Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 19. JUNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDORA GUÐRÍÐUR KRISTLEIFSDÓTTIR + Halldóra Guð- ríður Kristleifs- dóttir fæddist í Bakkabúð á Brim- iisvöllum í Fróðár- hreppi á Snæfells- nesi hinn 26. nóv- ember 1912. Hún lést á Dvalarheimil- inu Hrafnistu i Reykjavík hinn 8. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ingjalds- hólskirkju 16. júní. Það var snemmsumars árið 1969 í Reykjavík. Tólf ára strákpolli sem alið hafði allan sinn aidur austan við læk, eins og sumir sögðu í þá daga og áttu við Hlemm, beið eftir rút- unni vestur á Snæfellsnes á BSÍ. Hann var að fara í sveit á Rifi á Snæfellsnesi, hjá Friðþjófí Guð- mundssyni móðurbróður sínum og konu hans Halldóru Kristleifsdótt- ur. Strákurinn var ég og þetta var í fyrsta sinn á stuttri ævi sem dvalið var fjarri foreldrahúsum. Ég hafði áður hitt Halldóru í ferðum hennar í Reykjavík og fannst mikið til um hvað gustaði af henni. Friðþjófur frændi var það sem kallað var út- vegsbóndi á Rifí en mín störf þetta sumar sneru að búskapnum. Þar kynntist ég allfc annarri menningu en tíðkaðist í Reykjavík. Það var reyndar ómetanlegt fyrir mig borg- arstrákinn að kynnast sveitaheimili þar sem ennþá var unnið með gamla laginu, kýrnar handmjólkaðar og erfiðir túnblettir slegnir með orfi og ljá og heyið rifjað með hrífum. Hall- dóra var mér bæði elskuleg og beitti mig aga sem böldnum strák úr Reykjavík var nauðsynlegur. Heimilishaldið á Rifi var í fóstum skorðum og var á því mikill mynd- arbragur. Maður skildi það ekki þegar mað- ur var yngri hversu langur vinnu- dagurinn var hjá Dóru. Hún þurfti að sinna ýmsum málum er sneru að útgerðinni, sveitastörfunum og síð- ast en ekki síst safnaðarstörfum við Ingjaldshólskirkju en Dóra og Frið- þjófur sinntu því af lífi og sál um áratuga- skeið. Jafnframt þessu voru börnin alin upp. Fyrir vestan voru strákar af mölinni þá kallaðir villingar og mér var sagt eftir á að ég hefði einmitt talist til þess hóps. Halldóra, sem ég kallaði aldrei annað en Dóru, var af þeim sökum alltaf hrædd um að ég færi mér að voða. Eitt það minnisstæðasta sem ég tók mér fyrir hendur þetta sumar og sem Dóra minnti mig alltaf á alla tíð síðan, var að stelast á sveitaball sem haldið var eitt laugardagskvöldið í samkomu- húsinu Breiðabliki. Þennan um- rædda eftirmiðdag seint um sumar- ið þurftu Dóra og Friðþjófur að bregða sér af bæ og mér var falið að mjólka kýmar og ganga frá mjólk- urbrúsunum. Ég fylgdist með fullur öfundar þegar unga fólkið á Rifi var að undirbúa sig fyrir ballferðina og tók þá ákvörðun að slást í hópinn með frændfólkinu. Kýmar voru handmjólkaðar með hraði og mjólk- urbrúsarnir skildir eftir í sólinni fyrir framan húsið. Þegar Dóra og Ériðþjófur komu heim var tólf ára strákpjakkurinn á bak og burt og mjólkin orðin gallsúr eftir meðferð- ina fyrr um daginn. Dóra var í öng- um sínum yfir að eitthvað hefði komið fyrir mig. Þegar ég skilaði mér heim að lokum, þá skreið ég inn um glugga á herbergi mínu sem ég hafði skilið eftir opinn vegna þess að ég vissi að ég myndi ekki þora að vekja þau við heimkomuna. Ekki man ég eftir að Dóra hafi skammað mig fyrir tiltækið, en það var rifjað upp að minnsta kosti einu sinni á ári næstu þrjátíu árin. Þessi sumardvöl á Rifi var með minnisstæðustu sumrum æsku minnar og ég tengdist Dóru og Friðþjófi sterkum böndum sem rofnuðu ekki. Allt til þessa dags hef ég reynt að heimsækja Rif minnst einu sinni á ári og þá yfir sumartím- ann þegar kríuvarpið