósi síðustu frétta af rekstrarvanda hrað- frystihússins Rauð- síðu ehf. á Þingeyri skort á heildstæðri byggðastefnu. „Við þurfum alvöru byggðastefnu, sem nær til a.m.k. 50 ára og er með mælanlegum markmiðum. Við þurf- um að taka ákvörðun um það hvort við vilj- um byggja landið allt og sú ákvörðun skiptir máli íyrir alla Islend Bryndís Friðgeirsdóttir inga, en ekki eingöngu fyrir Þing- eyringa og Vestfírðinga," segir Bryndís. Bryndís segir að líta megi til Skota og Norðmanna, sem hafa mótað sér þverpólitíska byggða- stefnu til langs tíma og er ekki bundin við valdatíma stjórnar- flokka á hverjum tíma. „Þegar fólk á þessum stöðum kýs yfír sig nýja ríkisstjórn þarf það ekki að óttast breytingar á byggðastefn- unni. A Islandi hefur hátturinn hinsvegar oft' verið sá að með nýrri ríkisstjórn kemur ný byggðastefna og því hefur svo oft þurft að beita ýmiss konar bráða- aðgerðum í málefnum landsbyggð- arinnar t.d. í formi peningalána, sem menn vita að duga skammt.“ Hún segir að frumforsenda fyrir áframhaldandi byggð úti á landsbyggðinni sé stöðugleiki, sem ekki hafí verið fyrir hendi síðustu áratug- ina og því sé nú svo komið að fjöldi fólks úti á landi tekur sig upp og flytur burt. Stöðugleiki á lands- byggðinni skapast með traustum aðal- atvinnuvegi „Ef stöðugleiki skapast á lands- byggðinni, þá vill fólk búa þar áfram en hann skapast með því að hafa traustan aðalatvinnuveg, sem fólk getur ávallt gengið út frá að verði í rekstri og breytist ekki snögglega eins og gerist æ oftar,“ segir Bryndís. „Langtímabyggða- stefna þarf að fela í sér grundvall- arbreytingar á kvótakerfinu, en þær þreytingar felast aðallega í því að afnema kvótaframsalið til að halda kvótanum í byggð. Is- lendingar munu alltaf hafa físk- veiðar að aðalatvinnuvegi og því verður ekki breytt. Ég er þeirrar skoðunar að hafa þyrfti fjölbreytt atvinnulíf á íslandi, en við getum ekki lokað augunum fyrir því að fiskveiðar verða undirstaða at- vinnulífsins." 19. júní- blaðið komið út Jafnrétti og stjórnmál kvenna í brennidepli 48. ARGANGUR 19. júní- blaðs- ins er koininn út. Kvenréttinda- félag íslands gefur blaðið út og hefur það komið út árlega nær samfellt frá 1951 en félagið var stofnað árið 1907. Anna Gunn- hildur Olafsdóttir ritstjóri segir áherslu blaðsins að þessu sinni liggja í umræðu um jafnrétti beggja kynja. Það að bæði kyn skrill í blaðið og silji í ritnefnd segir hún vera í takt við nýjar áherslur í jafnréttisbaráttunni. „Jafnréttismál eru ekki leng- ur einkamál kvenna eins og kemur fram í viðtali við Olaf Þ. Stephensen, formann karla- nefndar Jafnréttisráðs, í blað- inu. Þá varpaði eini karlmaður- inn í ritnefndinni, sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, ljósi á ýmsa fleti sem hafa staðið í skugga í jafnréttisbaráttunni hingað til og má þar t.d. nefna fyrirmynd- arleysi karlmanna,“ segir Anna Gunnhildur. Af öðrum greinum í blaðinu eftir karlmenn má nefna „Karlar í kvennaheimi“ eftir Gísla Hrafn Atlason, þar sem m.a. er fjallað um hvernig það er að vera karl á kvenna- vinnustað. Anna Gunnhildur segir að áherslan á það að jafnréttismál séu samvinnuverkefni kynjanna sé í takt við þær breytingar sem gerðar séu í frumvarpi til jafn- réttislaga sem verði væntan- lega samþykkt á nýju þingi. Að sögn Önnu Gunnhildar er Konunglega breska fuglaverndarfélagið vekur athygli á virkjunaráformum á fslandi Skaðar heiðagæsa- stofninn í Bretlandi KONUNGLEGA breska fuglavemd- arfélagið (Royal Society for the Prot- ection of Birds) hefur skrifað um- hverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti bréf vegna fyrirhugaðra Urkjunar- framkvæmda á Eyjabökkum og í Þjórsárverum. Félagið hefur einnig í hyggju að beina athygli breskra yfir- valda að málinu og leggja til að þau, þar með talið breska umhveifísráðu- neytið, hlutist til um málið með því að krefja íslensk stjómvöld svara um framkvæmchmar. „Það sem við höfum áhyggjur af eru þau verulegu neikvæðu áhrif sem miðlunarlón á Eyjabökkum og stækkun miðlunar í Þjórsárvemm munu hafa á heiðagæsastofninn," segir Kevin Standring fram- kvæmdastjóri í alþjóðadeild félags- ins. Standring segir að félagið vilji vekja athygli íslenskra stjórnvalda á því að íslensk-grænlenski heiða- gæsastofninn haldi til á íslandi á sumrin en í Bretlandi á veturna. Stórsýning atvinnulífsins í Stykkishólmi Góð aðsókn fyrsta daginn MIKIL og góð aðsókn hefur verið á opnunardegi sýningarinnar