Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 49 HÖSKULDUR GUÐLA UGSSON + Höskuldur Guð- laugsson var fæddur í Hvammi í Grýtubakkahreppi 22. júlí 1911. Hann lést hinn 8. júní síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Emilíu S. Halldórs- dóttur frá Keflavík við Gjögur og Guð- laugs Jóakimssonar sem ættaður var úr Fjörðum. Höskuld- ur var næst elstur af níu systkinum. Eldri er Jenný, bú- sett á Akureyri, yngri eru Svanfríður, búsett á Akur- eyri,þá Jóakim, áður bóndi á Bárðartjörn, Sigurvin, d. 1971, Óli Aðalsteinn, búsettur á Akureyri, Torfi, búsettur á Akureyri, Laufey, búsett á Grenivík og Kristín, búsett á Akureyri. Höskuldur kvæntist 22.9. 1941 Arnbjörgu Halldórs- dóttur frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Þeirra börn eru: 1) Har- aldur, f. 1942, kvæntur Sigrúnu Aðalsteinsdóttur frá Flögu í Hörgár- dal. Þau eiga fimm börn og þrjú barna- börn. 2) Guðlaugur, f. 1945, kvæntur Nönnu Helgadóttur frá Litlu-Brekku í Saurbæ í Dalasýslu, d. 1986. 3) Óli Gunnar, f. 1949, ókvæntur. 4) Hall- dór Sigurbjörn, f.1957, Kvæntur Janette Sue, fæddri Old, frá Nýja-Sjálandi. Þau eiga 2 börn. Hann á eina dóttur frá fyrri sambúð. Höskuldur reisti nýbýlið Réttarholt úr landi Bárðar- tjarnar 1947 og bjó þar til dauðadags. Höskuldur verður jarðsung- inn frá Grenivíkukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þakka þér, afi minn, fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynn- ast þér. Þótt þú hafir verið eini af- inn sem ég man eftir, gæti ég ekki hugsað mér nokkurn afa sem kæmist í hálfkvisti við þig. Þakka þér, afi minn, fyrir þolin- mæðina sem þú sýndir mér þegar ég tafði þig við verkin þín eða truflaði þig við kaplana þína. Þakka þér, afi minn, fyrir allt sem þú kenndir mér: að lesa, að spila, að leggja kapal, að semja vísur, að bera virðingu fyrir nátt- úrunni og dýrunum og fyrir allt annað smátt og stórt. Þakka þér, afi minn, fyrir alla rauðu og hvítu brjóstsykursmol- ana sem þú gafst mér og geymdir voru í kistunni á bakvið hurðina í herberginu ykkar ömmu. Þakka þér afi minn fyrir vínið sem þú gafst mér þegar ég fór á fyrsta ballið mitt. Þakka þér, afi minn, fyrir alla umhyggjuna sem þú sýndir mér allt frá barnæsku til fullorðinsára. Mér þykir það leitt að hafa ekki fengið að kynnast þér betur, en verði ég nokkurn tíma þess heið- urs aðnjótandi að fá að líkjast þér á nokkurn hátt þá vildi ég óska þess að fá að verða eins hresst gamalmenni og þú varst, því þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi undir það síðasta var gamli góði húmor- inn enn á sínum stað og viljastyrk- urinn svo óbilandi að allir sem til sáu gátu ekki annað en fyllst aðdá- un. Vertu sæll, elsku afi minn, og kærar þakkir fyrir allt og allt. Arnaldur Haraldsson. Mig, elsta barnabarn Höskuldar Guðlaugssonar, langar að minnast afa míns í nokkrum orðum. Eg ætla því að setja nokkur minning- arbrot á blað. Það sem alltaf kemur upp í hug- ann er bóndinn. Afi var bóndi af guðs náð. Hann hefur líklega verið einn af þessum „gullaldarbænd- um“, þ.e. menn sem sáu ekki annað en búskap og fundu sig ekki í öðru. Þeir bjuggu ekki endilega stórbúi á nútímamælikvarða en sinntu sínu af fádæma natni og alúð. Einmitt þannig bóndi held ég að afi hafi verið. Sem barn og unglingur var ég mikið með honum í nánast öllu sem við kom búskapnum. A vorin á sauðburði og í girðingavinnu gekk ég við hlið hans heilu dagana. Hann var mjög laginn við okkur systkinin, þ.e. að kenna okkur að vinna og vera til gagns. Ég sótti víst snemma í að vera einn með honum í verki, enda eru mínar sterkustu minningar tengdar slík- um