er í hámarki. Dóra í Rifi er með þeim minnis- stæðustu konum sem ég hef kynnst á ævi minni. Hún var sterkur per- sónuleiki sem gustaði af, með enda- lausa orku og stórt og hlýtt hjarta. Mér þótti mjög vænt um hana Dóru og þrátt fyrir eril hennar og áhyggj- ur af stráknum úr bænum, þá end- urgalt hún þær tilfinningar alla tíð. Ég held að ég hafi mannast töluvert þessa mánuði á Rifi en eitt er víst að ég tók þar út töluverðan vöxt enda maturinn hennar Dóru alltaf ríflegur og velútilátinn og mjólkin var drukkin ógerilsneydd beint úr kúnni. Meðan hún bjó á Rifi átti maður alltaf öruggt skjól þegar maður heimsótti hana einn eða síðar með Guðrúnu og strákunum. Mér fannst Dóra svo sterk og var þess fullviss að ellin myndi aldrei geta bugað hana. Orlögin hafa hagað því þannig að ég get ekki fylgt henni Dóru til grafar á Ingjaldshóli. Vegna dvalar erlendis mun ég ekki geta heimsótt Rif fyrr en í ágúst í sumar en þá er krían að tygja sig til brottfarar sem boðar haustkomuna á þessum fal- lega stað. Þá mun ég geta staldrað eina ferðina enn hjá Dóru og Frið- þjófi. Guð blessi minningu hennar. Stefán Lárus Stefánsson, Guðrún B. Harðardóttir, Hörður og Stefán. Að gera lifsstarfi þeirra hjóna Friðþjófs heitins Guðmundssonar útvegsbónda í Rifi og konu hans Halldóru Kristleifsdóttur verðug skil væri í raun efni í heila bók, svo merkilegt var lífsstarf þeirra fyrir margra hluta sakir. Slíkt verður ekki reynt hér, heldur aðeins vikið að fáeinum atriðum sem vert er að komi fram þegar þessi merkiskona Halldóra Kristleifsdóttir er gengin. Eiginmann sinn Friðþjóf missti Halldóra árið 1987 eftir þungbær veikindi og var hann henni mikill harmdauði. Eftir þessi hjón, Friðþjóf og Hall- dóru, liggur mikið og merkilegt lífs- starf og væri það eitt nóg til frá- sagnar hvemig hinn fomfrægi út- vegsstaður Rif á Snæfellsnesi breyttist í þeirra höndum úr því að vera Rifsbærinn einn eða býlið sem eftir var þar, í það að verða blóm- legt sjávarþorp með góðri og ör- uggri hafnaraðstöðu. Sú þróun var Friðþjófi mikil hugsjón sem hann fylgdi fast eftir þar til í Rifi fékkst byggð vegleg landshöfn og úr varð öflug útgerð og fiskvinnsla. Það ein- kenndi Halldóru í Rifi að hún fylgdi + Ágúst Nordgulen fæddist í Reykjavík 30. júlí 1957. Hann lést á Landspítalan- um 23. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 28. maí. Kæri vinur og félagi. Nú ertu eflaust farinn að hita hjörtu og laða fram bros hjá þeim sem með þér em í þeim nýja heimi þar sem þú nú dvelur. Ég efast ekki um að þeir hafi fagnað komu þinni og viljað nýta sér verk- kunnáttu þína, dugnað og stjómun- arhæfileika í hveiju því sem þú ann- ars tekur þér fyrir hendur. Ef það er í einhverju samræmi við söknuð okkar og missi hérna megin þá áttu ekki von á miklum fríum framund- an. Það vom forréttindi að vera vin- ur þinn og félagi. Æðraleysið og hetjuskapurinn sem þú sýndir á síð- ustu mánuðunum vom slík, að þeg- ar neikvæðar hugsanir og hvers- dagslegt væl leitar á hugann, er nóg að hugsa til þín og neikvæðið breyt- ist í þakklæti og virðingu fyrir því sem er og maður hefur, og stolt yfir því að hafa átt slíka hetju og höfð- ingja sem vin tekur við. Höfðingsskapurinn og velvildin til að láta fólki líða vel í kring um þig kom strax í ljós á fyrstu ærslafullu áran- um eftir að við félag- amir uppgötvuðum kynferði okkar og stofnuðum félagsskap þann sem hafði það að markmiði að skemmta okkur, RFR. Þú áttir mikinn þátt í að móta reglur þess félagsskap- ar sem vora flestar í þínum anda, eins og t.d. að