Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 53 GUÐLAUG EINARSDÓTTIR tGuðlaug Ein- arsdóttir fædd- ist á Siglufirði 29. mars 1932. Hún lést á Sjúkrahúsi Kefla- víkur 10. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Dóróthea Jóns- dóttir, f. 6. maí 1904, og Einar Ás- grímsson, f. 6. nóv- ember 1896, d. október 1979. Systkini Guðlaug- ar eru Jón, Ásta, Ásgrímur, Sólveig, Brynjar Óli, sem ei ia,um Stella. Einar átti _ son fyrir hjónaband, Eystein Óskar. Guðlaug giftist 29.12. 1963 Sigurjóni Jóhannessyni, f. 21.12. 1925, d. 17.12. 1970. For- eldrar Sigurjóns voru Ragn- heiður Helgadóttir og Jóhann- es Eiríksson, Híðarhúsum, Sandgerði. Börn Guðlaugar og Sigurjóns eru: 1) Einarma, f. 8.4. 1956, gift Jens Tómassyni, f. 15.6. 1953. Þau eiga þrjú börn á lífi; sonur f. 29.10. 1990, d. 30.10. 1990. Þau eiga eitt barnabarn. 2) Ragnheiður, f. 8.8. 1958, gift Rúnari Ágúst Arnbergs- syni, f. 7.8. 1959. Þau eiga þrjú börn. 3) Jóhannes Einar, f. 13.10. 1961, kvæntur Rebekku Magnúsdóttur, f. 29.12. 1968. Þau eiga tvo syni. 4) Ás- grímur, f. 2.11. 1965, í sambúð með Þuríði Magnúsdóttur, f. 1.6. 1966. Þau eiga tvö börn. Lauga átti son áður, Jóhann Kristján Harðarson, f. 5.8. 1953, sem er kvæntur Sólrúnu Önnu Símonardóttur, f. 27.2. 1957. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. títför Guðlaugar fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. alltaf svo jákvæð og þakklát. Fyrir fáum árum vorum við staddar á Sigló, veðrið var eins gott o'g það best gat orðið. Við fórum upp í kirkjugarð með Ásgrími bróður okkar. Við vorum allan daginn að hreinsa og snyrta í kringum leiði horfinna skyldmenna. Svo sett- umst við niður, horfðum á spegil- sléttan sjóinn, kyrrðin var mikil, margt var rifjað upp af liðnum at- burðum. Ekki gleymi ég ferðinni sem við fórum í júlí 1994 til Finn- lands á norræna kvennaráðstefnu. Við vorum í tíu daga. Solla systir okkar og Dóra dóttir hennar voru með okkur. Við flugum til Stokk- hólms, þaðan fórum við með stóru skipi frá Viking Line til Finnlands. Þetta var ævintýri allan tímann. AHtaf eitthvað nýtt að sjá, 30 stiga hiti suma dagana. Lauga með hvíta hattinn, svo flott og ánægð. Það er eins og ég hugsi bara um ferðalag í sambandi við minningu Laugu. Síðast þegar ég kvaddi Laugu, veifaði hún í kveðjuskyni til mín af veikum mætti. Ekki leið á löngu þar til hún fór í ferðina sem bíður okkar allra. Æ, vertu sæll, þú sefur vel og rótt, hér sit ég einn og minningunni fagna. Og ég skal brosa og bjóða góða nótt uns brosin dvína og vinarkveðjur þagna. Langur og erfiður tími, heilt ár, er að baki. Kær systir hefur barist við krabbamein allan þennan tíma með ótrúlegri seiglu og trú á bata, vitandi að beðið var fyrir henni vikulega. Því var hún þakklát. Bömin hennar stóðu þétt saman að létta henni þessa byrði, um helgar tóku þau hana heim þegar hún hafði krafta til og síðustu vikuna voru þau til skiptis yfir henni þar til hún mætti örlögum sínum að morgni 10. júní, er líf hennar slokknaði. Það er viss léttir þegar þessu stríði lýkur en sár söknuður hjá þeim sem eftir eru. Lauga var fjórða í röð sjö systkina og er hún annað sem kveður. Hún ólst upp á Siglufirði hjá góðum foreldrum sem hlúðu að börnum sínum. Fað- irinn aflaði til heimilis og móður- hlutverkið var stórt. Mamma er trúuð og bænin er hennar styrkur og trúuð er hún á það góða sem fylgir bæninni. Veit ég að þó að hún sé orðin háöldruð og minnið að mestu farið þá hafa bænir hennar fylgt Laugu gegnum veikindi henn- ar. Minningar. Hvar á að byrja? Það er af mörgu að taka. Lauga hlæj- andi kát stelpa í stórum systkina- hópi. Komin út á vinnumarkað að passa lítinn dreng, þeir voru fleiri sem hún passaði. Henni var hlýtt til þeirra og talaði um þá