Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 57

Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 57 Fyrirlestur og málstofa í lagadeild ÁSTRALSKUR fyrirlesari flytur tvo fyrirlestra á vegum lagadeildar Háskóla íslands dagana 21. og 22. júní n.k. í fréttatilkynningu segir að fyrir- lesarinn, Dr. Ian Freckelton, sé þekktur og virtur ástralskur lög- maður og háskólakennari, m.a. við Monash University, Victorian-rétt- arlæknisfræðistofnunina, La Tro- be-háskóla í Melbourne og afbrota- fræðideild Melbourne-háskóla. Gegnir hann einnig ýmsum öðrum störfum svo sem ráðgjöf, ritstjóm o.fl. á sviðum lögfræði, réttarlækn- isfræði, afbrotafræði o.fl. Fyrirlestrarnir eru fluttir á ensku. Fyrri fyrirlesturinn verður í stofu L.101 á fyrstu hæð í Lög- bergi, mánudaginn 21. júní kl. 17. Þar verður umræðuefnið: „Upplýst samþykki við læknisaðgerðir og hugsanleg refsi- og skaðabótaá- byrgð, ef út af er brugðið". Þriðjudaginn 22. júní kl. 17 verð- ur lokuð málstofa fyrir sérfræð- inga, þ.á .m. lögmenn, dómara, rannsóknarlögreglumenn, saksókn- ara, NMVN, lækna og fl., í stofu L.101 á fyrstu hæð í Lögbergi þar sem umræðuefnið verður: „Sönnun byggð á sálfræðilegum sjúkdóms- myndum og ófullnægjandi niður- stöðum réttarlæknisfræðinnar". Seinni fyrirlesturinn, málstofan á þriðjudeginum, er sérstaklega ætl- aður þeim sérfræðingum, sem koma að rannsókn og meðferð til- tekinna brotamála, s.s. kynferðis- brotamála, en þar verður m.a. fjall- að um ýmis álitamál varðandi sönn- un í kynferðisbrotamálum, um nið- urstöður DNA-rannsókna og fl. Doktorinn hefur komið fram með harða gagnrýni á DNA-rannsóknir í brotamálum og það, að sakfelling og/eða sýkna sé byggð á niðurstöð- um þeirra rannsókna. Karlrembuhlaup Finngálkns og Stálbandalagsins HIÐ árlega karlrembuhlaup Finn- gálkns fer fram í dag, laugardag. Safnast verður saman fyrir utan Vesturberg 8 og hlaupið af stað, stundvíslega, kl. 10:30. Hlaupið verður sem leið liggur um Elliðaár- dalinn og Fossvogsdalinn og lýkur hlaupinu á Lækjartorgi. Eftir hlaupið verður farið á veitingastað og snædd steik og drukkinn bjór. Allar sannar rembur af báðum kynjum eru velkomnar í hlaupið, segir í fréttatilkynningu frá Finn- gálkni, íþrótta- og hreystimannafé- laginu. Stálbandalagið, hlaupaarmur íþrótta- og hreystimannafélagsins Finngálkns, ræsir sitt hlaup kl. 11. Karlremburnar hlaupa undir yfír- skriftinni „gegn aðskilnaði". Hlaupið verður sem leið liggur um Elliðaárdalinn og Fossvogsdalinn og lýkur hlaupinu á Lækjartorgi. Eftir hlaupið verður farið á næstu krá. Allar sannar rembur eru vel- komnar í hlaupið, segir í fréttatil- kynningu frá Stálbandalaginu. Breyttur tími á tónleikum VEGNA fjölda áskorana hafa for- svarsmenn afmælistónleika FM957 fært byrjunartíma tónleikanna aft- ur um þrjár og hálfa klst. og lengt þá til miðnættis. Fjöldi fólks hefur haft samband við FM957 þar sem óánægju er lýst með upphafstíma tónleikanna. 'Kl þess að koma til móts við óskir tónleikagesta var ákveðið að færa byrjun tónleikanna þannig að fyrsta íslenska hljómsveitin mun koma fram kl. 17, að því er segir í fréttatilkynningu frá FM957. FRA afhendingu gjafarinnar: Gunnar Herbertsson, læknir, Árni Sverrisson, forstöðumaður, Benedikt Ó. Sverrisson, læknir, Jórunn Jörundsdóttir, forniaður, Lóa Leósdóttir, ritari, Hildigunnur Ólafs- dóttir, hjúkrunarfræðingur, Áslaug Bjarnadóttir, formaður líknar- nefndar, Margrét Þórðardóttir og Rut Ólafsdóttir. Lionsklúbburinn Kaldá gefur myndbandstæki LIONSKLÚBBURINN Kaldá færði St. Jósefsspítala fyrir nokkru fullkomið myndbands- tæki og prentara að gjöf. Verð- mæti gjafarinnar er 227.000 kr. en tækið er notað til speglunar í fjölmörgum aðgerðum. Árni Sverrisson, forstöðumaður spít- alans, tók við gjöfinni fyrir hönd