Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 19. 'JÚNÍ' 1999 'MORGUNBL'AÐIÐ MINNINGAR JAKOB HALLGRÍMSSON + Jakob Hall- grúnsson fædd- ist í Reylg'avík 10. janúar 1943. Hann lést í Reykjavík 8. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 18. júní. Það gerir lundina dapra og dagsins önn verður öll hljóð þegar >• maður fregnar lát kærs vinar og sam- ferðamanns. Hugurinn hverfur á vit minninganna um hinn látna og maður endurlifir orð og myndir sem hugurinn kallar fram þegar litið er til baka. Við höfðum verið kunnugir um áratuga skeið og leiðir oft legið saman. Ég man fyrst eftir Jakobi sem fiðlunemanda á skólaárunum og seinna sem „fiðlara í Sinfóní- unni", eins og hann orðaði það sjálfur. Síðan liðu árin, en 1975 hittumst við vestur á ísafirði en þar vorum við samtíða í nokkur ár og kenndum báðir við Tónlistar- skólann sitjandi við fótskör Ragn- ? ars H. Ragnar, hins mikla skör- ungs og eldhuga. Jakob stundaði þar fiðlukennslu, en var jafnframt sjálfur í píanónámi hjá Ragnari. Eg minnist einleikstónleika Jakobs á Smiðjugötunni heima hjá Ragn- ari og Siggu, ógleymanlegra tón- leika, þar sem skynja máttí ein- læga ást og virðingu fyrir tónlist- inni, hógværðina og lotninguna, sem hann hafði ætíð að leiðarljósi í öllum sínum margvíslegu tónlistar- störfum. Á árinu 1981 var mikil kirkjuleg hátíð á Patreksfirði, þar stjórnaði Jakob öllum tónlistarflutningi vest- firskra kirkjukóra og fórst það hlutverk afar vel úr hendi. Þegar Jakob fluttíst suður aftur hafði kviknað áhugi hjá honum á að nema orgelleik og sneri hann sér að því af alhug og bætti þar enn við sína fjölþættu tónlistarmenntun. I mörg ár hafa leiðir okkar legið saman í organistafélaginu og á hin- um kirkjulega vettvangi, tókum við oft tal saman um hin margvísleg- ustu málefni. Alltaf skein í gegn hin einlæga réttlætiskennd og ríka samúð með þeim er minnst máttu sín. Á fund- ? um í félaginu tók hann oft til máls og lagði ætíð gott til mála. Eftir Jakob liggja tónsmíðar nokkrar, sem vakið hafa athygli hér heima og erlendis. Má þar nefna hið gullfallega lag hans „Ó, undur lífs", við ljóð Þorsteins Valdimarssonar, sem hvort tveggja er hin dýrmætasta perla. Það sem eftir hann liggur mun gert í stopulum tóm- stundum, en augljós er hin mikla hugmynda- auðgi og sköpunargáfa sem í honum bjó. Nú er hann horfinn af sjónarsviðinu skyndilega og í blóma lífsins, öllum, sem urðu þeirrar gæfu að- njótandi að þekkja hann, harmdauði. Konu hans, börnum og öðrum ástvinum votta ég dýpstu samúð okkar hjónanna. Einnig skulu hér fluttar samúðar- kveðjur frá Félagi íslenskra organ- leikara og þakkir fyrir vakandi áhuga á málefnum stéttarinnar. Blessuð sé minningin um þann Uúfa og góða dreng, Jakob Hall- grímsson. Kjartan Sigurjónsson. „Bráðum skín sól upprisudags- ins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein." Þannig lýkur hinu mikla skáldverki, Heimsljósi, þeirri bók sem vinur minn, Jakob Hall- grímsson, var hugfangnastur af. Hann lét sér ekki nægja að lesa bókina í þaula eins og reyndar aðr- ar bækur Nóbelsskáldsins, heldur samdi firna góðan lagabálk við ljóð Ljósvíkingsins, eins og mörgum er kunnugt. Mér er minnisstætt eitt kvöld fyrir vestan þegar Jakob kynnti mér af hógværð þessi lög sín og nokkru seinna söng Sigríður Ella fáein þeirra á tónskáldakvöldi á ísafirði. Margoft síðar ræddum við um skáldskapinn og tónlistina, fegurð himinsins og galdur listar- innar, og hugsjónina um hið rétt- láta þjóðfélag. Ég virði fyrir mér mynd af okk- ur Jakobi standa uppi á Gleiðar- hjalla með spegilsléttan Skululs- fjörðinn í baksýn, það er vor og hvítir skaflar í urðinni og við glað- hlakkalegir á svipinn með fjall- gönguna. Aðra mynd, þar sem Jak- ob stendur á sviði Góðtemplara- hússins á ísafirði, með fiðluna und- ir vanga, að stjórna fjöldasöng