bannað væri að vera í fylu meðal annarra félaga og að það væri brottrekstrarsök að hanga heima í aðgerðarleysi þegar hægt var að skemmta sér með félögunum. Þú varst yngstur okkar en féllst strax vel inn í hópinn þó að munaði nokkram áram. Éftir að þú eignað- ist ameríska kaggann, „bátinn" eða „prammann" eða hvað sem við köll- uðum bifreiðina sem hægt var að halda heilu veislurnar í taldirðu aldrei eftir þér að keyra okkur fé- lagana sleitulaust, eða jafnvel lána okkur bílinn, eða leggja heimili for- eldranna undir veislur og jafnvel bátinn hans afa þíns. Þú varst alltaf tilbúinn að leggja öðram lið. Svo lá leiðin norður. Ástarglampinn og að- dáunin sem geislaði úr andliti þínu er þú leist Astu fyrst augum gleym- ist ekki, enda ekki von því hann var enn til staðar og duldist engum fram á síðustu stundu. Eftir því sem við félagamir þroskuðumst og komumst flestir til manns, stofnuð- um heimili og fjölskyldur, minnkaði tíðni samskiptanna eins og gengur. Alltaf var þó sama fjörið þegar komið var saman og þú hrókur alls fagnaðar og fulltrúi galsa og gleði. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvemig þið hjónin byggðuð upp fyrirtækið og hvemig fjölskyld- an hafði samt alltaf forgang. Það haustaði snemma þetta vorið þegar þú á Hvítasunnudag hófst ferðina yfír í hinn nýja heim langt um aldur fram. En eftir situr mynd og minning um félaga og vin, hvers mannkostir munu aldrei gleymast. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Líkur sækir líkan heim, og vart verður með orðum lýst því afli og einurð sem Ásta hefur sýnt undan- fama mánuði við hlið manns síns og bama, jafnframt því að stjórna fjöl- skyldufyrirtækinu. En það vorar aftur á ný og Guð gefi fjölskyldunni styrk og birtu til að takast á við breyttar aðstæður og sættast við örlögin og Guð sinn. F.h. félaga í RFR, Sveinn og Helgi. ÁGÚST NORDGULEN manni sínum fast eftir í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Érá 19 ára aldri hafði hún fylgt honum með ráðum og dáð og sparaði sér aldrei erfiðið til að ala önn fyrir búi og börnum. Auk eigin barna tóku þau að sér tvo fóstursyni. Þau áttu miklu barnaláni að fagna og var að- dáunarvert hvemig allir niðjar hennar frá þeim elstu til þeirra yngstu virtu hana og dáðu og vora reiðubúnir að taka tillit til hennar. Gilti það jafnt um börn og fóstur- böm. Þetta mátti berlega sjá þegar Rifsfjölskyldan kom saman vegna einhverra tímamóta og ánægju- stunda í lífi þeirra. I hvert sinn sem eitthvað var um að vera í fjölskyld- unni reyndi Halldóra að koma vest- ur þótt hún dveldi síðustu árin á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Én einn þátt í starfi þessara merku og ágætu hjóna er mér ljúft og skylt að nefna og þakka. Og það era störf þeirra og fómfýsi við Ingjaldshólskirkju og söfnuð. Kirkjurækni og skyldurækni við kirkjuna hefur einkennt Rifsheimil- ið alla tíð og 1960 'tók Friðþjófur það að sér að vera meðhjálpari og formaður safnaðarins. Þetta út- heimti að sjálfsögðu mikla vinnu og mikla fyrirhöfn að sinna bæði kirkju og kirkjugarði. Eftir að Friðþjófur veiktist tók Halldóra að sér að vera meðhjálpari kirkjunnar og gerði það af sérstökum myndarskap. I þá tíð var Ingjaldshólskirkja verr búin en hún er í dag og eitt sinn sagði Halldóra mér að þau hefðu á messu- dögum oft farið þrjár ferðir úr Rifi upp að Hóli þegar messað var. Fyrst til að kveikja upp og koma hita á fyrir messu, síðan var farið til messunnar sjálfrar og að lokum var farin þriðja ferðin til að yfirfara og ganga frá. Þarf ekki