eftir að þeir voru orðnir fullorðnir menn. Síðan voru stærri verkefni, Lauga fór að vinna hjá Prentsmiðju Siglu- fjarðar, hún fór einn vetur í iðn- skóla. Síðan tók skóli lífsins við er hún fór suður í vinnu 18 ára. Eftir að suður var komið vann hún hjá nunnunum á Landakoti. Breyting- ar verða hjá Laugu, hún kemur aft- ur heim 1953; þar eignast hún fyrsta barn sitt, Jóhann. Lauga dvelur um tíma heima, fer alfarin til Sandgerðis 1954. Jóhann var tekinn í fóstur hjá fóðurforeldrum sínum, Jóhanni og Jóhönnu, á Hæðarenda, Sandgerði. Stutt var fyrir soninn að hitta móður sína því stutt var á milli húsa og var hann henni góður sonur og bróðir systk- inum sínum. Lauga hóf sambúð með Sigurjóni Jóhannessyni í Hlíð- arhúsum í Sandgerði, þar bjó einnig Ragnheiður móðir Sigur- jóns. Það mun vera um 1963 sem þau flytja í sitt eigið hús að Hlíðar- götu 27. Siggi var ljúfur maður í umgengni, það fór ekki mikið fyrir honum. Móttökurnar voru alltaf svo góðar þegar komið var í heim- sókn. Siggi var línumaður hjá hemum á Keflavíkurvelli. Hann var oft við erfiðar aðstæður uppi í stórum möstrum. I einni slíkri ferð er hann var kominn áleiðis upp varð hann bráðkvaddur. Þetta var ekki talið slys og engar slysabætur fengust. Þetta gerðist 17. desem- ber 1970 og 22. desember var hann jarðaður. Erfið voru þessi jól hjá systur minni og börnunum hennar, Lauga orðin ekkja 38 ára. En aldrei heyrði ég hana kvarta. Lauga á bamaláni að fagna. Börnin voru ekki gömul þegar þau fóru að draga björg í bú. Óll búa þau myndarlega og í nálægð við móður sína og var daglegur sam- gangur mikill þar sem ömmuböm- in og langömmubömin fengu góðar móttökur. Lauga fór að vinna úti eftir að Siggi dó, fyrst í frystihúsi hjá Miðnesi seinna í mötuneyti hjá hemum, þar sem hún vann í 16 ár og fékk viðurkenningu fyrir vel unnin störf þegar hún hætti störf- um 1997. Margar ferðir fórum við Palli suður í Sandgerði að hitta Sigga, Laugu og bömin. Siggi var þaul- kunnugur Miðnesheiði og þegar krían fór að verpa, var farið í eggjatínslu. Síðan var farið heim, settur upp pottur og eggin soðin og áttum við skemmtilegar stundir. Þessu héldum við áfram gegnum árin, síðast á sjómannadaginn fór- um við Palli suður á Heiði og tínd- um nokkur egg. En eitthvað vant- aði, Lauga var á sjúkrahúsi, þetta var svo tómlegt og söknuður vegna þess sem var og kemur ekki aftur. Lauga hélt tryggð við æsku- heimili sitt, kom oft norður með börnin. Drengimir Jóhannes og Ásgrímur voru oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu. Margar ferðir fór- um við Lauga saman til Siglufjarð- ar. Góður ferðafélagi var Lauga, + Árni Guðmundsson málara- meistari fæddist í Reykjavfk 20. nóvember 1933. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítal- ans 4. júní síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Arbæjar- kirkju 11. júní. Það var síðsumars í ágúst, sól og blíða, farfuglar og aðrir fuglar syngja okkur kveðjusöngva í kjarr- inu kringum vatnið. Hreinustu tón- arnir hljóma í morgunkyrrðinni. Hreinni hljóð heyrast vart í þessari jarðnesku vist okkar þegar þeir þeyta kerlingar á lognsléttu vatn- inu. Nokkrir sæludagar líða fljótt en lifa lengi. Við deilum þessum dögum með Árna og Rúrý. Það er margt talað og enn meira sungið þegar líður á kvöldin, kannski ekki allir með jafn hreina tóna en reyna að gera sitt besta. Þessi mynd lifir eins og myndin af Árna sem við kveðjum nú alltof fljótt. Árni var Með þessu fallega ljóði Stephans G. Stephanssonar kveð ég kæra systur mína. Við andlát hennar er mér efst í huga söknuður og þakk- læti fyrir öll árin sem við áttum saman. Við höfum öll mikið misst, en þeim sem stóðu henni næst, móður okkar, börnum Laugu og fjölskyldum þeirra og systkinum, votta ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúð. Ásta Einarsdóttir. í dag er borin til grafar elskuleg móðursystir okkar, hún Lauga frænka í Sandgerði. Líf Laugu frænku var enginn dans á rósum. Ung missti hún manninn sinn og vora bömin þeirra ung. Þurfti hún því að vinna mikið alla tíð en aldrei kvartaði Lauga. Alltaf var gleði og hlátur þar sem hún var. Minningar frá heimsóknum, ættarmóti og ekki síst þegar hún kom í sumar- bústað foreldra okkar, þá var nú aldeilis glatt á hjalla. Það var ótrú- legt hve margt skemmtilegt gerð- ist í kringum hana Laugu. Missir mömmu er mikill því það var svo kært og gott á milli þeirra systra. Elsku Lauga, við eigum öll margar minningar um þig sem við munum geyma og orna okkur við alla tíð. Elsku Hanni, ína, Lilla, Jói, Bóbó og fjölskyldur. Guð styrki ykkur á þessari erfiðu stundu. Ragnheiður, Dóra, Matthild- ur, Harpa og fjölskyldur. einstakur drengskaparmaður og ef einhverjir hröktust vegvilltir um vindkaldan skóg lífsins lét hann dómaranum sem öllum dómum ræð- ur það eftir að dæma. Hann kunni líka að gleðjast með glöðum, nátt- úrabarnið frá Hvallátrum. Við höf- um kynnst Árna að öllu góðu eftir að vinkona okkar Rúrý og hann gengu saman á lífsins leið. Á milli þeirra sáust ekki skuggar og eftir erfið veikindi Árna stóðu þau enn þéttar saman. Eg veit að hún tekur undir þessi orð með Bubba og Snorra Hjartarsyni: Vakir vakir, þrá mín og von mín og trú mín bakvið þrárogþrautir og þokuslunginn veg bak við óð og ástir ástin, þú og ég. Við biðjum þann guð er skapti sól og stjörnur að lýsa þér og þínum. Sigfús og Barbara. ÁRNI GUÐMUNDSSON + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir og amma, GRÓA HERDÍS BÆRINGSDÓTTIR frá Bjarnarhöfn, Aðallandi 6, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 13. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. júní kl. 13.30. Þórður Haraldsson, Þórdís Harðardóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Stefán Gunnarsson, Bæring Sigurbjörnsson, Kolbrún Jónsdóttir, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Þórir Halidórsson, fósturbörn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALEXANDERJÓHANNESSON, Háholti 10, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 9. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Alda Magnúsdóttir, Kolbrún Alexandersdóttir, Olga Alexandersdóttir, Óskar S. Óskarsson og barnabörn. + Hjartkær föðursystir okkar, ODDNÝ SÆUNN SANDBERGH-STOUGE, fædd Björnsdóttir, 4. janúar 1907, Kornsá, Vatnsdal, lést í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 20. apríl. Útförin fór fram frá Sankt Ansgar Kirke 27. apríl sl. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Birna Hannesdóttir, Halldór Ingi Hannesson, Helga Heiður Hannesdóttir, Hannes Þór Hannesson. + Hugheilar þakkir fyrir samúð, vinsemd og virðingu við minningu eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR C. ÞORKELSDÓTTUR, Stigahlíð 75, er lést sunnudaginn 30. maí. Tómas Helgason, Helgi Tómasson, Anna Sigurmundsdóttir, Þór Tómasson, Gunnhildur Þórðardóttir, Kristinn Tómasson, Þorbjörg Jóh. Gunnarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, SNORRA SVEINS FRIÐRIKSSONAR myndlistarmanns, Þverási 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæslu- deild Landspítalans. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Dagný Gísladóttir Orri Snorrason, Styrmir Snorrason, Hjörný Snorradóttir. + Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við and- lát og útför móður okkar, ÞÓRU PÁLSDÓTTUR, síðast dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Margrét Sigrfður, Sigrún, Guðmundur, Aldfs, Ragnar, Sigþóra og fjölskyldur þeirra. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.