okk- ar herstöðvaandstæðinga. Kannski er einna eftirminnanlegastur laug- ardagurinn 1. maí árið 1976, þegar Jakob býður á einkatónleika að Smiðjugötu 5, og þá er það ekki fiðluleikarinn gamalreyndi úr sym- fóníunni heldur píanistinn Jakob sem debúterar og töfrar fram úr flyglinum þrettán meistarastykki, undir vökulu tóneyra Ragnars H. Ragnar og Sigríðar konu hans. Síð- an þá hafa nocturnur Chopins fylgt mér. Jakob var ekki einasta vandaður tónlistarmaður og tónskáld, líkt og faðir hans Hallgrímur, sem kenndi mér í barnaskóla að halda lagi. Hann var fagurkeri og sjentilmað- ur, og pólitískur hugsjónamaður af þeirri gerð sem fannst skipta máli að bæta veraldlega og menningar- lega stöðu alþýðufólks. Þar lagði hann líka hönd á plóginn. Hverfulleiki lífsins kemur alltaf jafn mikið og illþyrmilega á óvart. Líf kviknar af lífi, en einn góðan veðurdag er það farið og kemur ekki aftur. Það er manni áminning að lífið er einungis hér og nú. „Frændi þegar fiðlan þegir..." og nú er einmitt hrokkinn sundur fiðlustrengur, tónar flygils og org- els þagnaðir. Og þó, það fylgja okk- ur hinum sem eftir stöndum tónar minninga um þennan heiðursmann sem ég hugsa tO með þakklæti fyr- ir samfylgdina, vináttu og tryggð gegnum árin. Ég votta Helgu, Ein- ari Hallgrími, Laufeyju og Mar- gréti mína dýpstu samúð. Hallur Páll Jónsson. Kæri vinur og samkennari. Að leiðarlokum vil ég þakka þér allar heimsóknir þínar að sjúkra- rúmi Siguróla mannsins míns und- anfarna mánuði. Þú taldir ekki eft- ir þér að fara langar vegalengdir til að hitta okkur, uppörva og hvetja. Þú sýndir okkur að sá er vinur er í raun reynist. Við söknum þín, Jak- ob. Vegni þér vel á Guðs vegum. Helga, Einar og Laufey, sorgin kemur óvænt, óverðskulduð og við verðum svo ógnarsmá og vanmátt- ug- Megi Guð gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á komandi dögum. Vilborg Sigurjónsdóttir. Kveðja frá Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Sumarið 1990, þegar upp kom hugmynd um að stofna sinfóníu- hljómsveit áhugamanna hér suð- vestanlands, þótti sjálfsagt að leita fyrst til Jakobs Hallgrímssonar. Hópur nokkurra bjartsýnismanna, undir forystu Ingvars Jónassonar víóluleikara, kom saman til að leggja á ráðin. Þar réð nú ekki böl- sýnin ríkjum! Kjarninn í hópnum átti rætur að rekja til hljómsveitar- starfs í Tónlistarskólanum á sjötta og sjöunda áratugnum undir stjórn Björns Ólafssonar. Aldrei kom til álita hvort hrinda ætti hugmynd- inni í framkvæmd, einungis var rætt hvernig það gæti tekist sem best. Ákveðið var að fara hægt af stað og meta jafnóðum hvernig framhaldinu yrði háttað. Hljóm- sveitin skyldi verða vettvangur fyr- ir tónlistariðkun fólks sem hefur atvinnu af öðru. Þar gætu tónlist- ar- og tónmenntakennarar svo og nemendur fengið verðug viðfangs- efni til að viðhalda færni sinni, auka hana og afla sér reynslu. Byrjað var með strengjasveit en þegar á öðru misseri var bætt við blásturshljóðfærum. Hljómsveit- inni hefur síðan jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg. En hljómsyeitin okkar átti sér fyrirrennara. Á átt- unda áratugnum varð til svipuð hljómsveit að frumkvæði bjartsýn- ismannsins Garðars Cortes, og lifði hún í nokkur ár. Einnig þar kom Jakob við sögu. Áhugamannahljómsveit er skemmtilegur félagsskapur. Þar kemur saman fólk sem hefur það að sameiginlegu markmiði að skemmta sér við tónlistariðkun, fjölhæft fólk sem hefur margvís- legan bakgrunn og fjölbreytilega færni. I þessum félagsskap var Jakob Hallgrímsson eins og fiskur í vatni. Hann bjó yfir miklum tón- listarhæfileikum og hafði víðtæka þekkingu á tónlist, bæði hljóm- fræði og sögu. Jakob lék á orgel, fiðlu og víólu, og hann stjórnaði kórum. Auk þess liggja eftir hann fallegar tónsmíðar, sönglög og út- setningar. Alltaf þegar Jakob tók þátt í starfinu