að leiða líkum að því hversu mikið þurfti fyrir þessu að hafa en allt var þetta unnið af fórnfýsi og gleði við að rækja trú sína og kirkju og þjóna þessu litla samfélagi. Nú hafa orðið á Ingjaldshóli miklar breytingar. Við gömlu kirkjuna sem talin er elsta stein- steypta kirkja veraldar og var þeim hjónum svo kær hefur nú ris- ið myndarlegt og veglegt safnaðar- heimili og aðstaða þar er öll gjör- breytt til batnaðar. Það var því við hæfi þegar ákvörðun var tekin um að byggja safnaðarheimilið og tryggja þannig veg og virðingu kirkjustaðarins Ingjaldshóls, að þá var Halldóra Kristleifsdóttir fengin til að taka fyrstu skóflustunguna. Sífellt var hún með hugann við að þessi framkvæmd mætti lánast vel og áður en safnaðarheimilið var vígt sýndi hún og fjölskylda hennar þá rausn að gefa kirkjunni mikla fjármuni svo kaupa mátti nýja og fallega húsmuni í safnaðarheimilið. Þetta var ómetanlegur stuðningur sem erfitt er að koma orðum að hvernig skuli þakka. En Halldóra vissi það að Guð gleður glaðan gjafara og það var henni nóg en það var ánægjulegt til þess að vita að hún skyldi fá að lifa þá stund hvað fórnarlund hennar og hennar fólks hafði komið til leiðar á kirkju- staðnum merka, Ingjaldshóli og honum til vegsauka. Guð blessi minningu Halldóru Kristleifsdóttur og Friðþjófs manns hennar og það er þakkarvert að Halldóra fékk að sjá að verk þeirra fyrir byggð og samfélag var ekki til einskis unnið. Vonandi verður þeirra mikla lífs- starfi og hugsjónum gerð betri skil síðar á öðrum vettvangi en fyrir hönd Ingjaldshólskirkju eru þakkir færðar. Megi góður og fórnfús hugur þeirra hjóna lifa og dafna í öllum þeirra fjölmörgu afkomend- um. Ólafur Jens Sigurðsson, sóknarprestur. PÉTUR ÁGÚSTSSON + Pétur Ágústs- son fæddist á Berufjarðarströnd 6. febrúar 1929. Hann lést á Landa- kotsspítala 8. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 18. júní. Mig langar með ör- fáum orðum að minn- ast vinar míns, Péturs Ágústssonar múrara- meistara. Pétri kynntist ég sem viðskiptavinur á vinnustað hans, Húsasmiðjunni í Skútuvogi, kringum 1989-1990. Pétur starfaði fyrst í flísadeild og síðan í múrefnadeild. Ég komst fljótlega að því að þar fór maður sem kunni sitt fag. Það var alveg sama hvað maður var að fást við, flísalögn eða viðgerðir og hversu óvenjulegar kringumstæður gátu verið fyrir hendi, alltaf vissi Pétur hvað best hentaði og hversu mikið þyrfti til. Það sem líka er eftir- minnilegt er hvaða persónu hann hafði að geyma. Pétur var skapmik- ill og skemmtilegur, einstaklega hjálpfús og hægt að treysta full- komlega því sem hann sagði. Alltaf tók hann vel á móti mér og vildi allt fyrir mig gera. Við hlógum oft saman að sögum sem við sögðum hvor öðrum og alltaf gladdi það okkur þegar við hittumst. Síðasta árið sem Pétur starfaði hitti ég hann ekki eins oft og áður og hætti hann hjá fyrirtækinu um haustið 1997. Vorið 1998 komst ég að því að Pétur hafði sýnt mér þann mesta heiður sem maður getur sýnt öðram og endurnýjuðust kynni okk- ar. Pétur var þá orðinn veikur en samt fær um að rifja upp gamlar góðar stundir þó ekki hefði hann mörg orð um hlutina. Ég man að ég sagði eitt sinn við hann: „Pétur minn, þú hlýtur stundum að hafa verið þreyttur á mér þegar ég spurði þig og spurði um efnin.“ „Nei,“ svaraði hann, „ég vissi alltaf hvað þú varst að hugsa." Þessu svari gleymi ég ekki. Pétur var vandaður maður og mikill höfð- ingi sem ég gleymi aldrei. Guð blessi fjölskyldu hans. Baldur Birgisson. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.