spítalans. I sama mánuði voru Heilsugæslu Ilafnarfjarð- ar einnig færð Dopler-tæki og mjaltavélar að upphæð 287.000 kr. í tilefni opnunar á endur- bættri heilsugæslustöð að Sól- vangi. Klúbburinn styrkti Samhjálp kvenna að upphæð 100.000 þús. kr. Að auki hefur Lionsklúbbur- inn styrkt fjölmarga aðila á ný- liðnu starfsári og nemur heild- arupphæð styrkja um einni milljón króna. Peninga hefur meðal annars verið aflað með jólakortasölu, penna- og merkjasölu fyrir Krabbameinsfélag Hafnarfjarð- ar og Skyggnilýsingakvöldi með Þórhalli Guðmundssyni miðli. Kvennahlaup á Þingvöllum LANDVERÐIR á Þingvöllum bjóða upp á gönguferð og barna- stund um helgina. Dagskráin hefst með kvennahlaupinu kl. 13 í dag, laugardag. Hlaupnir, eða gengnir, verða tveir eða fímm km. Hlaupið hefst á bílastæðinu neðan við Öxar- árfoss og verður að mestu hlaupið á göngustígunum í þjóðgarðinum. Styttri vegalengdin verður um Al- mannagjá og Lögberg og þaðan að Flosagjá og aftur að bílastæði. Lengri leiðin liggur í Skógarkot um Skógarkotsveg og þaðan Gönguveg að Flosagjá og að upp- hafsstað. Þátttakendum er bent á að mæta tímanlega til skráningar og upphit- unar. Gegn greiðslu 650 kr. gjalds fá þátttakendur bol og viðurkenn- ingarpening að hlaupi loknu, segir í fréttatilkynningu. Sunnudaginn 20. júní hefst dag- skráin á bamastund kl 11, auðveld náttúruskoðunarferð fyrir krakka sem hefst við þjónustumiðstöðina. Dagskráin er aðallega ætluð börn- um á aldrinum 5-12 ára, en þó eru allir velkomnir. Æskilegt er að böm undir 5 ára aldri séu í fylgd með fullorðnum. Ferðin tekur Í-IV2 klst. Kl. 13 verður gengið í Skógar- kot. Farið verður frá Flosagjá (Peningagjá) og gengið inn í Skóg- arkot eftir Gönguvegi og Skógar- kotsveg til baka. Á leiðinni verður hugað að menningarminjum og bú- setu í Þingvallahrauni. Gangan tekur 2-3 tíma. Kl. 14 verður guðs- þjónusta í Þingvallakirkju, sr. Ingólfur Guðmundsson prédikar. Organisti er Ingunn H. Hauksdótt- ir. Gagnvirk heimasíða um Kvennahlaupið „OPNUÐ hefur verið sérstök gagnvirk heimasíða á Netinu vegna Kvennahlaups ÍSÍ sem fram fer í dag. Heimasíðan er vistuð á vef Sjó- vár-Almennra, sem hefur verið að- alstyrktaraðili hlaupsins undanfarin ár. Á vefsetrinu, http:/Avww.sjal.is/, verður hægt að sjá myndir af þátt- takendum strax að hlaupi loknu í Garðabæ og Mosfellsbæ og næstu daga á eftir verður fleiri stöðum bætt inn. Fjöldi mynda mun skipta hundruðum og vona íþróttir fyrir alla og Sjóvá-Almennar að í fram- tíðinni verði þannig til söguleg heimild um Kvennahlaupið og þátt- takendur þess. Heimasíða Kvennahlaupsins er gagnvirk á þann hátt að þátttakend- ur geta skráð sig í (hlaupa)gestabók og um leið sagt frá upplifun sinni. Nú þegar hafa nokkrar konur not- fært sér það,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Blaie® f Negro Skólavörðustíg 21 a, 101 Reykjavík. Símí/fax 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is Nýtt - nýtt - nýtt! Komdu heilsunni og þyngdinni í lag fyrir 300 kr. á dag. Ath. klúbbana okkar! Upplýsingar í síma 588 0809, Alma. Hlutur kvenna á Alþingi 35% MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá ráðheiTaskipaðri nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. „Ráðherraskipuð nefnd um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum hef- ur starfað síðan í október á síðasta ári. Starf nefndarinnar hefur að stórum hluta einkennst af því að upplýsa fólk um mikilvægi þess fyrir lýðræði og jafnrétti meðal ís- lensku þjóðarinnar að fleiri konur taki þátt í stjórnmálum. Það er hagur þjóðarinnar að þátttaka kvenna aukist, þar sem mikilvægt er að ólíkum sjónarhomum beggja kynja sé gert jafn hátt undir höfði. Því er það nefnd um aukinn hlut kvenna í stjómmálum sérstakt gleðiefni að hlutur