stundum. Afi talaði alltaf við mig eins og fullorðinn mann. í því fannst mér töluverð upphefð og því bar ég alltaf mikla virðingu fyrir honum. Afi hafði auðvitað mikinn áhuga á búskap og öllu skepnuhaldi. Þó sérstaklega þvi sem við kom sauðfé og hestum. Samt held ég að þeir búskaparhættir sem honum þóttu hvað skemmtilegastir og heilbrigð- astir hafi kannski ekki alltaf átt við það sem tíðkast í dag. Það fannst mér oft á honum þegar ég var strákur heima í Réttarholti og við sátum kannski á garðabandi úti í fjárhúsum og biðum eftir kindum sem voru að bera. Þá sagði hann mér stundum sögur af sér og systkinum sínum þegar þau voru börn. „Þegar ég var ungur maður,“ byrjuðu kannski sögurnar. Svo vonaði maður að hann kæmist á flug í frásögninni því það að heyra hann segja frá var aðeins annar hlutinn af gamninu en hinn var að sjá til hans. Þá var hann greinilega á allt öðrum stað og tíma. Það var hvorki stress né ákafi í kringum hann né hans vinnubrögð. Rósemi og þolinmæði í umgengni við menn og dýr var hans háttur. Eitt sinn las ég Gróður jarðar eftir Knut Hamsun. Þá datt mér afi í hug. Hann var að vísu hvorki stór né heljarmenni að afli, eins og Isak, en hann hafði, fannst mér, þennan þankagang afdalabóndans sem gerði nýtni og þrautseigju að „lífsmottói" sínu. Þetta að annast fólkið sitt, jörðina sína og dýrin sín. Því verður þetta kvæði eftir Stein- grím Thorsteinsson mín lokaorð í þessari minningu um afa minn: Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu, eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. Höskuldur. Mig langar í fáum orðum að kveðja vin minn, Höskuld Guð- laugsson. Eg er mjög þakklát fyrir þær síðustu samverustundir sem við Höskuldur, nafni hans, áttum með honum, því að þá var hann svo ótrúlega hress þrátt fyrir erfið veikindi. Hvertvinarorð, sem vermir hug, þá vakir böl og strið, hvert góðs manns orð, sem gleður hug, mun geymast alla tíð. (Fr.G.) Signý Björk. Vertu sæll, elsku afi. Ég sit núna í stólnum þínum og hugsa um allt það sem við gerðum saman. Hérna lærði ég að lesa, hjá ykkur ömmu. Ég man hvað þú lagðir mikla áherslu á að ég læsi hátt og skýrt. Héma lærði ég að sauma og prjóna og alltaf fylgdist þú með því sem ég var að gera hvort sem það var í skólanum eða annars staðar. Þær voru margar ánægjustundimar sem við áttum hérna í eldhúsinu. Við spiluðum á spil, lögðum kapal, lásum ærbækurnar og skipulögð- um ásetninginn. Að ógleymdum öll- um stundunum sem við eyddum í að pússa myntsafnið. Aldrei léstu mig fá það á tilfinninguna að ég væri að þvælast fyrir, þú hafðir alltaf tíma fyrir mig. Það var sama hvað þú varst að gera, ég gat alltaf fengið að hjálpa til í fjárhúsunum þar sem þú kenndir mér að þekkja hverja á með nafni og að koma vel fram við dýrin. Svo voru það bless- aðar girðingarnar. Ég man hvað mér fannst það mikil viðurkenning þegar þér fannst að nú þyrfti ég vinnuvettlinga, þá fannst mér ég loksins vera alvöru vinnumaður, gat haldið við staura og strekkt á gaddavír. En mest um vert var þegar ég fékk að keyra dráttarvél í fyrsta skipti, því hafði ég lengi beð- ið eftir. Það var líka stórkostlegt að vera með þegar verið var að búa til garðinn, rista þökur, tína hellur og skipuleggja það allt saman. Alltaf hafðir þú tíma til að hlusta á mig og alltaf gast þú talað við mig eins og fullorðna manneskju. Ailt sem þú sagðir mér frá í gamla daga, kenndir mér að þekkja landslagið, gróðurinn og meta náttúruna. Allt þetta mun ég kenna mínum börn- um og þannig munt þú alltaf vera með okkur. Eftir að ég flutti var þér umhugað um að ég hefði það gott á öðru landshorni. Og mér þótti