Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ■W ■W Clinton rabb- ar við Davíð —< —- íSjGUnttmsagöi ÍJívíö'æö hann mæti miTtiis Það fór ekkert á milli mála að kapparnir þínir gerðu útslagið á átökin hr. Davíð. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Mögnuð opn- un í Grímsá „JA, NÚ eru menn glaðir, skal ég segja þér,“ sagði Sturla Guð- bjamarson á Fossatúni við Grímsá í gærdag, en þá hafði verið veitt í ánni sem nam einum degi. Veiði hófst eftir hádegi á þjóðhátíðar- daginn og á hádegi í gær, eftir tvær vaktir, voru komnir 68 laxar á land. „Sumir urðu að hætta klukkan rúmlega níu í morgun, voru þá búnir að fylla kvótann. Þetta er það langbesta sem ég man eftir í opn- un síðan að við bændur byrjuðum sjálfrr að sjá um okkar mál,“ sagði Sturla ennfremur. Mest hefur veiðin verið á svæðinu frá Laxfossi og niður Þing- nesstrengi. Þingnes- strengirnir eru að sögn Sturlu „kakkaðir“ af laxi og flskur virðist jafnframt vera genginn upp um alla á, en í gær- morgun veiddust til dæmis laxar á stöðum eins og Kotakvörn og Tj amarbr ekkuflj óti, sem eru í ánni ofan- verðri. Mest er veitt á maðk, en flugan er einnig að gefa, þannig fékk einn veiðimann- anna fimm af sex löx- um sínum fyrsta kvöld- ið á flugu. Laxinn er blandaður að ar Kristjánsson veiddi í Þingnes- stærð, smálax og stórir í bland. Sá strengjum. Fyrstu vaktina veidd- stærsti var 19 punda lax, sem Óm- ust 33 laxar og vom menn hæst- SIGRÍÐUR Þorláksdóttir hampar hér 11 punda hrygnu af Stokkhylsbroti í Norð- urá . . . og leiðist ekki. ánægðir, en hafi menn haldið að rjóminn hafi þá verið fleyttur ofan af, kom annað á daginn í gær- morgun. „Það er fullt af laxi og þeir eiga góða daga í vændum sem á eftir koma. Þessi byrjun er mögnuð og veit sannarlega á gott framhald," sagði Sturla. „Dreifist vel...“ Þráinn Júlíusson kokkur í veiði- húsinu við Þverá sagði veiðina mjög góða, og menn væm al- mennt ánægðir. „Áin er að vísu gmggug og mikil núna, en það er í fyrsta sinn síðan að veiðin hófst. Laxinn dreifist enda vel og menn em ekki síður að fá laxa upp um alla Kjarrá en hér neðar í sveit- inni. Þetta era svona 200 laxar í það heila, um það bil 60% úr Þverá og 40% úr Kjarrá. Það er eðlileg skipting, Kjarrá var jú opnuð nokkmm dögum seinna,“ sagði Þráinn. 22 og 20 punda lax- arnir sem áður hefur verið greint frá eru enn stærstu laxarnir úr ánni. „Erfíður veiðiskapur...“ „Það em komnir um 60 laxar og menn em að fá fisk mjög víða. Þetta er erfiður veiðiskapur, áin er mjög vatnsmikil og stundum skol- uð. En á heildina litið emm við ánægðir, það er að koma talsvert inn af fiski og hann er enn sem komið er með mjög háa meðal- þyngd,“ sagði Asgeir Heiðar, leigutaki Laxár í Kjós, í gærdag. Úr ýmsum áttum Tíu laxar veiddust á þjóðhátíðar- daginn á svokölluðu Munaðames- svæði í Norðurá og sáu menn þar mikið af laxi á ferðinni. Það boðar gott fyrir aðalsvæði árinnar sem hefur verið fremur dauft að undan- förnu. Sama dag lauk holl til dæm- is veiðum þar með aðeins um 20 laxa. Fyrstu laxamir hafa veiðst í Stóm-Laxá í Hreppum. Ekki vit- um við hve margir, en frést hefur af a.m.k. tveimur löxum, en veiði hófst á miðvikudag. Seinni partinn í gær vom fyrstu veiðimennimir að tygja sig til veiða í Miðfjarðará og sagði Þrá- inn kokkur í veiðihúsinu Laxa- hvammi að stemmning væri góð, enda hefðu menn séð mikinn lax víða á svæðinu. Nýr formaður UNIFEM á íslandi Fögnum nvium félögum Sigríður Margrét Guðmundsdóttir AÐALFUNDI UNIFEM á ís- landi var nýlega kosinn nýr formaður fé- lagsins. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir hefur tekið við formannsstarf- inu af Margréti Einars- dóttur. Sigríður var spurð hvert væri markmið þessa félags. UNIFEM er kvennafé- lag innan vébanda Sam- einuðu þjóðanna. Það vora konur í stöðum fastafulltrúa hjá Samein- uðu þjóðunum sem tóku sig saman og stofnuðu fé- lagið vegna þess að þeim þóttu aðferðir Sameinuðu þjóðanna stundum full- hæverskar og ekki nægi- lega skilvirkar í hjálpar- starfi. Markmið þessa fé- lags er að styðja konur í þróunar- löndunum til sjálfsbjargar og lögð er áhersla á að verkefnin sem félagið styrkir séu sjálf- sprottin, þeir sem þiggi