Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 23 KAGNÝTING BOTNFISKAFLANS 1994-98 Hlutföll aflans í landvinnslu og sjó- frystingu, bolfiskur og flatfiskur % 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 iSjofryaing^_____^ -i-------1------1------1-------1— 1994 1995 1996 1997 1998 % 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Landvinnsla 44;7% Sjófrysting - 39.9% -4- -4- -4- -4- -I- 1994 1995 1996 1997 1998 % 1 nn. ... RFYK.IANF^ 90 r Landvinnsla 60 61,2% AC\ ... 30 Sjófrysting -24,1% 20 —fiSss m I ” 1994 1995 1996 1997 1998 -l-----1--------1------1------1— 1994 1995 1996 1997 1998 % 100- 90- 80 70- 60 50- 40- 30- 20- 10- 0 VESTFJRÐIR Landvinnsla l/-.75,0% Sjófrysting- -23,5% -4--------------1--------------1- -4- 1994 1995 1996 1997 1998 1994 1995 1996 1997 1998 ioo NORÐURL EYSTRA % AUSTURLAND 90 90 80 - 70 70 _ i _ Landvinnsla-v nn \ noz Landvinnsla 50 40 30 Sjófrysting-' 30 Sjófrysting —, 20 10 10 "1994 1995 1996 1997 1998 " 1994 1995 1996 1997 1998 SJOFRYSTING 1986-97 150-------------—---—----- þús. tonn 125 100 75 50 n Annar bol- og flatfiskur Þorskur SIGLINGAR FISKISKIPA 1986-97 E3 C3._ 86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 Tilboð á Futura vrtamínum Beta Caroten • Ginkgo biloba • Q-10 30 mg 20% afsláttur Nú á tilboði í Nýkaupi og í apótekum Ráðstöfun aflans og fískvinnsla undanfarin 5 ár Hlutur sjófrystingar lægstur á Vestfjörðum HLUTUR sjófrystingar hefur í ráð- stöfun fiskaflans hefur aukist lítillega í flestum kjördæmum landsins á und- anfömum fjómm árum. Hlutur sjó- vinnslu gagnvart landvinnslu var hlutfallslega minnstur á Vestfjörðum eða um 23,5% af heildarafla kjör- dæmisins á síðasta ári, samkvæmt tölum sem fengnar eru í Útvegi. Hlutur sjóvinnslunnar var hinsvegar mestur á Norðurlandi vestra í fyrra eða um 83,6% af heildaraflanum. Sjófrysting á fiski hófst árið 1982 og hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, að því er fram kemur í skýrslu dr. Birgis Þórs Runólfssonar, dósents, um þróun, stöðu og horfur í sjávarút- vegi Islendinga sem unnin var fyrir sjávarútvegsráðuneytið í tilefni af ári hafsins á síðasta ári. I skýrslunni er sérstaklega fjallað um ráðstöfun fisk- aflans og fer umfjöllunin hér á eftir. Almennt má segja að afla íslend- inga hafi verið ráðstafað á fjóra vegu: Landað til vinnslu innanlands, landað á markað erlendis, sett í gáma, og unnið á sjó. Siglingar togara með afla á markaði erlendis hafa tíðkast frá því snemma á öldinni. Snemma á ní- unda áratugnum var einnig farið að flytja óunninn fisk út í gámum með flutningaskipum. Árið 1982 hófst síð- an sjófrysting á fiski. Vinnsla á fiski úti á sjó var í sjálfu sér ekki nýjung á níunda áratugnum, fyrr á öldinni hafði oft verið saltað um borð. Nýjungin árið 1982 var fólgin í að vinna fiskinn og frysta hann um borð í skipunum. Sérútbúin vinnsluskip komu til sögunnar og hefur sjófrysting aukist jafnt og þétt allar götur síðan. A ái-unum 1989 til 1994 var sjósöltun, fullfrágengið, einnig stunduð nokkuð og náði há- marki árið 1991 