tók hann sjálfkrafa forystu víóludeildarinnar og stýrði sínu liði af öryggi og festu. Það gerði hann ekki með orðum eða aðfinnslum heldur réðu gott fordæmi og tón- listin sjálf ferðinni. Það er einmitt eitt af einkennum áhugamanna- starfs eins og í okkar sveit þar sem geta manna er mjög mismunandi, að þeir sem meira kunna draga hina með þannig að þeir gera oft meira en þeir geta. Anægjan af vel heppnuðu starfi verður því marg- fóld. Því sem á kann að vanta er tekið með glettni og góðu skapi, og ef til vill fyrirheitum um að gera betur næst. Nú er skarð fyrir skildi í víóludeildinni, sem verður vand- fyllt. Við sjáum á bak góðum félaga með söknuði. Fjölskyldu Jakobs vottum við innilega samúð. F.h. hljómsveitarinnar P.íll Einarsson. Fyrir fáum árum stóð Oddfell- owstúkan nr. 5, Þórsteinn IOOF, frammi fyrir því að organista vant- aði að stúkunni. Það stóð mér næst að finna lausn á vanda okkar. Mér var ljóst að slíkt gæti orðið erfitt og að fyrirrennarar mínir höfðu hugað að málinu árangurslaust. Eg spurðist fyrir hjá kunningjum en hafði ekki erindi sem erfiði. Þrautalendingin varð sú, að ég hafði samband við formann félags orgelleikara og hann gaf mér upp sex nöfn, sem hann sagði ég gæti reynt að hafa samband við. Eg virti fyrir mér nöfnin og af hendingu valdi ég nafn Jakobs Hallgrímsson- ar. Hann hló við þegar ég skýrði honum frá erindinu. Hann sagðist vilja íhuga málið og myndi hafa samband við mig innan skamms. Fáum dögum síðar fékk ég sím- hringingu og við mæltum okkur mót á heimili hans. Þegar ég hafði skýrt betur fyrir honum skyldur orgelleikara í stúkustarfi tjáði hann mér að meðal kennara sinna í hljómlistarnámi hefði verið Ragnar H. Ragnar á ísafirði. Ragnar var Oddfellow og þegar sá einstaki mannkostamaður hefði sýnt þess- um félagsskap óeigingjarnan áhuga væri hann sjálfur óhræddur að ganga til liðs við félagsskapinn. Umræður okkur snerust síðan um starf hans sem tónlistarkennara. Það vakti athygli mína hve mikla ánægju hann virtist hafa af starfi sínu. Áhuginn var áberandi er hann lýsti samstarfinu við unga nemend- ur og hann kryddaði frásögnina með dæmum, sem hann lét mig heyra af hljóðsnældum. Mér leið ákaflega vel í návist mannsins. Mér er það minnisstætt þegar ég gekk frá heimili hans út að bifreiðinni að í huga minn sló niður þeirri vissu að lánið léki við okkur Þórsteinsbræð- ur. Það væri happafengur að fá þennan mann í raðir okkar. Þegar frá leið var ég ekki einn um þá skoðun. Það var almannarómur allra stúkubræðra. Listfengi Jakobs kom strax í ljós eftir að hann hóf störf í stúkunni. Menn eru þannig gerðir að hafa misjafnlega mikið eða lítið gaman af hljómlist. Eftir að Jakob Hall- grímsson hafði tekið sér sæti við orgelið og fór um það höndum var enginn meðal áheyrenda sem ekki hreifst af tónaflóðinu, sem hann töfraði fram. Starf hans sem orgel- leikari var stúkunni ómetanlegt þann allt of skamma tíma sem hans naut við. En kannske verður það ekki okkur minnisstæðast þegar allt kemur til alls. Maðurinn sjálfur, þessi brosandi, hægláti maður, sem alltaf sjá björtu hliðarnar á tilver- unni, mun seint líða okkur úr minni. Það lífgar upp á skammdegið að hafa slíkan mann nálægt sér. Jakob var virkur þátttakandi í öllu félagslífi utan stúkufunda. Þar feng- um við einnig að kynnast eiginkon- unni, Helgu Sveinbjarnardóttur. A skemmtunum nýttust hæfileikar hans vel hvort sem um var að ræða leik hans á píanó eða fiðlu. En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir mánuði var ég viðstaddur skólatónleika í Neskirkju. Þar hitti ég Jakob hress- an og kátan asamt nemendum sínum og samkennurum. Handtakið alltaf jafn hlýtt. Nú var hátíð. Nemendur að gefa foreldrum og öðrum að- standendum yfirsýn yfir starfið vetr- arlangt. Að loknum tónleikunum var skipst á kveðjum og látin í ljósi til- hlökkun um endurfundi á hausti komanda. Það fer á annan veg. Við Þórsteinsbræður sendum þér Helga og börnum ykkar Jakobs hugheilar samúðarkveðjur með þökk fyrir allt það sem þið veittuð okkur. Blessuð sé minning Jakobs Hallgrímssonar. Þórður H. Jónsson. ANNA ANIKA BETÚELSDÓTTIR + I Betúelsdóttir fæddist í HSfn í Hornvík hinn 19. desember 1901. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Isafirði 4. júní síðastliðinn og fór útfðr hennar fram frá Flateyrar- kirkju 12. júní. Með fáeinum orðum langar mig að minnast minnar kæru vinkonu > Önnu A. Betúelsdótt- Vinskapur okkar þróaðist hægt og einlæglega þótt aldursmunurinn væri nær hálf öld. Hann byrjaði með því að ég aðstoðaði þau systk- inin við heyskapinn á sumrin að Kaldá. Gleymi aldrei hve gott var að koma í litla hlýlega eldhúsið hjá Önnu eftir útiveruna. Síðan varð það vani í mörg ár hjá mér að heimsækja Onnu er ég fór í reiðtúr. Að kynnast lífsvið- horfi og gildismati Önnu varð mér mikill og góður skóli. Henn- ar einlæga nægjusemi, skyldurækni og sjálf- sögun komu mér ætíð til að endurskoða mín eigin lífsviðhorf. Frásagnir hennar um æskuárin í Höfn, Hornvík í byrjun ald- arinnar voru litaðar þvílíkri gleði og kímni að ég gat auðveldlega séð þær Ijóslifandi fyrir mér. Einnig hafði hún sériega gaman af að segja frá börnunum er dvöldust á sumrin hjá þeim systkinum að Kaldá. Þannig kynntist ég vel hve henni þótti vænt um alla sína fjölskyldu, þó svo að samverustundir með þeim yrðu fátíðari með árunum. Heimsóknir okkar Önnu til Sig- rúnar mágkonu hennar í Bolungar- vík voru eins og nokkurs konar æv- intýri því gleði Önnu var svo ein- læg við að hitta mágkonu sína. Þessar samverustundir með þeim voru svo ánægjulegar og lærdóms- ríkar að þær líða mér seint úr minni. Hláturinn og hvernig hún sló á lær sér, er við keyrðum fyrst sam- an í gegnum Breiðadalsgöngin, endurspegla gleði hennar í því að geta notið augnabhksins til fulln- ustu. Seinustu árin dvaldist Anna á öldrunarheimihnu Sólborg. Hún var ævinlega þakklát fyrir þá um- önnun sem hún fékk þar, fannst hún aldrei geta þakkað þá um- hyggju nægjanlega. Eg vil þakka Ónnu allar okkar ógleymanlegu samverustundir og hennar einlægu vináttu sem var mér ómetanlegur skóli. Bið góðan Guð að geyma hana. Sigrún Gerða Gísladóttir. ELSA GUÐRUN STEFÁNSDÓTTIR + Elsa Guðnín Stefánsddttir fæddist 14. janúar 1949. Hún lést á heimili sínu hinn 26. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 4. júní. Þegar Maggi bróðir kynnti Elsu fyrst fyrir fjölskyldunni voru hugs- anir mínar fullar trega, ástæðan var sú að í mínu litla átta ára hjarta voru dagar sunnudagsbíltúra okkar bræðra taldir. Þannig fór þó aldrei þar sem Elsa féll inn í fjölskylduna eins og systir og sunnudagsbítúr- arnir héldu áfram. Elsa var einstök kona, hlý og mjög greind og gat ég alltaf leitað til hennar með vangaveltur eða vandamál og fengið góðar og jafn- framt viturlegar ráðleggingar eða athugasemdir. Elsa hafði skarpa kímnigáfu og var eldsnögg að finna broslega hlið á flestum málum og var gaman að vera í nálægð við hana. Sérstaklega var gaman á hátíðarstundum þegar Elsa sá um undirbúning og matseld en til fjölda ára áður en fjölskyldan var orðin of stór og tvísturð út um allan heim bauð Elsa allri fjöl- skylduni heim á tyllidögum. Stóðu þá áramótaveislurnar upp úr, en margréttað veisluborðið ásamt öll- um umbúnaði og stemningu varð valdandi ólæknandi heimþrár ef ég var fjarverandi vegna náms eða vinnu. Elsa verður alltaf í huga mér eins og systir og hafa kynni mín af henni verið mér og verða ómetan- leg í gegnum árin. Eg votta Magnúsi bróður og son- unum Stefáni Má, Andra og Magn- úsi Erni mína dýpstu samúð ásamt Herdísi móður Elsu og systur hennar Svölu. Grímur Ólafur Eiriksson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.