Morgunblaðið - 19.06.1999, Page 23

Morgunblaðið - 19.06.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 23 KAGNÝTING BOTNFISKAFLANS 1994-98 Hlutföll aflans í landvinnslu og sjó- frystingu, bolfiskur og flatfiskur % 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 iSjofryaing^_____^ -i-------1------1------1-------1— 1994 1995 1996 1997 1998 % 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Landvinnsla 44;7% Sjófrysting - 39.9% -4- -4- -4- -4- -I- 1994 1995 1996 1997 1998 % 1 nn. ... RFYK.IANF^ 90 r Landvinnsla 60 61,2% AC\ ... 30 Sjófrysting -24,1% 20 —fiSss m I ” 1994 1995 1996 1997 1998 -l-----1--------1------1------1— 1994 1995 1996 1997 1998 % 100- 90- 80 70- 60 50- 40- 30- 20- 10- 0 VESTFJRÐIR Landvinnsla l/-.75,0% Sjófrysting- -23,5% -4--------------1--------------1- -4- 1994 1995 1996 1997 1998 1994 1995 1996 1997 1998 ioo NORÐURL EYSTRA % AUSTURLAND 90 90 80 - 70 70 _ i _ Landvinnsla-v nn \ noz Landvinnsla 50 40 30 Sjófrysting-' 30 Sjófrysting —, 20 10 10 "1994 1995 1996 1997 1998 " 1994 1995 1996 1997 1998 SJOFRYSTING 1986-97 150-------------—---—----- þús. tonn 125 100 75 50 n Annar bol- og flatfiskur Þorskur SIGLINGAR FISKISKIPA 1986-97 E3 C3._ 86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 Tilboð á Futura vrtamínum Beta Caroten • Ginkgo biloba • Q-10 30 mg 20% afsláttur Nú á tilboði í Nýkaupi og í apótekum Ráðstöfun aflans og fískvinnsla undanfarin 5 ár Hlutur sjófrystingar lægstur á Vestfjörðum HLUTUR sjófrystingar hefur í ráð- stöfun fiskaflans hefur aukist lítillega í flestum kjördæmum landsins á und- anfömum fjómm árum. Hlutur sjó- vinnslu gagnvart landvinnslu var hlutfallslega minnstur á Vestfjörðum eða um 23,5% af heildarafla kjör- dæmisins á síðasta ári, samkvæmt tölum sem fengnar eru í Útvegi. Hlutur sjóvinnslunnar var hinsvegar mestur á Norðurlandi vestra í fyrra eða um 83,6% af heildaraflanum. Sjófrysting á fiski hófst árið 1982 og hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, að því er fram kemur í skýrslu dr. Birgis Þórs Runólfssonar, dósents, um þróun, stöðu og horfur í sjávarút- vegi Islendinga sem unnin var fyrir sjávarútvegsráðuneytið í tilefni af ári hafsins á síðasta ári. I skýrslunni er sérstaklega fjallað um ráðstöfun fisk- aflans og fer umfjöllunin hér á eftir. Almennt má segja að afla íslend- inga hafi verið ráðstafað á fjóra vegu: Landað til vinnslu innanlands, landað á markað erlendis, sett í gáma, og unnið á sjó. Siglingar togara með afla á markaði erlendis hafa tíðkast frá því snemma á öldinni. Snemma á ní- unda áratugnum var einnig farið að flytja óunninn fisk út í gámum með flutningaskipum. Árið 1982 hófst síð- an sjófrysting á fiski. Vinnsla á fiski úti á sjó var í sjálfu sér ekki nýjung á níunda áratugnum, fyrr á öldinni hafði oft verið saltað um borð. Nýjungin árið 1982 var fólgin í að vinna fiskinn og frysta hann um borð í skipunum. Sérútbúin vinnsluskip komu til sögunnar og hefur sjófrysting aukist jafnt og þétt allar götur síðan. A ái-unum 1989 til 1994 var sjósöltun, fullfrágengið, einnig