í rúmum 5 þús. tonn- um. Siglingar með ísfisk voru nokkuð stöðugar fram á síðasta áratug og náðu hámarki árin 1988 og 1989, þá var siglt með 46 þús. tonn af botnfiski á erlendar hafnir. Síðan 1989 hafa siglingar minnkað mikið. Árið 1997 var einungis siglt með 2.400 tonn af botnfiski. Gámaútflutningur á botnfiski var aðeins 2 þús. tonn árið 1982, en 1986 var hann kominn í rúm 73 þús. tonn og árið 1990 í rúm 92 þús. tonn. Á þessu tímabili, þ.e. 1986-1990, voru flutt út í gámum um og yfir 30 þús. tonn af þorski á ári. Frá 1991 hefur útflutningur í gámum hins vegar minnkað mikið. Útflutningur á ferskum fiski með flugi jókst gífurlega á níunda ára- tugnum og náði hámarki á þeim ára- tug í 14,2 þús. tonnum, þ.a. helming- ur þorskur, árið 1989. Árið eftir minnkaði þessi útflutningur hins veg- ar í 6.700 tonn. Frá árinu 1991 hefur útflutningur á ferskum fiski með flugi aukist aftur og komist í 24,3 þús. tonn árið 1997. Af útflutningi ársins 1997 voru tæp 8 þús. tonn þorskur og rúm 7 þús. tonn ýsa. Heildarútflutningur á ísuðum botnfiski og flatfiski jókst mikið á ní- unda áratugnum. Útflutningurinn náði hámarki árin 1989 og 1990, en þá var hann um 150 þús. tonn. Af því var útflutningur á ísuðum þorski á milli 50 og 60 þús. tonn á árunum 1986 til 1990. Inni í þessum heildar- tölum er áður óupptalinn útflutning- ur á flöttum ísuðum fiski, en sá út- flutningur náði hámarki á árinu 1990 í rúmum 12 þús. tonnum. Innlendir fískmarkaðir Fyrstu íslensku fiskmarkaðimir tóku til starfa árið 1987. Það ár voru stofnaðir Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfirði, Faxamarkaðurinn hf. í Reykjavík og Fiskmarkaður Suður- nesja hf. Síðan hafa bæst við fjöl- margir markaðir, alls á þriðja tuginn, og sumir horfið aftur. Fiskmarkað- imir skiptast í tvo hópa, annars veg- ar þá sem reknir eru innan vébanda Reiknistofu fiskmarkaða hf. og hins vegar þá sem reknir em innan vé- banda Islandsmarkaðar hf. Frá því starfsemi innlendra fisk- markaða hófst hefur salan aukist mikið og komist í um 120 þús. tonn árið 1996. Um innlendu fiskmarkað- ina fara allar tegundir fiska, í mis- miklum mæli þó. Fiskvinnslan Fiskistofa gefur út vinnsluleyfi til vinnslustöðva og vinnsluskipa, og áminnir vinnsluleyfishafa eða sviptir þá vinnsluleyfi gerist þeir brotlegir við lög og reglur. I desember 1998 vom 779 vinnsluleyfi í gildi vegna landvinnslu. Þá höfðu verið gefin út 96 ný vinnsluleyfi á árinu og 184 höfðu verið felld úr gildi. Athygh skal vakin á því að ein vinnslustöð getur haft mörg vinnsluleyfi, ef starfsemin er fjölbreytt, t.d. eitt leyfi til fryst- ingar, annað fyrir saltfisk, þriðja fyr- ir ferskar afurðir, o.s.frv. Samtölum- ar segja því ekki til um fjölda fisk- vinnslustöðva á landinu. Vinnsluskip með leyfi til vinnslu um borð vom 90 í árslok 1998, þar af höfðu 49 skip fullvinnsluleyfi. Fiski- stofa hefur einnig eftirlit með vinnsluskipunum, þ.e. meðhöndlun afla, vinnslunýtingu, vigtun, o.fl. Gæðastjómunarsvið Fiskistofu sér að hluta um eftirlit með framleiðslu vinnsluleyfishafa, sbr. lög