svo vænt um skiptin sem þið amma og Óli komuð austur og ég gat sýnt ykkur nýja staði og farið með þér í enn eina steinaferð. Ég gæti sett svo margt fleira á blað en restina geymi ég í hjarta mér. Takk, afi minn, fyrir allt. Þuríður Haraldsdóttir. Nú er hann afi minn dáinn og vil ég þess vegna minnast hans með þessum orðum. Alltaf er ég hugsa um hann kem- ur sól í huga minn, sumpart vegna þess að ég umgekkst hann yfirleitt að sumri til en mest vegna þess að það birti alltaf til þegar ég var með honum. Það var sama hvað mér fannst allt vonlaust, alltaf gat hann leitt hugann að einhverju hlýju og góðu, því þannig var hann afi minn. Ef ég er spurð hvenær mínir bestu dagar voru er svarið hiklaust „hjá afa“. Hann kenndi mér vísur, að spila á spil og munnhörpu, gera við girðingar, rétta beyglaða nagla, drekka kaffi og umgangast dýrin með virðingu. Alltaf varð ég jafn stolt ef fólk kom í heimsókn og líkti mér við afa, og ef fólk setti út á matvendnina eða sérviskuna í mér var ég löglega afsökuð því að ég var eins og afi. Það var með ólík- indum hvað afi var þolinmóður gagnvart mér því það var sama hvert hann fór, alltaf var ég eins og hundur á hælunum á honum hvort sem það var í fjárhúsin, í berjamó, kartöflugarðinn eða upp í skóg að gera við girðingar. Því að vinna með afa var svo gaman. Það er manni nefnilega svo mikils virði, þegar maður er bara sjö ára, að finna að maður getur hjálpað og það fann maður svo sannarlega hjá afa. Ég fann það alltaf að ég gat ARNI HANNESSON + Árni Hannesson frá Hvoli í Vest- mannaeyjum fædd- ist 10. desember 1921. Hann lést 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Hans- son og Magnúsína Friðriksdóttir. Systkini hans eru níu að tölu. Systkin- in eru, í aldursröð: Ögmundur Friðrik; Einar; Hansína; Óttó; Vigdís; Elías; Árni, sem hér er minnst; Ágúst; Guðbjörg og Kristín. Eftirlifandi systkini eru fjögur. Árni og Laufey Hulda Sæ- mundsdóttir frá Draumbæ eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Sæmundur, f. 1943, búsettur í Reykjavík; Sig- ríður Guðrún, f. 1945, gift Frímanni Frímannssyni, búsett á Akureyri og eiga þau fímm börn; Ársæll Helgi, f. 1949, kvæntur Ingunni Sigurbjörns- dóttur, búsett í Vestmannaeyj- um og eiga þau þijú börn; Kol- brún, f. 1953, gift Viðari Má Þorkelssyni, búsett í Kópavogi og eiga þau tvö börn; Sunna, f. 1955, gift Gunnari Sturlu Gísla- syni, búsett á Akureyri og eiga þau þrjú börn; Helena, f. 1960, sambýlismaður Stefán Ólafs- son, búsett í Vestmannaeyjum, tvö börn; Viðar, f. 1962, sam- Árni Hannesson var mjög mynd- arlegur til allra verka, bakaði og saumaði fötin á bömin, ef því var að skipta, allt lék í höndum þínum, elsku pabbi. Ávallt var stutt í spaugið og gamansemina hjá þér. Þú notaðir hatta við öll tækifæri, því þú varst svo flottur í tauinu. Þegar síldarævintýrið stóð sem hæst, fóru þau hjónin norður til Raufarhafnar eitt árið og höfðu með sér þrjú barnanna og hin fóru í sveit í Borg í Þykkvabæ. býliskona Svanhvít Osk Stefánsdóttir, búsett í Reykjavík. Barnabörnin eru sex talsins. Árni var fóstrað- ur frá sex ára aldri og ólst upp hjá systkinum frá Borg í Þykkvabæ, þeim Ársæli Helga, Önnu og Guðbjörgu, sem gengu honum í for- eldrastað. Um sext- án ára aldur fer Árni til Vestmanna- eyja, hann var vél- stjóri að mennt og vann bæði til sjós og lands. Sjómennsku stundaði hann á Vin, sem vél- stjóri, og var með bræðrum sín- um Ögmundi og Einari og voru þeir einnig saman á Haföld- unni. Á togaranum Sævari sigldi hann með frænda sínum Binna í Gröf. Skipsljóri var hann á Ófeigi, sem var trébát- ur. Stýrimaður var hann á Kára Ve, reri