kvenna á Al- þingi er nú orðin 35%, en var eftir síðustu kosningar 25%. Þá mun hlutur kvenna í ráðherraliði ís- lands innan tíðar verða 33,3%, þeg- ar konur verða 4 af 12 ráðherrum, en í síðustu ríkisstjóm var hlutur kvenna 10%. Það er álit nefndarinnar að eitt af því sem vegið hefur þungt og hefíir haft mikil áhrif á að hlutur kvenna á Alþingi hefur aukist er sú jákvæða og mikla umfjöllun sem blaðamenn og almenningur hafa haft um málið. Fyrir það vill nefnd- in þakka. Siv Friðleifsdóttir sem nýlega tók við starfí sem umhverfísráð- herra og samstarfsráðherra Norð- urlanda hefur látið af formennsku nefndarinnar, en nýr formaður er Hildur Helga Gísladóttir. Aðiir í nefndinni em: Arnbjörg Sveins- dóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Elsa Þorkelsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Kristín Halldórsdótt- ir og Ragnhildur Guðmundsdóttir. Verkefnisstjóri nefndarinnar er Una María Óskarsdóttir.“ Fréttir á Netinu vg> mbl.is _/\LLrrAf= œitth\sa£} nýtt HAPRDRÆTTI ^ virmingrarnirfáfít Vinningaskrá 7. útdráttur 18. júní 1999 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4,000.000 (tvöfaldur) 6 5 19 1 F crðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 3 7 6 9 | 1 8 2~3~0 35630 3 8 637 F crdavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5866 25399 30621 40199 65658 78518 21457 26378 34805 48267 75591 79402 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10,000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 144 10725 24772 35999 47494 53809 61359 72083 493 12790 24963 36186 47884 55600 62078 73327 1571 14167 26298 36781 48424 55758 63241 73481 2013 14755 26523 36831 48937 55974 63810 74359 2592 16079 27051 37041 48945 56573 65123 74724 4206 16881 27227 37610 49755 56926 65399 74868 4444 17166 28534 38090 50771 57238 66364 75189 5917 17433 31258 39154 51256 58750 67670 77789 5980 19231 31902 41728 51905 59467 67805 78174 6020 20408 32880 43427 52131 59685 70197 6081 20639 34873 45193 52914 60135 70421 6666 21176 35194 45788 53433 60534 71025 8222 23870 35458 47383 53730 61128 71916 Húsbúnaðarvinni ng u r Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 191 8369 19620 29327 41594 52886 61845 71836 396 8650 19887 29538 41716 53008 62368 71865 1001 8917 20296 30671 41836 53093 62686 72124 1093 9118 20418 31014 41991 54187 62808 72360 1406 9506 20537 31600 42108 54284 63097 72791 1543 9684 20642 32335 42849 54411 63347 72976 1560 9773 20835 32359 43251 55156 64417 73116 1695 9988 20916 33078 43525 55478 64549 74152 1706 11638 21023 33099 43876 55895 64576 74823 1858 11689 21307 33181 44048 55958 65131 74967 1864 11991 21410 34520 45036 56111 65242 75083 1913 12362 21594 34605 45874 56297 65562 75173 2217 12948 22208 34876 45962 56336 66087 75810 2346 13516 22383 35137 45974 56904 66411 75840 2480 14205 22643 36280 46769 56981 66489 76372 3677 14334 22810 36302 46993 57112 66874 77195 3821 14599 23197 36553 47118 57438 67311 77945 3837 14758 23474 36655 47195 57609 67386 78011 4685 14943 23487 37120 47715 58041 67708 78183 5432 15360 23632 37146 47927 58488 67924 78420 5651 16723 24253 37159 48536 58572 68273 78452 5792 17047 24547 37380 48744 58626 68320 78808 6094 17422 24652 37763 49226 58705 68397 78901 6233 17525 24759 37817 49862 58859 68770 79509 6239 17775 25372 37896 50099 59283 68849 79622 6288 18685 25469 38808 51140 59734 69859 79682 6509 18758 26653 39102 51475 60008 70077 6581 18839 26824 39366 51499 60340 70160 6980 19046 26914 39587 51678 60465 70233 7676 19124 27361 39751 52406 61120 70486 7888 19158 27956 39796 52720 61288 70597 7980 19333 28690 41589 52853 61706 71305 Næsti útdráttur fer fram 24. júní 1999. Heimasiða á intemcti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.