um með- ferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra. Starfsemi sviðsins beinist einkum að því að tryggja neytendum að íslenskar afurðir séu heilnæmar, standist lágmarkskröfur um gæði og að afurðimar séu fram- leiddar við fullnægjandi hreinlætis- aðstæður. Gæðastjórnunarsvið Fiskistofu veitir einnig einkareknum skoðunar- stofum starfsleyfi til að annast reglu- legt eftirlit með hreinlæti, aðstöðu, búnaði og innra eftirliti vinnsluleyfis- hafa, enda uppfyllli þær framsettar kröfur m.a. um faggildingu. Frá 1. janúar 1999 sér Fiskistofa einnig um rekstur landamærastöðva, en ytri landamæri EES að því er varðar heilbrigðiseftirlit við inn- og útflutn- ing á sjávarafurðum fluttust til Is- lands um áramótin. Árið 1997 var botn- og flatfiskafli af íslandsmiðum 464 þús. tonn. Mest fer í landfrystingu, en hlutdeild hennar hefur þó minnkað mjög mikið frá 1987. Sjóvinnsla hefur hins vegar aukist stórlega, en saltfiskverkun heldur sinni hlutdeild. Þá má einnig sjá að útflutningur á ferskum fiski með gámum hefur minnkað verulega. Ef verkun þorsks er skoðuð ein- göngu, þá fóru 48% af þorskaflanum árið 1997 í söltun og 25% í landfryst- ingu. Árið 1997 var heildarafli Islend- inga á öllum miðum um 2,2 milljónir tonna. Þar af fóru 66% í bræðslu, 15% í landfrystingu, 9% voru sjóunn- in og rúm 6% fóru í söltun. Ef verkun uppsjávarafla er skoðuð eingöngu, þá fóru 90% í bræðslu, 8% í landfryst- ingu og aðeins 1% í söltun. Af skel- og krabbaafla fóru 57% í landfryst- ingu og 42% í sjófrystingu. Evrópska efnahagssvæðið er mik- ilvægasta markaðssvæðið fyrir ís- lenskar sjávarafurðir. Árið 1997 fóru þangað 68% af útflutningsframleiðslu miðað við verðmæti, en árið 1980 var hlutfallið 46%. Loðnuveiðar að hefjast SUMARLOÐNUVEIÐAR mega hefjast 20. júní nk. og er leyfilegur hámarksafli íslenskra loðnuskipa á loðnuvertíðinni 1999-2000 575.850 tonn. Sam- kvæmt reglugerð um loðnuveið- ar íslenskra skipa á vertíðinni eru þeim heimilar veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands, Græn- lands og Jan Mayen með þeirri takmörkun að allar loðnuveiðar eru bannaðar tímabilið 16. ágúst til 15. september 1999. ís- lensk skip mega ennfremur að- eins veiða 35% af leyfilegum heildarafla skipanna í lögsögu Jan Mayen og er aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar norðan 64°30’N í lögsögu Grænlands. — Tilboð til sunnudags*_ Islensk-þrenna Birki Embla íslenskt kynbætt stakstætt tré. Mjög harðgerð og góð sem limgerðlsplanta. Hentug tll ræktunar á flestum landsvæðum. Afgrelðslutími: Virka daga kl. 9.00 - 21.00 Um helgar kl. 9.00 -18.00 Loðvíðir Salbt lanata .Katlagil" Jarðlægur islenskur runnl gráloðln blöð. Karlplöntur. Harðgerður. Þrénna Islenskur einir Juniperus communls Lágvaxinn, sfgrænn jarðlægur nrnnl, harðgerð (slensk planta. Helldarvcro áour 2.160,- Nu 1.290 Póntunarþjónusta fyrír landsbyggðina 4Í. 51 STJÖRNUGRÓF18, SÍMI581 4288, FAX 581 Tllboðið gildir tll sunnudags eða á meðan birgðir endast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.