með Guðjóni frá Landamótum. Skipstjóri var hann einnig á Metunni. í Vest- mannaeyjum kynntist hann Laufeyju eiginkonu sinni. Fyrstu búsakaparárin bjuggu þau á Höfðabrekku. Síðan flutt- ust þau að Hvoli í Vestmanna- eyjum. Árni byggði svo yfir sig og fjölskyldu sína á Brimhóla- braut 12. Útför Árna fór fram frá Landakirkju 12. júní. Árni var mjög minnugur á öll ör- nefni og alla staði. Ennfremur stundaði hann lundaveiðar af mik- illi leikni. Má þar nefna einn fáfar- inn stað, Ketilbekk, sem fáir vissu um. Var það einn af uppáhaldsstöð- um Árna. Þar seig hann niður á litla syllu, og þótti það mikið afrek og djörfung. Veiðin gat verið svo góð að einn daginn veiddi Árni u.þ.b. 100 lunda. Þá þótti það mikil heljarmennska að klífa upp með veiðina í annarri hendinni, og lýsti treyst honum, því þegar hann leiddi mig hélt hann svo þétt að ég vissi að hann yrði alltaf hjá mér. Og þótt hann sé farinn frá okkur verður hann áfram í hjarta mínu um alla framtíð. Elsku afi, takk fyrir allar sög- urnar og alla brjóstsykursmolana, þótt þú hafir oft leitað vitlausu megin í kistunni, og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. En nú veit ég að þér líður betur og ert kominn á betri stað; í Huldulandið á honum Grána þínum. Til himins upp hann afi fór en ekkert þar hann sér, því gleraugunum gleymdi hann í glugganum hjá mér. Hann sér ei neitt á bréf né bók né blöðin sem hann fær, hann fer í öfug fótin sín svo fólkið uppi hlær. Pó Biblíuna hafi hann sem hæst í skápnum er, hann finnur ekki augun sín og enga línu sér. Á himnum stúlka engin er hjá afa, lík og ég, sem finni stafinn fyrir hann ogfylgiútáveg. Ó, flýt þér mamma, og færðu mig í fína kjólinn minn, svo verði ég eins og engilbarn fer upp í himininn. Og reistu stóra stigann upp og styð við himininn, svo geng ég upp með gleraugun sem gleymdi hann afi minn. (Höf.óþ.) Álfheiður Ösp (Heiða). það vel hversu kraftmikill Árni var. Góður sundmaður varst þú og af- reksmaður í þeirri grein. ÁLrni var mikill fagurkeri á alla innanhús- muni og slíkt. Hann bar mikla virð- ingu fyrir íslenska fánanum okkar og notaði hvert tækifæri til að draga hann að húni. Hann unni sér aldrei hvíldar fyrr en hlutirnir voru kláraðir. Veikindi elskulegs pabba okkar ágerðust mikið með árunum, sem samfélagið ætti að hafa meiri sam- kennd og skilning á. Vonandi eiga læknavísindin eftir að finna lækn- ingu við svo erfiðum sjúkdómum. Árni var mikið ljúfmenni, hall- mælti aldrei neinum, fann ávallt það besta í öllum. Ávann hann sér hylli og vinsældir allra samferða- manna sinna. Hann var alla tíð mjög hjálpsamur við alla, sem minna máttu sín. í ferðum þínum suður til Reykjavikur sem þú fórst vegna veikinda þinna, í fylgd Helenu dóttur þinnar þegar hún gat komið því við, þá mundir þú ævinlega eft- ir að hafa útvarpið meðferðis, hversu mikið sem gekk á og hversu veikur sem þú varst, því þér þótti svo gaman að tónlist. Það gaf þér miklar og margar gleði- og ánægjustundir. Þegar þú fórst að hressast langaði þig alltaf í bíltúr til Kollu þinnar í Kópavoginn og það sem þú óskaðir þér að fá voru vel brúnaðar vöfflur með sultu og rjóma, að ógleymdu kaffinu okkar. Þú vildir fá fréttir af okkur öllum og hvernig okkur vegnaði, þá varst þú alltaf svo ánægður. Nú er þínu veikindastríði loksins lokið, elskulegi pabbi okkar, nú líknar Guð þér. Síðustu árin dvaldi Árni á Dval- arheimilinu Hraunbúðum og Sjúkrahúsi Vestmanneyja. Megi guð blessa ykkur öll. Kveðja frá bömunum þínum sjö og fjölskyldum þeirra. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét) Börnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.