stunduð nokkuð og náði há- marki árið 1991 í rúmum 5 þús. tonn- um. Siglingar með ísfisk voru nokkuð stöðugar fram á síðasta áratug og náðu hámarki árin 1988 og 1989, þá var siglt með 46 þús. tonn af botnfiski á erlendar hafnir. Síðan 1989 hafa siglingar minnkað mikið. Árið 1997 var einungis siglt með 2.400 tonn af botnfiski. Gámaútflutningur á botnfiski var aðeins 2 þús. tonn árið 1982, en 1986 var hann kominn í rúm 73 þús. tonn og árið 1990 í rúm 92 þús. tonn. Á þessu tímabili, þ.e. 1986-1990, voru flutt út í gámum um og yfir 30 þús. tonn af þorski á ári. Frá 1991 hefur útflutningur í gámum hins vegar minnkað mikið. Útflutningur á ferskum fiski með flugi jókst gífurlega á níunda ára- tugnum og náði hámarki á þeim ára- tug í 14,2 þús. tonnum, þ.a. helming- ur þorskur, árið 1989. Árið eftir minnkaði þessi útflutningur hins veg- ar í 6.700 tonn. Frá árinu 1991 hefur útflutningur á ferskum fiski með flugi aukist aftur og komist í 24,3 þús. tonn árið 1997. Af útflutningi ársins 1997 voru tæp 8 þús. tonn þorskur og rúm 7 þús. tonn ýsa. Heildarútflutningur á ísuðum botnfiski og flatfiski jókst mikið á ní- unda áratugnum. Útflutningurinn náði hámarki árin 1989 og 1990, en þá var hann um 150 þús. tonn. Af því var útflutningur á ísuðum þorski á milli 50 og 60 þús. tonn á árunum 1986 til 1990. Inni í þessum heildar- tölum er áður óupptalinn útflutning- ur á flöttum ísuðum fiski, en sá út- flutningur náði hámarki á árinu 1990 í rúmum 12 þús. tonnum. Innlendir fískmarkaðir Fyrstu íslensku fiskmarkaðimir tóku til starfa árið 1987. Það ár voru stofnaðir Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfirði, Faxamarkaðurinn hf. í Reykjavík og Fiskmarkaður Suður- nesja hf. Síðan hafa bæst við fjöl- margir markaðir, alls á þriðja tuginn, og sumir horfið aftur. Fiskmarkað- imir skiptast í tvo hópa, annars veg- ar þá sem reknir eru innan vébanda Reiknistofu fiskmarkaða hf. og hins vegar þá sem reknir em innan vé- banda Islandsmarkaðar hf. Frá því starfsemi innlendra fisk- markaða hófst hefur salan aukist mikið og komist í um 120 þús. tonn árið 1996. Um innlendu fiskmarkað- ina fara allar tegundir fiska, í mis- miklum mæli þó. Fiskvinnslan Fiskistofa gefur út vinnsluleyfi til vinnslustöðva og vinnsluskipa, og áminnir vinnsluleyfishafa eða sviptir þá vinnsluleyfi gerist þeir brotlegir við lög og reglur. I desember 1998 vom 779 vinnsluleyfi í gildi vegna landvinnslu. Þá höfðu verið gefin út 96 ný vinnsluleyfi á árinu og 184 höfðu verið felld úr gildi. Athygh skal vakin á því að ein vinnslustöð getur haft mörg vinnsluleyfi, ef starfsemin er fjölbreytt, t.d. eitt leyfi til fryst- ingar, annað fyrir saltfisk, þriðja fyr- ir ferskar afurðir, o.s.frv. Samtölum- ar segja því ekki til um fjölda fisk- vinnslustöðva á landinu. Vinnsluskip með leyfi til vinnslu um borð vom 90 í árslok 1998, þar af höfðu 49 skip fullvinnsluleyfi. Fiski- stofa hefur einnig eftirlit með vinnsluskipunum, þ.e. meðhöndlun afla, vinnslunýtingu, vigtun, o.fl. Gæðastjómunarsvið Fiskistofu sér að hluta um eftirlit með