hjálpina komi með hugmyndimar. Verk- efnin em síðan skipulögð frá aðal- skrifstofunni í New York. - Og hvað er helst á döfínni á íslandi? Það er mjög margt, vegna þess að UNIFEM á íslandi er tíu ára á þessu ári. Við höfum í hyggju að gefa út afmælisrit til þess að vekja athygli á UNIFEM. í haust verður haldinn norrænn fundur félaga í UNIFEM, þar sem ræða á hvemig við getum staðið sterk; ég vil vekja athygli á að UNIFEM er ekki eingöngu ætlað konum. Þótt félagið styrld konur, geta karlmenn starfað í því. Við ætlum einnig að gera átak í að kynna félagið og þau verkefni sem UNIFEM á Islandi er að styrkja. - Hvaða verkefni eru það? Við fáum verkefnalista frá New York sem við getum greitt fé til, sem síðan er ráðstafað þaðan. Af þeim verkefnalista höfum við val- ið okkur að styrkja konur sem stjórna býflugna- og hunangs- rækt í Mexíkó, og fræða konur í Indlandi um þjóðfélagslegan rétt sinn og leiðir til þess að hafa áhrif í samfélaginu. Við styrkjum einnig átak UNIFEM-samtak- anna til þess að útrýma ofbeldi gagnvart konum og bömum - nú hefur sjónum sérstaklega verið beint að afnámi þess að umskera konur, sem ennþá viðgengst ótrú- lega víða. - Hvernig gengur að safna fé til þessara verkefna? Fyrir ötult starf þeirra kvenna sem hafa undanfarin ár starfað á vegum UNIFEM á íslandi hefur UNIFEM nú fengið fjárveitingu frá íslenska ríkinu, 2,5 millj.kr., og er það alger forsenda þess að við getum tekið þátt í þessu al- þjóðlega starfi. Auk þess er hver einstaklingur, sem skráir sig í UNIFEM og greiðir til þess ár- gjald, ómetanlegur stuðningur. Við höf- um látið hanna litla kertastjaka með merki UNIFEM, svo og nælur og fleiri smáhluti sem seldir eru til ágóða fyrir félagið. Loks höfum við í hyggju að láta gefa út kveðju- kort. - Hvar hefur félagið aðstöðu? Við höfum skrifstofu á Lauga- vegi 7 í húsnæði Mannréttinda- skrifstofu Islands. Við emm ný- lega komin með þessa skrifstofu og það er alger bylting að hafa fengið þessa aðstöðu. Auk þess ►Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir er fædd í Reykja- vík 1950. Hún lauk kennara- prófí frá Kennaraskóla íslands 1971. Hún starfaði sem kenn- ari og umsjónarmaður barna- tíma Sjónvarps, Stundarinnar okkar, ásamt Hermanni Ragn- ari Stefánssyni um árabil. Hún bjó í Bretlandi í sex ár, þar sem hún lagði stund á nám í leikstjórn og leikhúsfræðum. Hefur síðan starfað við leikhús við leiksljórn og skriftir en stýrir nú menningarþættinum Kristal á Stöð 2. Sigríður er gift Kjartani Ragnarssyni. Hún á tvo syni af fyrra hjóna- bandi og Kjartan einn son. höfum við nú ráðið starfsmann í hálft starf. -Er starfsemi UNIFEM um- fangsmikil erlendis? UNIFEM er með deildir í nítján löndum og á þeim tíma sem félagið hefur starfað hefur það komið að verkefnum til hjálpar konum um allan heim. Sú hug- mynd hefur komið upp að halda næsta alþjóðlega þing UNIFEM árið 2000 á íslandi þótt ekki sé endanlega búið að taka ákvörðun um að svo verði. - Hvers vegna fórst þú að starfa í þessu félagi? Upphaflega var ég beðin að koma þar á fund til þess að segja frá dvöl minni í Mexíkó, þar sem ég dvaldi meðal maya-indíána. Þá fann ég að þarna var vettvangur til þess að starfa í félagsskap sem raunverulega getur komið illa stöddum konum til hjálpar. Þeg- ar ég dvaldi í Mexíkó fann ég hve mikið munar um hverja einustu manneskju sem gerir eitthvað til hjálpar, hvort sem það er í formi fjárstuðnings eða vinnuframlags. Þar er til dæmis fjöldi manns sem vinnur sjálfboðavinnu. Ég fékk þar sérstakan áhuga á að styrkja ungar konur til þess að læra að lesa, því rann- sóknir hafa sýnt að það að kenna konum að lesa hefur marg- feldisáhrif til betra lífs. Þær verða með- vitaðri, fá aðgang að upplýsing- um og hægt er að ná til þeirra með fræðslu af ýmsu tagi. Konur sem kunna að lesa gera meiri kröfur til eiginmanna sinna, líða síður ofbeldi, þær hafa líka meiri metnað fyrir hönd barna sinna. Ég vil hvetja fólk, sem langar til að leggja hönd á plóg svo að fleiri geti öðlast mannsæmandi líf, til þess að hafa samband við UNIFEM. Við fógnum hverjum nýjum félaga. Styðjum konur til sjálfsbjargar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.