Vestur- vegur-stórsýning atvinnulífsins í Stykkishólmi. Gestir hafa verið mjög ánægðir og hafa lýst sýningunni sem lofsverðu framtaki, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í Stykkishólmi. A setningarathöfninni í gær talaði meðal annars Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og bamakór Stykkishólms söng. A sýningunni eru síðan fyrirtæki að kynna vörar sínar og sum þeirra hafa verið að gefa framleiðslu sína. Einnig hafa matvælafyrirtæki gefíð fólki að smakka á sinni framreiðslu og mælist það vel fyrir hjá fólki. Að sögn starfsfólks upplýsingamið- stöðvarinnar þá er sýningin þannig úr garði gerð að öll fjölskyldan á að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi og þar með talin börnin. Fyrirtækin á sýningunni eru fjöl- breytileg og þama gefur á að líta allt frá matvælum upp í hátæknibúnað. Þess má til gamans geta að gestir sýningarinnar geta látið mæla blóð- þrýsting og fítumagn í líkamanum. Sýningin heldur áfram í dag og henni er síðan slitið á morgun, sunnudag. Morgunblaðið/Sverrir ANNA Gunnhildur Olafsdóttir, ritstjóri 19. júní í ár, og óskírð dóttir hennar, Purusec, sem reyndar verður skírð á morgun. í blaðinu vakin athygli á því að íslenskar konur eru íjölbreyttur en ekki einsleitur hópur. Er það m.a. gert með því að greina frá rannsókn Rannveigar Trausta- dóttur, dósents við Háskóla Is- lands, á þremur jaðarhópum kvenna: þroskaheftum konum, lesbíum og íslenskum konum af asískum uppruna. Þá er viðtal við palestínska kvenréttinda- konu um ástandið í Palestínu og íslenska kvennabaráttu. Einnig er umfjöllun um konur á lands- byggðinni. Hluti blaðsins fjallar um kon- ur og stjórnmál og í tölublaðinu er því fagnað að þingkonur hafi brotið sér leið í gegnum hið svokallaða glerþak og séu orðn- ar yfir 30% þingmanna, segir Anna Gunnhildur. Til útskýr- ingar segir hún að kenningin sé sú að í stærri hóp sé almennt talið að minnihlutahópur þurfi að vera yfir 30% af heildinni til þess að hafa raunveruleg áhrif. Konur á þingi séu nú orðnar 22 af 63 þingmönnum sem sam- svari um 35%. I blaðinu er einnig að finna grein um ráðstefnuna „Konur og lýðræði við árþúsundamót" sem forsetafrú Bandaríkjanna, fifí Hillary Rodham Clinton, tekur þátt í. 19. júní er selt alls staðar þar sem kvennahlaupið fer fram á sérstökum afslætti auk þess sem það er fáanlegt í öllum helstu bóka- og tímaritaversl- unum. Franskir opnir TESS sumarskór Neðst við Dunhaga, sími 562 2230. Opið virka daga 9—18, laugardaga 10—14. Segir hann að ísland og Bretland hafí því sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi afkomu stofns- ins. Miklu fé veitt til vemdunar heiðagæsa í Bretlandi „Miklum fjármunum hefur verið varið til verndunar þessara fugla í Bretlandi. Veiðar á þeim hafa verið takmarkaðar og svæðin sem þau búa á eru vernduð. Um 25-30% af stofninum dveljast á verndarsvæð- um Konunglega fuglaverndai'fé- lagsins í október og nóvember og annar stór hluti stofnsins heldur til á verndarsvæðum breska ríkisins sem eru á vegum umhverfisráðu- neyta Englands og Skotlands. Við viljum vekja athygli íslenskra stjórnvalda á því að þetta er sam- eiginlegur stofn landanna og það sem gert verður á Islandi mun hafa áhrif hér í Bretlandi.“ Að sögn Standring eru önnur fugla- og náttúruverndarsamtök í Bretlandi meðvituð um málið auk þess sem meðlimir samtakanna sem hann er í forsvari fyrir beiti samtök- in þrýstingi um að láta sig málið varða. Standring segir að samtökin verði ekki með beinar aðgerðir þar sem þau séu fremur íhaldssöm en samtökin búist við að hafa áhrif á framgang málsins með því að beina málinu til bi'eskra yfirvalda. Málið verður einnig tekið upp á fundi nefndar um Bernar-sáttmálann í desember nk. þar sem aðgerðir til verndar svæðunum verða ræddar. I tilefni kvennadagsins Gallakjólar — gallapils — gallavesti með 20% afslætti! Eddufelli 2 - sími 557 1730. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. frá kl. 10—15. Antikhúsgögn Gili, Kjalarnesi, s. 566 8963 HÝ SENDING Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn. Ath. einungis ekta gamlir hlutir. Úrval borðstofuhúsgagna. Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri.- og fimkvöld kl. 20.30-22.30, eða eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur. Sumarfatnaður Stretsbuxur, kvartbuxur, blússur, kjólar, toppar og bolir hjárQýGufhhiUi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.