framleiðslu vinnsluleyfishafa, sbr. lög um með- ferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra. Starfsemi sviðsins beinist einkum að því að tryggja neytendum að íslenskar afurðir séu heilnæmar, standist lágmarkskröfur um gæði og að afurðimar séu fram- leiddar við fullnægjandi hreinlætis- aðstæður. Gæðastjórnunarsvið Fiskistofu veitir einnig einkareknum skoðunar- stofum starfsleyfi til að annast reglu- legt eftirlit með hreinlæti, aðstöðu, búnaði og innra eftirliti vinnsluleyfis- hafa, enda uppfyllli þær framsettar kröfur m.a. um faggildingu. Frá 1. janúar 1999 sér Fiskistofa einnig um rekstur landamærastöðva, en ytri landamæri EES að því er varðar heilbrigðiseftirlit við inn- og útflutn- ing á sjávarafurðum fluttust til Is- lands um áramótin. Árið 1997 var botn- og flatfiskafli af íslandsmiðum 464 þús. tonn. Mest fer í landfrystingu, en hlutdeild hennar hefur þó minnkað mjög mikið frá 1987. Sjóvinnsla hefur hins vegar aukist stórlega, en saltfiskverkun heldur sinni hlutdeild. Þá má einnig sjá að útflutningur á ferskum fiski með gámum hefur minnkað verulega. Ef verkun þorsks er skoðuð ein- göngu, þá fóru 48% af þorskaflanum árið 1997 í söltun og 25% í landfryst- ingu. Árið 1997 var heildarafli Islend- inga á öllum miðum um 2,2 milljónir tonna. Þar af fóru 66% í bræðslu, 15% í landfrystingu, 9% voru sjóunn- in og rúm 6% fóru í söltun. Ef verkun uppsjávarafla er skoðuð eingöngu, þá fóru 90% í bræðslu, 8% í landfryst- ingu og aðeins 1% í söltun. Af skel- og krabbaafla fóru 57% í landfryst- ingu og 42% í sjófrystingu. Evrópska efnahagssvæðið er mik- ilvægasta markaðssvæðið fyrir ís- lenskar sjávarafurðir. Árið 1997 fóru þangað 68% af útflutningsframleiðslu miðað við verðmæti, en árið 1980 var hlutfallið 46%. Loðnuveiðar að hefjast SUMARLOÐNUVEIÐAR mega hefjast 20. júní nk. og er leyfilegur hámarksafli íslenskra loðnuskipa á loðnuvertíðinni 1999-2000 575.850 tonn. Sam- kvæmt reglugerð um loðnuveið- ar íslenskra skipa á vertíðinni eru þeim heimilar veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands, Græn- lands og Jan Mayen með þeirri takmörkun að allar loðnuveiðar eru bannaðar tímabilið 16. ágúst til 15. september 1999. ís- lensk skip mega ennfremur að- eins veiða 35% af leyfilegum heildarafla skipanna í lögsögu Jan Mayen og er aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar norðan 64°30’N í lögsögu Grænlands. — Tilboð til sunnudags*_ Islensk-þrenna Birki Embla íslenskt kynbætt stakstætt tré. Mjög harðgerð og góð sem limgerðlsplanta. Hentug tll ræktunar á flestum landsvæðum. Afgrelðslutími: Virka daga kl. 9.00 - 21.00 Um helgar kl. 9.00 -18.00 Loðvíðir Salbt lanata .Katlagil" Jarðlægur islenskur runnl gráloðln blöð. Karlplöntur. Harðgerður. Þrénna Islenskur einir Juniperus communls Lágvaxinn, sfgrænn jarðlægur nrnnl, harðgerð (slensk planta. Helldarvcro áour 2.160,- Nu 1.290 Póntunarþjónusta fyrír landsbyggðina 4Í. 51 STJÖRNUGRÓF18, SÍMI581 4288, FAX 581 Tllboðið gildir tll sunnudags eða á meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.